Þjóðviljinn - 10.05.1944, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.05.1944, Qupperneq 3
Miðvikudagur 10. maí 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 RIT8TJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR J Starfslúlkan #g húsmóðirin Fátt er það sem húsmæðurn- ar.í sumum stéttum þjóðfélags- ins oftar ræða með sér en hin svokölluðu starfsstúlknavand- ræði. Kvennasíðan er að leitast við að fá nokkrar húsmæður og starfsstúlkur til þess að láta í ljós skoðanir sínar á þessu máli og mun reyna að birta þær í næstu síðu, en meðan fómarlömbin eru að hugsa sig um og ef vera mætti að það :gæti haft áhrif á einhvem til andmæla eða samþykkta, birt- ist hér ofurlítill kafli úr út- varpsfyrirlestri, sem fluttur var á síðasta hausti. Fyrirlesturinn nefndist „Húsmóðirin og tækn- in“. „Húsmæðmnum sjálfum liættir við að kenna starfs- stúlknavandræðunum um allt sitt aukna erfiði. Fyrirbrigði þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Það þekkist meira og minna um allan hinn menntaða heim, þar sem matreiðslan enn fer fram á heimílunum. Fyrir stríðið sátu víða nefndir á rök- stólum til þess að athuga vanda mál þetta og gera tillögur til bóta. í áliti sem gefið var út af atvinnumálaráðuneyti Banda- ríkjanna segir um starfsstúlk- una: ,,Það er ekki ákveðið vinnumagn, sem menn leigja, heldur öll persónan.“ Það leik- ur enginn vafi á því, að það hve starfsstúlkum er ætlað að lifa í nánu sambandi við fjöl- skylduna án þess þó að tilheyra henni í raun og veru, á mikinn þátt í því hve fáar stúlkur vilja taka starf þetta að sér Önnur atriði sem áðurnefndar rannsóknir benda á að hindri stúlkur í að sækjast eftir starfi þessu, er óreglulegur og langur vinnutími, óreglulegur frítími, einangrun frá félögum og það að menn fá laun sín að nokkru leyti í vörum svo sem húsnæði og fæði, en ekki í peningum. Það er að vísu ómögulegt að halda því fram að starfsstúlkan bíði ætíð tjón af því að fá nokk urn hluta launa sinna sem hús- næði og fæði. Hún lifir oft bet- ur á þann hátt en hún mundi hafa gert að öðrum kosti. Hús- næði því er starfsstúlkum hefur verið ætlað hefur þó oft verið mjög ábótavant, og svo er ann- að. Menn hafa það á tilfinning- unni, að þeir fái hærri laun ef þeir fá þau öll í peningum en ella. Þetta er sú hliðin sem sr.ýr að starfsstúlkunum. Nú veit ég að þið húsmæður komið og seg- ið: Það vantar svo sem ekki að. þær fái fullboðlegt herbergi. Þær fá hátt kaup og eru lausar á kvöldin og samt er ómögulegt að fá nokkra alniennilega mann eskju. Þið hafið mikið til ykkar máls. Nú er næg atvinna, en það orð sem komið er á starfið gerir það að verkum að þangað sækja tæplega nema þær stúlk- ur, sem ekki geta stundað aðra atvinnu. Húsmæðurnar fá því oft illa hjálp, vankunnandi og óábyggilega. Eg veit að það eru til heiðarlegar undantekningar. En dæmin um hið gagnstæða eru svo mörg, að nóg er til þess að una illa við. Margar ykkar hugsa sem svo: „bráðum verður atvinnuleysi og þá fáum við nógar stúlkur.