Þjóðviljinn - 01.03.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1945, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 1. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. marz 1945 ÐVILU Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austur^træti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218i. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á'mánuði. Prentsmiðja: Víking&prent h.f., Garðastrceti 17. 0f seint, of smátt Það er ekki nema að vonum þó Morgunblaðinu finnist það þurfa að bera hönd fyrir höfuð meirihluta bæjarstjórnar og borgarstjóra, eftir að þessir virðulegu menn hafa vísað umbóta- og athafnastefnu sósíalista frú, lýsandí yfir því, að þeir þyrftu að „athuga“ húsnæðisvandræðin og atvinnuástandið í bænum, því ekki væri nú alveg víst að bærinn þyrfti að hefjast handa og hafa forustu í þessum .brýnustu hagsmunamíilum borgaranna. — Þeir finna það blessaðir Morgunblaðsmennirnir, að bæj- arbúar eru andvígir stefnu Sjálfstæðisflokksins i bæjarmálum, eins og hún hefúr verið og er og eins og hún kom fram í hinum frægu sjö frá- vísunartillögum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Og sem sagt, Morgun- blaðið reynii' að bera hönd fyrir höfuð sér, og höndin er Jóns Axels, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. Þetta gerir Morgunblaðið með þeim hætti, að prenta kafla úr ræðu, er Jón flutti á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það telur að Jón hafi mælt þannígi . JfenS er að ljúka við Laugarnesskólann. Verið er að byggja Mela- skólann. Verið er að undirbúa og hefja framkvæmdir á byggingu Gagn- fræðaskóla á Skólai’örðúholtinu. Verið er að undirbúa _og hefja fram- kvæmdir a byggingu iðnskóla á Skó'lavörðuholtinu, með -fjáistjik iiá bænum. Verið .er að undirbúa og hefja framkvæiúdir á byggingu Fæð- ingarheimilis í samvinnu við ríkið. Verið er að grafa fyrir og hefja fcyggingu á um 80 íbúðum við Skúlagötu. Verið er að undirbúa innkaup á tækjum og efni til eimtúrbínustöðvar hér í Reykjavík. Venð er að reikna út mg undirbúa aukningu vatnsveitunnar með nýrri vatnsæð frá Gvendarbrunnum. Verið er að koma upp vistheimili í Arnarholti a Kjalarnesi. Verið er að koma upp vatnsgeymum á Öskjuhlið, sem lokið verður í sumar“. Það var rétt að Jón liafi mælt'eitthvað á þessa iefflog vildi hann með því sanna, að þörf væri fleiri borgarstjóra. Vissulega mjög Alþýðu- flokksleg aðferð til að bæta úr húsnæðisvandræðum að fjólga borgar- , , 4 stjórum, en sleppum þvi. Það mun einnig rétt að „verið er“fað gcra 'allt þetta sem upp er talið. Hvað þurfum við svo lengur vitnanna við? segir MorgunMað.Ö, Jón Axel hefur talið upp öll afrek Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og hver dirfist að efast um að þeirra verk séu mikil og harla góð. ,Verið er að“ byggja tvö skólahús í bænum, og það er venð að dirbúa byggingu *tveggja. Árum saman hefur vantað húsnæði fyrir úra en helming skólaskyldra barna, og frá öppbafi vega hefur bæhnn ki átt svo mikið sem éina nothæfa kennslustofu fyrir unglinga. Þetta, n „yérið er að gera“ núna, er gert of seinl. Og þegar þessum fram- æmdum er lokið verður ástandíð þannig, að í barnaskólunum þarf tvísetja' í hverja kennslustofu, og þrísetja í suraar. Það vantar með rum orðum jafn márgar kennslustofur, fýrir barnaskólana, þegar búið að