Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 ■ 43 dv Fjölmidlar Stöð tvö er kostur Pótt hcimsmcistaramótlð í handknattleik hafi tekið mikiö rúm í dagskrá Sjónvarpsins und- anfarna daga hefur ýmislegt ami- að verið á boðstólum sem vænt- anlega hefur glatt þá sem ekki hafa áhuga á íþróttum. Á Stöð tvö hefur lífið gengið sinn vanagang og þar er ætíð nokkuð gott af- þreyingarefni í boöi. Og ein- hverra hluta vegna var Stööin órugluð eitt kvöldiö og hefur það væntanlega glatt þá sem ekki eiga afruglara. Stöð tvö mætti gera meira að því að senda út óruglaða dagskrá til að gefa fólki kost á að kynna sér dagskrárvalið án þess að taka á sig skuldbindandi áskrift Til lengri tíma litið myndi það án efa auka samkeppnina og íjölga „frjálsum" áskrifendum Stöðvar- imiar. Vera kann aö áskrifendum þyki súrt í broti að vita af öðrum horf- andi á dagskrána ókeypis. Þeim hinum sömu skal þá bent á að með fleiri áskrifendum er hægt að lækka afnotagjöldin og bæta dagskrána. Það er allra liagur. Kristján Ari Arason Andlát Reynir Alfreð Sveinsson skógræktar- maður, Breiðagerði 31, Reykjavík, lést á heimili sínu 11. maí. Sigríður A. Ásgeirsdóttir, Álftamýri 40, Reykjavík, andaðist að morgni 10. maí á Hrafnistu, Hafnarfirði. Alma Sigurðardóttir, Aðalgötu 6, Keflavík, lést miðvikudaginn 10. maí í Sjúkrahúsi Suðurnesja. Jaröarfarir Útfór Sigurjóns Gísla Jónssonar, Lýsubergi 3, Þorlákshöfn, fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14. Hlöðver Einarsson, Bókhlööustíg 2, Reykjavík, lést á hjartadeild Land- spítalans 27. apríl. Jarðsett var í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. 99*56 * 70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Lalli oct Lína Þú lítur vel út, Lína, fyrir utan hárið á þér. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, siökkviliö s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögregian s. 11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsiö 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 22222. ísafjördur: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 12. maí tÚ 18. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garösapó- teki, Sogavegi 108, sími 568-0990. Auk þess verður varsla í Reykjavíkurapó- teki, Austurstræti 16, sími 551-1760 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opiö virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek ki. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opiö frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyijafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum ki. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfiaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimibslækni eöa nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50ámm Föstud. 12. maí Eldur í herbúðum við höfnina. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og ki. 15-17 á heigum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. ki. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Ki. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Ki. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 Og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Kl. 15-16og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega ki. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Konurelska hinn sterka þögla karl- mann, vegna þess að þær halda að hann sé að hlusta. Michael Achard Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ó Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Uppiýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suöurnes, sími 13536. Hafn- arfiöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- ar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 13. mai Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Aðrir taka við forystuhlutverkinu um stund. Þú verður að sætta þig við það. Nýttu þér tímann sem gefst til þess að undirbúa fram- tíðina. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Láttu gagnrýni þeirra sem lítið þekkja til ekki hafa áhrif á þig. Þótt aðrir ögri þér skaltu leiða það hjá þér og forðast öll átök. Þau skaða þig. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú hefur haft mikið að gera að undanfómu og svo verður áfram um nokkra stund. Þú nýtur velgengni og getur slakað á þegar töminni lýkur. Nautið (20. apríl-20. mai): Þú kannar fremur óvenjuiegt mál. Við núverandi aðstæður gefst þér tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Vandaðu það sem þú tek- ur þér fyrir hendur. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Láttu engan koma þér að óvörum. Kannaðu allt fjTÍrfram og hugaðu að smáatriðum og smáa letrinu í samningum. Þú reynir eitthvað nýtt í kvöld. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú fylgist veð með öllum breytingum og nýjungum. Það er eins gott því breytingamar eru örar núna. Happatölur em 4,15 og 19. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Þú verður að sætta þig við að fá ekki allar óskir þínar uppfylit- ar. Hlutskipti þitt er þó langt frá því að vera slæmt. Taktu málin fyrir í mikiivægisröð. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú verður að muna eftir skyldum þínum við aðra. Að þeim störf- um loknum getur þú leyft þér að slaka á og hvíla þig. Vogin (23. sept.-23. okt.): Ákveðinn aðili hefur valdið þér vonbrigðum. Þú skalt ekki hugsa of lengi um það. Byrjaðu upp á nýtt af fuilum þrótti. Notfærðu þér hæfileika þína. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þu deilir við aðra. Mikilvægt er að ná niðurstöðu í því máli til þess að hreinsa andrúmsloftið og halda síðan áfram. Samstarf þitt við aðra byggist á þessu. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Farðu vel með þig og hugaðu að heilsunni. Útivist og göngur eru heppilegar til að byrja með. Niðurstaða fæst í leyndardómsfuilu máli. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú getur engum treyst núna öðmm en sjálfum þér. Aðrir eru bundnir við sín mál. Þú kemst ekki hjá því að sýna ákveðna hörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.