Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. desember 1943 Þ J Ö Ð VIL J I N'N 7 BJÖRKIN I LÍFSHÆTTU Húrx vissi hvað það var, sem hélt uppi virðingu henn- ar hjá viti bornu fólki. Fegurðin hafði stundum bjarg- að henni frá hættu og dauða. Einu sinni í vor, sem leið, kom maður með öxi í hendi. Björkin varð orðlaus af hræðslu og hafði ekki einu sinni kjark til að biðjast vægðar. Maðurinn horfði á hana um stund og hún fór að hugsa um að búast til varnar. Hún gæti flengt hann! Onei, björkin ætlaði ekki að láta það spyrjast um sig að hún væri bara vöndur til hýðinga. Auk þesS eru það ekki aðrir en geðillar kerlingar, sem flengja. Þessvegna rétti björkin úr sér og var hin virðuleg- asta. Hann átti að skilja það maðurinn, að sóma síns vegna gat hann ekki ráðist á saklausa og varnarlausa bjarkarkonu. með öxi. Og viti menn! Hann fór leiðar sinnar. Þá heyrðist mikið málæði og þvaður ofan úr hlíðinni, þar sem nágrannarnir bjuggu. Eldgömul bjarkarkerl- ing, sem var nærri því orðin tannlaus af elli, öskraði til mannsins: „Við sáum það. Við sáum það. Þú hættir við að höggva bjarkarskömmina á árbakkanum. Hvað átti það að þýða? Þú mátt svo sem höggva mig. Eg er orðin ljót og leið á lí'finu." „Eg hef ekkert með þig að gera, gamla norn,“ sagði maðurinn og fór að höggva unga björk skammt frá. „Svei þér,“ sagði sú gamla. „Þú ert eins og allir aðrir. Það vill enginn gefa mér hvíldina. Eg á víst að deyja standandi. En ég skal sýna þér það, að ég get dottið dauð niður, og það strax.“ Og svo datt hún dauð niður. „Þú ert bandvitlaus kerling,“ sagði maðurinn ösku- vondur og vék sér til hliðar. „Þú hefðir getað dottið ofan á mig og rotað mig. Eru það nú geðsmunir!“ Bjarkarkerlingin svaraði engu orði, því að hún lá dauð. Það varð hljótt í skóginum. Bjarkirnar tárfelldu. Þær fundu það nú allar, að gamla björkin hafði verið ágætis kona og viðkunnanleg á heimili. Elstu bjarkir mundu líka eftir henni frá því hún var ung. Björkun- um kom §aman um, að jarðarförin yrði ekki fyrr en um haustið, svo að hægt væri að hafa líkkistuna hvíta. 7(itt ÞETTA FRÉTTABRÉF í NORÐAN- FARA 1872 „Nóttina fyrir hinn 16. þ. m. (þ. e. janúar) þegar klukk an var nærri fjögur, vöknuöu ýmsir hér um sveitir við ,þaö, að skærasta birtuskin var un baðstofurnar og nokkru seinna heyröist mikil dunreiö svo hús virtust skjálfa og huröir gnötruðu. Sumir vökn- uöu eigi fyrr en dunreiöin kom. Ætluöu menn á eftir, aö þetta heföi veriö þruma. En þá var eigi svo þrumulegt loft og þær eru hér mjög sjald gæfar. Enda hafði þaö heldur eigi veriö. Það sáu tveir menn er voru á ferö til Breiðdals heiðar suöur um Skriödal um sömu mundir. Allt í einu skein fögur birta 1 kringum þá. Þeir litu viö þangað, sem birtan kom frá og sáu pai fljúga glóandi eldhnött að austan, mikið stærri en tungl, og var ljósgeisli aftur af. Hann fór geyst yfir og bar af mikinn ljóma. Sýndist þeim hnötturinn hverfa við fell í Skriödal er Múli heitir. Ætb uöu sumir, aö hnötturinn hafi sprungið þar og þar af hafi hvellurinn komið og dun reiöin. En þaö held ég eigi hafi þurft aö vera. Hún gat vel komiö af hristingi þeim og hvin, sem gjörðist af því er hnötturinn rauf loftiö. Mun það sannast, að svo hafi verið, ef