Þjóðviljinn - 14.01.1949, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1949, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. janúar 1949. ÞJÓÐVILJINN Bókíærsla Tek að mér bókhald og upp- gjör fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga. Einnig framtöl. JAKOB J. JAKOBSSON Sími 5630 oe; 1453. Vöruvelfan kaupir og selur allskonar gagn- legar og eftirsóttar vörur. Borg um við móttöku. Vöruveltan Hverfisgötu 59. — Sími 6922 — Kafíisala Munið Kaffisöluna í Hafnar- stræti 16. Fasfeicmasöluraiðsföðin Lækjargötu 10B, sími 6530, annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur allskonar trygging- ar, svo sem líftryggingar, bruna tryggingar o. fl. í umboði Sjó- vátryggingafélags Islands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, á öðrum tímum eftir samkomulagi. Samkomnkg útvegsmanna og ríkisstjórnarinnar Framhald af 8. síðu varleg vandamál útvegsins raunverulega eru. Útvegsmenn fólu Landssam- bandi ísl. útvegsmanna, Verð- lagsráði sjávarútvegsins og framkvæmdastjóra sambands- ins að vinna að upplýsingum þessára mála. Auk þess hafa þeir frá því í ágústmánuði kom ið saman á fjóra mjög fjöl- menna fundi, fyrst í september mánuði, næst hinn 20- október á aðalfund Landssambandsins, þá í desembermánuði og nú loks síðast hinn 9 .janúar til þess að bera saman ráð" áíh um vandamál útvegsins. Það verður því ekki sagt með neinni sanngirni að Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hafi flaustrað af því að bera fram kröfur sínar í hagsmunamálum Lögfræðingar Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, I. hæð. Sími 1453. Tökum að okkur skattafraintöl. Ragnar Úlafsson hæstaréttarlögmaður og löggilt- ur endurskoðandi. Voharstræti 12. — Sími 5999. Sendihílastöðin — Sími 5113 — Notið sendiferðabíla, borgar sig. það Samúðarkort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir, fást hjá slysavarnadeild um um allt land. 1 Reykjavík afgreidd í sima 4897. Húsgögn - Karlmannaföt \ Kaupum og seljum ný og not- uð húsgögn, karlmannaföt og margt fleira. Sækjum — sendum SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. — Sími 2926. EGG Daglega ný egg soðin og hrá. Kaffistofan Ilafnarstræti 16. Ullartuskur Kaupum hreinar ullartuskur Baldursgötu 30. Bifreiðaraflagnir Ari Guðmundsson. — Sími 6064 Hverfisgötu 94. Skíðadeild K.R. Skíðaferðir í Hveradali kl. 2 og 6 á laugardag og á, sunnudagsmorgun kl. 9. — Farmiðar seldir í Ferðaskrif- stofu ríkisins. Glímuæfing í íþróttahúsi Melaskólans kvöld kl. 9. Glímudeild K.R. Skíðaferðir að Kolviðarhóli um helgma: Á laugardag kl. 2 og 6 og á sunnudag kl. 9. Farmiðar og gisting seld í Í.R.nhúsinu í kvöid frá kl. 8—9.' Skíðadeildsn. Ármenningar! Skíðamenn: Þorrahátíð. Þakkarhátíð verður laugardaginn 15. jan. Farið kl. 2, 6 og 8. — Farmið ar aðeins í Ilellas. 1. Skemmtunin hefst með kaffidrykkju. 2. Söngur, nefndin stjórn- ar. — 3. Leikrit. 4. Söngur. 5. :? ? ? '6. Hormonikan þanin. 7. Hvað skeður í lokin? Skemmtinefndin, iiimiiimiimmiiimimmiiiimiimmmiuimiiimmmmiiiimiHmumiiiii Húsnæði 1—2 herbergi og eldhús óskast til leiku strax. — Tilboð sendist til afgreiðslu Þjóðviljans fyrir n. k. þriðjudag, merkt: „íhúð — 1949“. iiiiiiiiiiiiifiiiiíimi útvegsins, heldur þvert á móti. Verkefni og störf Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna í málum þessum hafa mótazt af þeirri stefnu, sem útvegsmenn hafa mörg undanfarin ár sífellt borið fram sem höfuðrök í lausn vandamála atvinnuveg- anna og lýsir sér því í því, að þeir telja styrkveitingar og nið urgreiðslur úr ríkissjóði til að- alatvinnuvega þjóðarinnar, sjáv arútvegsins og landbúnaðarins, i sé með öllu fráleitt og alls ekki til frambúðar. Enda sé nú kom ið í ljós að slíkt er raunverulega að valda allsherjarstöðvun á út flutningsframleiðslu lands- manna, sem er þó undirstaða og lífæð þjóðarinnar. Hvorki þjóðinni í heild né Al- þingi virðist þetta orðið ljóst, því ella hefði verið fært að leysa vandamál atvinnuveganna til frambúðar nú þegar. SAMKOMULAGIÐ VIÐ RlKISSTJÓRNINA Fulltrúafundur Landssam- þandsins féllst því eftir atvikum á,. . samkvæmt framansögðu, eftirfarandi samkomulagsatriði við ríkisstjómina til bráða- tiirgða, svo að útgerð á vetrar- vertíðirini gæti hafizt að þessu sinni: AÐALATRIÐI: Höfuðáherzlan er á það lögð í samkomulaginu við ríkisstjórn ina, að allsherjarsamtök útvegs manna vinni að því að gerðar verði nú þegar