Þjóðviljinn - 27.10.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1940, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILíJINN Sunnudagur 27. október 1940 Aldrei hefur veilð skrifað og skeggrætt um íslenzka Þjóðrækni jafnmikið sem nú. Aldrei annarr eins áhugi fyrir sameiningu fs- lenzkrar æsku til stórra átaka sem nú — og aldrei heldur eins óvenju legir tímar fyrir oss Islendinga sem' nú. Landið okkar er chernumið, það veit hvert einasta mannsbarn á Is- landi. Brezkir hermenn halda nú „vörð“ um „sjálfstæði“ okkar — standa á verði gegn því að við verðum ekki villimennsku Hitlers að bráð. Þessi* „sjálfsagði" hlutur, hertaka landsins okkar skeði svo óvæní að við Islendingar í seinagangi hugsana okkar eruni tæplega búnir enn að skilja nauðsynina fyrir því. — En okkur er sagt að pað geri ekkert til, pví á hærri stöðum eig- um við menn, sem kj/ma «3 hugsa og skilja — og hafi meira að segja afgangshugsanir fyrir okkur hina — og einnig ráðsnilld fyrir okkarViagi — iDg vér trúum. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Undarlega fljótt komu ýmsar hjáróma raddir gegn pessu, sem eins og bergmáluðu lengst innan úr þjóðlífi hinnar litlu og vamarlausu hernumdu íslenzku þjóðar — um hin rniður hollu áhrif þessara ágætu, brezku „vemdara“. Og pað" var sví> undarlegt, að þessum óþjóðlegu, hjáróma röddum óx fylgi dag frá degi, og hljómur þeirra varð sterkari iog sterkari. Grunnur hinnar íslenzku yfirstétt arþjóðrækni, sem ekkert fann at- hugavert við hina eriendu „vemd“ skalf nú fyrir fyrirlitningu þeirra manna, sem voguðu sér að brjóta hugsanaokið, — sem ekki vom al- veg hárvissir um að forráðamenn þeirra í ráðherrastólnUim hugsuðu fyrst og fremst út frá sjónarmiði- sæmilega þjóðrækinna íslendinga, héldu fast á málum islenzku þjóð- arinnar gegn hinum erlenda innrás- arher. Þá var það sem bombunni var kastað og vettvangurinn valinn, — íslenzki æskulýðurinn. Afstöðuleysi þjóðstjórnarihaldsins í málum þess um var orðið þeim hættulegt þar sem kosníngar vom eigi langt und| an landi. Félagsskapur ungra íhaldsmanna var þvi sendur út af stjómarörkinni með mikinn gleðiboðskap — sjá „öllum“ æskulýðsfélögum þessa bæj ar skyldi boðið á einn mikinn æsku lýðsfund til að „ræða“ ástandið og marka þær leiðir, sem framund an voru og fara skyldi. „öllum“ æskulýðsfélögum var boðin þátttaka — nema einu — þ. e. Æskulýðsfylkingu Reykjavikur. Það v ar allt of hættulegt fyrir þjóð stjórnaríhaldsöflin að bjóða Æ. F. R. að vera þátttakandi í almennuim æskulýðsfundi, þar sem marka ætti að einhverju leyti þær leiðir, Sem íslenzkri æsku væri í framtíðinni ætlaðar að fara með tilliti til þess ástands sem skapasft hefur með komu innrásarhersins — þvi með því hefði sú míkla hætta ver- ið innibyrgð hjá fDrráðamönnum fundarins, að fundurinn hefði verið tekinn alvarlega og með honum markað spor í viðleitni æskulýðsins til að nota samtök sín sem tæki til þroskunar og eflingar sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar og til varnar ís- lenzku þjóðerni. Tilganginum var því náð, að því er hinir pólitísku skollaleikendur fundarins hugðu. Hinum sameinuðu íhaldsöflum, er hafa smeygt sér inn í_ raðir æsku lýðsins með því að villa á sér heiin ildir, tókst að þéssu sinni að blekkja ýms ópólitísk æskulýðsfé- lög til að ganga á snið við visst atriði stelnuskrár sinnar og gerast. þátttakendur í fundi þessum með sér, sem án efa hefur verið gert til öryggis um að geta fyllt húsa- kynni þau, sem