Þjóðviljinn - 14.12.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1945, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 14. des. 1945 ÞJÓÐVILJINN 3 ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON Erlendar íþrótta- fréttir Dynamo — Rangers 2:2 Þessa leiks var beðið með mikilli eftirvæntlngu á öllum Bretlandseyjum og víðar. Þarna var bezta félagi Skota teflt fram. Rangers hafði keypt leikmann frá Everton Caskie að nafni, þrem dögum áður en leikurinn fór fram. Rússarnir vildu le!ka við lið félagsins eins og það var á kappleiknum á undan og ef þessi maður léki með mundu þeir taka saman dót sitt og hverfa suður á bóginn aftur án þess að leika. Til þess að hryggja ekki þessi 90 þúsund áhorfenda sem höfðu náð sér í aðgöngumiða létu þeir und an og mættu án Caskie. Þegar ‘ tvær mín. voru af leik tekst hægra innherja, Rússa( Kartseff að gera mark úr aukaspyrnu af 20 m. færi. Fimm mín. síðar er dæmd vítispyrna á Dynamo, en rússneski markmaðurinn Konsitsi varði á hinn furðu- legasta hátt. Eftir 24 mín. gerir Dynamo annað mark, er það Kartseff aftur sem sendir knöttinn bak við Dawson í mark Rangers eftir prýðilegan sam leik í framlínu Rússa. Rangers hóf nú sókn og tókst að gera mark 5 mín. fyr ir hálfleik. Eftir hléið hófu þeir nýja sókn hraða og ákafa, svo markmaður Rússa varð að taka á irióti mörgum og hörð um skotum. Þegar 10 mín. voru eftir af leik fengu Skotar vítaspyrnu og setti miðframv. Young mark úr horni. Síðustu mín úturnar vorú óslitin sókn af hálfu Skota, en 2:2 stóðu til leiksloka. Sviss vann Svíbjóð 3:0. Síðasta landsleik Svía á ár- inu lauk með ósigri þeirra, 3:0, fyrir Svisslendingum. Svisslend ngar sýndu framm- úrskarandi leik, enda taldir einna sterkastir á megin- landi Evrópu að Rússum ef til v.ill frátöldum. Svíar náðu oft góðum til- þrifum í leik sínum, en stóð- ust ekki hinn hraða og á- kveðna leik mótherjanna. Þetta er fyrsti leikurinn, •sem þeir tapa á árinu. Þýzkalandi vikið úr F.I.F.A. Alþjóðasamiband knatt- ■spyrnumanna — F.Í.F.A. sam Iþróttaskóli Islands Um síðastliðna helgi fór fram vígsla hinna nýju heim- kynna íþróttaskólans á Laugarvatni. Það hús, sem þar er rlsið af grunni er ætlað íþrót.takennaraefnum okkar, þeim hluta íþróttamanna, sem að öllu eða einhverju leyti hafa ætlað sér ,að verja ævi sinni til að veita öðrum tilsögn, kennslu og almenna fræðslu um íþróttaiðkanir og þjálfun. Þessi framkvæmd hlýtur því að vera öllum, sem íþróttum unna, vexti þeirra og viðgangi hið mesta gleðiefni. Slíkar stofnanir sem þessi íþróttakennaraskóli íslands, eru taldir hyrningarsteinar íþróttahreyfingarinnar. Þar fá kennaraefni þann eld sem þau síðar lýsa íþróttamönnum landsins með og fleirum en þelm, þeir verða að breiða þetta fagnaðarerindi út til ungra sem gamalla, karla sem kvenna, afreksmanna sem skussa. Þeir verða að prédika svo vægð- arlaust, að þeir geti með góðri samvizku sagt: íslenzka þjóðin er í þjálfun. Hún er fær um að mæta erflðleikum. Inn'setumenn hafa ekki lengur frið til að láta sig drafna niður á hörðum eða mjúkum stólum. Æska borga og bæja unir ékki lengur í vínhúsum og reykskálum, hún þarf eitt- hvað sem er karlmannlegra, hreinlegra. Öll æska landsins hefur gert íþróttirnar að hluta af sjálfri sér, þær eru sam- ofnar; daglegu lífi hennar. Eldra fólkið hefur vaknað til fullkomins skilnings um málefni vor. Það eru allir komnir með! Þetta er að vísu framtíðin^ og margir munu segja að eigi langt í land. Til að ná þessum árangri verður að gera strangar kröf- ur til Íþróttakennaraskóla íslands, en ófrávíkjanlega verða áhrifin og hinn ríkjandi andi íþróttamenningarinnar að koma þaðan. Þessi skóli verður að ráða yfir beztu kennur- um sem völ er á á hverjum tíma. Hæfni kennaranna er 1 flestum tilfellum lykillinn að velgengni þeirra og áhrifum. Þá þarf ekki að taka fram að því fjölþættari sem skólinn er því meiri möguleika hefur hann til að útbreiða íþrótta- líf meðal landsmanna. Með skólann á þessum stað verður það sennilega af fjárhagsástæðum erfitt að fá