gera það sem „verið er að gera“, eins og þá verða margar samtals, fullnægja á þeim kröfum, sem í öllum menningarlöndum eru gerðar, ekki þurfi 'að tvísetja í skólastofurnar. Og þegar búið er að msa unglingaskóla, sem „verið er að undirbúa“, mun láta nærn að þnðja rtinum aif húsnæðisþörfinni fyrir unglingaskóla verði fullnægt. t ð sem Sjálfstæðis'flokkurinn er að gera í þcssu efni er of smátt. / Lesið þið svo athafnalista Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykja- cur, eins og hann er Saminn af Jóni Axel, birtur í Morgunblaðinu og durbirtur í Þjóðviljanum, lesið hann til enda, og þið sannfænst um, allt sem „verið er að gera“ er gert of seint, og gert of smátt. -Sá stjórnmálaflokkur, sem nú kallar sig SjálfstæðisHokk, hefur órnað Reykjavík frá upphafi vega, allar þær framkvæmdir, sem til libóta hafa horft, hefur hann hafið of seint, og allar hafa þær venð f smáar. Of seint, of smátt verður yfirskriftin yfir framfaramálum Reykja- ;ur meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær þar nokkru ráðið. nSKFLUTNINBAB ATHUGASEMD OG GREINARGERÐ FRÁ FISKIMALA- NEFND UM FISKFLUTNINGANA Af marggefnum tilefnum vill Fiskimálanefnd gefa eftir- farandi upplýsingar varðandi fiskflutningamálin: • 1. Það er algerlega rangt, að Fiskimálanefnd hafi veitt nokkrum fiskflutningaskipum forkaupsrétt að fiski, að undan- skildum aðeins þeim skipum, sem sigla í skipalest, en það gera aðeins brezku skipin og Fossamir, sem nefndin rekur. Af þessu sést, að það er alveg rangt að færeysk skip hafi forgangsrétt fyrir íslenzíkum skipum. 2. Fiskimálanefnd hefur beitt forgangsrétti brezku skipanna og fossanna eins vægilega og frekast var hægt og ejðlilegt gat talizt. Sem dæmi um það má nefna, að nefndin lét e. s. Lagar- foss bíða í hálfan mánuð vestur á ísafirði á sarna tíma sem íslenzk fiskkaupskip keyptu fisk hér við Faxaflóa. Nefndin hefur aðeins hlaðið tvö brezk skip á þeim þiemur vikum, sem hún hefur haft yfirráð þessara skipa. 3. Fiskimálanefnd telur sér skylt að haga fiskútflutningn- um þannig, að hagur íslenzkra fiskflutningaskipa sé tryggður jafnhliða hagsmunum fiskibátaeigenda og sjómanna. Nefndin mun að sínu leyti reyna að tryggja að fiskkaupaskip fái sem greiðasta afgreiðslu, en gæta þess þó jafnframt, að hægt verði á hverjum tíma að flytja út allan þann afla sem nauðsynlegt er. 4. Fiskimálanefnd telur, að það sé mjög fjand sanni, að i-áðin hafi verið of mörg skip til flutninganna og byggir hún það á eftirfarandi staðreyndum: A. FISKMAGN, SEM FLUTT VAR ÚT S. L. VERTÍÐ: Þessi útflutningur í fyrra inn hefur því haldið sig hérgóða starfskrafta til fram- í janúar .......... 2.031.361 kg. í febrúar ......... 7.109.772 — í marz ........... 15.841.883 — í apríl .......... 16.522.768 — í maí (aðall. til 15. maí) 8.891.068 — miðast við það, að þá unnu öll hraðfrystihúsin með fullum krafti og framleiddu meira magn en nokkru sinni áður. B. SKIPAKOSTUR TIL FISKFLUTNINGANNA NU: íslenzk fiskkaupaskip: reiknað með 21 dags ferð flytja þau á mánuði ca. 6000 tonn. 60 færeysk leiguskip flytja á mánuði .... — 6000 — Brezku skipin flytja á mánuði .......... — I500 Fossarnir tveir flytja á mánuði ........ 