Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 íþróttir__________________________ George Graham sagt upp störfum hjá Arsenal Átta ára starfl Georges Grahams í stóli framkvæmdastjóra enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal lauk í gær. Stjórn félagsins kom saman til fundar á Highbury í gærmorgun og var gefin út fréttatilkynning þess efnis að George Graham hefði verið sagt upp störfum hjá Arsenal. Ástæðu fyrir brottvísuninni má rekja til slælegrar frammistöðu hðsins á þessu tímabili og eins þess að Graham er grunaður um að hafa stungið 27 milljónum króna undir stól þegar danski landsliðs- maðurinn John Jensen var keypt- ur til Arsenal 1992. Enska knatt- spyrnusambandið hefur haft þetta mál til umfjöllunar um hríð og á mánudaginn var fékk Arsenal upp á borð skýrslu um málið frá sam- bandinu. í henni eru grunsemdir um að Graham hafi ekki hreint mjöl í pokahominu. Stjórn Arsenal boðaði þegar í stað til fundar og í kjölfarið var ákveðið að Graham færi frá félaginu. Undir stjóm Grahams hefur Arsenal náð frábæmm árangri. Tveir meistaratitlar hafa unnist, 1989 og 1991, sigur í bikarkeppninni og deildarbikar 1993 og sigur í Evr- ópukeppni bikarhafa 1994. Enginn efast um færni Grahams en stjórn Arsenal taldi það fyrir bestu að hann yrði látinn fara. Houston til vors? Stewart Houston, aðstoðarmaður Grahams, tók við stöðu hans í gær og nú er talið líklegt að hann fái tækifæri til vorsins til að sanna sig. Enska sjónvarpsstöðin Sky nefndi þijá fyrrum leikmenn Ars- enal, Pat Rice, Liam Brady og David O’Leary, til sögunnar í morgun, en Arsenal neitaði fregn- um að félagið heföi boðið Walter Smith frá Glasgow Rangers stöð- una. Þá eru á lausu þeir Steve Coppell, áður framkvæmdastjóri Crystal Palace, Billy Bonds, áður hjá West Ham, og John Lyall sem hætti nýverið hjá Ipswich Town. MÍN SKOÐUN Skattaskil Undanfarin þijú ár hafa skatta- yfirvöld í landinu grandskoðað bókhald og rekstur íþróttafélaga og hefur eflaust ýmislegt fróðlegt komið þar í ljós. Félögin hafa hald- ið misvel utan um þennan þátt starfsins, sérstaklega þau minni sem hafa þurft á öllum starfskröft- uin sínum að halda til að reka eðli- legt íþrótta- og félagsstarf. Kvað- irnar voru líka til skamms tíma ekki aörar en þær að reikningar kæmust nokkurn veginn skamm- laust í gegnum einfalda endurskoð- un fyrir aðalfund. Það er ekkert óeðlilegt við það að koma bókhaldi og skattamálum íþróttafélaganna í rétt horf og sjá til þess að það sé gert á réttan hátt í framtíðinni. Og aðgerðir skattyf- irvalda hefðu eflaust verið ásætt- anlegar fyrir alla ef þar hefði verið látið staðar numið. En þaö er ekki nejna hálf sagan. Víða hafa félög verið krafin um gögn langt aftur í tímann og ef því hefur ekki verið sinnt hafa há gjöld verið lögö á þau. Eitt dæmi: Félag tilkynnti samviskusamlega um fjáröflun sem hafði gefiö af sér ákveðnar tekjur árið 1993. Skattur- inn svaraði með því að áætla að sama fjáröflun hefði verið í gangi næstu 3 ár á undan og krafðist gjalda í samræmi við það. Þessi harka yfirvalda hefur leitt til þess að margir, sem innt hafa af hendi ómetanleg sjálfboðastörf fyrir íþróttahreyfingima, hafa gef- ist upp og hætt. Og viðkomandi fé- lög og deildir standa eftir, rýrari af starfskröftum og vanhæfari um að sinna sínu mikilvæga uppeldis- starfi fyrir sitt bæjarfélag og þjóð- félagið í heild. Önnur hhð á málinu er sú að eft- ir að félög eru farin að gefa öll laun þjálfara upp til skatts fækkar þeim sem taka að sér þau lykilstörf í uppbyggingunni. Félögin hafa alla jafna ekki bolmagn til að hækka þjálfaralaunin. Þetta bitnar sér- staklega á barna- og unglingaþjálf- un þar sem greiðslur eru ekki háar og duga yfirleitt rétt fyrir kostnaði. Það er kominn tími til að meta uppbyggingarstarfið, sem unnið er í íþróttafélögunum og kemur þjóð- félaginu öllu til góða, til dæmis með því að fylgja fordæmi frændþjóða okkar á Norðurlöndum þar sem laun fyrir barna- og unghngaþjálf- un eru skattfijáls upp að vissu marki. Víðir Sigurðsson IÞROTTIR FVRIR RLLR Samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA bjóða til ráðstefnu um GILDI ÍÞRÓTTA FYRIR ALLA fimmtudaginn 23. febrúar 1995 kl. 14-16 Staður: Hótel Loítleiðir, ráðstefnusalur 5 “ bíósalur ” Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um almenningsíþróttir. Aðgangur er ókeypis. ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA íþróttamiðstöðinni Laugardal 104 Reykjavík sími 581 3377 símbréf 553 8910 Handbolti: Yf irburðir Drott Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Drott vann stórsigur á Red- bergslid, 39-28, í sænsku úrvals- dehdinni í handbolta um helgina. Drott hefur nú tekið átta stiga forskot í deildinni, hefur 43 stig en Redbergslid hefur 35 stig. Úrslití öðrum leikjum urðu þau að Kristianstad vann Polisen, 30-21, og Skövde sigraði GUIF, 30-29. Skövde er í 3. sæti með 33 stig og GUIF hefur 32 stig í 4. sæti. Roger Karlsson, fyrrum lands- liðsþjálfari Svía, hefur verið ráð- inn þjálfari Skovde. NBA-deiIdin: Bickerstaffræður Bernie Bickerstaíf, fyrrum þjáhári Seattie, er orðinn alls ráð- andi hjá bandaríska körfuknatt- leíksliðinu Denver Nuggets. Hann var framkvæmdastjóri þar en er orðinn aðalþjálfari og jafn- framt forseti félagsins. Dan Issel hætti sem þjálfari Denver í jan- úar og Gene Littles hafði séð um þjálfunina í míllitíðinni. Blak: Titilliiin Víkinga Víkingsstúlkur urðu endanlega deildarmeistarar í blaki þegar IS, eina liðið sem gat náð þeim, tap- aði fyrir IIK um helgina. Úrsht leikja urðu þessi: ABM-deild karla: Þróttur, N. - KA............1-3 Sljarnan - Þróttur, R.......0-3 HK-ÍS.......................3-1 Þróttur, R....16 14 2 46-14 46 HK............16 13 3 41-17 41 KA............16 10 6 33-32 33 Stjarnan......16 4 12 25-36 25 ÍS............16 5 11 22-36 22 Þróttur, N...16 2 14 12-44 12 ABM-deild kvenna; Þróttur, N. - KA............3-2 HK - ÍS............... ,...3-2 Víkingur......13 12 1 37-9 37 HK............13 7 6 26-27 26 ÍS............12 6 6 24-21 '24 KA............13 6 7 23-29 23 Þróttur.N....13 1 12 14-88.14 Handbolti: Kolding vanti Teka Dönsku meistararnir Kolding unnu góðan sigur á hinu geysi- sterka liöi Teka frá Spáni, 26-25, i meistaradeild Evrópu á dögunum. Þetta voru fyrstu stig Kolding í riölinum en Teka, sem teflir flam hinuin frábæru leikmönnum Dus- hebajev ög Jakimovitsj, er nánast úr leik eftir þetta tap. Dushebajev var laminn illa af dönsku vöminni undir lok leiksi ns og þurfti að gera aö sárum hans á slysavaröstofunni í Kolding. Staöan í riðlinum: Zagreb......4 3 1 0 109-91 7 Veszprem....4 1 2 l 90-97 4 Teka.......4 1 1 2 96-86 3 Kolding....4 1 0 3 93-114 2 • Mark Price og félagar i Cleveland höfðu ótrúlega yfirburði í New York í nótt og ui NBA-deildin í körfuknattleik í nó Robinson 1 og tryggði San Antonio sigur á nágrönn Clyde Drexler, sem er fæddur og uppalinn í borginni Houston, lék í nótt sinn fyrsta eiginlega heimaleik í NBA- deildinni meö sínu nýja liöi, Houston Rockets. Drexler spilaði mjög vel og skoraði 29 stig en „aðmírállinn", David Robinson, eyðilagði allt fyrir honum með því að troða boltanum í körfu Houston 2 sekúndum fyrir leikslok og tryggja San Antonio sigur í nágranna- slagnum, 97-98. Dennis Rodman var í ógurlegum ham í leiknum og tók 30 fráköst fyrir San Antonio. Úrshtin í nótt: New York-Cleveland.......... 91-99 Ewing 35 - Ferry 20, Williams 19, Bran don 17. Washington -Dallas.......... 97-102 - Jackson 44. Atlanta - Chicago............ 88-105 Blaylock 22 - Kukoc 21, Pippen 15. Houston - San Antonio....... 97-98 Drexler 29 - Del Negro 23. Denver - LA Clippers........118-80 Pack 20 - Phoenix - Boston............121-129 Green 24, Majerle 23 - Brown 41, Dou- glas 22. Portland - Minnesota........ 99-86 Robinson 29, Strickland 23 - Rider 21, West 19, Laettner 13. Stigin ráða lokaröi Allt bendir til þess að Keflvikingar fái oddaleik á heima- fær 1. og ef með þai velli í 8-liða úrshtunum um íslandsmeistaratitihnn í körfu- úrvalsdeildinni“ þý< knattleik, þrátt fyrir aö þeir liafni í þriðja sæti B-riðils. er með fleiri stig þ Margir hafa staðið í þeirri trú að barátta Skallagríms og lokin. Þórs um annað sætið i A-riðli væri afar mikilvæg þar sem Keflavik er moð 3 í húii væri oddaleikur á heimavehi í 8-liöa úrshtunum, gegn þremur umferðum < jliðinu í 3. sæti B-riöils. Samkvæmt upplýsingum frá KKI' er siæða útkomu í inn búið að taka skýra afstöðu til þessa máls. í reglum um keppn- allt til þess að odda ina segir; „... það lið sem lent hefur ofar i úrvalsdeildinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.