Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 13. MAI 1995 19 Torfl Geirmimdsson: Hlaut „óskarsverðlaun" hárgreiðslumeistara Hárgreiðslumeistarinn Torfi Geir- mundsson var meðal nítján hár- greiðslumeistara frá fimmtán lönd- um sem hlutu sérstaka viðurkenn- ingu í New York í mars síðastliðnum. „Þetta var eins konar kennsluhátíð eða ráðstefna alþjóðlegra samtaka hárgreiðslumeistara,förðunarmeist- ara, tískuljósmyndara og fleiri. Þessi ráðstefna er haldin árlega og koma menn víða að. Það voru sýningar að deginum til og um kvöldið var svo úthlutað nokkurs konar óskarsverð- launum hárgreiðslunnar. Verðlaun- in eru veitt fyrir framgang fagsins og vinnu að því aö auka virðingu iöngreinarinnar," greinir Torfi frá. Torfi kveðst hafa verið tilnefndur af bandarísku hárgreiðslufólki sem hann hefur unnið með á alþjóðavett- vangi, bæði sem dómari og sýnandi. „Mér var sent bréf og ég beðinn að senda inn greinargerð um það hvað ég hefði unnið. Út frá því var metið hvort ég ætti skilið að fá þessi verð- laun. Ég fékk síðan tilkynningu um að ég yrði meðal þeirra sem hlytu þessi verðlaun sem nefnd eru World Masters Award of the Craft.“ Verðlaununum fylgja ákveðin skylduverk, að sögn Torfa. „I kjölfar verðlaunaveitingarinnar kemst ég í ákveðna akademíu og ber mér skylda til að vinna að námskeiðum hvar sem er í heiminum og endurgjaldslaust ef ég er að vinna fyrir félagsmenn eða með þeim. Ég er um leið kominn í hóp þeirra sem geta fengið atvinnu- tilboð frá framleiðendum og öðrum. Grundvallaratriðið er aö auka þekk- ingu og virðingu hársnyrtigreinanna hvar sem er í heiminum." Meðal frægra hárgreiðslumeistara sem fengu verðlaunin var Lluis Llongueras frá Spáni sem Torfi segir vera í uppáhaldi hjá sér. „Hann sá meðal annars um hárgreiðslu fyrir sýningu sem var í tengslum við ólympíuleikana í Barcelona fyrir ári. Frægasti hárgreiðslumeistari Bret- lands, Trevor Sorbie, fékk einnig sér- stök verðlaun." Verðlaunin voru veitt við sér- stakan hátíðarkvöldverð. „Þetta heppnaðist með afbrigöum vel og var miklu stórfenglegra en ég hafði gert mér í hugarlund. Fyrr um daginn höfðu verðlaunahafarnir haldið sýn- ingu á ráöstefnunni sem um 1800 manns alls staðar að úr heiminum sóttu, Eg gat valið mér stúlkur á módelskrifstofu til að greiða. Ég hafði fjórar klukkustundir til að und- irbúa tuttugu mínútna sýningu en þetta gekk allt mjög vel.“ Þetta er í fyrsta skipti sem íslend- ingur hlýtur þessi verðlaun og kveðst Torfi líta á sig sem brauðryðj- anda. „Ég vona að fleiri komi í kjölf- arið og að þetta opni leið fyrir ís- lenska hárgreiðslumeistara í fram- tíðinni." Úrval af verkfærum í garðvinnuna Kr. 3.650 stgr 20 metra Siðumúla 34 (Fellsmúlamegin) S. 588-7332 Opið: mánud.—föstud. 9-18 laugard 10-14 Torfi Geirmundsson með verðlaunagripinn sem hann hlaut í New York. DV-mynd GVA l'l DAEW00 2800 ■ 66Mhz Intel 486DX2 ■ 128KB skyndiminni (mest 256KB) ■ 4MB vinnsluminni (mest 64MB) ■ 420MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF ■ 32-bita VESA Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ VESA Local Bus og ISAtengibrautir ■ MS-DOS, Windows og mús ■ Kr.^ ÍI|MjIlIllstgr. m/vsk DAEWOO 5200 Pentium ■ 60Mhz Intel Pentium ■ 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 128MB) ■ 420MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF 237 pinna ■ 32-bita PCI Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ PCI og ISA tengibrautir ■ MS-DOSJA/indows og mús ■ Kr.íEkffjTjTjl stgr. m/vsk -\ DAEWOO D5320 Pentium ■ 75,90 og lOOMhz 1256KB skyndiminni (mest 1MB) 18MB vinnsluminni (mest 256MB) 1420MB diskur (256kb buffer) 114" lággeisla skjár (örtölvustýrður) 132-bita PCI Local Bus skjákort með Windows hraðli i PCI 32-bita Local Bus og ISA brautir 11MB myndminni (mest2MB) 1280x1024x256 liti i ZIF sökkull (320pin) fyrir framtíðar Pentium Overdrive i Enhanced dual channel IDE á 32-bita hi speed PCI og ISA braut i Uppfyllir EPA og Plug and Play staðal, hljóðlát vifta 12-háhraða enhanced (UART 16550) l Enhanced hliðtengi (ECP og EPP) og músartengi D0S 6.22, Windows 3.11 og mús Verð frá kr. 159.000 Lykill; a§ alhliba tölvulausnum stgr. m/vsk € T ' *T" EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.