800 Samtls ca. 14.300 tonn á m. Af þessu sést, að enn hefur I flutningaskipunum, þá var það ekki verið tryggður nægilega einróma álit Fiskifélags fslands, mikill skipakostur til þess að formanns Landssambands út- vegsmanna, framkvæmdastjóra Landssambandsins og allra nefndarmanna Fiskimálanefnd- ar, að ekki veitti af umrædd- um skipastól til fiskflutning- anna. 6. Höfuðorsök þess, að fiskr kaupaskip hafa þurft að bíða 'nú um skeið, er su, að ógæftir hafa hamlað veiði. í því sam- bandi má benda á það, að á Vestfjörðum, Vestmannaeyjum og Hornafirði hefur nær ekk- flytja út jafnmikið.- .aflamagn og flytj/i þurfti út 1 fyrra. Skýrslurnar sýna. að útflutn- ingurinn í marz og apríl og raunar einnig fram í miðjan maí i fyrra, er meiri en skips- rúm er fyrir nú. 5. Fiskimálanefnd vill benda á það í þessu sambandi, að hún hefur ekkí ein lagt á ráðin um að tryggja bæri þann skipakost sem nú er fyrir hendi. Þegar ákveðið var að leigja 60 fær- eysk skip til flutninganna. en ert verið róið nú um hálfsmán- þau voru síðast tekin af öllum | aðartíma. Allur flutningaflot- við Faxaflóa, en hér hefur einnig verið úrtakasamt þenna tíma. 7. Nú er liðinn um einn og hálfur mánuður síðan vertíð hófst og á þeim tírna hafa nær öll íslenzku skipin, sem flutn- inga stunda farið tvær söluferð ir, eða m. ö. o. farið hvora ferð á 21 degi. Á þessum sama tíma hafa ís- lenzku skipin farið samtals um 80 söluferðir, en á gama tíma í fyrra fóru þau aðeins 11 ferð- ir. Þetta hefur tekizt fyrri hluta vertíðar, sem alltaf er stopulli um veiði og gæftir en síðari hlutinn og er því full ástæða til þess að vænta, að síðari hlutinn verði góður í þessu til- liti. 8. Dagblaðið Vísir hefur frá áramótum stanzlaust ofsótt Fiskimálanefnd með skömmum og óhróðri varðandi fiskflutn- ingana. Skrif blaðsins hafa dæmt sig sjálf því öfgarnar og óvandvirknin hefur verið svo augljós hverjum manni er til þekkir, að varla telst svara vert. í ofsa blaðsins gegn Fiski- málanefnd, seilist ' það svo langt, að segja, að nefndin hafi „nær gengið af frystihúsunum dauðum“ og gefur í skyn. að nú ætli hún að eyðileggja út- gerðina. Slík svigurmæli og þessi mun öllum heilskyggnum mönnum, sem þekkja til þess- ara mála sýnast ómerk og ó- makleg. Allir landsmenn vita, að fyrir forgöngu Fiskimála- nefndar hefur hraðfrystiiðnað- urinn vaxið upp, og ef hennar hefði ekki notið'við eru litlar líkur .til að nokkur verulegur hraðfrystiiðnaður væri í land- inu. Árið 1935, þegar Fiskimála- nefnd hóf starf sitt. voru að- eins tvö hraðfrystihús starf- andi. hér á landi. Annað þess- ara húsa var Sænsk-íslenzka hraðfrystihúsið. Árið 1930 flutti það úr landi 2.273 tonn af hrað frystum fiski, en fékk aðeins 15 aura meðalverð fyrir fisk- inn. Sama ár fékkst 35,4 aura meðalverð fyrir ísvarinn fisk. Frystihúsin hafa verið reist og til þeirra stofnað með nánu sambandi við Fiskimálanefnd. leiðslu sinnar og séð þeim fyr- ir leiðbeiningum, áhöldum og tækjum. v. Fyrsta hraðfrystihús utan Reykjavíkur byggði KEA 1936. KEA reisti húsið án fjárláns frá nefndinni, en þegar hráð- frysting í því byrjaði, lánaði nefndin verkvant fólk til þess að leiðbeina við flökun og pökkun. Árið 1936 voru einnig settar upp hraðfrystistöðvar á þess- um stöðum: 1. Neskaupstað (íshúsfélag Norðfirðinga). 2. ísafirði (Íshúsfélag ísfirð- inga). 3. Bíldudal (Hraðfrvstíhús .Suðurf jarðarhrepps), 4. Seyðisfirði (Síldarbræðsl- an h. f.). 