Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Fréttir titrmgi i Væntanleg innkoma kanadíska olíufélagsins Irving Oil á íslenska olíumarkaðinn er farin' að valda titringi í atvinnuiífinu. Áforra Ir-; ving Oii eru stórtæk. félagið stefnir að fiárfestingu upp á 1,5 miiijaröa króna. Vilyrði hefur fengist fyrir birgðastöð og þremur ióðum undir bensínstöövar í Reykjavík og horflr léiagið til nágrannasveitarfélag- anna með lóðir undir fieiri tetisín- stöövar. Þótt Irving Oil ’ byrji á bensínstöðuiauMiyM^áai.að félagið kynnt sér rækilegá skýrslu sem LÍÚ lét gera á síðasta ári um oliu- verð til fiskiskipa. Þar komst LÍÚ að þeirri niöurstöðu að útgerðin gæti sparað 650 milljónir á ári með því að flytja sjálf inn skipaoliu. Borgarráð samþykkti á þriðjudag að ganga til samninga við Irving Oil um sölu á 3 ióðum fyrir bensín- stöðvar og verslun með ýmsum fyr- irvörum og afgreiðslu nokkurra borgarstofnana á erindinu. Þá var; : það skilyrði sett fyrir lóðasöiunni að samningar tækjust við fy rirtæk- ið um lóð og uppbyggingu birgða- stöðvar við Reykjavíkurhöfn. Bensinstöðvalóðirnar eru við Eiðs- granda, Stekkjarbakka og Bæjar-. háls. Sjálfstæðismenn í borgarráði samþykktu þe’ssa afgreiðslu að ööru leyti en því að þeir telja lóðina við Stekkjarbakka ekki heppilega undir bensinstöð. ffjá borgaryfirvöldum liggja eínnig umsóknir frá hinum olíufé- lögunum um lóðir undir bensín- stöðvar. Borgarráö samþykkti á sama fundi að fela borgarskipulagi og borgarverkfræðingi aðfara yiir umsóknir þeirra og aöstöðu í borg- inni og leita lausna í því sambandi. 'Talað hefur verið um lóðaum- sóknir olíufélaganna þriggja sem mótleik gegn Irving Oil. Skeljungur er með 18 bensinstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu, Oh'ufélagið með 14 og Qlís með 11. Að auki hefur Skelj- ungur vilyrði íýTÍr tveímur lóðum í Reykjavík og OIís fyrir einni. Skaparfjölda starfa Með 1,5 milljarða flárfestingu í; huga er ljóst að hún kemur til með að skapa flölda starfa fyrir íslend- inga. I viðtali DV við Irving-feðga i byrjun desember sl. kom fram að þeir myndu eingöngu ráöa íslend- ihga til starfa en ekki væri ljóst hversu marga þyrfti til. Þegar meðalvelta einnar bensín- stöðvar í Reykjavík, um 15 milljón- ir á mánuði, er skoðuð sést berlega að Irving Oil ætlar ekki að treysta reksturinn á íslandi á bensínsölu heldu olíusölu til útgerðarinnar. Miðað við 3 bensínstöðvar í Reykja- vik yrði velta Irving það htil af þeim að flárfesting upp á 1,5 millj- aröa skilaði sér seint og illa. Hér að néðan má lesa skoðanir -, nokkurra aöha úr þjóðfélagia* á fyrirhuguðum íjárfestingura Irving Oil á íslandi. .Einar Benediktsson: Mismunun „Frá okkar bæjardyrum séö er þetta þannig að við buum í- fíjálsu landi með frjálsa sam- keppni þannig aðþaðerekkert annað að gera en að takast á við þá samkeppnisem að höndum ber. Þær athugasemdir sem viö höfum helstar eru að okkur finnst þessi umsókn hjá Reykjavíkurborg hafa fengið óeðhlega fljóta og hagstæða umfiöll- un og forgang umfram öniiur mál sem hefur yerið leitað með frá olíufé- lögunum. í okkar tilviki höfum viö bent á að í 67 ára sögu Olís hefur félagið fengið 6 bensínstöövalóðir í Reykjavík, þrátt fyrir- ahnokkuð fleiri beiðnir. Við leggjum áherslu á að hér ér um mismunun að ræða,“ segir Einar Benediktsson, forstóri Olís. „Varðandi hafnaraðstöðu er verið að vinna að úrlausn á henni á nýju svæöi í Reykjavék, samhliða Irving Oil. Það er engu að síður staðreynd að við höfum greitt 2,2 milljaröa í hafnargjöld án þess að hafa nokkurn tíma fengið hafnaraðstöðu." Jóhannes Gunnarsson:. Væntamáauk- innarsamkeppni „Á þessum markaði hefur ríkt mikil fá- keppni. Það á ekki síst við um þær vöruteg- undirsemneyt- endur hafa helst ætlast til að samkeppni ríkti um, þ.e.a.s. á bensín- og ohusölu. Við hljótum því ' að fagna því að nú kemur flórði aðil- inn inn á þennan markað. Vænta má aukinnar samkeppni og að verð- þróun verði með öðrum og hag- kvæmari hætti fyrir neytendur en ríkt hefur," segir Jóhannes GUnnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. Vilhjálmur Egilsson: Ánægjulegt „ísland er op- ið land fyrir flárfestingar. Það er ánægju- legt ef íslenskt atvinnuhf er þannig að menn vilji flár- festa í því. Þeg- ar nýr keppinautur kemur á markað- inn og breytir því samkeppnis- mynstri sem verið hefur munu hinir keppninautarnir ekki sitja auðum höndum. Þeir munu að sjálfsögðu reyna aö mæta þessari samkeppni. Nýr aðili mun í upphafi koma til að leita bestu bitanna á markaðnum," segir Vilhjálmur Egilssön, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands. GeirMagnússon: Vondurboðskap- uryfirvalda „Við höfum ekki enn þá feUgið þá af- greiðslu sem þessir útlend- ingar virðast eigá að fá varð- andi forgang í kerfi Reykja- víkurborgar. Ef þetta er boðskapur yfirvalda til innlendra fyrirtækja um að útlendingar skuli hafa forgang þá. er það vondur boðskapur. Ef okkur vantar flárfestingu útlendingá í at- vinnulífið þá þurfum við að reyna að velja því farveg þar sem er vöntun á fiárfestingu frekar en að koma því þar sem flárfestirtg virðist vera næg,“ segir Geir Magnússon, for- stjóri Ohufélagsins. „Mér skilst að þetta land sem Ir- ving Oil fékk í Reykjavíkurhöfn hafi ekki verið á verkefnaáætlun hafnar- innar næstu flögur árin. Ég efast um að við hefðum fengið að koma okkar erindum fram fyrir verkefnaröðun með þeim hætti sem þarna átti sér stað, þó svo við hefðum boðist til að flármagna það.“ Kristinn Bjömsson: Veriðaðvekja uppfalsvonir „Ég tel í sjálfu sér 'ekkert við það að athuga að nýir aöilar komi til starfa í phuverslun á íslandi frekar en á öðrum sviöum. En mér þykir hins vegar vera annmarki á afgreiðslu borgarráðs á þriðjudag. Hvað sem öðru líður finnst mér það ekki eðlilegt að borgarráð úthluti til nýs aðila á einu bretti þremur lóöum sem eru utan skipulags og í trássi við þann framgangsmáta sem hefur verið á slíkum úthlutunum undan- fama áratugi," segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. „Ég tel ekki vera mikið svigrúm til bensínveröslækkunar. Menn mega ekki gera mikið úr þeim væntingum sem virðast vera famar að gera vart við sig. Að mínu mati er verið aö vekja upp falsvonir hjá neytendum." Runólfur Ólafsson: Veitirokkur aukiðaðhald „Að sjálf- sögðufagnabif-. reiðaeigendur aukinni sam- keppni á 'mark- aðnum. Ég hef trú á því að Ir- ving Oil veiti aukið aðhald og ýti .undir hag- kvæmara verð fyrir neytendur," se'g- 'ir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra ’bifreiöaeig- enda, FÍB. „Á suðvesturhorninu verður verð- stríð til.að byrja nieð. Að vísu verð- um við að viðurkenna áð við höfum ákveðnar áhyggjur vegna lands- byggðarinnar. Ég efa það ekki að hin olíufélögin mæti þessari sanikeppni. Þau hafa ákveðið forskot. Á móti kemur að Irving Oil er óhemju öflugt fyrirtæki." Benedikt Davíðsson: Séekkiþörf áfleiri bensínstöðvum „Það er auð- . vitað jákvætt að hér skapist atvinna vegna flárfestingar þessara aöila. En ég held að það sé ekki lík- legt eða sjálf- gefið til lengri tíma htið að þeir leiði til lækkunar á olíuverði. Það hefur ákveðin hagræðing átt sér stað hjá olíufélögunum. Að minnsta kosti er maður farinn að sjá sömu merkin á flbkkmm bensínstöðvum. Ég sé ekki að hér sé mikil þörf á flölgun bensín- stöðva," segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Sighvatur Bjamason: Irvingekki lausnarorð „Ég get ekki ímyndað mér að höfuö- márkmiöið með þessum rekstri Irving Oil sé að reka bara bens- ínstöðvar í Reykjavík. 