eldhnötturinn hefur sézt víöar en í Skriðdal. Þessi hnöttur ætla ég að hafi verið loftsjón sú, er fornmenn kölluðu búgahnött“. Ll og ROAR M SAGAEFTIR NORSKU SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER. _——*——'——»rNr'—^ ■< Ú Þá hafði Elí runniö í skap, og hún sagöi eitthvað heimskulegt um menningu í mataræöi. Róar þagði við. Þaö voru 24 gestir. Fleiri komust ekki fyrir í boröstof- unni, og var þröngt þó. Flest- ir gestanna voru gamlir heim- ilisvinir, en þó fáein ung- menni í viöbót. Elí haföi stungiö upp á því, aö þau biöu frú Helvig. Hún kom auð vitaö ekki, en heimboöiö gladdi hana og hún sendi Elí rauðan rósavönd úr gróöur- húsinu á Reistad. Elí varö glöð og hrópaði: „Þarna séröu, Róar! Gamal- mennum þykir vænt um, aö munaö sé eftir þeim“. Veizluborðið var prýtt með rósunum frá Reistad. Elí varö oft litiö á þær um kvöldiö, og þá fannst henni alltaf eins og einhver væri viðstaddur, sem vildi henni vel. Gestirnir uröu glaöari og glaðari og hrósuöu matnum. Þá sá Elí aö Róar varð eins og hann átti að sér. Sjálf sat hún milli Sturlands kaup- manns og Albreckts konsuls. Róar haföi ráöiö því aö” hún sæti viö hlið konsúlsins. Hann var einn þeirra viðskiptavina hans, sem ekki hafði farið frá honum. Konsúllinn þjáðist alltaf af sykursýki, var feitur og gulur á hörund. Gestirnir voru glaðværir. Unga fólkið sat saman viö annan borðsendann og þar var glatt á hjalla. Við hinn enda borðsins talaði eldra fólkið um landsins gagn og nauðsynjar. Albrecht konsúll hafði tvisv- ar hrósaö Elí fyrir kjólinn hennar og ætlaö að gleypa hana meö augunum. Hún svaraöi fáu og reyndi að halda uppi samræðu við kaup manninn. En þaö var árang- urslaust. Hann vildi helzt ekki um annað tala en veiðar og sneri alltaf máli sínp til lækn isins yfir boröið. Konsúllinn laut nær Elí og sagði lágt: „Leiöist yöur ekki í svona bæjarholu, frú Lie- gaard? Þetta er ekki bær fyrir unga listakonu“. „O, ég hef lítiö saman við fólk að sælda“, sagði Elí. „Ég var í Osló fyrir skömmu“, hvíslaöi hann. „Þar kom ég í listamannasam- kvæmi. Listamenn, það eru karlar, sem kunna. Ekki satt! “ í sama bili smeygöi hann fætinum milli öklanna á Elí. Hún greip eins og örskot títu- prjón úr blómi, sem fest var á kjólbrjóstið hennar og stakk hann í lærið. Síðan færði hún hendina rólega aftur upp aö blóminu og nældi títuprjón- inum þar aftur. Hann rak ekki upp hljóð, en hann kipptist til á stóln- um og hellti niður úr rauð- vínsglasi. Rauðavínið flóöi út yf.ir hvítan dúkinn. „Fjandinn sjálfur“, tautaði hann. Gestirnir hlógu. „Gerið þér svona axarsköpt, konsúll? Annar eins heimsmaöur!“ Elí hellti út saltkari yfir blettinn á dúknum. „Ef þér gerið aldrei nei'tt verra en aö hella niður á borödúkinn, get iö þér haft rólega samvizku“, sagði Elí og hló. Róar leit á hana yfir borð- ið. Hann rétti henni hendina og lyfti glasinu meö hinni. „Skál, Elí“. Hann naut N augnabliksi ns í algleymingi. Augu Elíar leiftr- uöu af þeirri glóð, sem bjó í sál hennar og gerði hana heill andi. Hann tók þétt um hönd hennar og heyröi um leiö gleðihlátur barna sinna eins og úr fjarlægð. Hann tæmdi glas sitt og gaf sig hamingj- unni á vald. ------Gestirnir voru farnir ög fjölskyldan sat eftir í stot- unni. Þau voru að tala um samkvæmið. Per sat hjá föður sínum og sagði viö hann: „Albrecht konsúl varð illt við borðiö. Tókstu eftir því, pabbi? Hann blánaði í framan. Sykursýkin fer illa með hann“. „Þegar hann missti glasiö, áttu við“, sagði Róar. „Ég stakk hann með títu- prjóni. Hann var of nærgöng- ull“, sagöi Elí. „Hvað segiröu!