5. Húsavík (Hraðfrystihús Kaupfélags Þingeyinga) Árið 1943 fóru alls í fryst- ingu 31633 smálestir af fiski eða nær því þrefalt meira en árið 1941, en árið 1942 fóru í frystingu 24.345 smál. Afkastageta fiskfrystiiðnað- arins jókst mjög á árinu 1943, bæði með byggingu nýrra frysti húsa og stækkun þeirra, sem fyrir voru. Afkastageta allra frystihúsa 'í landinu í árslok 1943 mun hafa verið ca. 450 smálestir af flökúm á sólar- hring, en það samsvarar milli 900 og 1000 smálestum af fiski upp úr sjó. AHs voru starfrækt 58 frysti- hús 1943, en árið áður 41. Um áramótin 1943—1944 voru nokkur hús í smíðum. Frystihúsin gkiptust svo á landsfjórðunga: Ár 1943 ................ 28 : Nýkomið: AMERÍSKIR KJÓLAR og kápur (model) Verzlunin ÞÓRELFUR Bergstaðastræti 1. FLOTAFORINGJAR Bandaríkjanna á Kyrrahafi: Nimitz og Ilalscy. Dönsk leikhús eyðilögð í Sunnlendingafjórðungi — Vestfirðingafjórðungi ................. 13 — Norðlendingaf jórðungi ................ 14 — Austfirðingafjórðungi .................. 3 FISKIMÁLANEFND HEFUR Fiskimálanefnd VEITT ÞESSI LÁN TIL FRYSTIHÚSA: 1942. 17 10 13 3 Arið 1936 — 1937 — 1938 — 1939 1940 — 1941 — 1942 — • 1943 — 1944 kr, 99.000.00 — 17.500.00 — 52.500.00 — 30.000 00 — 197.000.00 — 122.500.00 — 378.000.00 — 550.000 00 — 1.114.000.00 Samtals kr. 2.560.500.00 í árslok 1944 á'tti Fiskimála- nefnd útistandandi í þessum lánum rúml. 2 milljónir króna. Lán þessi hafa verið veitt með mun hagstæðari kjörum en al- menn bankalán og aldrei hef- ur nefndin gengið að frystihúsi vegna vangreiðslu á lánum. Fiskimálanefnd treystir því, að allir útgerðarmenn, frysti- húsaeigendur og sjómenn láti ekkí skrif Vísis og annarra þeirra, sem augsýnilega vinna ákveðið að því að gera ógagn í fisksölumálunum, hafa 'úhrif á gerðir sínar og skoðanir. Nefnd in væntir þess, að allir þeir, sem hagsmuni eiga undir því, gð vel takist um framkvæmd þessara málg, sýni samstárfs- vilja sinn og taki sanngjarnlega er fús til samvinnu við útvegsmenn og sjómenn og hún telur sér skylt að vinna að þessum málum með heildarhag allra fyrir aug- um. Þjóðverjar og Scalburgóald- arlýðurinn ‘halda áfram eyði- leggingu sinn í dönskum leik- | húsum. Kalundborgarútvarpið, sem er undir þýzkri stjórn, sagði frá því 19. janúar að Apolloleikhúsið við Vesterbro í Kaupmannahöfn hefði verið gereyðilagt í þrem sprengjum nóttina áður. Auk þess hefur það frétzt að Vennelyst-leikhúsið í Árósum og Silkiborgarleikhúsið hafi verið sprengd í loft upp. (Frá danska blaðafulltrúanum). HSfam flutt Frá vinnustöövum og verkiýdsfélögum tillit hvor til annars og dæmi Nefndin hefur veitt þeim all- ekki einstrengingslega þá, sem flestum lán úr Fiskimálasjóði, framkvæmd málanna hafa með hjálpað þeim til þess að fá höndum. Samkomulag í Strætis- vagnadeilunni Samkomulag hefur nú náðst milli Hreyfils og Strætisvagnanna um kaup og kjör strætisvagna- stjóranna. Eins og ÞjóðviJjinn skýrði frá í gær; héldu strætisvagnastjórar fund í fyrrinótt og samþykktu báðir aðilar míðlunartillögu sátta- semjara. Samkomulag mun hafa náðst um að vinnutími verði óbreyttur frá því se mnú er. I veikindatil- fellum er standa lengur en 7 daga greiðist a'Ilt að þriggja mánaða kaup. Stráetisvagnarnir greiði rúm- ar 300 kr. í sjúkrasjóð vagnstjór- anna, er stendur undir veikindum er standa skemmri tíma en 7 daga. Uppsagiiarfrestur verður 1—3 mánuðir eftir starfsaldri