“ Það er mjög hæpið að það sé ykkur sjálfum i hag að hugsa þannig. í álitum þeim er starfsstúlknanefndim- ar á Norðurlöndum lögðu fram, var alstaðar bent á að það væri hvorki í hag starfsstúlkna heim ilanna né húsmæðranna sjálfra að heimilisstörfin væru unnin þannig út úr neyð. Starfsstúlk- urnar yrðu að fá betri mennt- un, þannig, að þær væru raun- verulega hæfar til að vinna störf sín, en um leið yrði kaup- ið að hækka *svo að það væri fullkomlega sambærilegt við önnur þau störf er konur ynnu. Bent var á að heppilegast mundi vera að starfsstúlkur byggu ekki á heimilunum. Stúlkan krefst þess að fá að taka á móti gestum á herbergi sitt og hefur auðvitað rétt til þess sem óháður einstaklingur, en slíkt fer oft mjög í bága við hugmyndir húsmæðranna sér- staklega ef um kvöld- og nætur heimsóknir karlmanna er að ræða. Húsmóðurinni finnst hún eigi að hafa siðferðilega ábyrgð á starfsstúlkunni. Það er engan veginn hægt að réttlæta þá hlið ina á málinu, en hins er að gæta, að húsmóðirin verður að gera nokkuð miklar kröfur til daglegrar hegðunar starfsstúlk- unnar bama sinna vegna, sér- staklega ef stúlkan býr á heim- ilinu. Aukin mermtim og ábyrgðar- tilfinning og um leið hækkuð larm starfsstúlknahlýturaðhafa í för með sér að hin geisilega sóun á vinnukrafti, er átt hefur sér stað hlvtur að hverfa. Hús- móðirin verður að læra að skipu leggja starf sitt betur en hún gerir, finna þægilegri og ein faldari form fyrir hinu hvers- dagslega lífi, losa sig við ýmsa óþarfa hluti á heimiliim, sem einungis eiga þann rétt á sér að aðrir hafa svona hluti. Hjálp starfsstúlkunnar yrði dýrari en um leið afkastameiri, og þá yrði Framhald á K. idðu. Don Juan er hrœddur Sálarfræði — eða kermingar og staðreyndir um það, hvern- ig hin innri svörun okkar og ytri hegðun standa af sér við utanaðkomandi áhrif frá dauð- um og lifandi hlutum og lif- andi kenningum, sæti oft á tíð- um töluverðri fyrirlitningu, jafn vel meðal hugsandi manna, lík- lega meðal annars af því að orð ið sá hefur svo guðfræðilega merkingu. Öll sálarfræði er að vísu enn- þá á lágu stigi sem vísindi, fræðimönnunum ber illa saman og mörgum þeirra hættir við að byggja upp heilt kerfi á tak- mörkuðum athugunum (sbr. Freud.), en aldrei fer svo að menn hafi ekki eitthvert gagn af að lesa slík fræði til skiln- ings á sjálfum sér og öðrirm. Sálfræðingurinn Alfred Adl- er segir í bók sinni, Mannþekk- ing (Menschenkenntnis). meðal annars: „Flestar félagslegar grundvall arstaðreyndir mannþekkingar- innar eru innifaldar 1 hinni efn- islegu söguskoðun. sem þeir Marx og Engels sköpuðu. Sam- kvæmt. þeirri kenningu ákveður hinn fjárhagslegi grimdvöllur — þ. e. þær tæknilegu aðferðir sem notaðar eru við framleiðsl- una á hverjum tíma — þá yfir- byggingu hugsjóna sem reist er í þjóðfélaginu.“ En Adler leitast við að skýra af stöðu einstaklingsins til félags- heildarinnar, og þær leiðir sem hann notar til þess að byggja sér varnir gegn minnimáttar kennd þeirri er Adler telur mik inn hluta lífs okkar stjórnast af Maðurinn er fremur öðrum dýrum háður hinni félagslegu heild. Hann getur aldrei lifað einn og óháður. Til þess að forð ast villidýr og ná sér í viður- væri urðu mennimir frá fyrstu byrjun að lifa saman í hópum. „Samkvæmt lögmáli náttúr- unnar er maðurinn minnimátt- ar. En vanmáttarkennd, sem nær fram til vitundar hans sem ófullkomleika- og öryggisleysis- tilfinning, hvetur sem reidd svipa til þess að finna leið til þess að laga sig, skapa aðstöðu, sem upphefur hina erfiðu að- stöðu mannsins í náttúrunni.“ í þessari baráttu jókst vit mannsins og úrræði, segir hann. Og þar sem hið mannlega samfélag allt af átti drjúgan þátt í því að gera honum kleift að lifa og að laga hann, verðum við frá byrjun að taka tillit til að- stæðna samfélagsiná. Þróun allra gáfna mannkynsins ber glögg merki þjóðfélagslífsins. Sérhver hugsun verður að vera þannig vaxin að þjóðfélagið við urkenni hana.