Þjóðviljinn - 08.12.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1940, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Helgidagslœknir í dag: Krist- ján Hannesson, Miðstræti 3, sími 5876. Næturlœknir í nótt: Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Aðra nótt: Eyþór Gunnars son, Laugavegi 98, sími 2111. Nœturuörcur er þessa viku í: Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni, Útvurpiö í dag. 9,45 Morguntónleikar, plötur: Óperan Tannhauser eftir Wagn er. 1. þáttur. 11,00 Messa i Dómkirkjunni. Prédikun: Ástráður Sigurstein- dórsson cand. thaol. Fyrir alt- ari: séra Bjarni Jónsson. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Miðdegistónleikar, plötur: Óperan Tannhauser eftir Wagn er. 2. og 3. páttur. 17,00 Messa í Dómkirkjunni. Séra Magnús Guðmundsson. 18.30 Barnatími. Saga: Stefán Jónsson kennari. Gítarleikur. Söngur barna: Jóhann Tryggva son stjórnar. 19,15 Hljómplötur: Lög fyrir pí- anó og orgel. 19,40 Ávarp um Slysavarnafélag íslands: Sv. Björnsson sendih. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.20 Erindi: Reykjavík æskuára minna, II: Kaupmenn og hahd- iðnarmenn: dr. Jón Helgason biskup. 20.50 Hljómplötur: islenzk lög. 21,00 Þulur: frú Soffía Guðlaugs dóttir. 21.10 Upplestur: Landnám ísl. í Vesturheimi, eftir Þ. Þ. Þ,: Sigfús Halldórs frá Höfnum. 21.30 Þjóðlög frá Wales. 21.50 Fréttir. 22,00 Danslög. ÚtvarpiT) ú morgun. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Dönskukennsla, 3. fl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 HJjómpl.: Andstæður í tón list. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn: V. Þ. G. 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20,55 Útvarpssagan: „Kristín La fransdóttir“, eftir S. Undset. 21.20 Einsöngur: frú Guðrún Ágústsdóttir: Grieg: Modersorg Merikanto: En barnasaga. Heise: Aften paa Loggien. Páll ísólfsson: Maríuvers. Sveinbj. Sveinbj.: Vetur. 21,35 Útvarpshljómsveitin: tsl. alþýðulög. 21.50 Fréttir. Elli-'og hjúkrunarheimilid Grund á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir i tilefni af þvi hefur ver- ið gefið út minningarrit, sem Sig- urbjörn A. GísJason hefur samið. Hjúskapur. í gær voru gefin saman 1 hjónaband hjá lög- manni, ungfrú Ingibjörg Þor- leifsdóttir, skrifstofustúlka og Björgúlfur Sigurðsson verzlun armaður. Heimili þeirra verður á Víðimel 37. 11. deild heldur fund annað kvöld kl. 8V2 á venjulegum stað. > Ásfands-úfgáfa leikin í Iðnó annað kvöld kl. 8'/?, . Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 1. Santona fwir VeMaiMillD Loks er nú svo komið að Barna vinafélagið Sumargjöfin hefur vetrardagheimili fyrir ýms afbág stöddustu börnum þessa bæjar. Var þess sizt minni þörf en sum- ardagheimiJanna. Starfið gengur framúrskarandi vel. Heimilið er í Landlæknishúsinu gamla við Anrtmannsstíg, og geta börnin leikið sér á túnblettinum þar hjá. Til þess að geta staðið straum | af þessu heimili þarf mikið fé, J enda þótt fyllstu hagsýni sé gætt. | HeimiJinu hafa þegar borizt nokk urar gjafir, en betur má til þess að standast kostnaðinn. Prófessor Guðbrandur Jónsson hefur nú sýnt Sumargjöfinni þá vinsemd og þann skilning á þessu nauðsynjamáli, að hann hefur boðizt til að flytja erindi fyrir almenning í Nýja Bíó í dag kl. 1,30 é. h. Væri þess óskandi að sem flest fólk veitti sér í senn þá ánægju, að hlýða á mjög snjallan fyrirlesara og styrktieitt hvert mesta nauðsynjamálið fyr- ir fátækustu börn bæjarins. — Hvert sæti í liúsinu ætti helzt að vera skipað. a. Ægir, 11. bl. þrítugasta og ann- ars árgangs er nýkomið út. Blað- ið er helgað minningu dr. Bjarna Sæmundssonar. Hvöt' annað blað áttunda árg. er nýkomið út. Blaðið er að þessu sinni vélritað, og flytur skýrslu um nýafstaðið þing Sambands bindindisfélaga í skólum. St. Framtíðin nr. 173. Fund- ur í kvöld kl. 814. Efni: Sindraút írmaMS Sundmót Ármanns fór fram í SundhöIIinni i fyrradag og urðu úrslit sem hér segir: 50 m. frjáls adferd, karlar. Gunnar Eggertsson, Á., 28,8 sek. Guðbr. Þorkelsson, K.R. 29,4 sek. Rafn Sigurvinsson, K.R. 29,6 sek. 100 m. bringusund, karlar. Ingi Sveinsson, Æ., 1:20,4 Magnús Kristjánsson, Á., 1:24,2. Sigurður Jónsson, K.R. 1:25,3 200 m. baksund, karlar: Guðrn. Þórarinsson, Á., 3:19,0 Sigurður Guðjónsson, sem skráð- ur var til þessarar keppni keppti ekki. 4x100 m. boösund, karlar: Sveit Ægis, 4:32,5. A-sveit Ármanns 4:39,1. B-sveit Ármanns 4:53,1 Sveit K. R. 4:57,9. 