Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 íþróttir unglinga íslandsmeistarar í 6. flokki kvenna íslandsmelstarar Hauka í handknattlelk stúlkna, 6. flokkur 1995. í llðinu eru eftirtaldar stúlkur: Ellen Lárusdóttlr, Ema Halldórsdóttir, Rakel Þrá- insdóttlr, Ásdis Björk Kristjánsdóttir, Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir og Ásta Marteinsdóttir, Erla Helgadóttir, Björk Þorsteinsdóttir, Ágústa Krist- ín Jónsdóttir, íris Randversdóttir, Birna Árnadóttir. Þjálfari stelpnanna er Ótafur Sveinsson. Steipurnar urðu einnig meistarar í tyrra. Þjálfarinn vill koma á framfaeri þakklæti til Haukaforeldra fyrir frábært starf. OV-myndir Þorsteinn Gunnarsson Framstúlkurnar urðu íslandsmeistarar bæðl í keppni B- og C-liða, sem verður að teljast frábær árangur. ÍBV-liðið náöi frábærum árangri því stúikumar léku til úrsllta I keppnl A-liða gegn Haukum og urðu í 2. sæti. Aldís, sem er önnur frá vinstri í fremri röð, skoraði 17 mörk í úrslitakeppninni. Bestu leikmenn Íslandsmótsins, frá vinstri: Rakel Þráinsdóttir, Haukum, besti lelkmaður A-liða, Björg Ólöf Helgadóttir, Fram, besti leikmaöur C-liða. Anna Tómasdóttir, Fylkl, besti leikmaður B-liða, Anna Llnda Ágústsdóttir, ÍR, besti markvörður A-liða, Ragnheiður 0. Eggertsdóttir, Fram, bestl markvörður B-liða og Inglbjörg Einarsdóttlr, Víkingi, bestl markvörður C-liða. íslandsmótið, 6. flokkur, handbolti telpna: Haukar með besta liðið - og unnu 1 keppni A-liða - Fram sigraði í B- og C-liðum Frá vinstri, fyrirliði Fram C1, Birna Hrönn Björnsdóttir, og Fram C2, Þórey Hannesdóttir en liðin léku til úrslita. DV-mynd Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn Guiuiarsson, DV, Eyjum: Haukastúlkurnar uröu íslands- meistarar í A-liði 6. flokks með því að sigra ÍBV í úrslitaleik, 9-6. Fram- stelpurnar sigruðu aftur á móti bæði í B- og C-liðum sem er frábært. Úrsli- takeppnin fór fram í Vestmannaeyj- um helgina 18.-19. mars og unnu 8 stigahæstu lið vetrarins sér rétt til þátttöku. Haukaliðið var vel að sigrinum komið í keppni A-liða. Stelpumar höfðu undirbúið sig vel fyrir úrslita- keppnina og voru með besta liðið. Umsjón Halldór Halldórsson Þær unnu alla leikina í riðlakeppn- inni og unnu síðan FH stórt í undan- úrslitum, 10-5. ÍBV-stúikurnar komu mjög á óvart og höfnuðu í 2. sæti í riðlakeppninni með 2 stig en hag- stæðari markahlutfall í innbyrðis- leikjum við Fram og ÍR. í undanúr- slitunum vann ÍBV Stjörnuna, 6-5. í úrslitaleiknum í keppni A-liða reyndist liö Hauka mun sterkara og hafði yfir í hálfleik, 6-3. ÍBV-stelp- umar, drifnar áfram af stórleik Al- dísar Grímsdóttur, náðu að ógna að- eins í seinni hálíleik en góður enda- sprettur Hauka tryggði þeim sigur, 9-6. Ingibjörg B. Bjarnadóttir var best hjá Haukum með 4 mörk. Elma Halldórsdóttir skoraöi 2 og Elísa B. Þorsteinsdóttir, Rakel Þráinsdóttir og íris A. RandVersdóttir 1 mark hver. Aldís skoraði hins vegar öll mörk ÍBV og gerði alls 17 mörk í keppninni. Hjá B-liðunum áttust við Fylkir og Fram í úrslitaleik sem var ótrúlega sveiflukenndur því Fylkir haföi yfir í hálfleik, 5-2. En Framarar áttu frá- bæran síðari hálfleik og tryggðu sér framlengingu með því að skora þrjú mörk en Fylkir skoraöi ekkert og staðan því 5-5. í framlengingu var jafnt á næstum öllum tölum en undir lokin tókst Fram aö knýja fram sig- ur, 9-8. Markvörður Fram, Ragn- heiður Ósk Eggertsdóttir, bjargaði oft af mikilli snilld. í leik um bronsið vann Stjarnan FH, 4-3. Hjá C-liðum gerðist það að Fram átti bæði liðin í úrslitaleiknum. Svo fór að Fram Cl sigraði Fram C2,6-5, í mjög spennandi leik. Víkingur hlaut bronsið með sigri á Fylki, 5-3. Víkingur ar útnefnt prúðasta lið keppninnar. Leikir um sæti - A-lið Undanúrslit: Haukar-FH.....................10-5 ÍBV - Stjaman..................6-5 3.