til hans alla þá beztu kennara sem völ er á, og er slíkt mikill skaði, en að því verður að vinna að láta hann og íþróttahreyfinguna ekki líða fyrir það. Það er beinlínis skylda gagnvart þessum skóla sem öðrum, að tryggja honum beztu kraftana til kennslu. Því fremur verður að vanda til skólans, sem þetta er eini skól- inn sem útskrifar kennara í íþróttum. Við getum ekki undir neinum kringumstæðum látið okkur nægja stult námskeið í fjölbreyttum og þungum í- þróttagreinum þó segja megi að allt sé betra en ekki neitt, og þó um úrvalskennara sé að ræða. Þessi stofnun verður að vera raunhæf, fjölbreytt og sterk. Við verðum að treysta því að þeir menn, sem ötulast 'hafa barizt fyrir þessum skóla, og þakka ber, beri líka gæfu til í náinni framtíð að skapa honum þá möguleika að hann geti með kennaravali og fjölbreytni í íþróttum, orðið á borð við skóla sömu tegundar erlendis. Húsnæðið er að koma, við vonum að hitt fylgi á eftir. Jólablað ■f Sjómannablaðsins Víkings er komið út EFNISYFIRLIT: Séra Árni Sigurðsson: Úr jólasöng aldanna Kristján Eldjárn: Alsbáturinn (5 myndir) Gils Guðmundsson: Holger Drachmann (mynd) Holger Drachmann: Ýfir Skagahaf. Smásaga (2 m.) Henrik Bjelke (mynd) Útgerðarmál. Fjórir stjórnmálamenn rita um fram- tíð sjávarútvegsins á íslandi. Grein Óskars Jónssonar (mynd) Grein Eysteins Jónssonar (mynd) Níunda þing F. F. S. í. Oscar Jensen: Frá bernskudögum bryndrekanna (6 myndir) Sigurður Þorsteinsson: Guðm. ísleifsson (mynd) Fiskimannabærinn Gloucester (4 myndir) Saga Eyrarlbakka (4 myndir) Draumur Moltké (Jólasaga) Ekknasjóður íslands Ólafur Magnússon: Vitar og sjómerki 1 Guðmundur Guðmundsson frá Móum: Tvær fyrstu togveiðiferðir á Halann og tildrög þeirra (mynd) Guðm. G. Hagalín: Sigurjón Á. Ólafsson sextugur (kvæði) Henryn Hálfdansson: Samræming launa og lækkun dýrtíðar Finnur Magnússon: Danmerkurferð á briggskipi árið 1797 (mynd) Gils Guðmundsson: Sandgerði, 3. grein (9 myndir) Jón Kr. ísfeld: Gísli bátsmaður á Bíldudal (4 myndir) Friðrik Halldórsson, loftskeytamaður (kvæði) ) Ljóðabálkur Kaupskipafloti heimsins Hallgrímur Jónsson: Úr vélarúminu (mynd) Setningarhátíð Sjómannaskólans (mynd) Guðm. Guðmundsson, ísafirði: Siglingalög og sjó- mannafræðsla. Haraldur Ólafsson: Vélskipið Haukur Bækur Skák Frá hafi til hafnar. Blaðið verður selt á götunum í dag og næstu daga Sölubörn komið í skrifstofuna, Bárugötu 3 Jólablað Víkings þarf hvert heimili að eignast Sjómannablaðið Víkingur U. Úr fréttabréfi frá Danmörkii Skiptar skoðanir um væntanlega heimsókn danskra knattspyrnumanna til íslands næsta sumar þykkti á fundi sem það hélt í Zúrieh í Sviss nýlega að útiloka fulltrúa Þýzkalands, dr. Bauwens og einnig full- trúa Ítailíu, Mauro, sem var varaforseti sarribandsins. Enn fremur var samþykkt að strika Þýzkaland sem aðila að F.Í.F.A., þar sem „þýzka knattspyrnusambandið sé ekki til lengur eftir að stjórn nazista er fallin frá.“ — Íþróttalíf virðist mér vera mikið hér og á mörgum sviðum. Látlaust eru háðar millilandakeppnir við Svíana og hafa ýmsir betur. Þó eru Svíar í meirihluta. Eg hef horft á einn leik í knatt- spyrnu og var hann milli landliðs Dana og valins liðs atvinnuleikmanna úr enska hernum. Danirnir léku mjög laglega, voru liprir og snögg- ir á boltanum og dekkuðu miklu betur en Englending- arnir, sem virtust vera í slæmri þjálfun. Þeir höfðu margir góða knattmeðferð. en voru ekki jákvæðir í leik sín- um. Danir unnu 6:1. Eftir fyrri hálfleik stóð 2:1. — Dari ir töpuðu fyrir Svíum 4:1. —« Eg las hér í blöðunum um: daginn að íslendingar hefðu mælzt til þess að fá landlið Dana heim næsta sumar. Þið verðið svei mér að æfa vel ef þið eigið að hafa nokkra von því Danirnir eru sterkir. Blöðin hér létu annars mis munandi álit í ljós um það hvort Danir tækju boðinu eða ekki. Bolitiken sagði: „Lík- ast til segjum við já.“ En Berl. Tidende þótti fráleitt að þeir sendu sjálft landsliðið, en komið gæti til mála að senda lið utan af landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.