'Álagningin í þeim „bransa“ er ekki merkileg. Þeir munu ekki fara í oliu- dreifingarkerfi um alit land og hljóta að setja sig á ákveðnar hafnir. Hér í Vestmannaeyjum em þrjú dreifing- arkerfi fyrir þannig að þetta er ekki stór markaður. Ef það flórða bætist við held ég áð við munum borga brúsann þegar til lengri tíma er lit- ið,“ segir Sighvatur Bjamason, fram: kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Aukin samkeppni er alltaf til góða. Auðvitað þurfa olíufélögin að taka sér tak eins og flest önnur fyrir- tæki. En ég held að Irving Oil sé ekk- ert lausnarorð á olíuveröi fyrir ís- lenska útgerð. Eins og ahir vita er útgerðin iha stödd. Hún skuldar mik- ið þannig að nýtt fyrirtæki hlýtur að leggjast á bestu kúnnana. Ef lækka á olíuverð til skamms tíma en hækka svo til lengri tíma er ég ekki mjög spenntur fyrir þessu.“ IRVING GeirH.Haarde: Ínnlendufélögin sitjiviðsamaborð er 1 sjálfu sér hið besta mál þegar erlendur aðih vill flárfesta á ísiandi í stómm stíl. Það er ómögulegt að segja til' um áhrif Irving Oil á markaðinn. Hann stækkar náttúrlega ekki. Það er mik- ilvægt að innlendu olíufélögin sitji við sama borð hvað varðar sam- - keppnisaðstöðu, að þetta erlenda fé- lag fái ekki einhverja séraðstöðu umfram hin félögin. Samkeppnin sem skapast þarna er að sjálfsögðu af hinu góða,“ segir Géir H. Haarde, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Guömundur K. Magnússon: Sjálfsagtað verajákvæður „Menn hafa haft áhyggjur af gjaldeyrisút- streymi og flár- festingu lífeyr- issjóðanna er- lendis að það verði aldrei góður jöfnuður á flármagnshreyfingum út og inn nema við leyfum mönnum að flár- festa í einhverju hér á landi. Þó finnst mér reglan hafa verið þannig að við viljum ekki fá útlendinga til að flár- festa í neinu nema því sem ekki ber sig. Ég tel það sjálfsagt að vera já- kvæður fyrir flárfestingum Irving Oil og sjá hvort þetta tekst ekki hjá • þéim. Ef ekki þá fáum við samt sem áður einhvem ávinning," segir Guð- mundur K. Magnússon, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar' Háskól- ans. • Svava^pestsson: Verðum aðspila eftirleikreglum ,-,Mér finnst .borgarstjómar- meirihlutinn hafa tekið skynsamlega ákvörðun -í þessu máli. Málið sgýsf ekki bara um flórða olíuféiagið til eða frá. Fyrir ahmörgum árum vorum við með þrjú ohufélög sem bjuggu í ríkis- verndúðu umhverfi og tryggðu sér aðgang að skömmtunarkerfi ríkisins með „tragíkómískum" hætti. Nú er það hðin tíð. Við erum orðin hluti af flölþjóðlegu viðskiptasamstarfi og þá verða menn að spila eftir þeim leikreglum. Um þessi áramót erum við að missa flármagn úr landi þann- ig að við hljótum að taka því vel að fá flármagn inn í landið í staðinn," segir-Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. Anna Ólafsdóttir Bjöms’son: Séekki rökámóti „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér en í fljótu bragði sé ég engin rök gegn flárfestingum Irving Oil á ís- landi. Um kvartanir hinna ohufélaganna heyri ég ekk betur en að borgaryfirvöld taki lík, vel í þeirra kröfur. Það er sjálfsag að þau sitji við sama borð og ekki si tekið meira tillit til nýrra aðila,“ seg ir Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing kona Kvennalistans. IRVING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.