Þjóðviljinn - 14.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1947, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐ VILJINN Föstudagur 14. aóv. 1947. þlÓÐVILIINN Ctg-eíandl: Samelniagarflokkur alþýSu — Sósiallstaflokkurinn i-ULoijoiar. idagnua K.jarvansaon, SigurSur Guðruundsaon, Ab. Fróttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7600. Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, suni 2154. Auglýsingar: Skólavörðustig 18, sími 6809, Prentsmiðjusíml 2184. Aakriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja ÞjóðvUj&ns h.f. Sósíalistaflokkiirinn, Þórsgötu 1 Sími 7510 (þrjár linur) BÆJARPOSTIEtM Hlþýðusambandsþingið hefur bent á leiðirnar Alþýðusambandsþinginu er lokið. Vinnandi alþýða þessa lands, yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, sem væntir sér trausts og forustu hjá Alþýðusambandimi hefur undan- farna daga horft til þessa þings og beðið álits þess og álykt- aha í dýrtíðar- og atvinnumálum þjóðarinnar. f 9 mánuði hefur ríkisstjórn hinna tvöhundruð tuttugu og tveggja heildsala boðað þjóðinni hrun og öngþveiti. í 9 mánuði hefur rikisstjórnin reynt að villa þjóðinni sýn til þess að fá alþýðuna til að beygja sig fyrir nýjum árásum á lífskjör hennar. Fulltrúar alþýðunnar, þeirra 22 þúsunda vinnandi manna og kvenna sem félagsbundnir eru í Alþýðusambandi ís- lands, hafa eftir þriggja daga æðnilausar umræður um vandamálin bent á leiðirnar til þess að komast fram hjá þvl öngþveiti sem stjórn hinna 222 heildsala er nú að leiða yfir þjóðina. Þær leiðir sem ríkisstjórnin hefur með öllum sínum áróðurstækjum reynt að dylja fyrir þjóðinni. Fulltrúar alþýðunnar horfðust óskelfdir í augu við erfið- leikana: „Eins og atvinnumálum landsins er nú 'háttað telur þingið brýna nauðsyn á að þegar í stað verði gerðar öflug- ar ráðstafanii' til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og til þess að tryggja íramleiðslu þjóðarinnar. Alþýðusam- bandsþingið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við aðra aðila í landinu um ráðstafanir í þessu efni“. Jafnframt því að| bjóða samstarf sitt benti þingið á leiðimar til þess að lækka dýrtíðina og tryggja áframlialdandi atvinnu og rekstur bátaútvegsins, án þess að lífskjör vinnandi manna og kvenna séu skert. Alþýðusambandsþingið benti á mjög einfaldar og aug- Ijósar staðreyndir þessu til sönnunar: „Það er staðreynd að meiri auður er nú í fárra manna höndum á íslandi en nokkru sinni áður. Það er einnig staðreynd að þjóðartekj- umar eru meiri nú en áður. Alþýðan getur því ekki sam- þykkt að fóma neinu af sínum lífskjömm sem myndi verða til þess að auka enn við gróða hinna ríku og gera tekju- skiptinguna ennþá óréttlátari en hún er.“ Alþýðusambandsþingið er ekki eitt um þessa skoðun. Þetta er stefna alls vinnandi fólks í landinu. Samtimis Al- þýðusambandinu héldu önnur f jöldasamtök starfandi fólks, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, þing sitt, og krafðist þess að ekki sé byrjað á því að lækka lífskjör alþýðunnar, heldur séu þeir „sem gjaldþolið hafa mest“ látnir bera „nauðsynlegar byrðar vegna dýrtíðarinnar“. Alþýðusambandsþingið benti á éftirtaldar leiðir: Að tryggja bátaúveginum fast lágmarksverð fyrir fiskinn, er sé það hátt að kjör hlutasjómanna verði ekki lakari en ami- arra atvinnustétta. Að óeðlilegum milliliðakostnaði verði létt af bátaútgerðhmi og komið í veg fyrir okur og óhófseyðslu í útgerðarkostnaði. Að útgerðimii