Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar: Ríkisstjórnin heldur sjó í skammdeginu - afstaðakjósendanánastóbreyttsíðustuþrjámánuði Fylgi ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar hefur ekki breyst að marki und- anfama þrjá mánuði en sem fyrr eru andstæðingar hennar fleiri en fylgj- endur. Að sama skapi hefur and- stæðingum stjórnarinnar ekki vaxið fiskur um hrygg. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem DV fram- kvæmdi í gær og fyrradag. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögð- ust 39,2 prósent vera fylgjandi ríkis- stjóminni en 60,8 prósent andvíg. Niðurstöður könnunarinnar urðu annars á þann veg að 33,7 prósent sögðust fylgjandi ríkisstjórninni, 52,2 prósent sögðust andvíg, 12,6 prósent sögðust óákveðin og 1,5 prósent neit- uðu að gefa upp afstöðu sína. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milh landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis- stjórninni?" Skekkjumörk í könnun sem þessari eru þrjú til fjögur pró- sentustig. Obreytt staða Miðað við skoðanakönnun DV í nóvember hefur fylgi ríkisstjórnar- innar aukist um 1,0 prósentustig en miðað við könnunina frá því í októb- er síðastliðnum hefur fylgið hins vegar aukist um 0,1 prósentustig. Síðasthðið sumar var ríkisstjómin í uppsveiílu miðað við fyrri kannanir DV á kjörtímabihnu og mældist fylg- ið mest 44,4 prósent í ágúst sem er svipað fylgi og á fyrsta starfsári hennar 1991. Minnst mældist fylgi ríkisstjórnar- innar í janúar 1993 eöa 26,2 prósent. Miðað við þá könnun hefur fylgi rík- isstjómarinnar aukist um 13 pró- sentustig. Sé tekið mið af könnun Fylgi ríkisstjórnarinnar Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: Svara ekki cu/ Oákveðnir Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: 1,5% Fylgjandi Fylgjandi 60,8% 39,2% Andvígir Andvígir Skoðanakönnun DV Ummæli fólks íkönnuninni „Ríkisstjórnin hefur sýnt það og sannað að hún ráðí við vand- ann,“ sagði karl í Reykjavik. „Ekki getum við verið án ríkis- stjórnar og reyndar er það svo að allar stjórnir moka úr sama haugnum," sagði karl á Norður- landi. Kona á Norðurlandi kvaðst vera fylgjandi ríkisstjórninni þó svo að hún heföi ýmislegt viö störf hennar að atlmga. „Bilið milli þeirra fátæku og riku er oröið of mikið vegna stefnu stjórnarmnar," sagði kona á Vesturlandi. Karl í Reykjavík kvaðst ekki sjá neina betri stjórn fyrir sér. „Þó svo að allir hamist á Alþýðuflokknum þessa dagana þá má ekki gleyma því að öll framfaramál rikisstjórnarinnar em frá honurn kornin," sagöi kona á Reykjanesi. „Sem stuðn- ingskona Sjálfstæðisflokksins hef ég stutt ríkisstjómina en núna er ég á báðum áttum, ekki síst vegna framkomu Friðriks Sophussonar gagnvart sjúkraliðum," sagði kona á Austfjörðum. „Þessi ríkis- stjórn er fyrir löngu orðin óstarf- hæf en það er kannski best aö vera án ríkisstjómar,“ sagði karl á Vesturlandi. „Meðan hægt er að hlæja sig máttlausa aö heimskupörum ráðherranna er sjálfsagt að leyfa stjórninni að lifa. -kaa Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %): sept. des. febr. apr. júní sept. nóv. jan. mars júní sept. des. mars júní ág. okt. nóv. nú Fyigjandi 33,8 38,2 30,5 34,7 34,7 35,3 30,8 22,3 28,7 29,5 25,5 29,7 30,8 36,8 36,8 34 33 33,7 Andvígir 47,0 44,6 55,7 53,8 50,3 53,2 55,7 63,0 57,2 56,5 60,2 57,0 54,7 49,5 46,2 53,0 53,5 52,2 Öákveðnir 17,0 12,7 11,1 10,2 12,7 11,2 11,2 12,7 12,2 10,5 12,2 10,3 12,7 11,7 14,7 11,0 11,3 12,6 Svaraekki 2,2 1,8 2,7 1,3 2,3 0,3 2,3 2,0 2,0 3,5 2,2 3,0 1,8 2,0 2,3 2,0 2,2 1,5 Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar (í %): sept. des. febr. apr. júní sept. nóv. jan. mars júní sept. des. mars júni ág. okt. nóv. nú Fylgjandi 41,9 44,6 35,4 39,2 40,8 39,9 35,6 26,2 33,4 34,3 29,8 34,2 36,1 42,7 44,4 39,1 38,2 39,2 Andvígir 58,1 55,4 64,6 60,8 59,2 60,1 64,4 73,8 66,6 65,7 70,2 65,8 63,9 57,3 55,6 60,9 61,8 60,8 DV í mars í fyrra hefur fylgið aukist um 3,1 prósentustig en sé tekið mið af könnun DV í lok fyrsta starfsárs ríkisstjórnarinnar