Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 íþróttir Islandsmeistararnir i fjölþraut 1995, Elva Rut Jónsdóttir og Guðjón Guðmundsson, með verðlaun sin. Islandsmótið í fimleikum: DV-mynd Brynjar Gauti Sjöundi sigur Guð- jóns á níu árum - Elva Rut Jónsdóttir íslandsmeistari kvenna í fyrsta skipti árum, ég á kost á að taka þátt í því Þórey Edda Elísdóttir, Björk....65,550 á heimavelli. Við gætum teflt fram— Jóhanna Sigmundsdóttir, Árm.. 65,475 Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni 64,600 Sólveig Jónsdóttir, Gerplu.....62,125 sterku liði þar, serstaklega ef Ruslan Ovtchinikov verður kominn með ís- lenskan ríkisborgararétt. Síðan er Evrópumótið í Danmörku, og í lokin er smámöguleiki á að komast á ólympíuleikana en til þess þarf allt að ganga upp,“ sagði Guðjón Guð- mundsson. Fjölþraut - efstir í karlaflokki: Guðjón Guðmundsson, Árm......102,25 JóhannesN. Sigurðsson.Árm.... 96,55 JónTraustiSæmundss.,Gerplu. 93,60 Dýri Kristjánsson, Gerplu.... 86,75 Guðjón Ólafsson, Ármanni..... 86,45 Víðir Sigurðsson skri&r: Elva Rut Jónsdóttir úr Björk og Guðjón Guðmundsson úr Ármanni urðu íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum á laugardaginn og sigruðu bæði af nokkru öryggi. Elva Rut er aðeins 16 ára gömul og sigraði í fyrsta skipti en Guðjón varð íslandsmeist- ari í sjöunda sinn á níu árum. í gær var síðan keppt til úrslita á einstökum áhöldum. Þar hafði Guð- jón mikla yfirburði í karlaflokki, sigraði í fimm greinum af sex en varð annar á bogahesti, sérgrein Jó- hannesar Níelsar Sigurðssonar. Elva Rut sigraði í tveimur greinum af fjór- um í kvennaflokki en Saskia Freyja Schalk og Sólveig Jónsdóttir unnu hinar tvær. Stefni á eitt ár í viðbót „Þetta mót var auðveldara fyrir mig en oft áður því ég er í mjög góðu formi. Ég hélt að ég yrði orðinn mik- ið þreyttari í lokin því þetta eru 18 áhöld á þremur dögum en ég fann ekki mikið fyrir því. Þetta var tæpt í hringjunum, Níels var bara 0,05 á eftir mér, en nokkuð öruggt að öðru leyti,“ sagði Guðjón við DV eftir mótið í gær. Guðjón er 24 ára gamall og hefur verið fremsti fimleikamaður Islands um árabil. Er hann farinn að hug- leiða að hætta? „Ég stefni á eitt ár í viöbót því það er mikiö af verkefnum á næsta ári. Þá er Norðurlandamótið héma heima, í fyrsta skipti á tíu Meiri keppni ef Nína hefði verið með „Það kom mér ekki mikið á óvart að vinna fjölþrautina, ég vissi aö ég átti mikla möguleika eftir aö Nína meiddist á fostudaginn. Það hefði orðið miklu meiri keppni ef hún hefði verið með,“ sagði Elva Rut við DV. Þrátt fyrir ungan aidur var hún næs- telsti keppandinn í kvennafiokki. „Ég veit ekki hvað veldur því að stelpurnar hætta svona snemma, þú verður bara að spyija þær, en ég ætla ekkert að slaka á og held áfram næstu árin,“ sagði Elva Rut. Nína Björg Magnúsdóttir, íslahds- meistari tveggja síðustu ára, meidd- ist í liðakeppninni á fostudagskvöld- ið, kom þá illa niður í stökki og varð að hætta keppni. Meiðslin reyndust ekki alvarleg en þó nóg til að koma í veg fyrir frekari þátttöku í íslands- mótinu. Úrslitin á íslandsmótinu uröu sem hér segir: Fjölþraut - efstar í kvennaflokki: E1 va Rut Jónsdóttir, Bj örk.67,275 Stökk kvenna: Elva Rut Jónsdóttir, Björk......8,550 Þórey Edda Elísdóttir, Björk....8,225 Elín Gunnlaugsdóttir, Árm.......8,200 Tvísló kvenna: Elva Rut Jónsdóttir, Björk......7,450 Þórey Edda Elisdóttir, Björk....7,250 Jóhanna Sigmundsdóttir, Árm......7,100 Slá kvenna: Saskia Freyja Schalk, Gerplu...8,050 Erla Guðmundsdóttir, Gerplu.....7,575 Þórey Edda Elísdóttir, Björk....7,450 Gólfæfingar kvenna: Sólveig Jónsdóttir, Gerplu.....8,050 Þórey Edda Elísdóttir, Björk...7,700 Elva Rut Jónsdóttir, Björk.....7,475 Gólfæfingar karla: Guðjón Guömundsson, Ármanni...8,85 Bjami Bjamason, Ármanni.........8,30 Guðjón Olafsson, Ármanni........8,05 Bogahestur karla: Jóhannes Níels Sigurðss, Árm..8,95 Guðjón Guðmundsson, Árm......7,40 Þórir Arnar Garðarsson, Árm..6,95 Hringir karla: Guðjón Guðmundsson, Árm......8,70 Jóhannes Níels Sigurðss, Árm.8,65 Daði Hannesson, Ármanni......7,80 Stökk karla: Guðjón Guðmundsson, Árm........8,550 Jón Trausti Sæmundss, Gerplu..