-4. FH - Stjarnan............6-5 1.-2. Haukar - ÍBV.............9-6 íslandsmeistari: Haukar. Leikir um sæti - B-lið Undanúrslit: Fram-FH........................8-6 Fylkir - Stjarnan..............4-3 3.-4. FH - Stjarnan............3-4 1.-2. Fram - Fylkir............9-8 íslandsmeistari: Fram. Leikir um sæti - C-lið Undanúrslit: Fram - Fylkir.................11-5 Víkingur - Frain...............3-4 3.-4. Fylkir - Víkingur........3-5 1.-2. Fram C1 - Fram C2........6-5 íslandsmeistari: Fram Cl. Ég var í stuði Ragnheiður Ósk Eggertsdóttir, markvörður B-liðs Fram, vakti mikla athygli meö góðri frammistöðu: „Eg hef æft handbolta í 3 ár og var í rosalegu stuði í úrslitaleiknum gegn Fylki nema í fyrri hálfleik. Við emm svona góðar hjá Fram af því aö við erum svo margar og höfum frábæran þjálfara," sagði Ragnheiður. Við erum svo góðar vinkonur Tvö Framhð mættust í úrslitaleik í keppni C-liða og sigraði Fram C1 Fram C2, 6-5. Fyrirhðar þeirra, Birna Hrönn Bjömsdóttir hjá Cl og Þórey Hannesdóttir hjá C2, voru sammála um að það væri leiðinlegt að keppa á móti vinkonum sínum úr Fram en þær stöllur sögðu að þetta hefði reyndar gerst áður á móti í vetur en þá hefði Fram C2 unnið. Birna Hrönn, sem er 10 ára, sagði að ástæðan fyrir því að þeim gengi svona vel væri að hópurinn sem æfði væri mjög stór og að þær væru allar svo góðar vinkonur. Þórey, sem er 11 ára, sagði að það væri mjög gaman að koma til Eyja og kynnast öllum stelpunum í hinum Uöunum. Var ekkert stressuð Aldís Grímsdóttir, stórskyttan í A- hði ÍBV, vakti mikla athygli á mótinu en hún skoraði öll mörk ÍBV í úr- slitaleiknum gegn Haukum, 6 talsins, og gerði afls 17 mörk í mótinu. ',,Eg var ekkert stressuð fyrir úr- slitaleikinn. Við héldum fyrir mótið að við kæmumst ekki svona langt því besti árangur okkar áður var 6. sæt- ið. Þetta var rosalega skemmtilegt og við vorum mjög ánægðar meö 2. sætið,“ sagði Aldís. Landskeppni 1 borðtennis: Svíar hef ndu óf áranna í fyrra - Hasse marði sigur gegn Guðmundi á boðsmóti TBÍ Unglingalandslið Islands og Sví- þjóðar mættust í landsleik í borð- tennis 1. apríl í TBR-húsinu. Lið íslands var skipað Guðmundi Stephensen, Ingólfl Ingólfssyni, Bimi Jónssyni og Markúsi Árna- syni. Svíar mættu með sitt sterk- asta liö og sigruðu, 6-3, eftir hörku- viðureignir og þurfti m.a. að leika oddalotu í leik Guðmundar gegn Cyprian sem lauk 2-1 fyrir Svíann. Svíarnir náðu því að hefna ófar- anna frá því í fyrra þegar þeir töp- uðu fyrir íslenska liðinu, 2-7. Spennandi boðsmót BTÍ Sunnudaginn 2. apríl fór síðan fram hið árlega boðsmót BTÍ sem fór fram í TBR-húsinu með þátt- töku sænska landsliðsins og 17 ís- lenskra borðtennismanna. Þeir sem komust í 4ra manna úrslit voru Svíarnir og Guðmundur E. Stephensen. Guðmundur lék gegn Svíanum Robert Nilsson og sigraði, 2-1. í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Svíinn Hasse Petterson samlanda sinn Cyprian, 2-0. Úrslitaleikurinn varð því milli Guðmundar og Hasse Pettersons sem varö hörkuspennandi viður- eign sem endaði með sigri Svíans, 2-1. Það er alveg ljóst að borðtennis hefur tekið miklum framfórum hér á landi og það sjáum við best á því að okkar unglingar, sem voru að leika við sænska jafnaldra sína, stóðu þeim fyllilega á sporði að getu en við megum ekki gleyma því að Svíar eru ein besta borðtennis- þjóð í heimi. Þessir kappar léku til úrslita í boðsmóti TBÍ, frá vinstri: Guðmundur Stephensen, íslandi, varð i 2. sæti, Hasse Petterson, Svíþjóð, sigraði, Cyprian, Svíþjóð, varð í 3. sæti og Nilsson, Svíþjóð, varð í 4. sæti. Þrir síðasttöldu skipuðu sænska landsliðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.