Þjóðviljinn - 09.06.1945, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.06.1945, Qupperneq 3
Laugai'dagur 9. júní 1945. ÞJOÐVILJINN 3 Á Arnarhóli á sjómannadaginn nSaarSiðrðnr ’lAlai Eiindasafn Utvarps- tíðinda Fvrir nokkru eru komin út 4. og .5. hefti Erindasafns Útvarpstíð- inda. Fjórða heflið nefnist Indversk trúarbrögð, eru það fyrirlestrar er sr. Sigurbjörn Einarsson flntti í útvarpið um þetta efni. Sr. Sigur björn ei> talinn mjög vel heima í þessu efni og liafa kynnt sér það rækilega. — Annar dómur skal ekki Iagður hér á þetta hefti. Fimmta heftið nefnist Skoðan- ir erlendra manna á íslandi, og hef ur inni að halda fyrirlestra Pálma Hannessonar rektors urn þessi mál. Eins og títt er með smáþjóðum höfum við, íslendingar, ætíð látið okkur það miklu skipta hvað aðr- ar stærri bjóðir segðu um okkur. Frásagnir erlendra mann.a hafa oft verið hlýlegar og af skilningi sagðar í okkar garð, en óneitan- lega höfum við mjög oft fengið all- óþyrmilega að kenna á frásögn- um manna sem hafa sett sig upp á háan liest sem „Islandssérfræð- ingar“ og skrifað um land og þjóð af fullkominni vanþekkingu og fjandskap — og verið trúað. Það eru frásagnir slíkra manna sem Pálmi Hannesson tekur til meðferðar í þessari bók. — Tök- um hans á máli og stíl þarf ekki að lýsa. Lesendur erindasafnsins munu fagna því að fá þessi erindi á prenti og myndu áreiðanlega. gjara vilja fá meira af ferðafrá- sögnum hans prentað í þessu safni. í Erindasafninu hafa áður kom ið: Auðug tunga og menning, eft- ir Björn Sigfússon, Ferðaþættir og minningar eftir Guðmund Tlior- oddsen og Frá Vínarborg til Ver- sala eftir Sverri Kristjánsson. Þegar frá líður verður þetta skemmtilegasta safn, sem margir munu vilja eignast frá upphafi, en þess er rétt að geta, að upp- lag fyrstu »heftanna mun hafa verið takmarkað, svo þeir sem vildu eignast þau frá byrjun, en hafa enn ekki keypt þau, gætu tekið það til athugunar í tíma. Samtíðin Samtíðin, 5. hefti 1945, er ný- komin út. Þessar greinar eru í heftinu: L‘m .Jónas Hallgrímsson, eftir rit- stjórann, Verzlunin Edinborg 50 ára; Gengið á milli góðbúanna, eftir Ingólf Davíðsson; Hugleið- ing um bókmenntir. eftir ritstjór- ann: Listin að verða gamall, eftir Offsetprent, ný prent- . smiðja Ný prentsmiðja, Offsetprent h.f., var stofnuð hér í bœnum 19. marz s.l. Tilgangur félagsim er að reka prcntsmiðju, bólcaútgáfu, pappirs- sölu og annast skyldan atvinnu- rekstur. Stofnendur eru 5. Hlutafé 50 þús. kr. ær skiptist í 500 kr. hluti. Stjórn skipa: Hrólfur Benedikts- son yfirprentari, formaður; með- stjórnendur: Jóhanna Gunnarsson frú og Sigurgeir Sigurjónsson hrl. — Framkvæmdastjóri félagsins er Hrólfur Benediktsson. Nýtt útgerðarfélag á Norðfirði Nýtt útgerðarfélag, Illutafélag- ið Goðaborg, var stofnað í Nes- kaupstað í jan. s.l. Tilgangur félagsins er að reka fiskveiðar og hverja aðra starf- semi er a,ð sjávarútvegi lýtur, svo og verzlun með innlendar og er- lendar vörur. Stofnendur eru 6. Hlutafé 80 þús., hlutaupphæðir 5 Jiús. kr. Stjórn skipa: Bergur Einarsson útgerðarmaður, Guðmundur Sig- fússon forstjóVi og Asgeir Bergs- son útgerðarmaður, — Fram- kvæmdarstjóri er Guðmundur Sig íússon. Nú er tækifæri til undirbúnings- framkvæmda í Krýsuvík • Það mætti kannski benda bæj- arstjórninni á það. hvort henni þætti nú ekki henta að láta girða land bæjarins í Krísuvík í sum- ar, og bjTrja á því verki nú þeg- ar. Nú er tækifoerið. Vinnumiðl- unarstofan hefur nóga mcnn, og komu um síðuStu helgi um tutt- ugu menn úr flugvellinum. Það er því völ á verkamönnum