Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Útlönd________________________________________________________ Forsætisráðherrar Norðurlandanna sammála 1 Kaupmannahöfn: Allra hagur að ef la novræna samvinnu Forsætisráöherrar Noröurlanda uröu sammála um það á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær að þaö væru hagsmunir þeirra allra aö styrkja norrænt samstarf, ekki bara hags- munir íslendinga og Norðmanna sem einir Noröurlandaþjóða standa utan Evrópusambandsins. Ráöherrarnir voru einhuga um aö hér eftir yröu Evrópusambandið og samningurinn um hiö evrópska efna- hagssvæöi fastir liðir á dagskrá nor- rænna ráðherrafunda. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fór ekki ofan af umdeildri tillögu sinni um aö skera niður fjár- lög Norðurlandasamstarfsins um tuttugu prósent. Hann ítrekaöi þó aö það þýddi ekki aö Svíar væru að draga úr vægi norrænnar samvinnu. „Þetta er ekki nein óskastaöa, held- ur er okkur nauösynlegt að gera þetta,“ sagöi Carlsson og benti á að Svíar þyrftu nú aö skera niöur á öll- um sviðum vegna gífurlegra efna- hagsþrenginga. Davíð Oddsson forsætisráöherra benti hins vegar á að enginn vissi enn hvort til niðurskurðar kæmi og þá ekki hversu mikill hann yrði, ef til kæmi. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöðu fundarins í Kaupmannahöfn. Norðmenn eru sérstaklega ánægðir með aö yfirlýs- ing forsætisráöherranna skyldi und- irstrika óskina um að halda áfram norrænu samstarfi á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og annarra alþjóða- stofnana. „Það styrkir grundvöllinn að nor- rænni samvinnu að við skyldum ná fram sameiginlegum ramma um ESB og EES, þaö veikir þaö ekki. Norðlæg sjónarmið innan evrópskra stjórn- mála styrkjast við að tvö ný lönd taka beinan þátt í samstarfinu innan Evrópusambandsins," sagði Gro Harlem Brundtland. Kitzau, NTB, TT Marita Petersen. Færeyska Lög- þingiðætlarað mótmæla bankarannsókn Forsætisnefnd færeyska Lög- þingsins sendir Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Dan- merkur, mótmæli í dag vegna þess að danska stjórnin hafnaöi að gerö yrði dómsrannsókn á bankasamrunanum í Færeyjura árið 1993. Marita Petersen, forseti Lög- þingsins, segir það hafa valdiö vonbrigðum að danska stjómin skyldi ekki fara aö einróma ákvörðun Lögþingsins um að gerð yrði dómsrannsókn i mál- inu. Danska stjómin ætlar að setja á fót nefnd sérfróðra tnanna til að komast til botns í banka- hneykslinufæreyska. Eitzau Atök við landamæri Ekvadors og Perú: Tugir hermanna fallnir Stjómvöld í Ekvador sögðu að her- sveitir þeirra hefðu skotiö niður þyrlu og drepiö sjö perúska hermenn sem tóku þátt í umfangsmikilh árás á stöðvar Ekvadormanna á frum- skógasvæði nærri landamærum ríkj- anna í gær. „Fimm perúskar þyrlur réðust á Coangos-herstöðina en hermenn okkar halda stöðinni," sagði í til- kynningu yfirvalda. Þá sögðust Ekvadormenn einnig hafa hrundið árás Perúmanna á aðra herstöð. Einn ekvadorskur hermaður særð- ust í átökunum. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa fallið frá því átökin hófust fyrir helgi, að sögn Ekvadormanna, en Perúmenn hafa ekki staðfest það. Spenna kemur upp í samskiptum ríkjanna um þetta leyti á hverju ári en þann 29. janúar 1942 fékk Perú helming landsvæðis Ekvadors sam- kvæmt samkomulagi sem gert var í Rio de Janeiro. Ríkin höfðu þá átt í landamærastríði. Ekvadormenn höfnuðu svo samn- ingnum árið 1960. Síðan þá hafa lönd- in deilt um frumskógarsvæði þar sem eru olíulindir og gullnámur. Stjórnvöld í Ekvador lýstu yfir neyðarástandi á fóstudag í kjölfar harðnandi átaka viö landamærin. Fujimori Perúforseti hefur harmað bardagana. Reuter Landamæradeila milli Ekvadors oq Perú Ekvador lýsti yfir neyðarástandi á föstudag og Perústjórn hefur sent hersveitir til umdeilds landamærasvæðis. Nokkrir tugir manna hafa fallið í átökum frá því á föstudag Spenna kemur upp milli landanna á hverju ári vegna samn- ings sem gerður var árið 1942. Samkvæmt honum fékk Perú helming Ekvadors eftir landamærastríð. Ekvador hafnaði samningnum árið 1960 og slðan hefur verið deilt um frumskógarspilduna sem Heimild: Inlernational Pelroleum Encyclopedia / Border and Territorial Dispules, Longman Current Aflairs Stuttar fréttir dv Páfifordæmir Páfi fordæmdi gyöingahatur með meira afgerandi hætti í gær en oftast áður. Keppsf umBailadur Edouard Balladur, for- sætisráöherra Frakklands, nýtur mikilla vinsælda þessa dagana meðal aruian-a stjórn- málamanna í landinu sem hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi við hann í for- setakosningum. Sprengjur í Bihac Harðar sprengjuárásir voru gerðar á Bihac-hérað í Bosníu i gær. SkiljaekkiDúdajev Rússa segja hótun Dúdajevs Tsjetsjenaleiðtoga um að flytja stríðið í Tsjetsjeníu til rússneskra borga óskújanlega. Æsfir i norskan lax Markaðir fyrir norskan lax í Evrópu og Asíu eru óseðjandi. Einsprengjaenn Nýjar upplýsingar benda til að enn eina vetnissprengju sé að finna í Thule. Gegn ofbeldi í Alsir Þúsundir mótmæltu ofbeldis- verkum bókstafstrúarmanna á götum Algeirsborgar. Átökíguilnámu Tíu féllu í átökum milli bófa- hópa í suður-afrískri gullnámu. Rannsókn hert Rannsókn á óvenjumörgum dauðsföllum á elliheimili í Berg- en hefur verið hert. Skrifargegn óvinum Rithöfundur- inn Salman Rushdie, sem hefur verið í felum í 6 ár vegna liíláts- dóms klerk- anna í íran, segir að óvinir sínir sigri því aðeins aö hann hætti aö skrifa og það hafi hann alls ekki í hyggju. TreystaekkiJeltsín Sjö af hverjum tíu Rússum treysta ekki Jeltsín forseta. Reuter, NTB Pciiici^öiiic HIfI MYIMDBANDSTÆKI HD QO 4 hausa Nicam HiFi stereo myndbandstæki með hreinni kyrmynd, fjarstýringu sem virkar á flest sjónvarpstæki, tækið er búið Super Drive system sem gerir það óvenju hraðvirkt og hljóSlátt, einnig er í því Al Crystal búnabur sem eykur myndgæði á mikiö notuðum spólum. Tækið býður upp á mánaðar upptökuminni sem deila má á 8 upptökutíma. LONG PLAY / INDEX SEARCH / QUICK VIEW / DIGITAL TRACKING / SHOW VIEW.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.