Þjóðviljinn - 28.10.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1938, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Föstudagurinn 28. okt. 1938. Wr ’< Frfðls verklýðshreyHng - ijðfrnð verklýðshreyfing Verklýdsmálasfeínuskrá híns sameínada sósíalisfaflokks |o$ þrætaákvæðin gegn verklýðshreyfingunní í hínum nýju logum Alþýðusambandsins. lllðOVIUINN Málgagn Kommánistaflokks Islands. Ritstjórl: Einar Olgeirsson. Ritstjóm: Hverfisgata 4, (3. hæð). Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Eaugaveg 38. Sími 2184. Kemur ót alla daga nema mánuda^a. Aski Iftargjald á mánuði: Reykja\ ík og nágrenni kr. 2,00. Annarsataðar á landinu kr. 1,25. 1 lausajölu 10 aura eintakið. Vlkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Síofnþingínu er lokid Stofnþingi hins sameinaða só- síalistaflokks er nú lokið. Á þing inu hefir náðst fullt samkomu- lag um lög, stefnuskrá og starfs skrá hins nýja flokks. Ályktanir hafa verið samþyktar um fjölda mála, sem efst eru á baugli í ís- lensku þjóðlífi og kröfur born- ar fram til ríkisstjórnarinnarog flokka hennar, og afstaða hins nýja flokks mörkuð til þeirra mála. Muu Þjóðviljinn og Nýtt land birta ályktanir þessar næstu daga eftir því sem föng eru á og ástæða þykir til. Með stofnþingi þessu hefir verið lagður grundvöllur að nýjum og öflugum verklýðs- flokki. Hrakspár andstæðinga hans um lað samkomulag næð- ist ekki hafa reynst staðlausir stafir. Meðal allra þingfulltrú- lanna var eindreginn áhugi fyrir sameiningarmálunum og öllu er varðaði stefnu og framtíð flokksins í laðalatriðum. Þingfulltrúunum var ljóst, að íslensk alþýða var með stofnun hins nýja flokks að stíga eitt af sínum mikilvægustu skref- um til framfara og frelsis. Fulltrúarnir utan af landi hverila nú heim til sín aftur, Og ásamt fulltrúunum í Rvík, munu þeir hver á sínum stað hefjast handa um stofnun flokksdeilda. En það eru ekki aðeins fulltrúarnir, sem sátu stofnþingið, sem hér leggja hönd á plóginn. Allsstaðar um landið á hinn nýji flokkur stuðn- ingsmönnum að mæta, sem munu taka upp baráttumerki sameiningarinnar. Næsta við- fangsefnið er að stofna flokks- deildir, sem víðast um landið og efla og bæta skipulagið eins og unt er. Frá Akureyri barst sú frétt í gærkvöldi, að stofnuð hefði verið deild í hinum nýja flokki, og voru stofnendur 175. Er það fyrsta deildin sem stofnsett er. Hafa Akureyring- ar þannig riðið á vaðið, enda hefir sameining alþýðunnar æf- inlega átt þar sterk ítök. Hér í Reykjavík létu rúm- lega 800 manns skrá sig sem stofnendur hins nýja flokks. Síðan hefir fjöldi manna bæst við þann hóp, en vegna þing- anna hefir enn ekki gefist færi á því ;að stofna deild úr flokkn- Þjóðviljinn hefir tvo undan- farna daga skýrt nokkuð frá frumvarpi því, er lá fyrir Al- þýðusambandsþinginu til sam- þykktar. Blaðið hefir með til- vitnunum í frumvarpið sjálft, sýnt og sannað, að hér er stefnt lað því einu að fjötra verkalýðs- hreyfinguna og eins og sakir standa til þess að gera hana að leiksoppi í höndum póli- tískra trúða eins og Stefáns Jó- hanns Stefánss. og Finnboga Rúts Valdimarssonar og Jónas- ar Guðmundssonar. Allt frelsi, allur sjálfsákvörð- lunarréttur er tekinn af verka- lýðsfélögunum, samkvæmtlaga- fmmvarpi þessu. Allar þeirra gerðir, smáar og stórar á hvaða sviði sem er, eru ógildar, ef hinni háu Skjaldborgarstjórn í Reykjavík býður svo við að horfa. Bn jafnhliða því, sem Skjald- borgin lætur samþykkja þessi ákvæði, situr stofnþing samein- aða sósíalistaflokksins á rök- stólum hér í Reykjavík. Sem vænta mátti gerði !