í stað hálfs mánaðar áður. Samkvæmt þessum samningi fá vagnstjórarnir föt á 15 mánaða fresti í'stað 18 mánaða áður. Endanlega hefur ekki verið geng- ið frá samkomulaginu og mun Þjóðviljinn skýra nánar síðar. Olafur II. Guðmundsson. Aðalfundur húsgagna- smiða SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Sósíalistafélags Reykjavíkur fyrir félagsmenn og: gesti þeirra verður haldin föstudaginn 2. marz í Lista- mannaskálanum og hefst kl. 8Vz e. h. 1. Ársæll Sigurðsson: Sósíalistafél. Reykjavíkur 6 ára. 2. Einar Olgeirsson: Krím-ráðstefnan. 3. Guitarsóló. 4. Sigfús Sigurhjartarson: Prentsmiðja handa Þjóð- viljanum. 5. Sif Þórz: Listdans. 6. DA'NS. Sveinafélag húsgagnasmiða hefur haldið aðalfimd sinn. Úr stjóminni áttu að ganga form., C varaform. og ritari, en þeir voru endurkosnir og er stjórn- in skipuð þessum mönnum: Formaður: Ólafur H. Guð- •mundsson. Varaform.: Helgi Jónsson. Ritari: Jón Þorvaldsson. Gjaldkeri: Sigurður Úlfars- son. Vararitari: Ágúst Pétursson. Aðgöngumiðar vera seldir í skrifstofu félagsins fimmtudag og föstudag kl. 4—7. Menn eru áminntir um að mæta stundvísléga! NEFNDIN Hreýfill segir upp Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefur sagt upp samningum við bif- reiðastöðvarnar í Reykjavík frá og með 1. apríl næstkomandi. GLENN MILLER SAKNAÐ Það hefur verið tilkynnt, að jass- tónlistarmannsins fræga, Glenn Millers, sé saknað. Hann var í flug- vél, sem fór frá Frakklandi, þar sem hann var að skemmta her- mönnum, áleiðis til Englands, en hefur ekki komið fram. Glenn Miller var einn frægasti jassleikari heimsins og naut afar mikilla vin- sælda meðal jassunnenda. GÖBBELS GEGN LEY Josef Göbbels, hinn stórnefjaði „óaríski“ útbreiðslumálaráðherra Stór-Þýzkalands, hefur jafnan verið veikur fyrir leikkonum. Sumir minnast þess ef til vill, þegar hann elti á röndum konu gamanleikarans fræga, Frölich, hér á árunum, en Frölich gaf honum svo vel útilátna ráðningu, að hann hætti sér ekki oftar á þær slóðir, og það varð að orðtaki í Þýzkalandi, að nú vildu allir menn vera „frölich“ (kátir). Göbbels átti nýlega í útistöðum við dr. Robert Ley, hinn sídrukkna „verkamálaróðherra“ þýzka ríkis- ins, vegna ungrar leikkonu, Hedda Kúrschner að nafni, sem hann hafði orðið hrifinn af. Þegar ráðu- neyti Leys kvaddi hana til verk- smiðjuvinnu, sagði Göbbels henni að taka ekkert mark á kvaðning- unni. Ley fyrirskipaði að handtaka stúlkuna, en Göbbels kom í eigin persónu í hið alræmda Moabit- fangelsi og fékk hana lausa. Ley varð öskuvondur og fjög- urra mánaða einkastyrjöld var háð milli nazistaforingjanna tveggja. Loksins lét Ley undan og Frauleln Kúrschner var Ur^danþegin verk- smiðjuvinnu á þeirri forsendu að hún hefði „öðrum þjóðþrifastörf- um að gegna“. SVIKURUM HEGNT 26 franskir dómstólar hafa þeg- ar kveðið upp 2.500 dóma í málum gegn svikurum og landráðamönn- um, þar af 300 dauðadóma. 