Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 3
JPöstudagur 14. júlí 1944. ÞJÓÐVILJINN vantar ekki en samtök ykkar sjálfra' Á öðrum stað á Íþróttasíðunni er að nokkru getið greinar- gerðar þeirrar og tillagna er íþróttaráðunautur bæjarins sendi bæjarstjórn um vallamál bæjarins. Eru þessar tillögur hinar at- hygliverðustu, og það fyrsta sem ég hef sér frá opinberum aðila um þessi mál. Á sínum tíma lagði nefnd frá knattspyrnuþinginu fram tillögur um framtíðarvallamálin og ganga þær að sumu leyti lengra en tillögur B. J. en að sumu leyti ekki eins langt. Yfirleitt virðist tillögumaður hafa í huga að samræma þörf fé- laganna og þá stefnu sem þau hvert fyrir sig hafa tekið, og skyld- ur bæjarins við íþróttafélögin, eins og þá, að veita þeim land fyrir velli, koma upp leikvangi o. s. frv. Þá kemur sú spurning, hvort þetta virkar ekki of seint og hvort ekki verði að grípa til róttækari ráðstafana og samvinnu en áður hefur þekkzt hér. í greinargerðinni er bent á, að hér vanti 6 velli til viðbótar ■þeim er fyrir eru. En ég geri nú ráð fyrir að mikið vatn verði fallið til sævar áður en 3 nýir vellir eru komnir upp, hvað þá sex. Það er því brýn nauðsyn að íþróttamenn komi saman og ræði jþessi mál og mætti þá leggja þessar tillögur sem umræðugrund- wöll. Menn veitast að íþróttaráðunautnum fyrir að gera ekkert í þessu máli. Bæjarstjórn er legið á hálsi fyrir að aðhafast ekkert. Eg játa, að æskilegast væri að það sem við þurfum og þaðan á að koma geri það orðalaust, en ef það kemur ekki þannig, þá verðum við að hafast eitthvað að til þess að fá áheyrn og árangur. Hvað höfum við gert? Lítið sem ekkert sameiginlega. Við höfum hver fyrir sig potað okkur áfram með persónulegar og félagsleg- ar aðgerðir, bundnar aðeins við það að styrkja aðstöðu félagsins. Við höfum sem sagt ekkert tillit tekið til heildarinnar og þeirrar bráðu vallaþarfa sem að kalla. Á bæjarstjórnarfundi fyrir nokk- uð löngu síðan, kom það fram hjá borgarstjóra að ekkert yrði hafzt að í þessum málum fyrr en samtök íþróttamanna í bænum, — íþróttahérað Reykjavíkur — væri stofnað. Þetta bendir ótví- xætt til þess að bæjarstjórn vilji hafa ábyrga aðila frá íþrótta- mönnunum sjálfum sem kveður á um það í samráði við íþrótta- ráðunaut bæjarins hvað skuli gert á hverjum tíma og hvað sitji fyrir í hvert sinni. Þetta er mesta eðlilegt, og mega íþróttamenn vel við una það tillit sem virðist tekið til þerra. Við ræðum málið heldur ekki á sameiginlegum fundum stjórna félaga og ráða. Við höldum áfram hver fyrir sig. Á hófi því er Knattspyrnuráð Reykjavíkur hélt í tilefni af 25 ára af- mæli K. R. R., lét borgarstjóri svo um mælt í ræðu, að fé vant- aði ekki til framkvæmda en það vantaði samtök íþróttamannanna sjálfra til að kveða á um hvernig fénu skyldi varið. Það er eins og enginn heyri orð borgarstjórans, því ekkert er aðhafzt, allt stendur í stað. Enginn af ráðandi íþróttamönnum í bænum hefur manndóm til að hefjast handa, ekki einu sinni taka penna í hönd. Borgarstjórinn sagði líka meira við þetta tækifæri, hann sagði að íþróttahreyfingin væri orðin svo sterk, að það væri ekki hægt •að standa á móti sameiginlegum kröfum íþróttamannanna. Þetta hefur heldur engin áhrif. Þeim er bent á að fé sé til, þeir verði aðeins að segja til í hvað því skuli varið á hverjum tíma. Okkur er bent á mátt samtakanna að þar höfum við afl sem ekki sé