það þing líka sínar ályktanir í íverkalýðsmál- um. Samanburður á afstöðu þessara þinga sýnir gleggst þann reginmun, sem er á milli þessara tveggja pólitísku að- ila. I stað þess að öl! ráðverklýðs- félaganna, séu af þeim tekin og lögð í hendur pólitískra spekú um hér í Reykjavík. Að því mun þó horfið einhvern næstlu daga. Þessi tvö dæmi, sem hér hafa verið tilgreind, sýna glögt, hve mikill og almennur áhugi ríkir manna á meðal fyrjr hinum nýja flokki og stefnu hans iog það mun eiga eftir að koma; á dag- inn, að hér er um engar undan- tekningar að ræða. Nýi flokkurinn er stofnaður af félagslegri nauðsyn og í fullu samræmi við þær kröfur, sem félagslegar aðstæður gera til sósíalistaflokks. Flokkurinn er stofnaður af öllum þeim kröft- um sem báðir verklýðsflokkarn- ir, Alþýðuflokkurinn og Kom- múnistaflokkurinn, áttu besta. Á herðum hins nýja flokks hvílir sú skilda að gerast forverðir í frelsisbaráttu alþýðunnar, bæðl til sjáfar og sveita. En það kref- ur mikils starfs og markvissr- ar baráttu. Þeir sem fylgdust með störfum stofnþingsins vita að áhugi fyrir hvorutveggja er fyrir hendi. í trausti þess að flokknum takist að verða öflugasta bar- áttutæki alþýðunnar byrjar hann starf sitt. lanta, eins og Skjaldborgin krefst, krefjast sósíialistarnir þess, „iað innan verkalýðsfélag- anna ríki fullt og óskorað lýð- ræðiu. I stað þess að Skjald- borgin heimtar að allsherjar- samtök verklýðsfélaganna, séu gerð að einum og sama aðila og pólitísk klíka þeirra er, krefj- ast sósíalistarnir þess, að kom- ið sé á óháðu fagsambandi eins og tíðkast allsstaðar á Norður- löndum. I þeim tveim atriðum, sem hér hafa verið gerð að um- talsefni sést betur en annars, sá höfuðmunur, sem er á að- stöðú þessara tveggja flokka til verkalýðshrefingarinnar. Skjald borgin óttast verkalýðshreyfing una og vill geyma hana! áhrifa- lausa bak við slá og lás póli- tískra kúgunarfjötra. Sósíalist- arnir óttast ekki verkalýðshreyf inguna. Þeir vita að hún er samherji og bandamaður, en 'hafa enga ástæðu til þess að fjötra hana. Þeim mun frjáls- ari, sem verkalýðshreyfingin er, þeim mun sterkari er hún í frelsisbaráttu allrar alþýðu. Verkalýðsmálanefnd hins sameinaða sósjíalistaflokks hef- ir samið eftirfarandi álit, sem var samþykkt á þinginu. Birtir Þjóðviljinn það í dag til þess að kynna stefnuskrá flokksins í verkalýðsmálum og til þess að sýna þann reginmun, sem er á afstöðu sósíalistanna, og Skjald borgarinnar: „1. Að meðlimir flokksins beiti sér fýrir því að innan verkalýðs félaganna ríki fult og óskorað lýðræði, þannig að allir hafi jafnan rétt til trúnaðarstarfa án tillits til pólitískra skoðana, og að flokkurinn beiti skípulags- legum ráðstöfunum meðal verk- lýðsfélaganna til tryggingar sjálfsákvörðunarrétti þeirra. 2. Að flokkurinn beiti áhrif- um sínum innan verklýðshreyf- ingarinnar til þess að köma á óháðu fagsambandi og að mið- stjórn flokksins standi í sem mánustu sambandi við trúnaðar- menn sína innan verklýðsfé- laganna um þessi mál og vinni ,að því að þeir samræmi störf sín og skioðanir innan hvers ein- staks félags og að alþingismenn flokksins beiti sér fyrir því að uúgildandi vinnulöggjöf verði breitt í þá átt, að skapa verka- lýðnum meiri réttindi, og að samband verklýðsfélaganna sé fagsamband óháð pólitiskum flokkum. 