Þjóðviljinn - 30.04.1944, Side 2

Þjóðviljinn - 30.04.1944, Side 2
ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 30, apríl 1944. Vetrardagur í Grímsey Skammdegisnóttin er að hörfa norður yfir heimskautsbauginn. Gráfölur febrúarmorgunn tek- ur við völdunum. — Með B-r-r- r-r-hljóði sínu hefur vekjara- klukkan vakið mig, klukkan er 8 og ég snarast 1 fötin, því að ég þarf að vera búinn að „taka við“ kl. 8.30. — Frost- rósir eru á gluggum, en vind- gnýr heyrist enginn, og má þó oft heyra veðurdyn hér í Miðgörðum. — í næsta herbergi framan við mitt heyri ég að Guddi er að fá sér 1 nefið og tauta um hvort það muni vera sjóveður 1 dag. Skrítinn karl, Guddi, en sjó- maður í húð og hár, ég held hann mundi brjálast, ef hann væri fluttur svo langt upp á land, að hann sæi ekki sjó. Eg hraða mér út- og fer að athuga veðrið. N. v. kul, frost, en snjólítið. í suðri s]ást hvítir fjallatopparnir, og má því skyggni teljast gott. Eg lít á þurra og vota mælinn, athuga loftþyngdarmælinn og sírit- andi loftvogina, hún er ofur- lítill sívalningur með pappírs- ræmu utan um. Snýst sívaln- ingurinn einn hring á viku og penni með bleki teiknar á hann hæðir og lægðir. — Veður- skeytið er nú tilbúið. Það eru tómir tölustafir, t. d.: 02990/ — — — Þetta er fyrsti talna- hópurinn af einum fimm. Úr þessu á svo Veðurstofan að lesa eitthvað á þessa leið: Skýjað loft, skyggni ágætt, engin lág- ský o. s. frv. — Eg stilli viðtækið og bíð þess að Húsavík láti til sín heyra. Á slaginu kl. 8.30 heyrist skýr og karlmannleg rödd: „Halló Grímsey, halló Grímsey, góðan daginn, hefurðu veðrið tilbúið, skipti“. — Þessa rödd kannast allir Grímseyingar við. Þetta er Friðþjófur, stöðvarstjóri á Húsavík. Hann er eins vinsæll hér sem þulur og Þorsteinn Ö., og er þá mikið sagt. Eg loka fyrir viðtækið og set sendirinn í gang: „Halló, Húsavík, hér kemur veðrið“, og svo les ég allar töl- urnar og skipti. „Halló, Gríms- ey, ég náði þessu, vertu bless- aður“. í eldhúsinu bíður mín morg- unkaffið, í þetta skipti er það nú raunar skyr og mjólk. — Síðan fer ég út í skóla. — Elzta deildin, 11 krakkar, er öll mætt og við hröðum okkur inn í hlýja skólastofuna. Áður en kennsla hefst tökum við lagið. Grímseysku börnin eru óvenjur lega sönghneigð, þau syngja öll, fullum hálsi og óþvingað. í þetta skipti syngjum við ljóð, sem vel mætti kalla þjóðsöng Grímseyinga: Þú varst fyrr af mönnum metin meir en eyðisker kóngar út í öðrum löndum ágirnd fengu á þér. Einn hann sendi biðílsbréfið beina leið á þing þá var happ að ísland átti Einar Þveræing. í fyrstu kennslustundinni er reikningur og brátt fer um stofuna þessi einkennilegi kiiö ur, sem jafnan heyrist er margir reiloia 1 hljóði. — Út um gluggan sé ég hvar bátam ir tínast út á miðin. — Þarna fer „Fé!aginn“, þarna fer Sig- urbjörn á Sveinstöðum og Jón á Eiöum, þessir gömiu sjógarp ar,sem hér hafa róið um hálfr ar aldar skeið og jafnan verið aflasælir. — Þarna fer Krist- inn í Gamla-bænum og þarna þeir Matti og Gísli og svo hver af öðrum. —Sumir strákarnir fara að slá slöku við reikning inn og horfa á bátana. — Með hálfgerðu samvizkubiti áminni ég þá, því að þ'.tta eru sjómannaefni eyjarinnar,- all- ur hugur þeirra hneigist að sjónum og svo eru þetta líka feður þeirra og bræður, sem þarna fara, enginn veit hvort þeir koma allir aftur. — Fríminútur — leikir í 10 mínútur, síðan kennsla á ný — landafræði. Grímseysku börnin eru mjög opin fyrir sögum úr fandi — landinu þeirra, sem þau hafa þó mörg þeirra ekki séð ennþá, nema þessa fjallatoppa, sem mara í hálfu kafi