fengin voru fyrir fundarstað. — En vitað er að inn- an ' þessara ópólitísku æskulýðsfé- laga var mjög sterk óánægjuaida gegn því að taka þátt í funtíi, er sjáanlega væri aðeins pólitískur loddaraleikur gagnvart mjög svo aðkallandi og þörfu málefni. Þessi viðleitni, sem kom fram hjá hinum ópólitísku æskulýðsféíögum til að hindra að fundurinn yrði not aður sem pólitísk agitation er vit anlega mjög virðingarverð, sem og sá þáttur þeirra er vítaverður, að vera ekki betur á verði um sitt pólitíska hlutleysi en það, að láta tælast til að taka þátt í „almenn- um“ æskulýðsfundi, þar sem allveru legur æskunnar er útilokaður vegpa skoðana sinna í þjóðmálum, og hjálpa þannig hinum póliiísku brodd um í loddaraleik þeirra, er þeir sundra þeim samtökum unga fólks ins, sem miða að hejlbrigðu sam- starfi til vamar öllu því, sem hverj um einasta Islendingi ætti að vera metnaðarmál að berjast fyrir — frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Um nauðsyn almenns æskulýðs fundar, þar sem öll æskulýðsfélög standi heil iog óskipt að, dylst eng um þeim, sem hefur opin augun fyrir hinum hraðvaxandi og skað- legu erlendu áhrifum hér á landi, — og nauðsynin fyrir þvi, að æsku lýðurinn noti nú samtök sín til varnar gegn þeiin þjóðhættulegu á- hrifum, sem knýja nú á dyr hjá okkur, eru vonandi hverjum æsku manni ljós. Það er því óneitanlega hlægilegt þegar hinir brezk-islenzku náhrafn ar fara á stúfana leikandi þjóð- rækna íslendinga, og ætlast til þess að islenzk æska trúi þeirri fyndni þeirra, að þeir séu að sameina æskulýðinn til þjóðræknisbaráttu — hluta hans frá sinum eigin nmlefn- am leid og peir útiloka aUríflegan zim, og reyna að telja mönnum trú um að æskumenn, sem séu andstæð (r þeim í þjóðmálum, eigi engan rétt til þess að kallast Islending- ar. Hafi alls engan rétt til að Itaka þátt í þjóðræknis — og sjálf stæðisbaráttu þjóðarinnar í framtíð inni af pví þessir menn boði al- þjóðleg sannindi. Þetta er hið fullkomna lýðræði! Formaður félagsskapar ungra i- haldsmanna er sá „lýðræðis“-postuli sem gerzt hefur launaður erind- reki íhaldsins í skollaleik þess í æsku lýðsmá lunum. Á sínum tíma keypti ihaldið sál hans iog hyggst nú að reyna að láta haní' létta undir með sér í blekk- ingarstarfsemi sinni. Einn þáttur Ínn í því blekkingarstarfi, sem Jó- hanni Hafstein hefur verið falið að inna af hendi er að hamra það inn í hausinn á fáfróðum og trúgjöm- um íhaldsuppskafningum, að allir þeir, sem ekki geti fylgt þjóð- stjórnaríhaldinu að málum séu „kommúnistar" og þar með „svik- arar við lýðræðið", „landráðamenri,“ „línudansarar frá Moskva“, sem „gerðir séu út af félaga Stalin“, og hafi þvi engan rétt til þess að kallast Islendingar eða að starfa að íslenzkum málefnum; sem sagt, allir hinir mörgu sem ekki eiga nógui mikinn sora í sér og trúgimi til að trúa allri þeirri skemmtilegu vitleysu, sem ihaldsagentar eins og Jóhann Hafstein láta frá sér fara, eru dæmdir til þess að verða föður landslausir í sínu eigin landi. Og helztu sannanir þessara manna fyrir „þjóðhættulegu“ starfi „Moskvaliðsins“ eru að málgögnís- lenskra sósíalista skuli hafa tekið á móti opinberum fréttaskeyium frá Moskva, án þess að greiða sendi gjald þeirra hingað! Og hin sósíalistiBka stefna er svb voðalega hættuleg islenzku þjóð- erni, vegna alpjóðaeðlis síns, að íslenzkir sósíalistar eru ekki færir um að taka þátt í umræðum um verndun þjóðemis íslendinga. En nú langar mig til að spyrja: Ætlast þessi ungi íhaldsmaður