til marg háttaðra framkvænnla. aðeins ef brugðið er nógu fljótt við. áður en menn ráða sig að öðru. Og e.f það er satt, að allt efni til girðingarinnar sé fyrir hendi, þá fæ ég ekki séð hvað nú á að tefja það að hafizt sé handa um nð girða Krísuvík. Til Jiess að hægt sé að hafa ræktunarfram- kvæmdir jjar syðrá, þa'rf vitanlega að girða ■ landið. En mörg ár eru nú liðin síðan fest voru kaup á landinu og engar framkvæmdir hafnar ]>ar ennþá. Og ]>að blæs ékki byrlegn með }>að, ef landið Verður ekki einu sinni girt í sum- ar. Ef eldur kviknar...? Skinfaxi Skinfaxi, 1. hefti 36. árg., tíma- rit Ungmennafélaga íslands, er ný kominn út. Þessar greinar eru í blaðinu: Tímamót, eftir Daníel Ágústínus- son; Þörf á leiklistarráðunaut, við tai við Harald Björnsson leikara, Ungmennafélögin og fræðslumál svetanna, eftir Stefán Jónsson; Lestrarfélög og hreppsbókasöfn, við lal við Bjarna M. .Tónsison; Leið- beiningar um örnefnasöfnun eft- ii Kristján Eldjárn; íþróttaþátt- ur (um stangarstökk). eftir Þor- steinn Einarsson. Kvæði eru í heftinu eftir Guð- mund Daníelsson, Guðmund Inga og Skúla Þorsteinsson og söng- lag eftir Halldór Jónsson. Enn- fremur fréttir af félögum o.fl. — Ritsjóri er Stefán JúHusson kenn ari. André Mauróás. Þá er einnig kvæði: Sneglu-Halli. eflir Hreiðar E. Geirdal; saga: Nafnlaust bréf. eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum. k'mnissögur o.fl. Þótt langt sé nú. liðið síðan kviknaði í trésmíðáverksmiðju Reykdals og löngu hætt að tala um þann atburð, þá ,eru enn ekki gleymd ýmis mistök sém talið er að orðið hafi í starfi slökkviliðs- ins í þetta sinn. Á sínum tíma vakti þetta um- tal um það, hvort slökkviliðið myndi reynast starfi sínu vaxið. ef til alvarlego eldsvoða kæmi hér í bænum. ; Þótt langt sé nú umliðið þykir 1 rétt að gera þetta að umtalsefni •'ð nýju, ef benda mætti til þess að gerðar verði ráðstafanir til þess að sl'íkar misfellur endurtaki sig. Það hefði mátt ætla að mis- tök þessi hefðu orðið til þess, að betur vœri gætt þess að slökkvi- tækin yæru í lagi, en reynslan varð önnur. Þegar kviknaði í á Hamrinum um daginn varð að draga brunabílinn með öðrum bíl á brunastaðinn, en slíkt mun hafa hént áður. — Það verður því ekki hjá því komizt að ræða að nýju mistökin sem áttu sér stað í vetur. I’egar slökkviliðið var kvatt á vettvang mun hafa gengið stirð- lega að koma brunabílnum í gang, og tafið fyrir því að slökkviliðið kæmist á brunastaðinn, eins íljótt og annars hefði orðið. Þegar á brunastaðinn kom tókst ekki að koma dælunni í gang, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Var þá brugðið við og náð í . véldælu slökkviliðsins, en þegar hún var komin á brunastaðinn tókst ekki héldur að koma heniii í gang fyiT en aftir ítrekaðar tilraun ii, vegna þess að kveikja hafði blotnað í rigningiinni, af því hlíf- ar sem fylgja eiga dælunni voru ekki með í förinni. Var þá liðin um liáif klst frá.því slökkviliðið kom á vettvarig, þegar dælan loks komst í gang. Þegar slökkviliðið gafst upp við | ;ið nota brunabílinn var honum j ekið til 'hliöar .til þess að hann j yrði ekki fyrir u'mferð — en von | var á slökkviliði úr Reykjavík — j og var það maður utan • slökkvi- j bðsins, (eftirlitsmaður brunamála) j sem tók eftir því að pakkning í j sogbarka véldælunnar var ónýt j eða vantaði, og var það fvrir á- í iggjan hans að sótt var vara- 1 pakkning á slökkvistöðina (því engin hefði verið tekin með), en eftir það dældi bílinn vatni eins og til stóð. En þá munu hafa ver- ið liðin hálf önnur klst. frá því brunabíllinn kom á