Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Greindarskortur í ýmsum dómum Hæstaréttar að undanfórnu hefur hann haft siðalögmál almennings að engu. Þegar hann dæmir þar á ofan sífellt í öðrum kanti heimilda um refs- ingu og skaðabætur, má efast um, að hann þekki lands- lög. Hann virðist vera úti að aka í þjóðfélaginu. Þegar ráðherra getur ekki sjálfur tekið af skarið um, að hann sé orðinn flokki sínum og ríkisstjórn þvílík byrði, að hann lami getu stjórnarflokkanna til að mæta þjóðinni í kosningum að fáum mánuðum liðnum, má efast um, að hann skilji nokkúð í málavöxtum. Greindarskortur háir íslendingum. Við erum að reyna að halda uppi þjóðfélagi með fullri reisn milljónaþjóða, en getum það ekki fyllilega, af því að helztu stofnanir þjóðfélagsins eru fjölmennari en sem svarar framboði af hæfu fólki til að reka allar þessar stofnanir. Við megum ekki heldur gleyma atgervisflótta, til dæm- is í vísindum og viðskiptum. Margir hæfustu fræðimenn landsins hafa ílenzt við erlenda háskóla, af því að þeir fá annaðhvort ekki starf við sitt hæfi hér á landi eða af því að þeir vilja ekki reyna að lifa á sultarlaunum. Atgervisflóttinn skaðar háskólamenntun innanlands og bætist ofaii á slakan undirbúning margra nemenda úr grunn- og framhaldsskólum. Sumar deildir Háskólans hafa dregizt aftur úr hhðstæðum deildum erlendis vegna skorts á hæfum kennurum og hæfum nemendum. Svipað ástand er í atvinnulífmu. í sjávarútvegi eru ýmis dæmi um, að ríkjum ráða gamlir karlar, sem hvorki skilja né vilja skilja helztu lögmál viðskiptalífsins. Afleið- ingin er sú, að sum sjávarútvegsfyrirtæki safna skuldum og eru á hvínandi kúpunni, þótt önnur hagnist vel. Svona verður ástandið, þegar ríkjandi smábyggða- stefna knýr þjóðfélagið til að reyna að koma í veg fyrir, að fyrirtæki fái eðlilegt andlát eða renni inn í þau, sem betur eru rekin. Ef Darwinslögmáhð fengi meiru að ráða, væru færri forstjórar og betri í sjávarútvegi. Um opinbera geirann í þjóðfélaginu þarf ekki að hafa mörg orð. Þar er hver silkihúfan upp af annarri. Fólk, sem ekki getur unnið fyrir sér með eðlilegum hætti, hef- ur gengið fram í stjómmálaflokkum th að láta þá útvega sér störf, stöður og stóla hjá hinu opinbera. Afleiðingin er, að stórir þættir hins opinbera lúta ahs engri rekstrarstjóm, heldur kjaga áfram af gömlum vana og sumpart hreinu tilgangsleysi. Sumar eftirhtsstofnanir hafa þar á ofan aðstöðu th að efna th vandræða úti í atvinnulífinu. Sumar skattstofur drepa þannig tímann. Niðurstaðan af þessu öhu vekur spuminguna um sjálf- stæði þjóðar, sem telur 260.000 manns. Getum við haldið áfram að vera sjálfstæð þjóð, þegar umheimurinn gerir sífeht harðari kröfur um aukna framleiðni? Munum við fylgja á eftir Færeyingum sem úrelt fyrirbæri? Færeyingar fóm á hausinn vegna lélegra ráðamanna í stjórnmálum og atvinnuhfi. Við erum fleiri og getum því mannað fleiri pósta með sóma. Samt eru mikhvæg- ustu störfin fleiri en svo, að við getum mannað þau með sóma og oft vhja ráðamenn ekki manna þau með sóma. Ef við vhjum áfram vera sjálfstæð þjóð fram á næstu öld, þurfum við að fækka smákóngunum í landinu og vanda betur val þeirra, sem eiga að hafa fomstu í stjóm- málum, vísindum, atvinnulífi og opinberum rekstri. Við • þurfum að hafa fáa kónga og velja þá rétt. Setja ber tímamörk á embættismenn, létta fyrirtækj- um að verða gjaldþrota og koma upp siðalögmálum í stjómmálum th að gera greindarskortinn bærhegri. Jónas Kristjánsson Nýlega kom í ljós aö bráðasjúkra- hús í Reykjavík reyndist févana. Svör stjórnvalda voru aö sjúkra- húsið yrði sjálft að sjá um sín mál, ekki væri að vænta frekari fjárveit- inga. Þetta þýðir að sjúkrahúsið á tvo kosti, þ.e. að segja upp starfs- fólki og draga úr starfsemi. Þar sem um er að ræða sjúkrahús sem tekur við flestum bráðatilfell- um á íslandi, m.a. slysum, er hætta á að bráðasjúklingar verði þá að bíða eftir afgreiðslu. Hinn kostur- inn er að auka framleiðnina, þ.e. auka afköst með óbreyttum mann- afla. Sjálfsagt er að freista þess, en óhklegt er að það gefi árangur sem erfiði. Stjómvöld hafa verið vöruð við að vinnuhraði er þegar mikill á sjúkrahúsinu svo rekja má slysa- tilvik til þessa. En hver er fram- leiðni (afköst) bráðasjúkrahúsa á íslandi? Hér á eftir fara niðurstöð- ur sem gefa hugmynd um hver þau eru. Samanburður við nágrannalönd Meðallegudagafjöldi, legudaga- fjöldi og fjöldi útskrifta á 1000 íbúa „Meðallegudagafjöldi er