til að hann sé tekinn alvarlega þegar liann gerir að umræðuefni sínu í Morgunblaðinu 24. þ. m„ „þjóðrækni og kommúnisini“ og komst að þeirri dásamlegu niðurstöðu, sem ég hef lítillega drepið á hér á undan. Heldur Jóhann Hafstein að nokkur geti tekið skrif hans alvarlega eft- ir það, sem hann lét frá sér fara í ræðuformi á æskulýðsfundinum i Gamla Bíó og þeim þjónslunduðu fundarályktunum undir hinu brezka málstað, sem hann stóð þar að? Er Jóhann Hafstein verulega hat ursmaður alþjóðástefna? Veit hann ekki lofurvel að margir hans lærimeistarar hafa verið i alþjóðahreyfingum, og máske að hann sjálfur hafi verið í etnhvelTi svo sem K. F. U. M. Bða máske er hann að afhjúpa fá fræði sína í augljósustu atriðum dægunnálanna um leið og hann leitast við að falsa staðreyndir. Hversvegna vega ekki skrumarar ihaldsins eins að t .d. kristindómn um eins >og að sósíalismanuim, — hvbrttveggja alþjóðlegar stefnur? Hversvegna ætli ihaldið skammi ekki Jesú frá Nazaret og Sigurgeir biskup eins og það skannnar Staliin og Einar Olgeirsson? Ráðningin liggur einmitt í þvi, að kristindóminn hafa þeir fyrir löngu yfirunnið og dekiið í sína þjón ustu, og notfæra sér nú sein eitt af hinurn allra nauðsynlegustu ,gögn- urn gegn þeim .hugsjónum, sem Jesú .frá Nazaret .barðist fyrir. Þess vegna er nú óþarfi fyrir þá að of- sækja kristindómsjátendur, þar sem frumsannindi kristindómsins hafa værið látin taka álika miklum breytingum gegnum aldjrnar elns og mjólk, sem látin ,er síast gegnum kolaspotta" eins og Marteinn gamli Lúther sagði. Þessvégna veru játend Háskóla> hátíðín í gær Framhald af 2. síðu. Guðfræðideild 23. Læknadeild 108. Lagadeild 109. Heimspeki- deild 44. Verkfræði 6. Sjóðír og gullkeðja í ræðu sinni gat rektor þess að prófessor Guðmundur Hannesson hefði nýl. afhent háskólanum sjóð að upphæð 5166,62 kr. er nefnist Frarrifarasjóður stúdenta. Er sjóð- ur þessi stofnaður af nokkrum stú- dentum, sem luku prófi 1887 og 88. „Tilgangur sjóðsins er að styðja ís- lenzka menningar- og framfaravið- leitni, sérstaklega allt það sem væn legar þykir til að efla atvinnuvegi vora og bæta efnalega afkomu al- mennings“. Þá skýrði hann frá þvi að nokkr- ir „akademiskir borgaTar“ hefðu gef ið háskólanum gullkeðju, er rektor ætti að bera við hátíðleg tækifæri. Rektor bar keðju þessa við þetta tækifæri. Spáð óvæntum atburðum Framh. af 1. síðu. Bandarikjanna skýrði frá því í gær, að Roosevelt forseti hafi sent frönsku stjóminni orðsend- ingu fyrir nokkru, þegar líklegt þótti að tili náinnar .samvinnu kynni að draga við Hitlersstjóm- ina. Hull vildi ekkert láta uppi um efni þessarar orðsendingar. Leiðrétting. Fyrsta málsgrein greinarinnar „Þeir seku þegja” sem birtist í blaðinu í gær, átti að vera þannig; „Þjóðviljinn skýrði frá því í gær, að leiðtogar Alþýðuflokksins sem í krafti hinna alræmdu laga Alþýðusambandsins ráða lögum og lofum í fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík, hefðu raun verulega selt sjálfum sér alþýðu- húsið Iðnó fyrir imi 130 þús. kr., en það er 100—150 þús. fyrir neð- an sannvirði”. ’TiLKymNc St. Framtíðin nr. 173. Fundur í kvöld kl. 8,30. Hagnefndaratriði. Upplestur og fleira. ur Jesú ekki lengur hættulegir, því í málum þeirra situr nú íhaldið að völdum. En það er ,öðru máli að gegna með fylgjendur »sósíahsmans, sem virðast hafa erft ,hugsjónir Jesú í, svo ríkum ^mæli, aukið þær og endurbætt, og eru ,á góðum vegi með að framkvæma . þær í sjötta hluta veraldarinnari Þótt