þarna í suðrinu, hvítir á vetrum,bláir á sumr- in. — Þau reyna að gera sér 1 hugarlund öll þau furðuverk, sem eiga sér stað uppi á þessu stóra landi. Stórir bílar renna eftir löngum vegum, stórar rennandi ár, fossar, hús, þar sem lifandi myndir sjást í o.ft. o. fl. sem þau hafa aldrei aug- um litið. — Þau langar öll til þess að fara í land og sjá þetta og oft heyrist þessi setn- ing: „Eg fæ kanski að fara í land með pabba í vor, þegar hann fer eggjaferðina“. — Vindhviða hvín á þaki skól- ans og viö iftum öll út á sjó- inn. Vestan kulið er orðið að stinnings-kalda og sjórinn er að ýfast. Það virðist vera aö skella á vestan rok. Okkur verður órótt, vestanáttin er hættulegust fyrir bátana, því að þá stendur brimið beint uppá lendingarstaðinn — Sandvíkina. Síöasta kennslu- stundin fyrir hádegi veröur laus 1 reipunum. Það hvessir æ meira og allur hugur okkar snýst um það, hvort bát arnir komi. Sumir eru þegar komnir en Uklegt er að sumir þeirra hafi róið austur fyrir ; ey og þá verða þeir að taki l barning, eða að hleypa að öðr um kosti upp undir björgin austan á eynni. — Börnin taka töskur sínar og bækur og hlaupa heim, Eg fer til næsta bæjar — Sveinstaða — til þess að fá fréttir af bát- unum. Þar var mér sagt að allir væru komnir að, nema einn, bátur þeirra Matta og Gísla. Hann var staddur aust- an við ey og höfðu tveir menn farið austur á björg til að skyggnast eftir honum. — Við mötuðumst og það var óvenju þögult við borðið. Óvissan ura afdrif þessara tveggja manna lagðist eins og mara á okkur. Mennirnir sem fóru austur á björgin komu heim. Við sáum strax á svip þein'a að ekki var allt með feldu. Annar þema sagði: „Báturinn liggur brot- | inn austanundir björgum mennina sáum við ekki“. Þetta voru lamandi fréttir og dapurlegar. Það er að vísu ekkert nýtt að bátur farist og menn drukkni hér við land. En fyrir ' Grímsey, sem aðeins telur um 100 íbúa, er það meiri blóðtaka að missa bát með tveim mönnum, en t. d. -Reykjavík að missa full- menntan togara. — Klukkan verð- ur eitt og ég fer aftur í skólann. Yngri deildin er komin, börnin standa inni í ganginum, óvenju þögul og tala saman í hálfum hljóðum. Okkur er öllum hið sama í huga: „Við fáum aldrei að sjá þá framai'“. — Ég hafði einhvern- veginn ekki skap í mér til þess að i kenna meira þennan dag. — Börn- in tóku þögul í hönd mér og héldu heimleiðis. Til þess að eyða tímanum fór ég að raða bókum í Eyjarbóka- safninu. Það safn gaf Willard Fiske prófessor eynni, í viðurkenningar- Bátur kemur úr róðri. .EFTIR GAUTA HANNESSON kennara Borgasker. skyni fyrir skákkunnáttu eyjar- búa. — Er ég hafði verið þar dá- litla stund, komu tveir drengir hlaupandi inn til mín, með mesta írafári. Þeir töluðu hvor í kapp við annan: „Þeir drukknuðu ekki, þeir klifruðu upp Handfestar-gjá, þeir —--------“ Ég þaggaði niður í öðrum þeirra, en lét hinn segja frá: Um leið og báturinn skelltist upp að, stukku mennirnir upp á sillu í bjarginu. Báturinn brotn- aði og byssan, veiðarfærin og afl- mn fór allt í sjóinn. Síðan fóru þeir að leita uppgöngu og komust upp eftir snarbröttu harðfenni í gjá þar í bjarginu. Þeir voru báðir ómeiddir, en þrekaðir nokkuð. Fleiri krakkar komu til að segja tíðindin. Það er eins og létti yfir öllum og bros er á hverju andliti þrátt fyrir óveðrið. Ivlukkan verð- ur 4. Vestanrokið er að ganga nið- ur og síritandi loftvogin er byrj- uð að teikna hæð á pappírinn. Lægðin, og óveðrið sem henni fylgir er að fjarlægjast. Skamm- degisnóttin er aftur að læðast yfir og fjallháar úthafsöldur löðrunga eyjuna á