Þjóðviljinn - 13.09.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1939, Blaðsíða 3
n V í T. -T i N N Mivikudagurinn 13. september 1939 Ekki'árásarsamningnr Sovétríkjanna við Þýzkaland er signr fyrir heimsverkaiýðinn Fáir atburðir síðari tíma liafa valdiö eins miklu umtali, eins og ekk i-árásarsamningu r Sovét rik jann a við Fýzkaland. Enda er það eng- in furða. i einu vetfangi breytt- ust hlutföll kraftanna í heiminum. i einu vctfangi sáu fjögur helztu auðvaldsrikin áqjtlanir sinar að engu gerðar. Hvað sýnir pessi staðreynd? Hún sýnir hinn gífuriega styrk verka- manna- og bændhríkisins, sem læt- ur ekki hafa sig að ginningarfifii né bjóða sér smánarkosti. Hún sýn ir að miðdepill stjórnmálanna, stj'rk urinn er huorki í London, París eða Berlín, heldur i höfuðborg hins sósialistiska verklýðsrikis Mosk- va Þegar Ribbentrop flaug til Mosk- va lustu þjóðstjórnarblöðin upp á- mátlegu ópi. Einnig þau fundu að strik hafði verið sett í þeirra reikn ing. Jafnvel þessi blöð, scm aldrei hafa litið Sovétríkin réttu auga, fóru nú að ásaka þau fyrir svik við friðinn. En vel að merkja: Það kvað við annan tón hjá skriffinnum þjóðst jórnarinnar, þegar Chamber- lain flaug til Múnchen til þess að svíkja Tékkóslóvakíu. Það er gömul regla verklýðs- hreyfingarinnar að sannprófa sína eigin stefnu m. a. með tilliti til þess, hvernig andstæðingarnir bregð ast við henni. Ef íslenzkir verka- menn vilja sannprófa framkomu Sovétríkjanna nú, þá skulu þeir taka vandlega eftir hinum sanr- hljóma æsingaskrifum afturhalds- blaðanna hér á islandi. Afstaða þeirra er út at fyrir sig ekki veigalitil bending. Fjöldi íslenzkra alþýðumanna veltir þeirri spurningu fyrir sér, hvort Sovétríkin hafi með samn- ingi þessum brug'pist heimsverka- lýðnum eða ekki. Slíkar Irollalegg- ingar eru ekkert undarlegar. Þær sýna annarsvegar hve takmárkaður skilningur á utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna er, en hinsvegar hið mikla iraust, sem greipt er í hjarta al- þýðunnar til þeirra. En hverskonar skref er þá ekki- árásarsamningurinn? i hverju felst þýðing hans? Hún er fólgin í eftir farandi; 1. Samningurinn um að Sovétrikin og Þýzkaland skuli ekki ráðast hvort á annað jafngildir því, að þýzki fasisminn sér fyrirætlanir sinar um árás á Sovétríkin ekki rætast í bili. Sovétrikin hafa þannig beygt svírann á svarnasta andstæðingi sin upi og knúið hann til þess að semja um frið. En það þýðir aukið öryggi Sovétrikjanna. 2. Samningurinn sundrar, eins og ()egar er sjáanlegt orðið, heims- samtökum fasismans, og veikir þar með fasistaveldin hvert í sinu lagi, ekki aðeins Japan, heldur einnig Þýzkaland. En slík sundrun á sam- tökum fasismans þýðir styrkta að- stöðu lýðræðisaflanna að sama skapi. 3. Hrun fasistasamsteypunnar ein- angrar Japan 'alveg sérstaklega og veikir þar með aðstöðu þess gagn- vart Kína. En að sama skapi eyk- ur þaö mögtileika kínversku þjóð- arinnar fjórða hluta mannkyns- ins til þess að sigra í þjóðfreJs isstríði sínu. En slíkur sigur getur haft hinar stórkostlegustu afleið- ingar í för með sér í freþsisbaráttu allra undirokaðra þjóða. 4. Samningurinn liefur algerlega eyðilagt fyrirætlanir brezka aftur- haldsins um að etja Sovétríkjun- um og Þýzkalandi sainan i strið. Brezka auðvaldið óttast fasismann þ. e. hina hamslausu ágengni þýzka auðvaldsins. En það óttast Sovét- rikiti og mögulega verklýðsbyltingu i Þýzkalandi, ennþá meir en fas- ismann. Þessvegna hafnaði Charn- berlain kröfu Sovétstjórnarinnar um að Rauði herinn fengi að fara inn í Pólland þ.e. einnig inn í Þýzka- Effír Eggert Þorbjarnarson land . Allt frá frönsku bylting- unni miklu 1789 hefur enska auð- mannastéttin