skemmtilegt sé vað hlusta á „skarplegar“ skýringar formanns Heimdallar um „þjóðræknina , og kommúnismann“ þá yrði ennþá skemmtilegra að hlusta ,á hans „skarplegu" skýringar um „,Dunns- hatta“-þjóðrækni þeirra manna er stjóma hinúm misheppnuðu póh- tisku skrifum háns. Hann gæti máske skýrt okkur frá — svona rétt til gamans — ýms- um „dramatískum“ þáttum í verzl unarmálum Kveldúlfs og , Thorsar- anna erlendis, og ,aukið þar með vitneskju okkar um jieirra skín- andi þjóðrækni. Hann,kannske sagði okkur frá átakanlegum Nævintýrum úr lífi Thorsaranna, sém lýstu erfið- leikum þeirra, að flytja inn í land ið skjólgóð höfuðföt. , Ekki hafa nú l„kommúnistamir“ þurft hingað til að fá fréttaskeyt in sín frá Moskva á „Dunnshatta"- máli, en það lýsir auðvitað óþjóð rækni „kommúnistanna“. Annars getur vist ahnenningur vel unnt Tborsurum ^að hafa getað náð i Dunnshatta, ,hann vonar aðeins að þeir séu nægjalega vel fóðraðir til þess þeir komi að tilætluðum noturn. Og svo .væri nú óneitanlega gaman að fá að sjá þessi skemmti- legu höfuðföt einhvemtima við tækifæri á höfðum eigendanna. — En hefðu nú „kommúnistarnir“ 'hér hieima fengið svona hatta senda frá Moskva, — þá held ég að Jó- hann Hafstein hefði mátt halda ræðu um þjóðrækni ,og kommún- isma 'á tveim Heimdallarfundum í röð. Þá held ég nú að heföi sungið í dálkum Morgunblaðsins, — þegar aðeins viss fréttaskeyti ,frá úilönd um orsaka það að viðtakendumir hér heima eru vægast sagt dæmd « ir óþjóðlegir menn í meira lagi — handbendi erlends ríkis, aðeins vegna þess, að þvi er virðist, að þeir borga ekki sjálfir undir skeyt in, á leiðinni hingað! Jóhann Hafstein má yarast að láta það vitnast , ef einhver kunn- ingi hans úr íhaldsflokknum brezka skyldi skrifa honum ,bréf meðhin um og þessum fréttum í, — frá því I^ífi, sem hann væri svo einstak- lega „þjóðrækinn“ að jiynna sér í Bretlandi á sinni tið .kostaður af íslenzka íhaldsflokknum — ef hann fær ekki að borga burðargjald und ir bréfið! Eins gæti Jóhann Hafstein sjálf- sagt sagt okkur hvemig stæði á þeirri dæmalausu þjóðrækni blaðs þess, sem hann ,skrifar svo oft í að eftir mjög ,svo „góða“ breytni eftir „gestrisnis-vina“-boðskap for sætisráðherrans í garð brezka inn rásarheísins, hampar það jramari í lesendur sína myndum .brezkra dýr linga sinna er .þeir koma hingað til að misbjöða leyfum hins islenzka sjálfstæðis okkar. Þá gæti Jóhann Hafstein máske sagt okkur álit vsitt á þvi, hvers vegna hinir „þjóðræknu", Dunshatta menn hans sitji með svo sérstakri ánægju i ríkisstjóm með mönnum sem geta ekki hýst meiri þjóðrækni en svo, að ,þeir gefa út blað sitt fyrir erlent fé. — Sér er nú hver þjóðræknin hjá þessum .háu herr um. , Vjldi Jóliann Hafstein ekki hafa toanndóm; í þér til að þora að bjóða hinum „óþjóðlegu kommúnistum“ í opinberar umræður um .þessi mál, til þess að hann mætti öðlast dá- lítið þjóðlegri fræðslu um hin auð veldustu atriði íslonzkra (stjórnmála, sem nauðsynlegt er fyrir mann í hans hlutverki að vita... — — En meðan vanmáttartilfinningar íhalds ins ráða gjörðum hans og „Dunns hatta“-þjóðrækni skýlir honum fyr ir ýmsu þvi, sem ekki er hollt að ikomi fram í dagsljósið, — vitum við að því miður þorir hann ekki að mæta okkur á jafnréttisgrundvelli í umræðuin um þe-si ,eða ennur mál. — Því hans st-efnuleysi virðist vera svo langt yfir alla gagnrýni hafið, að þjóðrækni hans dregst jafnvel aftur úr. Æ.F.R.-félagi nr. 181 «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.