Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 Fréttir Allt að 5 þúsund á at- vinnuleysisskrá í vikunni - segir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva „Þessa dagana er að fjölga gífur- lega á atvinnuleysisskrám. Það vinna milli 6.500 og 7.000 manns viö flskvinnslu og við reiknum með að milli 4 og 5 þúsund manns verði at- vinnulaus á næstu dögum. Þetta ger- ist í einhverjum bylgjum og ég hygg að dagurinn í dag sé fyrsti sterki dagurinn í atvinnuleysisskráningu," segir Amar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, í sam- tali við DV í gær um ástandið í fisk- vinnslunni vegna sjómannaverk- fallsins. „Aö Vestfjörðum undanskildum er fiskvinnsla meira og minna stopp. Samt verður að segjast eins og er að mönnum hefur gengið betur að út- vega sér hráefni en við áttum von á. Það kann að stafa af því að menn hafi átt meira hráefni í frystigeymsl- um en við töldum," segir Arnar. Hann segir útlitið framundan vera dökkt og ef verkfallið dragist fram yfir sjómannadag muni atvinnu- lausu fiskverkafólki fjölga um allt að þúsund manns í viðbót. Þá segist hann undrast þá stöðu sem verkfalhö er komið í. „Það er mjög dökkt útlit framund- an og það er vandséð hvernig menn ætla að leysa þennan hnút. Það kem- ur okkur á óvart að ásteytingar- steinninn skuli vera viðskipti milli óskyldra aðila. Við gerðum okkur grein fyrir að viðskipti milh skyldra aðila gátu verið viðkvæm. Eftir að búið var að leysa þá deilu með lág- marksverði á þorski héldum við að brautin framundan væri greiðari en raun ber vitni,“ segir hann. „Heima í Eyjum eru menn alveg gapandi yfir þessari stöðu þar sem vandamálið er þessar sjálfstæðu út- gerðir sem setja mikið á markað og landa í gáma og í húsin eftir því sem ástæða er til. Hjá þessum útgerðum eru menn ánægðir með sinn hlut og fólk skilur ekki að vandinn snúist um þær,“ segir Arnar. -rt Líðan piltanna sem fluttir voru meðvitundarlausir á Landspítalann i gær, grunaðir um að hafa drukkið landa blandaðan tréspíra, er eftir atvikum góð að sögn Jóns R. Kristinssonar, sérfræðings á barnadeild. Að sögn Jóns reyndist grunur um að landinn væri blandaður tréspíra ekki á rökum reistur og piltarnir, sem eru 11 og 13 ára, hafa því drukkið mikið af landanum og drukkið hann hratt. DV-mynd S Dagsbrún vill stöðva löndun úr flaggskipi Samherja: Látum ekki undan þrýstingi og hótunum Dagsbrúnar - segir verkstjóri Löndunar hf. 1 Reykjavik Stuttar fréttir Dr. Halldór heiðraður Dr. Halldór Halldórsson hlaut í gær sérstaka viðurkenningu Málræktarsjóðs, fyrstureinstakl- inga, fyrir störf að málrækt. Kaidur maímánuður Nýliöinn maímánuður var meö þeim köldustu t sögunni norðan- Iands. Samkvæmt RÚV náði hit- inn á Akureyri aðeins tvisvar sinnum tveggja stafa tölu. Kólefusdttíkúm Kólerusótt hefur herjað á kýr í Eyjafjarðarsveit að undanfómu. Samkvæmt Mbl. er um mikið tjón að ræða fyrir bændur. Heimsókn frá Klna Li Lanquing, aðstoðarforsætis- ráðherra Kína, er væntanlegur til íslands i opinbera heimsókn síð- ar í þessum mánuði. Nýflutningamiðstöð Nýtt fyrirtæki í eigu Samskips og Kaupféiags Ámesinga á Sel- fossi, Flutningamiðstöð Suður- lands, tekur til starfa 1. júlí nk. Mengun á Ströndum Ekkert lát er á gríðarlegri fjöra- mengun á Ströndum þrátt fyrir aukinn umhverfisvemdaráróð- ur. Samkvæmt Rikissjónvarpinu hefur mengun af völdum fiski- skipa aukist. Sjómennskannumin Eigandi skipsins Haftinds frá Haíharfirði hefur samið við sveit- arfélög á suðvesturhorninu um að taka unglínga í kennslu á réttu handtökunum í sjómennskunni. Rikissjónvarpið greindi frá þessu. Nýirlandnemar Sífellt fleiri skordýr berast til landsins með ýmsum hætti. Sam- kvæmt Rikissjónvarpinu barst nýlega til Vestmannaeyja svo- kölluð ttjásníkjuvespa sem einn- ig hefur verið kölluö „vinur garð- yrkjumannsins“. -þjb „Við ætlum að landa úr skipinu. Það hefur verið þrýstingur frá Dags- brún og þeir hafa hótað okkur. Við munum ekki fara að þessum kröfum nema það komi skrifleg beiðni frá ASÍ og þar með sé ljóst að ekki verði landað úr skipinu annars staðar ef við ekki gerum það,“ segir Sigurþór Sigurþórsson, verkstjóri hjá Löndun hf., en fyrirtækið ætlar að landa úr frystiskipinu Baldvin Þorsteinssyni E A þrátt fyrir aö Verkamannafélagið Dagsbrún leggist gegn því að landað verði úr skipinu. Baldvin Þorsteinsson, flaggskip Samherja hf„ kemur í dag úr veiði- ferð af Reykjaneshryggþar sem skip- ið var við veiðar á úthafskarfa. Skip- ið var leigt færeysku dótturfyrirtæki Samherja til að komast hjá sjó- mannaverkfalh og samtök sjómanna hafa óskað eftir því að sett verði lönd- unarbann á skipið vegna þessa. Sig- urþór segir að það hafi enga þýðingu fyrir þá að neita löndun úr skipum sem muni einfaldlega leita til ann- arra hafna. Hann segir að sú stað- reynd að landað var úr Haraldi Kristjánssyni HF í Hafnarfirði sýni að það sé engin samstaða um að neita löndun úr skipum. „Við Otum á þetta sem vitleysu hjá Guðmundi Jaka því það kannaðist enginn við það á skrifstofu Dags- brúnar að löndunarbann hefði verið sett á skipið," segir hann. rt Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringia í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. r ö d d Já jJ Nei yg| 1600 Ertu sátt/ur við Prince Póló í nýjum umbúðum? Alllr í stafrana kerflnu met tónvalssima geta nýtt sér þessa þjénustu. Frystitogarasjómaður í verkfalli: Skil ekki af hverju við erum í verkfalii - snertir okkur engan veginn „Ég botna ekkert í því hvers vegna viö erum í verkfalli. Þetta snertir okkur frystitogaramenn engan veginn. Þetta snýst fyrst og fremst um fiskverð hjá þeim sjó- mönnum sem landa ferskum fiski," segir Hallgrímur Jónsson, háseti á frystitogaranum Snorra Sturlusyni RE, sem er í verkfalli eins flestir sjómenn. HaOgrímur segir að hann og þeir sjómenn sem hann er í sambandi við séu sammála um að verkfall nú gefi frystitogaramönnum engar kjarabætur, „Það hefði verið eðlilegra að við hefðum farið í samúðarverkfaO. Ég botna í raun ekkert í þessu og það er furöulegt að þaö skuO ekki vera löngu búið að leysa þetta. Mennirn- ir virðast ekkert byrja að tala sam- an fyrr en allt er komið í óefni,“ segir HaOgrímur -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.