hægt að standa á móti. En ég á bágt með að trúa að í félagsstjórnunum og ráðum séu svo litlir karlar að þeir hafi hvorki vit né vilja . til að sameinast um jafn þarft mál og hér um ræðir. Að þeir séu 0 sokknir svo djúpt í sitt félagslega strit og hyggju að þeir geti ekki varið svolitlum tíma til sameiginlegra þarfa og'framkvæmda. Eg vil svo að lokum alvarlega minna menn á að þeir geta ekki staðið eins ábyrgðarlausir gagnvart vallamálunum og þeim sem með stjórn bæjarins fará og hingað til, og þess verður að krefj ast að sýndur sé vilji, og orð eins og borgarstjórinn lét sér um munn fara í fullri einlægni, er ekki hægt að láta sem vind um eyrun þjóta. Það er móðgun við hann og sýnir vesaldóm okkar iþróttamanna. ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Greínargerð um skipun íþróttavalla íþróttaráðunautur Reykjavík- urbæjar hefur nýlega sent bæj- arstjóm Reykjavíkur „Greinar- gerð um skipulag íþróttavalla“ í Reykjavík. Er það langt mál og all ítarlega í það farið. Tek- ur ráðunauturinn þar til athug- unar: 1. Núverandi skipulag valla- mála, vallaþörf og hvernig henni er fullnægt. 2. Framtíðarskipulag valla- mála, vallaþörf og hvernig henni verði bezt fullnægt. Gerir hann samanburð á á- standinu í vallamálum í bænum 1938 og 1944 og telur þeim hafa hrakað til muna og er það vissu lega rétt og það í rauninni mik ið meira en hann vill vera láta, því grasvöllurinn í Laugadaln- um er naumast til almennings- nota nema örsjaldan og ekki hægt að koma á hann fyrr en í júní og sama er að segja um túnið í Vatnsmýrinni. Telur hann að vallaþörf félaganna væri fullnægt sæmilega með 6 völlum til viðbótar því sem nú er. Á hann sjálfsagt við velli sem má vera á á hverju kvöldi, þ. e. malarvelli. Þá ræðir ráðunauturinn nokk uð um hinar margvíslegu kröf- ur íélaga og ráða og bætir við að þeir hafi „hinsvegar ekki orðið sammála um leiðir nc. hvar skuli hef jast handa". Þetta er ekki rétt að því leyti, að íþróttamenn hafa aldrei komið saman til að ræða framtiðar- lausn þessara mála, heldar hafa þeir eins og B. J. réttilega bend ir á, reynt hver fyrir sig að gera áætlanir sem miðast við þeirra eigin nútíðar- og framtíðarþörf. Óneitanlega hefði aðstaða í- þróttaráðunautar bæjaiáns orð- ið sterkari ef hann hefði haft samráð við forustumenn íþrótta félaganna í bænum um þær framtíðaráætlanir sem hann sendir bæjarstjórn og eðlilegt þar sem þeir eiga að þessu að búa eða félög þeirra. í lok grein argerðarinnar segir Benedikt: „Eg tel, að stefna bæjarins í vallamálunum eigi að vera þessi: 1. Að aðaláherzla skuli lögð á að komið verði upp íþrótta- leikvangi í Laugadal á næstu árum og hafizt sér handa um nauðsynlegan undirbúning nú þegar. 2. Að íþi'óttavellinum á Mel- unum verði haldið sem hezt við á næstu árum. Hann er sem stendur leikvangur Reykjavík- ur. 3. Að stefnt verði að því að koma upp ódýrum bráðabirgða æfingavöllum á þeim stöðum sem greindir eru hér að framan, og þeim úthlutað til félaganna. 4. Að löndum verði úthlutað til íþróttafélaganna samkværrt umsókn þeirra fyrir æfingavelli. 5. Að samþykkt verði reglu- gerð ivrir úthlutur: slíkra svæða og íþróttafelogunum birt hún til hvatningar til að hofj- ast handa um vallagerð. Bráðabirgðaæfingavellir þeir, sem um getur í 3. lið, eru þessir: 1. Vesturvöllur, lóð sem er 50x80 m. hallalítill og mætti með litlum kostnaði gera þar æfingavöll fyrir unglinga. 