“ Einstaklingurinn mætir ýms- um örðugleikum við slíka aðlögun, og á þannig í stöðugu stríði við að ná sér niðri á einhverju sviði til þess að upphefja minnimáttarkennd sína á öðru sviði eða hinu sama. Glögg dæmi um slíkt er t. d. Demoþenus, sem var málhalt- ur, en hrópaði með stein í munni út í brimið þar til hann varð mesti ræðuskörungur Aþenuborgar, eða Beethoven, sem heyrði illa og lagði sig Til vinstri: Ljósgrár kjóll með hvítum r'óndum og rauðu leður- belti. — / miðið: Gulur ullarkjóll með brúnu leðurbeltí, kraga- luus með djúpuni hnepptum vösum. — TU hœgri: Grá dragt úr ■ullarjlóneli. LokujeUing jraman á pilsirm. Sléttur jakki og hvít- og rauðröndótt peysa irnnan undir. þessvegna sérstaklega eftir tón- um, en varð sem kunnugt er eitt mesta tónskáld sem uppi hefur verið. Og af því að þetta er Kvenna síðan ætla ég svo að láta ykkur heyra hvað Adler segir um Don Juan og hræðslu karlmann- anna við kvenfrelsi. „Þó að konan í raim og veru ekki sé lakari úr garði gerð en karlmaðurinn — um það eru allir skynigæddir menn sam- mála — þá hefur hugmyndin um að hún hafi minna gildi ómótmælanlega gagnsýrt alla menningu okkar. Þessa verðum við stöðugt að gæta, hafa hug- fast á hverju.þessi misskilning- ur þjóðfélagsins byggist og vera alltaf tilbúin að berjast á móti honum. Og þessi afstaða okkar á ekki að ákvarðast af sjúklega yfirdrifinni aðdáun á konunni, heldur af skilningi á því, að slíkt ástand eyðileggur þjóðfé- lagslíf vort. — Þegar menning- in á annað borð er gegnumsýrð af einhverri bábilju, sýkir hún allt og kemur fram alstaðar. Þannig eyðileggur fordómurinn um það, að konan sé auðvirði- legri vera og þarafleiðandi upp hefð karlmannsins, stöðugt sam búðina milli kynj anna. Afleiðing in af hinni gífurlegu tortryggni : sem sérstaklega setur svip sinn á sérhvert ástasamband, ógnar öllum möguleikum til hamingju, og eyðileggur þá oft- astnær. Allt ástalíf okkar eitr- ast af þessari tortryggni, skræln ar upp og visnar.-----Þeir örð- ugleikar sem skapast hafa á þennan hátt, hafa aukizt gífurlega mikið á vorum tímum og þær verða því meiri, því sterkari tilhneigingu sem kon- an hefur til þess að gera upp- reisn gegn því hlutverki, sem henni er ætlað og því meiri löngun sem karlmaðurinn hefur til þess að leika hlutverk þess, sem sérréttindin hefur, þrátt fyrir það að engin rök sanni að hann eigi rétt á slíku hlutverki. | Undirokun er alveg jafn ó- ! þolandi 1 sambandinu milli í kynjanna eins og í lífi þjóð- anna. Þeir örðugleikar, sem báðir aðilar verða fyrir á þann ■ hátt eru svo miklir að sérhver i maður ætti að ve:ia því athygli. 1 Svið þetta er svo stórt, að það í grípur inn í líf allra manna. ! Og það er svo flókið vegna þess j að öll menning okkar krefst þess af baminu, að það velji ; sér slíka stöðu gagnvart lífinu, ! að það um leið komist í and- i stöðu við hitt kynið. Rólegt uppeldi mundi ef til vill yfir- vinna þessa mótsetningu, en hinn geysilegi hraði vorra tíma, skortur á raunverulega notkun- arhæfum uppeldisaðferðum og fyrst og fremst öll sú samkeppn isorusta sem gagnsýrir líf okk- ar, hefur áhrif alla leið inn í ; bamaherbergið, og verður leið- 1 arvísir síðar á ævinni. Sú Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.