50 m. frjáls adferd, drengir inn- an 16 ára: Sigurgeir Guðjónsson, K.R. 31,5 Ari Guðmundsson, Ægir, 33,7. Benný Magnússon, K.R. 34,0 100 m. bringusund, drengir innan 16 ára: Einar Davíðsson, Á., 1:34,8. Jóhann Gíslason, K.R. 1:35,4. Eyjólfur Jónsson, K.R. 1:39,6. m**H**y T l Flokkurínn x Á mánudagskvöld verða fund- iir i öllum deildum. Mjög er áríð- andi að félagar mæti hver í sínni deild, því mörg áríðandi mál eru á dagskrá. Takið með ykkur nýja félaga sem vilja ganga í flokkinn, nú verður að herða sóknina á öllum sviðum. I ? Æ' F* R* 1. Vígsla nýliða. 2. Félagar úr Bindindisfélagi Iönskólans koma í heimsókn. 3. Jón Gunnlaugsson: Erindi 4. Pétur G. Guðmundsson: Erindi. SKEMMTIKLUBBUR Æ.F.R. Skemmtun í kvöld kl. 9 á skrifstoíu Æ.F.R. Margt til skemmtunar. Hafið með ykkur spil. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. 77 uðurhafs- Skáldsaga eítir MarkCaywood Eg geri ráð fyrir, að þá sé úti um okkur. Við verð- um annaðhvort að yfirgefa skipið, eða aö reyna að þræða út sundiö í leitarljósi og kúlnahríð frá tundur- spillinum. Sjálfsmorð, bætti ég við. Það fór hrollur um hana. Hvernig komumst við aftur til mennskra manna, ef við yfirgefum snekkjuna? spurði hún. ' Það er engin vandi. Ef einhver kaupmaöur er hér, þá verður hann að hafa skip á sínum vegum. Við gæt- um einnig fengið þá innfæddu til þess aö róa með okkur yfir til Omatu, á eintrjáningum. Það er þó sá hængur á því, að ekkert er sennilegra en að handtöku- beiðni bíði okkar í Omatu. Hún var hugsi, góða stund. Þú heldur, að það væri bezt að reyna að komast út, ef þeir finna okkur? Já, af tvennu illu, tel ég það skárra. Sérstaklega af því að ég er svo bráðlátur að komast til mannabyggða og gera þig að frú Nichol. Hver veit nema þér kunni að snúast hugur annars. Hún hló ánægjulega. Eintrjáningarnir eru svo seinir í förum, bætti ég við. Það varð þögn, Allt í einu fór ég að skellihlæja. HvaÖ stendur til.... ? spurði Virginía og horfði for- vitnislega á mig. Eg var að hlæja aö þessum tundurspilli. Mér datt í hug, hvort það gæti viljað svo til, að þetta væri skipiö hans Jimmy Buchanan. Heima í Sudney er hann einn af mínum beztu kunningjum og mér þykir það fynd- ið, ef hann er skipstjóri á þessum tundurspilli. Það er ekki nema mánuður síðan ég var að spila bridge hjá honum og hans ágætu eiginkonu á sveitasetri þeirra í Cremorne. í gær var hann aö reyna að sprengja mig í loft upp með fimmtán punda fallbyssukúlu. Helduröu að þetta sé hans skip? Það er ekki ólíklegt. Þeir eru ekki vanir að senda tundurspilla á eftir vopnasmyglurum. Það er oftast lát- ið nægja að senda einhvern lítinn, gamlan ryðkláf. En ég vissi, að skip Jimmings var á þessum slóðum, þegar ég nefndi hann 1 skeytinu til Conrays gamla. Þess vegna gerði ég það. Hún leit á mig og brosti kankvíslega. Eg er hrædd um, aö við Hogan höfum vanmetið gáfnafar þitt, John, sagði hún. Eg er helzt á því, samsinnti ég. Eg veit, að ég lít sauðarlega út, en það er ekki alltaf emhlítt aö dæma menn eftir útlitinu. Hún laut fram og kyssti mig ástúölega. Hvað mundir þú gera, ef þú værir viss um, að þetta væri skip Buchanans? spuröi hún sakleysislega. Ekkert, sem ég geri ekki hvort sem er, svaraði ég. En þú segir, að hann sé vinur þinn, mælti hún undr- andi. Já, að vísu, en ef ég fengist viö vopnasmygl, þá væri hann i sínum fulla rétti, þó að hann skyti mig fyrst og bæði mig afsökunar á eítir. Og það meira er, þann- ig mundi hann breyta. Slíkir náungar eru það, sem er trúað fyrir þessum litlu marflóm flotans, væna mín. Hún andvarpaði. Er ekki viðbúið, ef handtökubeiöni bíöur okkar í Omatu, að svo sé víðar? mælti hún. Eg hef hugsað um þetta. Það getur vel verið. Við verðum að láta líta svo út, sem við höfum verið ann- arsstaöar og reyna að færa sönnur á það. Við verðum að neita því, að við höfum nokkru sinni séö Narcissus, eða vitum á honum nokkur deili. Eg ætla að reyna að fá Conray gamla til þess að hjálpa okkur. Hann á mesta sæg af vinum. Þaö stoðar lítið. Skipiö þekkist, sagði hún. Snekkjan? Herra minn trúr. Þú heldur þó ekki, að við siglum inn að bryggju í Sydney á snekkjunni. Þú álítur mig grunnhyggnari en ég er. mijri *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.