einna lægstur á Islandi og mönnunin er minnst,“ segir m.a. i grein Ólafs. Góð framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum ásamt fjölda heilbrigðisstarfs- manna er talið veita allgóðar upp- lýsingar um „framleiðni" þ.e. af- köst sjúkrahúsa. Hér verða birtar opinberar tölur um samanburð á sérgreinasjúkrahúsum á Norður- löndum. Að baki þessum saman- burði liggur margra ára vinna starfshópa frá heilbrigðisyfirvöld- um og hagstofum viðkomandi ríkja. Reynt var að bera saman sambærileg sjúkrahús (Nord. Stat. in the Nordic Countries. Nord. Medical Stat. Komitté, 1992). M eðallegudagafj öldi er einna lægstur á íslandi og mönnunin er minnst. ísland er í miðjum hóp varðandi útskriftir. Nákvæmari samanburður um fjölda heilbrigð- isstarfsmanna að baki hverri út- skrift var birt í Fréttabréfi lækna fyrir ári. Samanburður var gerður milli þriggja stærstu sjúkrahúsa á íslandi og tíu stærstu sjúkrahúsa Dana. í ljós kom að nær undantekninga- laust komu fleiri útskriftir á hvern starfsmann (læknar, hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar og tækni- menn) á íslenskum sjúkrahúsum en þeim dönsku. Gott samræmi virðist þvi vera milli þessarar niö- urstöðu og opinberra talna. Slæmur kostur Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla um framleiöni í landbúnaði og iðnaði á íslandi borið saman við framleiðni í svipuðum atvinnu- greinum í nágrannaiöndunum. Óneitanlega var hlutur íslendinga nokkuð rýr ef treysta má niður- stöðum. Afköst (framieiðni) á bráða- sjúkrahúsum á íslandi virðist vera vel sambærileg við bráöasj úkrahús í nágrannalondunum þrátt fyrir hlutfallslega minni mannafla á ís- lenskum sjúkrahúsum. Mér er því til efs að unnt verði að auka fram- leiöni (afköst) við óbreyttar að- stæður. Svo virðist sem sjúkrahús- iö verði því að taka fyrri kostinn sem óneitarúega er slæmur kost- „Mér er því til efs aö unnt verði að auka framleiðni (afköst) við óbreyttar aðstæður. Svo virðist sem sjúkrahúsið verði því að taka fyrri kostinn, sem óneitanlega er slæmur kostur og kem- ur illa niður á almenningi.“ KjaHarinn Ólafur Ólafsson landlæknir Samanburður á sérgreinasjúkrahúsum á Norðurlöndum 1991-1992 Meðallegu- dagafjöldi Legudagar álOOOibúa ka.ko. Útskriftirá 1000 ibúa Heilbrigðis- starfsmenn á 100.000 ibúa ísland 6,6 953 1428 179 1462 Danmörk 6,6 10721465 196 1808 Finnland 6,4 995 1362 185 1658 Noregur 7,0 873 1123 143 1862 Svlþjóó 6,7 926 1215 160 1841 ur og kemur illa niður á almenn- ingi. Lagt er til að máUð veröi skoðaö á ný, leitað verkefna, sem ekki hafa svo brýnan forgang sem lækning bráðveikra sjúklinga og þau flutt aftar í forgangsröðunina, svo að fjárskortur bráðasjúkrahússins verði leystur. Trúi ég því aö margir meðal almennings sé sammála þeim viðbrögðum. Ólafur Ólafsson Skoðanir annarra Vítahringur velferðarkerfis „Útþensla útgjalda ríkisins til bóta og núllifærslna í velferðarkerfinu veldur því að minna verður eftir tU að standa undir því, sem er undirstaða hagvaxtar og öflugs atvinnulífs; menntakerfi, samgöngum og fjarskiptum, rannsóknum og þróunarstarfi. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hægt sé að standa undir nauðsynlegu velferðarkerfi, og þess vegna eru þessi mál komin í vítahring.“ Úr forystugrein Mbl. 6. nóv. Skattafarsinn „Hér á landi er farsinn um þá sem borga ekki orð- inn landlægur og færist sífellt meira fjör í þann leik. ... Engir skemmta sér þó betur á svona skrípaleikj- um en skattsvikaramir og þjófarnir, sem innheimta skatta en skUa þeim ekki. Þeir, sem gerðir eru að fiflum í svona gleiðUeikjum, eru þeir sem bórga skattana sína með kurt og pí og sitja með súr- an svip og kópa ofan í tómar buddur sínar. Hörmu- legustu persónumar er svo þær, sem skattarnir em hirtir af umsvifalaust með staögreiöslu og stórbrog- uðum virðisaukaskatti, sem er þjófunum álíka örugg tekjulind og landssjóðsræksninu, sem gegnir því hlutverki að vera bæði féþúfa og skattpyndingar- tæki.“ Oddur Ólafsson í Timanum 5. nóv. Aðstoð við vangefna „Fyrst ástandið í málum vangefinna er svona al- varlegt á Reykjanesi Uggur beint við að spyrja hvern- ig það sé annars staðar á landinu. Og hvers vegna er ekki Stór-Reykjavíkursvæöið sameinað í eitt um- dæmi vangefinna til þess aö tryggja réttlæti og jafn- vægi í fjárveitingum til þessa málaflokks og einfalda um leið rekstur og eftirlit?" Páll Björgvinsson arkitekt i Mbl. 6. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.