staðinn. Og að lokum. þegar eldurinn hafði verið slökktur vfirgaf slökkvi liðið staðinn og skyldi eftir öll slökkvitækin. Aðeins tveir menn urðu eftir, annar þeirra utan brunaliðsins, en hinn varamaður í því, og unnu að því að taka tækin saman og koma þeim niður á stöð. Þetfa skal svo ekki rætt, hér frekar að sinni, en á það bent að. það viuðist sannarlega kominn tími til þess að slökkviliðið fái fastan starfsmann, svo slökkvitæk- in geti verið í nothæfu ástandi og viðbúin þegar á þeim þarf að halda. f js* H o^qtnni Næturlaeknir er i læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinm Iöunn. Utvarpið í dag: Útvarpið i dag: 20,50 Upplestur: Úr ævisögu sér.i Friðriks Friðrikssonar (Garðar Svavarsson prestur). 21,30 Gamanleikur: Tveir biðlar og ein kona“ eftir Ingimund (Val ur Gíslason o. fX. )f Hvenær fáum við Hafnfirðingar nýja vatnsveitu Hdi’ í tolaðinu hefur margoft verið á það bent hversu mikið sleifarlág ríkir í vatnsmálum okk ar Ilafnfirðinga*. Og eftir ínikið þref héraðlút- andi í bænum, sií bæjarstjórn sig loks tilneyddda að gera smá lag- færingu á örlitlum hluta vatns- æðarins og koma fyrir dælu til hæstu hverfanna í bænum. En þau höfðu verið alla daga vatnslaus. í þessu máli dugar samt ekk- ert kííik. Það verðlur að leggja nýja vatnsæð fyrir bæinn. Vitað er að gamla æðin er alveg ónýt og getur bilað á hverri stundu og bærinn orðið vatnsláus. Ráðamenn bæjarins verða, að gera sér það alveg fulÚtomlega Ijóst, að það ástand sem nú ríkir í þessu máli er óviðunandi, og getur verið til‘ stórskaða fyrir bæj inn. Þessvegna kyefjast líka bæj- arbúar þe.ss að ekki sé sofið á þessu einu stærsta velferðarmáli bæjarins. Fyrsta hópferð Hlífar Verkamannafélagið Hlíf gengst á þessu sumri eins og að undan- förnu fyrir hópferðum fyrir félags nienn sina. Verður fyrsta ferðin á sumrinu farin í dag, til Þingvalla og ná- grennis. AII3 ráðgerir félagið að fara í 10 slíkar ferðir á þessu sumri, bæði styttri ferðir i nsersveitirn- ar. einnig lengri ferðir, t.d. norður í land. Þióðviljinn mun væntalega birta ferðaáætlun félagsins. Sól -- sumar og göturykið Allmiklar umkvartanir, bæði munnlega'og skriflega hafa borizt viðvíkjandi göturykinu í bænum. Og læt ég hér með fylgja eftir- farandi kafla úr einu bréfinu: „Við heilsum sumrinu, með allri sinni birtu og hlýleika og margs- konar atvinnulegri blessun. sem því fylgir á svo margan hátt. Hjá okkur sem búum í bæjun- um, er þó eitt alveg sérstaklega, sem skyggir á dásemdir sumars- ins, en það er göturykið og allur sá óþverri sem því fylgir. Hér í bæ er göturykið allveg óskaplegt, enda lítið sem ekkert gert af hálfu bæjaryfirvaldanna til þess að hindna það að þessum ó- sóma sé ausið yfir vegfarendur. Víst væri það sannarlegt gleði- efni. ef . ráðamenn bæjarins yökn- i'ðu tii umhugsunar um það að þeim ber tvímælalaust að koma í veg fvrir þennan ófögnuð. Og þegar á það er nú litið, að hér í bæ er ekki einn einasti barna- leikvöllur eða önnur opin svæði fyrir börn til þess að hafast við á. Nei þau hafa ekki annann stað til leika en götuna, í rykinu i.g óþverranum sem því fvlgir". Já, það er alveg satt og rétt sem hinir óánægðu bæjarbúar hafa látið uppi um þetta efni, og uppeldisskilyrði æskunnar' hér í bæ eru alveg hörmuleg á flestum af ekki tlllum sviðum, og þarf sannarlega miklar umbætur á því sviði. Og göturvkið þarf umfram allt að kæi’a, því það er ekki einu sinni svo að það stórspilli heilsu manna, einnig hefur það skaðleg áhrif á allann gróður í görðum Uæjarbúa..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.