„8,450 Guðjón Ólafsson, Ármanni......8,400 Tvíslá karla: Guðjón Guðmundsson, Árm.......8,35 JónTrausti Sæmundss, Gerplu...7,90 Ómar Öm Ólafsson, Gerplu......7,75 Svifrá karla: Guðjón Guðmundsson, Árm......8,90 Jón Trausti Sæmundss, Gerplu 8,05 Axel Ólafur Þórhanness, Árm..7,70 Armann og Gerpla unnu liðakeppnina Ármann sigraði í karlaflokki og Gerpla í kvennaflokki í liöakeppni, sem fram fór á fóstudagskvöldið og var í fyrsta skipti liður í íslandsmót- inu. í karlaflokki fékk Ármann 146,60 stig gegn 142,20 hjá Gerplu, en í kvennaflokki fékk Gerpla 93,000 stig, Ármann 92,175 og Björk 83,825 stig. Ruslan Ovtchinikov úr Gerplu fékk flest stig í liðakeppni karla, 51,75, en Guðjón Guðmundsson úr Ármanni kom næstur með 50,25 stig. í kvenna- keppninni fékk Elva Rut Jónsdóttir úr Björk flest stig, 33,850. Júdó: Þrír sigrar hjá Halldóri og Vernharð i Tekklandi Halldór Hafsteinsson og Vem- harð Þorieifsson náðu báðir 7. sæti í sínum flokkum á opna tékkneska meistaramótinu í júdó sem fram fór i Prag um helgina. Þar með er ijóst aö báðir komast á Evrópumeistaramótið í Birm- ingham í maí en Vernharð hafði þegar tryggt sér þátttökurétt þar og á heimsmeistaramótinu i Jap- an i september. Halldór vann þrjár glímur í -86 kg flokknum í Prag, allar með fullnaöarsigri, „ippon." Fyrst vann hann Tékka, tapaöi síðan fyrir Frakka en vann Ungveija í upp- reisnarglimu og síðan Finna. Gegn þeim finnska meiddist Halldór og varð að gefa glímu við Kóreubúa, og hafnaði þar með í 7. sætinu en annars hefði hann verið í baráttu um bronsverölaunin. Hjá Vernharð gengu hlutirnir svipað fyrir sig í -95 kg flokknum. Hann vann Úkraínumann og Pól- verja á ippon en tapaöi síðan fyr- ir Þjóðverja með minnsta mun, á refsistigum. Sá þýski sigraöi síð- an í flokknum. Vernharð vann næst Frakka á ippon en tapaði fyrir Japana og endaði í 7. sætinu. Eirikur Ingi Kristinsson varð í 9. sæti í -71 kg fiokki. Hann vann fyrst Indverja á ævintýralegan hátt, var að tapa en skellti þeim indverska á ippon á síðustu sek- úndunni. Eiríkur tapaði næst fyr- ir Mongóla, vann Tékka í upp- reisnarglímu en tapaöi síðan fyr- ir Ný-Sjálendingi. Siguröur Bergmann tapaði fyrstu glímu sinni í + 95 kg flokki og féll þar með úr keppni. Bjami Friðriksson: Óánægðir með ólympíunefnd „Við erum mjög óánægðir með vinnubrögð ólympiunefndar í vetur. Við höfum verið að senda keppendur til útlanda, til æfinga og keppni, og okkur hefur verið lofað styrkjum, en ekkert gerist," sagði Bjarni Friðriksson, vara- formaður Júdósambands íslands, við DV í gær. „Ólympíunefndin styrkir alla sem eiga möguleika á að komast á ólympiuleika og viö höfum nokkrum sinnum sent inn gögn um okkar mál en afgreiðslunni er alltaf frestað frá einum fundi til annars. Viö höfum þess vegna þurft að leggja út háar fjárhæðir án þess að fá nokkuð til baka,“ sagöi Bjarni. Svíarunnu Lottómótið Svíar sigruðu á Lottómótinu í handknattleik sem lauk í Noregi í gær. Svíar unnu alla fimm leiki sína á mótinu og þann síðasta í gær gegn Norðmönnum, 15-21. Svíar höföu yfirhöndina í hálf- leik, 6-11. Henrik Anderson var markahæstur hjá Svium með 5 mörk en Östyn Havang var með 7 fyrir Norðmenn. Urslit leikja í gær urðu þannig: Rúmenia-Holland..........29-27 Króatía-Austurríki.......33-19 Noregur-Svíþjóð..........15-21 Úrslit á laugardag: Austurríki-Holland... .21-24 Rúmenía-Svíþjóð..........21-31 Noregur-Króatia..........21-36 Sviþjóð.5 5 0 1 136-97 10 Króatía.5 4 0 1 151-118 8 Noregur.5 2 1 2 95-105 5 Rúmenía....5 2 0 3 114-126 4 Holland.5 1 1 3 103-126 3 Austurriki ..5 0 0 5 96-126 0 i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.