“ spurði Ró- ar og spratt á fætur. „Hvernig var það?“ hróp- aði Annik. „O, svei“, sagöi Ingrid. „Hann var víst.að sýna mér hvernig ætti að umgangast listafólk“, sagði Elí. Róar var fölur. „Þessi bölv- v aði kvennabósi. Hvaö á ég að gera við hann“. „Ekki neitt“, sagði Elí þreytulega. „Láttu hann 1 friði. Ég á nóga títuprjóna“. Per hafði ekki augun af föð ur sínum, og sá að hann skipti litum. Þá reis Per á fætur. „Það er ýmislegt til, sem við karlmenn látum ekki bjóða okkur, frú Elí. Ég cr sammála pabba“. Þegar bræöurnir voru hátt- aðir og búnir að slökkva ljós- ið, sagði Sverre: „Ég ætla aö sprengja púöurkerlingu utan við húsiö hjá Albrecht konsúl. Þá drepst hann af hræðslu“. „Því þá það?“ spurði Per og hló. „Hann var að hrekkja Elí“. „Kvenfólk eins og hún eru eldri en tvævetrar. Heldurðu aö hún heföi getaö tekiö pabba frá mömmu, hefði hún veriö saklaust sveitabarn?“ Sverre svaraði engu. En hann varð andvaka, eftir aö Per var sofnaöur. Honum leiö svo illa — svo illa.' — — Það kom vor, snjór- inn leysti upp í ásnum og dag arnir uröu langir. Elí hafði átt erfitt síöustu vikurnar. Bernlrardina kom ekki heim aftur af sjúkrahús- inu. Dugnaöur hennar og 'iðjusemi átti ekki framar aö njóta sín á heimilinu. Hún hafði krabbamein og var send heirn 1 átthaga sína til aö deyja. Elí og Ingrid höfðu komið sér saman um aö fá enga stúlku til hjálpar fyrr en 14. maí. Þá átti bróður- dóttir Bernhardinu aö koma í hennar stað. Þaö lá oft illa á Ingrid. þegar leið á veturinn. Hún fékk áldrei bréf. Elí fékk ein- stöku sinnum nokkrar línuv á bréfspjaldi frá Thore. Hann )aö aö heilsa öllum. Þaö var illt og sumt. En þegar sumar ö kæmi, gat eitthvaö gerzt. 3ara aö komiö væri frarn í júní! Elí og Róar voru farin aö taka þátt í samkvæmislífi bæj arins. Stundum voru þau aö heiman hvert kvöldiö eftir annað. Elí spilaði aldrei á spii. Þess vegna sat hún oftast viö handavinnu meö fáeinurn konum öðrum og heyrði bara glaðværöina frá spilaborðinu. Elí fannst Róar allur ann- ar i þessum félagsskap en ! hann var endranær. Þetta voru þeir, sem hann umgekkst áöur en hún kom til sögunn- ar og þeir tóku upp aftur sam talsvenjur sínar, oröatiltæki ; og fyndni, sem allt var bund- ið viö eitthvaö af því liöna og orðinn vani. Hvers vegna féll henni þetta svona illa. Var hún af- brýðisöm við liðna tímann? Hún þurfti þess ekki. Róav haföi sagt henni frá öllu, blíöu og stríöu. Þaö var ekk-; fortíðin, sem olli henni á- hyggjum. Var það ekki frem- ur framtíð/n, sem hún óttaö- ist. Það var undarlegt, aö vita til þess, aö Róar skyldi una sér í félagsskap þessa þröng sýna smábæjarfólks, sem var hrætt við að fara úr hvers- dagshamnum og sigla djarft. Aö sigla djarft! Elí datt þetta í hug einu sinni þegar hún sat á miiii frú Pryser og sýslumannsfrú- arinnar og þær voru aö tala um hvernig ætti aö spara sápu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.