verið liinn svarnasti óvinur hverskonar frelsisbaráttu al- þýðunnar. En það hefur alltaf kos- ið að Iáta aðra ber.jast fj'rir sig. Og nú áiti að leika sama leikinn. Sovétríkin og Þýzkaland áttu að örmagna hvort annað og siðan ætl- aði Chamberiain að setja skilmál- ana og hirða ágóðann. Það er þessi svikatnylla, sent hefur verið rofin. Þegar þjóðstjórnarblöðin eru að fjargviðrast um framkomu Sovét- rlkjann, þegja þau vandlega um i þá staðreynd, að Chatnberlain neit- aði Rauða hemum að fá að fara inn i Pólland til að mæta þýzkum her. En ekkert sýnir afdráttarlausar en þessi staðreynd, að það voru ekki Sovétrikin heldur Chamberlain, er hindruðu að varnarbandalagið gegn fasismanum yrði gert. Engir nema þeir, sem bergmála stefnu enska afturhaldsins, geta fullyrt, að Sovét- ríkin hafi ekki verið reiðubúin og séu það framvégis til að gera heið arlega samninga um vörn gegn striðsæsingarmönnunum. Stefna Sovétríkjanna hefúr ekki breytzt. Það sem breyzt hefur er það. að samtök fasismans hafa lát- ið í minni pokann fyrir riki sósí- alismans og beðið við það stór- hnekki. Það sem breytzt hefur, er ennfremur það, að griman hefur verið rifin af andliti enska aftur- haldsins. En friðarstefna Sovétrikj anna hefur ekki lireytzf. Hún ec sú sama ög tekin var upp 1917: barátta fy rir friðnum, friður við öll lönd hurt séð frá því, hvaða stjómarfar í'æður í þeim, en enga undanlátssemi við ])á, sem reyna að særa fram styrjöld og kúga aðr- ar þjóðir. Þessi ákveðna stefna veldur því einnig, að Sovétríkin hyggja ekki á landvinninga og munu ekki hyggja á þá. Það er eins fjarri þeim eins og bað væri ósamrýinanlegt hugsunarhætti is- lenzkra verkamanna. Astæðan er binföld: i Sovétríkjunum er verklýðs stéttin ráðandi og hún hefur enga hagsmuni af því að leggja önnur löiid undir sig. Þvert á móti. Hún styður frelsisbaráttu kúgaðra þjóða eins og bezt hefur sýnt sig á Spáni ög i.Kina. Og þessvegna mun æs- ingamönnunum við Alþýðuhlaðið ekki verða að von sinni um það, að Sovétrikin ráðist á Pólland. Einn ig þessi von Skjaldborgarinnar mun bregðast. Lævíslegasta „röksemd1' Skjald- borgarinnar er sú, að samningurinn hafi neikvæð áhrif á verklýðshreyf inguna í Vesiur-Evrópu. Með þessu á að reyna að skjóta inn fleyg á milli verklýðshreyfingarinnar .í auðvaldslöndunum og Sovétrikjunum og láta líta svo út sem hagsmunir verkalýðsrikisins og verkalýðs auð- valdslandann.a fari. ekki saman, þ. e. að Sovétrikin hafi ofurselt hags muni hans. Vissulega eru þeir verkamemf til sem eiga erfitt með að skilja þetta skref Sovétstjórnarinnar. Það er árar.gur ])ess áróðurs, sem Skjald borgin og hægri foringjar sósíal- demókrata i öllum löndum hafa rekiö tii þess að tortryggja land sósíalismar.s i augum verkalýðsins. En þar fyrii er engum nema skrif- finnum Alþýðublaðsins ætlandi að krefjast þess, að Sovétrikin hagi utanrikisstefnu sinni eftir þvf, hvort Skjaldhorginni hafi tekizt að blekkja verkamenn eða ekki. Sovélrikin hafa aldrei miðað stefnu sína \að póli- tík uppgjafadátanna og hægri broddanna, þau vita mæta vel, að hagsmunir verklýðs Vestur-Evrópu eru hinir sömu og hagsmunir Sov- étverkalýðsins. Þau vita mæta vel að sundrun fasistaveldanna og ein- angrun þeirra e<u hagsmunir verk- lýðs allra landa, eining Vestur-Ev- rópu,- að sigur kínversku þjóðar- innar er einnig sigur fyrir verka- lýð Vesturlanda, að ósigur ensKa og, franska afturhaldsins er sigur enska og franska verkalýðsins og að aukið öryggi Sovétríkjanna þýð- ir aukinn styrkur heimsverkalýðsins. En þetta allt saman þýðir að hagsmunir Sovétríkjanna og hags niunir verkalýðs allra landa fara saman í þessu sém öðru. En það þýðir jafnframt að