verði séð fyrir hagstæð- ari lánakjörum. Að afurðasalan verði endurskipulögð og verkalýðssamtökunum tryggð eðlileg íhlutun. Að gjörbreyta verzlunarskipulaginu, afnema millihðagróða heildsalanna. Að tryggja hagsýna notkun gjaldeyris og koma í veg fyrir óþarfa innflutning, óhagstæð innkaup og gjaldeyrisflótta úr landi. Að lækka eða afnema tolla á helztu nauðsynjavör- um og hækka skatta á hátekjum og stóreignum. Að af- nema húsaleiguokrið og tryggja byggingafélögum verka- manna nauðsynleg lén. Að lækka kostnað við embættisrekst- ’ir ríkisins. Að .koma í veg fyrir að f jármagn sé dregið út Frægur læknir í'ékk ekki að starfa sem læltnir X. Y. skrifar: „Á stríðsárunum dvaldist hér landflótta þýzkur læknir af gyð ingaættum. Læknir þessi var vel að sér í taugasjúkdómum og hafði fyrr á árum getið sér gott orð í Þýzkalandi. Strax og liann kom liingað, hugðist hann láta þessa þjóð njóta góðs af þekkingu sinni, vildi fara að stunda læknisstörf. En hinir ís- lenzku kollegar komu þá til hans og sögðu, að hér gæti hann ekki starfað sem læknir. íslenzk lög bönnuðu honum það. Hann uppfyllti ekki þau skil- yrði um dvalartíma á landinu og fleira slíkt, sem krafizt var með lögum af hverjum þeim lækni, er starfa vildi sem læknir á íslandi. Hinn þekkti læknir varð þá að gefa sig að venju- legri verkamannavinnu til að lifa, vann m. a. lengi í flugvell- inum. ★ Samþykkt lagabreyting „En fyrir atbeina góðra manna og eftir langan tíma fékkst samþykkt á Alþingi laga breyting, er heimilaði læknin- um að hverfa frá verkamanna- vinnu til læknisstarfa. Samt fékk þetta ekki hljóðlausan framgang, því allstór hópur ísl. lækna samþykkti mótmæli gegn lagabreytingunni. Þeir vildu alls ekki, að hinn frægi læknir fengi að starfa hér sem læknir. En lagabreytingin hafði reynd- ar ekki svo mikið að segja í þessu sérstaka tilfelli, því um- ræddur læknir var á förum til Ameríku, þegar hún loks fékk framgang. Fólkið á þessu landi fékk þvi aðeins um stuttan tíma notið góðs af hinni miklu þekk- ingu hans og hæfileikum. ★ Hvað um læknana hjá herraþ jóðinni ? „Ástæðan til þess, að ég rifja hér upp þetta mál er þessi: Það er staðreynd, að á Keflavlkur- flugvellinum starfar nú stór hópur amerískra lækna. Sam- kvæmt marggefnum yfirlýsing- um og skjalfestum ákvæðum flugvallarsamningsins heyra all ir Ameríkanarnir þarna suður- frá undir íslenzk lög. Því finnst mér eðlilegt að spyrja, hvort Læknafélag Islands hafi lýst blessun sinni yfir starfsemi amerísku læknanna á vellinum. En eftir öðru að dæma hlýtur mann að gruna, að Læknafélag- ið hafi ekkert um mál þeirra f jallað. Fyrir nokkrum árum ætluðu margir íslenzkir læknar æfir að verða yfir því, að landflótta Gyðingur, þekktur læknir, fékk að starfa hér sem læknir. Hvað segja nú hinir sömu íslenzku læknar um starfsemi læknanna hjá „herraþjóðinni" á Keflavík urflugvellinum ? Þegja þeir? X.Y.“ ★ Skelfingar ástand á einoktmartimunum Hörður skrifar: „Félagi Bæjarpóstur! Skelfingar ástand rar hér annars á einokunartímunum. Þá fengu menn t. d. ekki að ráða því, hvar þeir seldu hinar fátæklegu afurðir sínar. Ef menn t. d. seldu sinn fisk á þeim verzlunarstað, sem næstur var, eri liöfðu fengið fyrirmæli um að selja hann á einhverjum fjarlægari verzlunarstað, þá voru menn miskunarlaust hýdd ir. Já, það voru meiri tímarnir, þessir einokunartímar. ★ Bannað að byggja sitt hús ,,En nú eru tímarnir aðrir, sem betur fer. Nú eru menn ekki hýddir íyrir að selja sinn fisk þar sem þá langar til. Samt finnst mér einhvernveginn ekki að allt sé eins og það á að vera, Það er t. d„ ef mann langar til að byggja hús til að búa í. Mað ur á kannski peninga til þess, en yfirvöldin svara bara höstu lega og segja: „Það erum við sem ráðum því, hverjir fá að byxgja sín hús til að búa í og hverjir ekki.