Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 19 Skák Salov sterkastur á sikileysku svelli Elstu dæmi um eina vinsælustu skákbyijun samtímans, Sikileyjar- vörn, er aö finna í riti Polerios frá 1594. Þvi var vel til fundið aö efna til stórmeistaramóts, fjórum öldum síð- ar, þar sem sú kvöö hvíldi á meistur- unum að tefla Sikileyjarvöm. Hol- lenski auðjöfurinn van Oosterom stóð aö mótinu, sem bar nafn vinar hans og góðkunningja íslenskra skákunennda, Lev Polugajevsky. Þetta var eins konar afmælisgjöf til Polu, sem verður sextugur 20. nóv- ember nk. Sikileyjarvörn var líf Polu og yndi en hann hefur því miður orðið að hætta taflmennsku af heilsufarsástæðum. Mót sem þessi, þar sem sú skylda hvílir á mönnum að tefla hrausflega frá fyrsta leik, eru allt of fátíð. Svo virðist sem sérvitrir auðmenn séu helstu frumkvöðlar að þess konar mótshaldi. Bandaríkjamaðurinn Isa- ac Rice fann upp mannsfórn í kóngs- bragði, sem síðan er við hann kennd, og píndi menn til þess að tefla þann- ig meö sérstökum mótum. Auk þess verðlaunaði hann hugaða menn sem beittu Rice-bragði. Eftir daga Rice hafa fáir séð ástæðu til þess að hampa bragði hans. Um Sikileyjarvöm horflr ööruvísi við. Afbrigði hennar em mýmörg og alla jafna leiðir þessi byrjun til mik- illa sviptinga þótt vopnagnýrinn sé raunar heldur minni en í útfærslu Spaugstofunnar af „Sikileyjarvörn" hér um árið. Á mótinu, sem fram fór í Buenos Aires, mátti ekki fara með löndum og tefla lokað. Þess var kraf- ist að fyrstu leikimir væm 1. e4 c5 2. RÍ3 d6 (eða 2. - e6, eða 2. - Rc6) 3. d4 cxd4 4. Rxd4 en frá þessari stöðu hefur svartur um fjölmargar leiðir að velja - og sýnist sitt hverjum. Af þeim átta stórmeisturum sem leiddu saman hesta sína í Buenos Aires hafa aflir nema Salov reynslu frá báðum hliðum Sikileyjarvarnar. Úrshtin komu því á óvart, því að Salov reyndist allra karla sterkastur á sikUeysku svelli og sigraði með yfirburðum. Hann tapaði aðeins fyrir neðsta manni í næstsíðustu umferð og lagði sjálfan Karpov bæði með hvitu og svörtu. Úrslitin urðu þessi: 1. Valery Salov 9 v. af 14 mögulegum. 2. Viswanathan Anand 7,5 v. 3. -4. Judit Polgar og Vassily Ivant- sjúk 7 v. 5.-6. Anatoly Karpov og Gata Kam- sky 6,5 v. 7. Alexei Sírov 6 v. 8. Ljubomir Ljubojevic 5,5 v. Athyglisvert er að Sírov og Ljubojevic, sem ættu að fóta sig vel í þeim flækjum sem SikUeyjarvörnin bíður upp á, verma neðstu sætin. Þeir voru þó öUum hættulegir, eins og eftirfarandi skák ber með sér, þar sem indverski sniUingurinn Anand er grátt leikinn. 46. Bb6 e3 47. Hd7+- Og Anand gafst upp. Atskákmót öðlinga Svonefnd öðlingamót, sem ætluð eru fertugum skákmönnum og þaðan af eldri, hafa átt vinsældum að fagna hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Nú standa TR menn að atskákmóti öð- Unga sem fram fer þrjú næstu fimmtudagskvöld í skákheimilinu Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár um- ferðir á kvöldi, alls níu umferðir. Umsjón Jón L. Árnason Jóhann komst áfram Valery Salov lagði Karpov tvöfalt í Buenos Aires og sigraði á mótinu með yfirburðum. Hvítt: Alexei Sírov Svart: Viswanathan Anand SikUeyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rífi 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Be2 Be7 8. f4 Dc7 9. (M) 0-0 Úr Najdorf-afbrigðinu, sem hefst með 5. leik svarts, hefur taflið þróast yfir í sígilda stöðu úr Scheveningen- afbrigðinu. En næsti leikur Sírovs sér fyrir því að taflið verður ekki lengi sígUt. 10. g4!? He8 11. g5 Rfd7 12. Bh5!? g6 13. Bg4 Bf8 14. f5 Re5 15. fxe6 fxe6 16. HfB Rxg4 Hvítur tekur vissa áhættu með því að gefa eftir e5-reitinn, en hugmynd hans byggist m.a. á því að svartur er knúinn tfl þessara uppskipta á öflugum riddara sínum. 17. Dxg4 Rc6 18. Rxc6 bxc6 19. e5! d5 ekki 19. - dxe5 20. Re4 og riddarinn hreiðrar um sig. 20. Hafl Bg7 I k. i m ii 1 A 1 Si k A A A fiá A n ABCDEFGH 21. Bc5! Dxe5 Eftir 21. - Bxf8 22. gxfB (hótar 23. f7 + )Df7 er svartur bundinn í báða skó og tilfærslan Re2-d4-f3-g5 Uggur í loftinu. 22. Hf7 Hb8 Svartur freistar þess að leika næst 23. - Hb7 en þá er hann laus úr vand- anum. 23. Df3! Dxg5+ 24. Khl Dd8 25. Hxg7 +! Kxg7 26. Df7+ Kh8 27. Bd6! Hótar hróknum og ekki síður 28/ Be5+ með máti. Þar sem svartur losnar ekki úr klípunni eftir 27. - 30. Dh8, kýs hann að gefa hrókinn með góðu en Sírov er ekki í vandræð- um með að innbyrða vinninginn. 27. - e5 28. Bxb8 Bfö 29. Bc7 De7 30. Dxe7 Hxe7 31. Bd8 He6 32. Hel Kg8 33. Bc7 d4 34. Re4 c5 35. Kg2 c4 36. Kf3 He7 37. Bd6 He6 38. Bc7 h6 39. c3 g5 40. Rg3 e4+ 41. Kg2 dxc3 42. bxc3 Bg6 43. Hdl He7 44. Hd6 KÍ7 45. Bd8 He8 Jóhann Hjartarson, stórmeistari og nýkrýndur íslandsmeistari, gerði sér Utiö fyrir og deUdi þriðja sæti á geysi- sterku atskákmóti í Megeve í frönsku ölpunum og ávann sér þar með rétt tU þess að tefla í úrsUtum PCA og Intel atskákkeppninnar, sem fram fer nú um helgina í París. Jóhann átti að mæta enska stórmeistaranum Michael Adams í fyrstu umferð í gær. Sigurvegarar í Megeve urðu Rúss- amir Arbakov og Smirin, sem nú er reyndar sestur að í ísrael. Þeir fengu 8,5 v. en Jóhann fékk 8 ásamt Tkatsí- év frá Kasakstan og Milov frá ísrael. Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 6 v. Dxd6 28. Dxe8+ Kg7 29. Hf7+ Kh6 Kommóða 26.200 kr star * Sófasett Gler- og bókaskápar Borðstofuhúsgögn Kommóður Stakirstólarog borð og margt fleira. Sófaborð, 27.900 kr. st Opið alla daga 10-22 Húsgagnadeild rlFossvogskirkjugaró, sími 40500 & 16541 Sófi 59.800 kr. - Stóll 42.500 kr. stgr. - Borð 26.200 kr. stgr. . í/tt/nr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.