alla vegu. — En heima á bæjunum eru ljós kveikt og setzt við vinnu. Karl- menn riða hrognkelsanet eða hnýta á Iínu, en konur sitja við tóvinnu. Grímsey er einn stór vinnustaður. Þar er lífsbaráttan svo liörð, að engir slæpingjar geta haldizt þar við. Líklega er ég sá eini, sem ekki geri „ærlegt handtak“. — Við Sigurbjörn gamli á Sveinsstöðum sitjum að tafli. Hann er einn af gömlu kynslóðinni, þeirri sem gerði garðinn frægan fyrir skák. Það lif- ir lengi í gömlum glæðum, og ég þakka fyrir að vinna eina af hverj- um tíu skákum þegar ég tefli við hann. — i i j I Útvarp, Reykjavík. — Næsti liður á dagskránni er útvarpssag- an Katrín — Helgi Iljörvar les. Allir hlusta, undantekningarlaust. Líklega á útvarpið óvíða jafngóða hlustendur og í Grímsey. Kvöldið líður. — Ég sit aftur uppi í litla herberginu mínu á Miðgörðum og leiðrétti stíía, Guddi býður mér í nefið og spyr um síðustu veður- fréttir. Allir ganga til náða. Veð- urhljóðið heyrist varla, en brim- gnýr nokkur. Ljósin eru slökkt, en ég-get ekki sofnað; ég sé fyrir hugskotssjónum mínum lífið á þessari litlu eyju, sem liggur í tveim heimshöfum, Norður-íshafi og Atlantshafi. Ég sé dagnna lengj- ast, túnblettina grænka og æðar- hjónin tvö og tvö vappa upp í móana, til þess að velja sér hreið- urstað. Snemma í maí sjást nokkr- ar. kríur í háalofti. Það eru fram- verðir óflýjandi hers, sem er að koma. Næsta morgun vakna Grímseyingar við gamalkunnan klið: Krían er komin og lætur ó- friðlega. Uppi á björgum er líka líflegt. Bjargfuglinn er einnig kominn, fýll, lundi, teista, haftyrðill o. fl. o. fl. Einu hrafnhjónin á eynni sitja spekingsleg hjá hreiðri sínu í Sandvíkurbjargi. Það er sigið í bjargið og egg tekin, eggjaferð far- in. — 21. júní — sólstöður. Sólin setzt ekki lengur, hún gengur hring inn í kringum eyna og fólkið sofn- ar í glaða sólskini um miðnættið. Svartir blettir sjást á sjónum, síld- in er byrjuð að vaða. Síldarskip sjást um allan sjó. — Agúst, aust- anrok. — Vestan við eyna liggja síldarskipin 80—100 í hóp. Á að- algötunni í Grímsey er umferðin lík og í Austurstræti í Reykjavík, en þeir sem þarna ganga eru allir sjómenn í klofháum gúmmístíg- vélum. — Knattspyrnukappleikir milli skipshafna og eyjarbúa — dansleikir. September, síldin að hverfa, skipin sigla á brott. — Haustferðin er farin í land og vetr- arforði sóttur. Vetur gengur í garð. Aftur hefst barátta grímseysku sjómannanna við vetrarsjóana í íshafinu. Dagur eins og dagurinn í dag eru ekki ótíðir.------ Austur undir björgum liggur brotinn bátur. — í hinu herberg- inu heyri ég að Guddi gamli bylt- ir sér við í rúminu og umlar: „skyldi þá ekki verða sjóveður á morgun“. VINNAN Vinnan, tímai'it Alþýðusam- bands Islands, er nýkomin út og er heftið hið vandaðasta. Þessar greinar eru m. a. í rit- inu: Fyrsti maí, eftir Jón Sigurðs- son; Verður er verkamaður laun- anna, eftir Guðgeir Jónsson; 1. maí 1944 verður helgaður kröf- unni um nýjan og betri heim, eftir Arna Ágústsson; Verkakvennafél. Snót í Vestmannaeyjum; Kaupfé- Iögin og alþýðuhreyfingin, eftir Guðm. Vigfússon; Vélstjórafélag Akureyrar; Sumarlönd alþýðunn- ar, eftir Stefán Ögmundsson, og Vcrklýðshreyfing Bretlands, eftir Svcrri Kristjánsson. Auk þess sög- ur, kvæði o. fl. Ritið er i>rýtt fjölda mynda. Kápumynd er af 1. maí. MELKORKA Melkorka, nýtt tímarit kvenna, hefur hafið göngu sína. Fyrsta heftið er hið vandaðasta að efni og frágangi og lofar góðu, ef fram- haldið verður eftir því. Tímaritsins verður nánar getið síðar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.