“ Nú á maður kannski allt efnið í sitt hús og heldur að allt sé í Iagi. En biddu fyrir þér! Yfirvöldin varð Framhald á 7. síðu Þegnskapur atvinnurekenda Járniðnaðardeilan hefur nú staðið í tæpan mánuð. Hún er eins og öllum er kunnugt þannig til komin að járniðnaðarmenn hafa farið fram á smávægilega launa- hækkun til samræmis við hliðstæðar starfsgreinar og meistarar hafa fallizt á að kröfur þeirra væru hófsam- legar og fyllilega sanngjarnar — en ríkisstjórnin hefur bannað samninga og ber því fulia ábyrgð á verkfall- inu og afleiðingum þess. Að sjálfsögðu nýtur ríkisstjómiu stuðnings hinna harðsvíruðustu atvinnurekenda í þessari aístöðu sinni, manna eins og Eggerts Claessens, sem eiga þá hugsjón eina, að íslenzk alþýða beri sem minnst úr býtum. Og þessi ógeðslega hagsmunasýki gróðamannanna hefur einmitt komið óvenjulega skýrt fram í þessari deilu. Svo bar við fyrir nokkrn að Slysavarnafélag Islands bað jámiðnaðarmenn um að halda álram vinnu við björg- unrskútuna Sæbjörgu, svo að hún gæti orðið tilbúin fyrir vertíð og verið tíl taks, þegar öryggi sjófarenda væri í hættu. Járniðnaðarmenn svöruðu þessari beiðni einröma játandi, í samræmi við það að þeir halda t.d. áfram störf- um við sjúkrahúsin. En þegar til átti að taka og Slysa- varnafélagið bjóst við að vandkvæði þess væru Ieyst, NEITUÐU ATVINNUREKENDUR A» LÁNA VERK- FÆRI OG NAUÐSYNLEG TÆKI TIL ÞESS AÐ HÆGT VÆRI AÐ VINNA STARFIÐ. Og nú er sýnt að björgun- arskútan Sæbjörg verður ekki ferðbúin á tilsettum tíma. Ef járniðnaðarmenn hefðu neitað störfum við Sæ- björgu, hefðu stjórnarblöðin dag eftir dag borið þeim 4 brýn mannhatur og skemmdarverk og bendlað þá við hvert slys sem á sjónum kann að verða í vetur. Nú, þeg- ar gróðasýki harðsviraðra atvinnurekenda á í hhrt, kjósa þau að þegja. Það var ekki útlátamikið fyrir atiinnurek- endur að veita Sæbjörgu undanþágu, en í baráttunni gegu réttmætum kröfum járniðnaðarmanna verður allt að víkja, mannúð jaíht og þegnskapur. úr atvinnurekstrinum og tryggja að því sé einbeitt í gagn- lega uppbyggingu og þar með tryggð næg atvinna handa öllum. í þessari ályktun sinni hefur Alþýðusambandið bent á allar meginorsakir dýrtíðarínnar og bent á leiðimar til þess að lækka hana, án þess að lækka lífskjör almennings, t. d. má með því einu að lækka eða afnema tolla af helztu nauð- synjavörum almennings lækka vísitöluna um 20 stig. Með þeim ráðstöfunum er Alþýðusambandsþingið bendír á, að minnka óhemjugróða auðmanna er hægt að tryggja al- menningi a. m. k. eins góð kjör og nú og áframhaldandi at- vinnu. Hagsmunir hinna örfáu auðmanna verða að víkja fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Fulltrúaráð iðnnema Framhald af 8. síðu. skólahúss í Reykjavík, þar, sem öllum er vitanlegt að núverandi húsakynni skólans eru svo þröng og ófullkomin, sem frek- ast má verða og því brýn þörf skjótra. úrbóta. Þar eru því ein dregin tilmæli Fulltrúaráðsins, að Fjárhagsráð endurskoði þessa ákvörðun sína og veiti umbeðið fjárfestmgarleyfi nú þegar svo hægt sé að halda byggingu skóians áfram.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.