2. Loðin við Barónsstíg milli sundhallar og Egilsgötu eða á nokkrum hluta hennar mætti með litlum tilkostnaði gera þar sæmilegan völl fyrir yngri flokk ana. 3. Hornlóðin við Flókagötu og Rauðarárstíg, er það tún slétt, hallalítið og þurrt. Lagfæra ! þyrfti þó skurði, en kostnaður og viðhald yrði þó hverfandi lítið. 4. Á Golfskálahæðinni, rétt fyrir austan Golfskálann er sléttur melur sem gæti orðið nothæfur æfingavöllur fyrir fullorðna, væri hann jafnaður, þjappaður og borið ofan í hann. 5. í Vatnsmýrinni er hægt að koma fyrir æfingavöllum. Ennfremur leggur hann til að gamla vellinum verði sem bezt og lengst haldið við og helzt stækkaður. Að íþróttavöllurinn á Melun um verði árlega endurbættur þar til a. m. k. að úr rætist með leikvang annars staðar. Bendir hann ennfremur á að vegna legu sinnar sé hann heppilegur fyrir skóla í framtíðinni. I greinargerðinni er nokkuð rætt um Laugadalssvæðið og bætir þar nokkrum tillögum við tillögur þær sem nefndin gerði og hann var ráðunautur fyrir. Sjötta og síðasta tillagan og sem markar nokkuð stefnu þá er ráðunauturinn vill marka þar innfrá, hljóðar svo: „Það eru eindregin tilmæli mín að sem mest áherzla verði lögð á og stefnt að næstu 5 ár- in, að koma upp sundlaug og íþróttaleikvangi í Laugadal, staðsettum samkvæmt upp- drætti skipulagsnefndar dals- ins“. Þetta er mál sem allir íþrótta menn verða að láta sig skipta og leiða til farsælla lykta. Verð- ur nánar vikið að þessum mál- Vormót í knattspyrnu í Hafnaríirði Nýlega er lokið vormóti knattspymufélaganna í Hafnar- firði, er lauk með sigri Hauka. Hlutu Haukar 6 stig. Keppt var í tveimur umferðum í hverj um aldursflokki, I. II. og III fl. Fyrri umferð lauk þannig: 1. fl. unnu Haukar með 5:1. 2. fl. unnu Haukar með 3:0 3. fl. vann F. H. með 4:1. Seinni umferð fór þannig: 1. fl. vann F. H. með 5:4. 2. fl. unnu Haukar með 3:2. 3. fl. unnu Haukar með 1:0. Eins og sja má stóðu félögin jöfn að stigum í 1. og 3. fl. eft- ir tvær umíerðir svo að keppa þurfti þriðja leik til úrslita í þeim fiokkum. 1. fl. ieikinn unnu Haukar með 2:1 og þar með bikarinn sem um vav kcppt til eignar Var þetta þriðja skiptið í röð sem Haukar unnu vormót 1. fl. F. H. hafði unnið þennan bikar 1940—41. II. fl. bikar unnu Haukar 1943—44. III. fl. blkar vann F. H. 1940--41, en Hauk- ar 1942—43 og F. H. að þessu sinni. í þriðja flokki vann F. H með 1:0. Akraoesioiar 09 knatSspyrnan þar Á þessu sumri hafa tvö félög heimsótt Akranesinga til keppni í knattspyrnu, og hefur það komið á daginn að knattspyrna er þar í mjög mikilli framför. Fyrra félagið sem fór var Valur með II. fl. og töpuðu þeir, 3:1. Áhorfandi sagði mér um leik- inn að þetta væri engin tilvilj- j un. Þeir lékju vel, mikið betur en honum hafði dottið í hug. Þeir höfðu töluvert næmt auga fyrir samleik og ráða yfir sæmi legri leikni. K. R. fór einnig með tvo flokka I. og III. fl. Vann I. fl. K. R. með 2:1, sem er mjög jafnt en III. fl. Akranesinga vann með 2:0. Er þetta góð frammistaða og bendir allt til þess að þarna geti Reykvíking- ar átt skæða keppinauta. Væri það skemmtilegt ef þessir ná- búar okkar gætu farið að taka fmninU & 8» < um í leiðara Íþróttasíðunnar í dag. Tillögur þessar hefur ráðu- nauturinn sent félögum og ráð- um og ýmsum fleiri opinberum íþróttaaðilum og hafa þær feng- ið góðar undirtektir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.