Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 Snemma árs 1994 hóf hljómsveitin Tweety störf á íslandi. Það voru þau Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir sem að baki henni stóðu og standa enn. Fyrsta útgefna lagið hét „So Cool“ og stefnan var tekin á erlendan mark- að. Samstarf hófst með hollenska útgáfufyrirtækinu CNR og nú bráð- lega kemur út svokallaður „Maxi single“ erlendis með flmm mismun- andi útgáfum af laginu „So Cool“ sem íslendingar ættu að þekkja vel nú þegar. En útgáfa og markaðssetning Hljómsvehin Tweety er komin á skrið. DV-mynd Brynjar Gauti Ekki lengur dúett - hljómsveitin Tweety bætir við sig liðsmönnum Frumburðurinn Frumburður hljómsveitarinnar er væntanlegur í verslanir 21. nóv- ember nk. Á henni verður að finna tólf lög sem fyrr eða síðar munu flest feta í fótspor „So Cool“, fá á sig erlendan texta og verða gefin út erlendis. Að sögn Þorvaldar er platan ætluð jafnt til heimahlustunar og danshúsaspilunar. „...að upplagi er þetta „beat“ rnúsík." Trommuleikarinn, Ólafur Hólm, kallar tónlistina „melódískt dans- popp“ en hver verður víst að fá að dæma fyrir sig. Miðað við fyrri vinsældir Todmobile er nokkuð ljóst að hljómsveitin ætti að virka vel á landsmenn enda Þovaldur og Andrea aðal laga- og textahöfundar á nýju plötunni. Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir að heyra stórvirkið má geta þess að mánudaginn 17. október næst- komandi verður hún spiluð í heild sinni á rás 2 á svokölluðum Tweety degi rásarinnnar. En útgáfudagur eins og áður segir 21. nóvember 1994. Hljómsveitarskipan Hljómsveitina skipa eftirtaldir: Andrea Gylfadóttir (söngur), Þor- valdur B. Þorvaldsson (gítar), Eiður Amarson (bassi), Máni Svavarsson og Ólafur Hólm (trommur). Óli spilaði með Todmobile fyrsta árið sem hún starfaði og Eiður starfaði sem bassaleikari og umboðsmaður fyrir hljómsveitina um margra ára skeið. Eiður og Máni spiluðu saman á nemendamóti Versló 1985 og Máni, Þorvaldur og Andrea hafa mikið starfað saman síðustu ár innan veggja hljóðversins. Sem slík mun hljómsveitin vaða yfir landmenn með geggjaðri spilamennsku og stuði á böllum jafnt og hljómleikum og því við miklu að búast. Tunglið, tunglið, taktu . . . Fimmtudaginn 3. nóvember nk. heldur Tweety síðan stórhljómleika á skemmtistaðnum Tunglinu í Lækjargötu. Þar verður frumflutt nýtt efni auk þess sem gömlu Todmobile lögin verða i hávegum höfð. Eftir áramót heldur hljómsveitin síðan í hljómleikaferð um landið þvert og endilangt og til þess að skýra út nánar sagði Eiður að ferðin yrði í stíl við það sem Todmobile gerði á sínum tíma. Fljótlega eftir næstu helgi fer síöan nýtt lag í spilun á útvarpsstöðvunum og stuttu eftir það hefst myndbandagerð. Sem sagt nóg að gera hjá þessari yngstu sveit stórpoppara á landinu, Tweety. GBG Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannigfram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það disk- urinn 66 með hljómsveitinni 66 (áður Gildran). Hér koma svo spumingarnar: 1. Hve margir em í hljómsveitinni Curver? 2. Hvað heitir nýjasta plata The Boys? 3. Hvað hefur hljómsveitin The Prodigy gefið út margar breið- skífur? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttiun lausnum 20. október og rétt svör verða birt í blaðinu 27. október. erlendis tekur langan tima og eins og fólk veit em Þorvaldur og Andrea afkastamikið tónlistarfólk þannig að ákveðið var að ráðast i gerð stórrar Hvað heitir nyjasta plata The Boys? Hér em svörin úr getrauninni sem 2. Gildrunni. birtist 29. september. 3. Ný dönsk. 1. Kol. Tónlistargetraun DV og Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.