Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 7 dv Fréttir Hugrún Kristinsdóttir öryrki hugðist kaupa Skodabíl í vetur og sótti um lán til Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar hún hugðist sækja um styrk til bílakaupa kom í Ijós að umsókn- arfrestur var löngu útrunninn. DV-mynd ÞÖK KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Rannsóknarráð íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík Sími: 562 1320, fax: 552 9814 iðntœknistofnun íslands Keldnaholti, 112 Reykjavík Sími: 587 7000, fax: 587 7409 Rannsóknaþjónusta Háskólans Dunhaga 5, 107 Reykjavík Sími: 569 4900, fax: 569 4905 Formleg opnun á Kynningarmiðstöö Evrópurannsókna Kynning á möguleikum til að nýta niðurstöður úr evrópskum rannsóknum Kynninganniðstöð Evrópurannsókna verður opnuð með formlegum hætti föstudag- inn 3. mars kl. 15:00 á Scandic - Hótel Loftleiðum. í tilefni opnunarinnar verður fjallað um hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér niðurstöður úr rannsókna- og tækniþróunarsamstarfí Evrópuþjóða. Frummælendur: Vincent Parajón Collada, ráðuneytisstjóri, sem fer m.a. með málefni á sviði hagnýt- ingar rannsókna og tækni innan ESB. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Vilhjálmur Lúðviksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. Sigmundur Guðbjarnason, formaður Rannsóknarráðs íslands. er fundarstjóri. Pallborðsumræður verða að loknum framsöguerindum. Sýndir verða möguleikar til að sækja upplýsingar og skrá á CORDIS gagnabank- anum. Geturekki keyptSkoda vegna mistaka „Ég sótti um lán síðasta haust og fékk lánsloforð fyrir 180 þúsund krónum. Þegar ég fór aftur eftir ára- mót til að athuga um styrk var mér neitað og sagt að ég kæmi of seint. Þegar ég fór með annarri konu í Tryggingastofnun að sækja mn lánið í september var mér ekki sagt að ég þyrfti að sækja um bílastyrk fyrir einhvern ákveðinn tíma. Ég varð ofsalega reið þegar ég fékk þessi svör því aö nú get ég ekki keypt bílinn," segir Hugrún Kristinsdóttir. Hugrún er með parkinsonveiki og hefur verið úrskurðuð 100 prósenta öryrki. Hún á erfitt með gang og hefur því ekki átt hægt um vik að sinna erindum. Síðasta haust ákvað hún að kaupa Skoda fyrir 600 til 800 þúsund krónur tíl að auðvelda sér að komast leiðar sinnar. Hún gr með um 50 þúsund krónur í lífeyri á mán- uði, rúmur helmingur þeirrar upp- hæðar fer í húsaleigu til Öryrkja- bandalagsins og annan framfærslu- kostnað þannig að bílakaupin verða víst að bíða um sinn. Hundruð á biðlista „Þessir styrkir eru rækilega kynnt- ir í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Um áramótin var búið aö ganga frá öllu saman og þá var voðalega lítið hægt að gera. Við erum með hundruð manna á biðlista. Þetta er voðalega bagalegt en ég get lítið annað gert en að benda henni á að sækja um næsta haust,“ segir Haukur Haraldsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, TR. Tryggingastofnun ríkisins veitir 650 styrki á ári til bílakaupa. Um- sóknaífrestm- er frá 1. september til til 15. október. Hver styrkur er að fjárhæð 235 þúsund krónur og er hann háður þvi skilyrði að keyptur bíll sé ekki eldri en tveggja ára. Laxeldiö í Noregi: íslendingarhelt- Gisli Kristjánsson, DV, Ósló: „Frestur til að skila inn tilboðum rann út nú um helgina og ég get stað- fest að íslendingar voru ekki meðal þeirra tíu sem gerðu tilboð,“ segir Paul Birger Torgnes, deildarstjóri hjá kaupfélaginu í Þrándheimi. Kaupfélagið hefur ákveðið að selja öll sín hlutabréf í 20 laxeldisstöðvum í Norður-Noregi. Bréfin voru metin á hundruð milljóna íslenskra króna og var íyrirtæki í Reykjavík á meðal þeirra sem sýndu laxabréfunum áhuga. Torgnes vildi ekki gefa upp um hvaða fyrirtæki var að ræða. aiuia aiuia aiuia aiuia aiuia aiuia auua aiuia 0) £ 0) 03 £ 01 0) £ 01 01 £ 0) 0) £ 01 V £ 01 01 £ 01 0) £ 0) 0) £ 01 Einstakt verð! Takmarkað magn! . w . . , ■,<: T '■'™ 1 |g 1 •— ' ' : ; ; - irmni „ W •••: : ^1- V >w ^s&zxrrsasr ** ; ,,.tw Z- 0 atiua Í ****■#***>*! 4S»..—SK3Í8452 aiu/a NSX-380 Við bjóðum þessi frábæru hljómtæki með 10.000 kr. fermingarafslætti á kr. 49.900 U Rétt verð kr. 59.900 stgr. BRaögreiðslur til allt að 24 mán. Raðgreiöslur til allt að 36 mán. Jði&f h-UL— - I f (\dOlO ÁRMÚLA38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavik SÍMI: 553 1133 01 £ 0) 01 £ 01 0) £ 01 03 £ 01 D) £ 01 01 £ fli 01 £ 01 0) É 0) 0) É 01 aima aiuia aiuia atuia atuia aiuia atuia auna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.