í desember 1991 hefur fylgið minnkað um 5,4 pró- sentustig. -kaa í dag mælir Dagfari Herskáir kennarar Það er ekki að spyrja að félags- þroska kennara. Þeir hafa ákveðið að efna tíl atkvæðagreiðslu um verkfall þann sautjánda febrúar og eru strax famir að hlakka til. Kennarar hafa sett fram kröfu sem jafngildir 25% launahækkun að sögn fróðra manna og varla eiga kennarar von á því að samið verði um þá hækkun á þeim sex vikum sem enn eru til sautjánda febrúar og þá skehur verkfallið á. Kennarar hafa reynslu af löngum verkfollum og bíða spenntir eftir niðurstöðum atkvæðagreiðslunn- ar. Þeir hafa haslað sér völl í fremstu víglínu verkalýðsbarátt- unnar og þykja harðir í horn að taka. Þess vegna þykir kennurum óþarfi að bíða eftir almennum kja- rasamningum á vinnumarkaðnum og þeim er óviðkomandi hvað ger- ist með hinn almenna launþega. Svo ekki sé nú talað um nemend- uma, sem eru svo vitlausir að hafa sest á skólabekk án þess að kanna það fyrirfram hvort kennarar séu ánægðir með launin sín. Það getur enginn nemandi ætlast th að kennarar haldi úti kennslu ef þeir em óánægöir með kjörin. Og ef kjörin em ekki í lagi veröur engin kennsla. Svo einfalt er það. Kennarar geta búist við löngu verkfalli og líta í því sambandi th verkfalls sjúkraliða sem stóð í nær tvo mánuði. Þannig má búast viö að kennaraverkfall standi fram á vor og þá eru bæði kennarar og nemendur lausir við prófin og allt er þetta gert í þágu menntunar á íslandi. Menn eru almennt sammála um aö menntun þurfi aö efla, enda er mannauðurinn fólginn í þekking- unni, segir forseti Islands og fer að fordæmi Mitterrands Frakklands- forseta og skorar á alla stjórnmála- flokka að setja menntun í öndvegi kosningabaráttunnar. Undir þá áskorun skal tekið og fer þá vel á því að sú efhng menntunar og fræðslu verði háð undir merkjum kennaraverkfalls. Það er auðvitað miklu þýöingarmeira að hækka launin hjá kennurunum heldur en að hækka menntunarstigið hjá námsfólkinu. Þannig efhst mennt- un - með verkfóllum og kjarabar- áttu kennara og próflausum nem- endum. Félagsþroski kennara kemur fram í þessum aðgerðum og þess- um viðhorfum. Þeir eiga ekki ann- arra kosta völ, kennararnir, heldur en að hóta verkfohum á undan öðr- um th að gefa gott fordæmi. Verða á undan hinum. Það er kjörorð hinnar íslensku menntastefnu sem forsetinn vhl setja á oddinn. Þessi verkfahsaðgerð kennara mun jafnframt stuðla að fjörugri kosningabaráttu. Almennar al- þingiskosningar fara fram í aprh og ef kennarar eru í verkfalh og skólastarf hggur niðri á sama tíma og kosið verður má búast við því að kennarar hafi frjálsari tíma til að taka þátt í kosningabaráttunni og nemendur sömuleiðis og kosn- ingar munu snúast um lausn á kennaraverkfalhnu og frambjóð- endur munu heimsækja kennara- fundi og stappa í þá stálinu til að fá atkvæðin. Lýðræðið byggist á því að fá atkvæði og kennarar greiða þeim aðeins atkvæði sem vilja standa með þeim í kjarabar- áttunni. Ef einhver flokkurinn verður th að mynda á móti verkfahi kennara og neitar að semja við þá um 25% launahækkun, meðan aðrir flokkar vilja semja viö kennara, mun næsta stjórnarmyndun verða þeim í hag og hér verður mynduð ný rík- isstjórn sem setur það á oddinn aö semja við kennara um 25% launa- hækkun. Þetta sjá kennarar í hendi sér og þess vegna er verkfall á vormánuð- um taktískur gambítur sem stjórn- málaöflin verða að taka tillit th og þannig munu kosningar beinast frá kvóta, efnahagsstjórn eða ríkisfjár- málum og að því sem er mest að- kallandi í þjóðfélaginu: launum kennara. Það sýnir félagsþroska kennara að þeir skuli meta stöðuna í þessu ljósi og átta sig á því að þjóðarhag- ur stendur og fellur með samning- um viö þá. Þess vegna sefja þeir kröfur sínar á oddinn og vilja láta verkfah menntunar og bóknáms ganga fyrir öðrum minniháttar þjóðþrifamálum, hvað þá öðrum launþegum. Þaö verður að hafa reglu á hlutunum og öll mál í réttri röð. Forgangsmálin fyrst. Fyrstir eiga vera fyrstir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.