3. Nefndin varar við að öll hin smærri verklýðsfélög leggi til baráttu einangruð fyrir ó- háðu verklýðssambandi fyr en hin stærri verklýðsfélög hafa tekið afstöðu, svo sem með alls h er jaratkvæ ðagreiðslu. 4. Að flokkurinn vinni að því að á öllum smærri stöðum séu verkamenn, sjómenn og verka- kónur í einu verklýðsfélagi, en sem starfi í sérstökum deildum eftir atvinnugreinum. 5. Að verkalýðsfélögin komi sér upp sterkum sjóðum svo sem verkfallssjóðum og hús- byggingarsjóðum. 6. Að unnið sé lað því að koma á fót almennri fræðslu innan verklýðsfélaganna með fyrirlestrum og útgáfu faglegs tímarits, sem ræði hina ýmsu sérhagsmuni verklýðsfélaganna og sem flytti nýjustu fregnir af verklýðshreyfiingunni utan lands og innan. Að síðustu ályktar nefndin að þingið skori á ríkisstjórnina að gæta þess, að við úthlutun, inn- flutningsleyfanna sé fyrst og fremst leyfður innflutningur á þeim verðmætum, sem auka hina lífrænu atvinnu í landinu". Sameínmgatrþíngíð. . FRAMHALD AF 1. SÍÐU. þjóðasambandsins í Moskva. Ennfremur að senda kveðjur til verklýðsflokkanna á Norður- löndum. Að síðustu ávörpuðu þeir Héðinn Valdimarsson og Ein- ar Olgeirsson þingið nokkrum orðum og sleit svo forseti þings ins þessu sameiningarþiugi ís- lensku alþýðunnar, en fulltrúar risu á fætur, árnuðu Sameining- arflokki alþýðunnar heilla, með ferföldu húrrahrópi og simgu svo alþjóðasöng verkalýðsins, „Internationalinn“. Fundir hófust kl. 10 árdegis í Oddfellowhúsinu og stóðu þeir yfir með stuttum hléum til kl. 7 síðdegis. Þar var afgreidd fjárhagsá- ætlun fyrir flokkinn, og fjöldi mála ræddur. Þar á meðal voru afgreidd æskulýðsmál, fræðslu- og útbreiðslumál, iðnaðarmál og skipulagsmál verkalýðshreyf ingarinnar. í flestum þessum málum voru samþykktar ályktanir og mun verða skýrt frá þeim síðar. Klukkan hálf níu í gærkveldi hófst svo kveðjusamsæti fyrir fulltrúana utan af landi, sem nú fara heim til sín. Var samsætið fjölmennt og fór hið besta fram í ,alla staði. Ræður fluttu meðal annara Héðinn Valdimarsson, Brynjólfur Bjarnason, Kristinn Jónsson, Þórioddur Guðmuuds- son, Árni Ágústsson, Sigfús Sig- urhjartarson Sigurjón Friðjóns- son o. fl. Karlakór verkamanna söngog margt fleira var til skemtunar. Alfred Andrésson las upp. — Að lokum stigu menn dans fram eftir nóttu. Auglýsing frá fjármálaráðuneYÍinu Með tilvísun til auglýsingar ráðuneytisins, dags. 21. marz s.l., birtrar í Lögbirtingablaðinu 23. marz s.l., er hér með auglýst, að eftirgreind vottorð þarf að senda ráðu- neytinu með umsókn um endurgreiðslu á vörutolli af kol- um samkvæmt 6. gr. laga nr. 71, 31. des. 1937: 1) Yfirlýsing útgerðarmanns skips um útgerðartíma þess á saltfiskveiðum á þessu ári. 2) Vottorð yfirvélstjóra skips um kolanotkun á saltfisk- veiðum og sé vottorð þetta sundurliðað þannig: a) Kolabirgðir í skipinu í byrjun vertíðar. b) Magn kola, sem látin eru um borð í skipið á salt- fiskveiðum. c) Kolabirgðir í skipinu að saltfiskveiðum loknum. Fjármálaráðuneytið, 27. okt. 1938. F.h.r. % )ón GuðmtindssOn Einar Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.