Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 Neytendur DV kannar verð á GSM-farsímum: Einungis sex tegund- ir í verðsamkeppni - símamir hafa flestir lækkað og úrvalið aukist Ef marka má auglýsingar hefur verö á GSM-farsímum farið hríðlækkandi frá því aö þeir komu fyrst á markað- inn og ekki síst vegna óvæntrar sam- keppni frá Bónusi sem býður í mörg- um tilfellum sömu símana og hinir á mun lægra verði. Af þessu tilefni gerði neytendasíðan nýja verðkönn- un á þessum farsímum en sú síðasta var birt þann 18. ágúst, rétt eftir að símarnir komu á markað. Söluaðilum hefur fjölgað til muna og í sumum tilfellum hafa þeir sam- einast um innkaup og bjóða því nokkrir sama verð. Það á m.a. við um íslensk íjarskipti (ÍF) en þeim tilheyra Hátækni hf., Nýheiji hf. og Radíómiðlun hf. Neytendasíðan hafði samband við alls níu söluaðila: íslensk íjarskipti, Póst og síma, Sím- virkjann, Bónus, Rafhúsið hf. í Kefla- vík, Símafl hf., Hljómco hf., Húsa- smiðjuna og Radíónaust á Akureyri. GSM-farsimar fást nú í mun meira úrvali en áður og hjá fleiri söluaöil- um. Almennt virðist verð þeirra hafa lækkaö frá því þeir komu fyrst á markað og virðist Bónus eiga þar stóran hlut að máli. DV-mynd ÞÖK 50% verðmunur Af þeim 16 GSM-farsímum, sem kannað var verð á, reyndust einung- is sex þeirra vera í einhverri verð- samkeppni, þ.e. Ericsson GH 337, Motorola 7200, AT&T 3240 og 3242, Hagenuk 2000 og Orbitel 902. Hinir fást eingöngu hjá einum aöila eða hjá tveimur á sama verði. Mestur var verðmunurinn á AT&T 3240 eða 50%. Kemur það til af því að Símvirkinn býður nokkra síma á tilboðsverðinu 39.900 kr. um þessar mundir sem annars kosta 49.900 kr. Seinni talan er þó ennþá lægsta verð- iö því samkeppnisaðilamir bjóða þá á annaðhvort 59.000 (Rafhúsið hf.) eða 59.900 (Hljómco hf., Húsasmiðjan og Radíónaust á Akureyri). Bónus býður betur í kringum 30% verðmunur var svo á Ericsson GH 337, Motorola 7200 og Hagenuk 2000 en þá síma býöur Bón- us alla á lægsta verðinu. Þess má GSM-símar sem einungis fást á einu verði 109.000 67.437 69 894 89.782 89.782 89.900 73.505 ■ö ^ s- tj 09 flr I# ■*/ ■it 'ó ▼ ti getaaðBónusselurGSM-símanaein- tæknimaður í verslunina til skrafs keppni frá Bónusi var blaðamanni ungis á fimmtudögum en þá kemur og ráðagerða. í tilefni óvæntrar sam- tjáð sérstaklega hjá Símvirkjanum að tveggja kílóa kartöflupoki fylgdi með í kaupunum þar. Bæði Mobira 5000 símamir og Sony CM-D200 fengust hjá tveimur aðilum en var þó ekki hægt að tala um verð- samkeppni þar sem verðið var nán- ast það sama. Phihps símarnir fást eingöngu hjá Radíónaust á Akureyri en innifalið í PR 810 símanum er mælaborðsfesting og tenging í kveikjara og í verðinu á PR 747 sím- anum er kortið innifahð. Þeir fjórir aðilar sem selja AT&T 3242 á 79.900 kr. og nefndir eru í graf- inu hér á síðunni eru: Rafhúsið hf., Hljómco hf., Húsasmiðjan og Radíó- naust á Akureyri. Hjá Rafhúsinu fengust þær upplýsingar að th stæði að lækka þá síma niður í rúmar 71 þúsund krónur. Verðið fer iækkandi Ef þessi verðkönnun er borin sam- an við verðkönnunina frá því í ágúst kemur í ljós að í flestum tilfellum er hægt að gera betri kaup núna og er það ekki síst vegna tilkomu Bónuss. Áöur var t.d. hægt að fá Ericsson 337 símann ódýrastan á 115.759 kr. en nú á 91.200 kr. (verðmunurinn er 27%) og áður var hægt að fá Motor- ola 2000 ódýrastan á 79.980 en nú á 56.900 kr. (41%). Að sama skapi var AT&T 3240 áður ódýrastur á 59.850 kr. en nú á 39.900 kr. (50%) og er það einkum vegna tilboðs Símvirkjans. Þó eru þrír GSM-farsímar sem hafa ekki tekið neinum verðbreytingum frá því þeir komu fyrst á markað en það eru Mobira 5000, Nokia 2110 og Panasonic Euro 2000. Verðsamanburður á GSM-farsímum Ericsson GH337 115.900115.800 27% 94.1129i.200 AT&T3240 59.900 59.000 50% 39.900* AT&T3242 8% 79.900 74.300 * ðrfálr eftir, venjulegt verö 49.900 Hagenuk 2000 30% 47.900 36.900 cn 3 C 'O CQ Orbitel 902 74.643 73.900 DV ••99^56^70m Tekur við svörum fyrir þig! Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. T Verð á vetrardekkjum Gömlu dekkin Skipting, umfelgun ogjafnvæg- isstilling á fjórum dekkjum kost- ar á bihnu 3,300-3.740 kr. ef marka má nýlega verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Munur á hæsta og lægsta verði er 13,3%. Könnunin náðí til 17 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og af þeim var Barðinn, Hjólbarðaviðgerðir B.G. og Hjólbarðaviðgerðir á Skemmuvegi með lægsta verð en Sólning, Hjólbarðahöllm' og Dekkiahúsið með hæsta verö. Stærð 155x13 Kannað var verð á nýjum Kum- ho- og Michelin-hjólbörðum og sóluðum hjólbörðum frá Sóln- ingu og Norðdekk. í dekkjastærð- inni 155x13 voru nýir Michelin- hjólbarðar á verðbhinu 5.230- 5.300, lægsta verðið var hjá Hjól- barðastöðinni Bíldshöfóa en hæsta verðið hjá ehefu aðilum. Nýir Kumho voru á verðbihnu 4.320-4.390 kr., lægsta verðið var hjá Hjölbarðastöðinni Bhdshöfða en það hæsta hiá sjö aðhum. Þessi dekk fengust ekki nema hjá níu aöhum af sautján. Sóluð dekk frá Norðdekk voru á verðbihnu 3.155-3.320 kr., lægsta verð hjá Barðanum en það hæsta hjá sjö aðilum. Sóluð dekk írá Sólningu voru á verðbihnu 3.154-3.310 kr„ Borgardekk og Barðinn voru lægstir en sex aðilar hæstir. Stærð 165x13 Nýir Michelin-hjólbarðar í stærðinni 165x13 voru á veröbil- inu 5.307-5.550 kr. Lægsta verðiö var hjá Gúmmívinnustofunni en það hæsta hjá ehefu aðhum. Nýj- ir Kumho í sömu stærð voru á verðbilinu 4.720-4.790 kr., lægsta verðiö var hjá Hjólbarðastöðinni Bíldshöfða en þaö hæsta hjá sjö aðilum. Sóluö dekk frá Norðdekk voru á veröbihnu 3.200-3.365 kr., lægst hjá Baröanum en hæst hjá sjö aðilum. Sóluð dekk frá Sóln- ingu voru á verðbilinu 3.200-3.450 kr., Barðinn og Borgardekk með lægsta verð en það hæsta hjá Hjólbaröahöhinni. Stærð 175x70x13 Nýir Michelin-hjólbaröar voru á verðbihnu 6.190-6.250 kr„ lægsta verö var hjá Hjólbaröa- stöðinni Bíldshöfóa en það hæsta hjá Barðanum og Dekkjahúsinu. Verðbihð á Kumho-hjólbörðum var 4.890-4.970 kr„ lægst hjá Hjól- baröastööinni Bhdshöfóa en hæst hjá átta aðilum. Sóluö dekk frá Norödekk voru á verðbhinu 3.585-3.780 kr„ lægsta verð var hjá Barðanum en það hæsta hjá sjö aðilum. Sóluð dekk frá Sóln- ingu voru á verðbilinu 3.584-3.761 kr„ Borgardekk og Barðinn voru með lægsta verð en það hæsta hjá Sólningu, Hjólbarðaviögeröum B.G. og Híólbarðaverkstæði Sig- urjóns. Stærð 175x14 Ný Michelin-dekk voru á verð- bilinu 6.659-6.715 kr„ lægsta verð hjá Gúmmívínnustofunni en hæsta verö hjá Dekkinu í Hafnar- firöi. Ný Kumho-dekk voru á veröbilinu 5.520-5.570 kr„ lægsta verö var þjá Hjólbarðastööinni Blldshöfóa en það hæsta hjá sjö aðhum. Sóluö dekk frá Norðdekk voru á verðbihnu 3.830-4.020 kr„ lægsta verð lyá Barðanum en þaö hæsta hjá sjö aðhum. Sóluð dekk frá Sólningu voru á veröbilinu 3.829-4.020, Borgardekk og Barö- inn voru með lægsta verö en þaö hæsta hjá sex aðilum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.