hagsmunir heims verkalýðsins og hægri foringja sösi aldemókrata fara ekki saman, af þvi hægri foringjarnir hafa gerzt taglhnýtingar auðvaldsins enda eru nú alþjóðasamtök þeirra að liðast í sundur. Hfnsvegár ættu þ jóðstjórnarherr- arnir að tala fátt um vináttusamn- inga. Þvi hverjir hafa fallizt svo gersamlega i faðma sem hinir görnlu „ðvinir'* foringjar þjóðstjórnarflokk anna. Þeir hafa ekki aðeins gert ekki-ár'ásarsamning sín á milli, held ur og árásarsanwing gegn íslenzk- um verkalýð og íslenzku lýðræði. Vonandi verða íslenzk lýðræðisöfl þess megnug að sundra þessu banda lagi íslenzka afturhaldsins eins vel og Sovétrikin nú hafa sundrað trandálagi fasistaveldanna. Enn einu sinni hafa Sovétrikirr sýnt að þau eru það vígi heims- verkalýðsins og friðarins, sem boðaföll og klæ-kir auðvaldsins fá ekki beygt né brotið. Enn einu sinni hefur hið sósíalistiska land gefið framfaraöflum umheimsins hin sterkustu vopn tii baráttu á móti fasismanum, gegn auðvaldiiiu. Nú er allt undir því komið hvern- ig þau kunna að handleika þessi vopn. Og það er ekki ástæðulaúst að ætlp, að í kjölfar styrjaldar þeirrar, sem nú er hafin, sigli fleiri yerklýðsríki en þau, sem nú eru til. Eggert Þorbjarnarspn Tíl leígu Þríggja herbergja íbúð ut- an víð bæínn. Símí 4606 Sósíalísiaíélag R.víbur Fundur i 3« deíld verður haldínn fímmtud. 14. þ. m. hl. 8,30 i Hafn- arstræti 21, uppí. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Heímsástandíð. Fjölmenníð og mætíð stundvíslega. Deíldarsfjórnín. Sbrífstofa Sósíafístafé~ lags Reybjavibur, í Hafnarstræti 21 er opin alla virka daga, en aðeins fr4 kl. 5—7 síðdegis fyrst um sinn. — Sími 4824. Hugfeíðíngar Orvarodds Tíminn heimskar sig á pvi nýlega ad pykjast finna mótsagnir inilli pess, sem Þjódinljiiui segi ad hcegt vceri jgrir England og Fmkkland að gera friðarbandalag við Sovét- rikín, og pess ákvceðis i pgzk rássnoska sáttmdlánum að hvorugt rikið skuli taka pátt i bandalag' •gegn oðru. Þac bandalag, sem England, Frakk land og Sovétrihin hafa talað umað mynda hefur aldrei átt að beinast opinbérleya gegn neinu sérstöku riki, 'hvorki Þj/zkalandi né öðm heldur átti aðeins að vera varncm- tceki. , Eins var samningur F-ivkk- lands, Tékkóslóvakiu og Sovétrikj- anna. Þýzkalandi stóð opið að ger- ast aðiti að homan ef pað vildi. Timinn cetti ekki að vem að aug - lýsa vanpekkingu sina á einföld- ustu formsatriðum i milHrikjasamn- inguin með pvi að blaðra meira um pýzk-rússneska sátimáktnn. Blað inu vcvri ncer ac fara mi að leið- retta stcersfu Iggcir sútar tim hann. Frð Aknreyrl um Akranes næstkomandi míðvíkudag og laug- ardag, Frá Reykjavík um Akranes sömu daga, Steindór. •:• I I $ SPEGILLINN t bj'Sur nyjum áskrii'enduin, sem bætasl viS, þaS sem eftir er ársins, allan yfirstandandi árgang fyrir hálfvirði - 5 krónnr ÁskriftargjaldiS fylgi pönlun, utan af landi, en i Reykjavik greiðist j)aÖ vib áskrifl gegn afhendmg þes.s, scm komiS er af árganginum. TekiS' er viS áskriftum i þessum bóka- og papp: irsverzlunum: X 1 Sigfúsar Eymundssonar. Bókdbúð Austúrbæjar. Bókasiöð Eimreiðarinnar. G. Gamalíclssonar. X X ■ M i ÍsafoUtarprentsmiðju. Þór. B. Þorlakssonar. Mimir h. f. Pdþpirsdeild V. B. K. /^Vikki IAús lendir í ævintýrum. 178 Ný vandkvæðí — Hann skuli strá peningum i kringum sig eins og milljónam<ær- ingur. En það verðxir ekki Iengi! Ætli hann haldi að hann geti farið með mig eins og honuin sýnist. Hann skal fá á baukinn! — Ef við náum i þennan Bara strák getum við tekið völdin Músíus. Illa í okkar hendur. Þú verður aö skyldi vera ná i hann. að hertoginn finni nú færi fyrir mér ef hann týndur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.