18.700 mál eru í rannsókn, en ails er bú- izt við^ að 50.000 landráðamál muni verða lögð fyrir dómstólana. VONIR Þýzku nazistarnir sjá nú dóms- dag sinn skammt framundan, en þeir setja allt sitt á, þrjár vonír: Þeir vona fyrst og fremst, að þeir muni sleppa vel vegna ágrein- ings Bandamanna. Þeir vona, að hinn aukni kaf- bátahernaður, sem Dönitz flotafor- ingi hefur boðað í vor, muni hafá úrslitaþýðingu á gang stríðsins. Og enn vona þeir, að hin nýju leynivopn þeirra muni geta stöðv- að framsókn Bandamanna. Það er engum bannað að vona! „AGH, SO EIN QUISLING" Kvislingurinn Erling Nordahl, rit- stjóri blað.sins „Morgenariseri* í Bergen, fékk nokkur vel útilátin verzlun vora og saumastofu af Skóla- vörðustíg 19 á Bergstaðastræti 28. Mikið/úrval af karlmannafötum nýkom- ið. — Einnig drengjaföt. Sem stendur er úrval vort af fataefnum nokkuð takmarkað og verður því hægt að taka efni í saum fyrst um sinn. ■ KLÆÐAGEBÐIN Elltíma h.f. Bergstaðastræti 28. Sími 3321. FÉLAGSLÍF Skíðanámskeið Ármanns í Jósepsdal. Þeir, sem hafa í hyggju að taka þátt í þriðja námskeiði félagsins í Jósepsdal, tali við Ólaf Þorsteinsson, sími 1727, eða Arna Kjartansson, sími 4467, fyrir hádegi í dag. — Kennari námskeiðsins er Guð- mundúr Guðmundsson, skíða- kappi frá Akureyri. Býli Vil kaupa býli eða erfðafestu- land í nágrenni bæjarins. Til- boð', merkt „Býli“, sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 6. þ. m. FLOKKURINN Tilkynning frá stjórn Sósíalistafélags Reykja- víkur Fundir verða í öllum deild- um félagsins í kvöld, fimmtu- dag. 1., 6., 7., 8. og 10 deild halda fundi sína á Skólavörðu- stíg 19 kl. 8.30. högg frá þremur þýzkum sjóliðum um daginn. Af einskærri vangá brá hann fæti fyrir einn þeirra, og réðust þeir á hann allir þegar í stað. Þegar hann reyndi að skýra fyrir þeim að hann væri vinur Þjóðverja, sögðu þeir aðeins með fyrirlitningu: „Ach, so ein Quisling“, og héldu áfram barsmíðunum. Við- burðurinn vakti mikla kátínu með- al Bergenarbúa. Afrek, danskra ættjarðar- vina Framh. af 3. síðu. vina að verksmiðjunni spjallandi hástöfum, þýzki vörðurinn opnaði hliðið og hleypti þeim inn, en vörð- urfnn var nýkominn og þekkti ekki verkamennina sem í verksmiðjunni unnu. Skömmu síðar ók flutningabíll inn á lóð verksmiðjunnar, og ætt- jarðarvinir fóru að taka sprengi- efni af bílnum og bera það inn -í verksmiðjuna, ejns og það væri þeirra verk. Þýzkuf vörður reyndi að fara að spjalla við þá, án þess að hann grunaði nokkuð, en dró sig til baka er lionum vár a'lstaðar svarað „verstehe nicht“. Brátt var búið að ganga frá öll- um . sprengjununi og allir árásar- mennirnir fóru burt úr verksmiðj- unni, nema einn. Sá átti að að- vara dyravarðarfjölskylduna um sprenginguna. Meðan hann var að tala í símann kom þýzkur vörður æðandi til hans með skammbyssu í hendi. Hann hafði sýnilega grun- að eitthvað, en Daninn var nógu snarnáður H1 að spyrja sakleysis- lega: „Ilvlð gengur á?“ Þetta rugláði Þjóðverjann og Dananum tókst að skjótast út um dyrnar. Stundarkorni síðar varð sprenging- in og verksmiðjan gereyðilagðist. Ef þess er gætt, hve vel verk- smiðjarwvar varin, er.ljóst, að þetta er eitt mesta afrek. sem danskir ættjarðarvinir hafa unnið til þessa. Kringum verksmiðjuna var vír- girðing, sem leiddur var í raf- magnsstraumur, ótal verðir gættu hennar, auk þess hafði verið reist- ur varðturn við verksmiðjuna, og var hægt.þaðan að skjóta af vél- byssum uþi allt verksmiðjusvæðið. Sama dag og verksmiðjan var eyðilögð, hafði hún fengið nýja pöntu’n frá Þjóðverjum, að 'verð- mæti 18 milljónir króna. Leiðrétting. Ritari' Iðju á Akur- eyri, Jón, er Ingimarsson en ekki Ingimundarson eins og misprentað- ist í Þjóðviljanum í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.