allar hugsanleg- ar ráðstafanir til að skapa heil- brigðan og raunhæfan starfs- grundvöll fyrir sjávarútveginn í framtíðinni, enda njóti þau í þeim efnum fyllsta stuðnings ríkisstjórnar og Alþingis. Á þetta leggur Landsamband íslenzkra útvegsmanna aðalá- herzlu, og útvegsmenn munu ásamt heildarsamtökunum vinna af kappi að því, að þessu takmarki verði náð fyrr en seinna, því að önnur iausn er aðeins frestur á að leysa þann mikla vanda og þau alvarlegu málefni, sem nú steðja að allri þjóðinni vegna þessa ástands. AFLA- OG HLUTATRYGG- INGASJÓÐUR: I öðru lagi varð það að sam- komulagi á milli ríkisstjórnar- innar og fulltrúa Landssam- bands ísl. útvegsmanna, að rík- isstjórnin mundi beita sér fyrir því að lög um afla- og • hluta- tryggingarsjóð bátaútvegsins verði nú samþykkt af Alþingi, þegar það kemur saman aftur til starfa og að bótagreiðslur úr sjóðnum verði látnar gilda fyrir árið 1949. STYRKVEITING: í þriðja lagi náðist samkomu lag um það, hvernig verja skyldi hinum 5 milljónum kr., sem lögin um dýrtíðarráðstaf- anir vegna atvinnuveganna ráð gera að verði varið til að lækka kostnað við framleiðslu sjávar- afurða, og mun síðar vera end- anlega gengið frá því atriði. FRJÁLS GJ ALDEYRIR: verði heimilað að ráðstafa gjald eyri fyrir útflutt hrogn á sama hátt og var á síðastliðnu ári og að hið sama verði látið gilda um ákveðnar útflutningsvörur, sem sérstaklega eru upp taldar, og er hér um að ræða sjávarafurð ir, sem lítið eða ekkert hafa ver ið framleiddar til útfl. á undan- förnum árum, af þeim ástæðum, að örðugleikar hafa verið á sölu þeirra vegna þess hvað framleiðslukostnaður þeirra er hár en hinsvegar verð á erlend- um markaði lágt. Um framkvæmdina á þessu atriði mun síðar verða nánar á- kveðið með sámkomulagi á milli ríkisstjórnarinnar og heildar- samtaka útvegsmanna- GEYMSLUGJALD OG RÝRNUN Að lokum náðist samkomulag um það við ríkisstjórnina, að rekstursafkoma hraðfrystihús- anna verði bætt með greiðslu á geymslugjaldi á hraðfrystum fiski og sömuleiðis með greiðslu á rýrnun á sáltfiski og geymslu gjaldi á honum, á svipaðan hátt og freðfiskinum, en þetta verði síðar nánar ákv- í reglugerð í samráði við Landssamband ísl. útvegsmanna og Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, að því er saltfiskinn varðar. I framhaldi af þessum sam- komulags atriðum gerði fulltrúa ráðsfundurinn eftirfarandi á- lyktanir: Fulltrúaráðsfundur L. I. Ú. haldinn 9. til 11. janúar 1949, felur stjórn sambandsins eftir- farandi: 1. Að vinna að því við rík- isstjórnina og Alþingi, að fjár- hagsaðstoðin til véibátaflotans vegna aflabréstsins á síldveið- um 1948 verði hækkuð upp i 10 millj. króna eða nægilega upphæð til þess að greiða sjó- vsðs- og lögveðskröfur, jafnt til þeirra útvegsmanna, sem fengið hafa leyst sjóveð sinna skip(a um stundar sakir með aðstoð einstaklinga, stofnana eða skipshafna sinna, eins og hinna sem hafa haft sjóveð áhvílandi til þessa tíma. 2. Vinna að þvi við ríkis- stjórn og Alþingi að slysatrygg ingargjöld af skipverjum á ís- Lenzkum fiskiskipum, veroi ekki innheimt fyrir árið 1949. Á þessu stigi málsins sér Landssamband ísl. útvegs- manna ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um málefni nt- vegsins. Hér er aðeins um að ræða lausn enn einu sinni til bráðabirgða. En nú er að því komið að við svo búið varður ekki lengur unað, og telja út- vegsmenn að hjá því verði ekki komizt að stíga það spor til fulls á þessu ári, sem skapað getur viðunandi lausn á vanda- málum sjávarútvegsins í heild þannig, að hægt sé að g;ra fiskiskip út á veiðar á Is- landi á heilbrigðum fjárhags- •grundvelli, hvort lieldur um er að ræða botnvörpu- eða hin minnstu vélskip. Að þessu marki munu út- vegsmenn vinna og þeir treysta því, að til þess njóti þeir fulls stuðnings rikisstjórnarinnar og Alþingis og þá ekki síður allra þegna þjóðarinnar , því að vissu lega eru hagsmunamál aðalat- vinnuvegar þjóðarinnar, sjáv- arútvegsins, engin ein.kamál út- vegsmamia og sjómanna, heldur málefni ’þjóðarinnar aílrar.“ — Tveggja ára lirunstjórn Framhald af 5. síðu. (Samanber: Við ætlum bara að vera ,,veitendur“ og aldrei taka dollaralán eða betla!) Og svo ætti að koma eftir næstu kosningar og segja: Nú þurfum við að láta herstöðvar og fá her hingað, því annars er það bara vitleysa að vera í hernaðai-bandalagi, bara til að- auka árásarhættuna!! Quislingarnir halda að hægt sé að blekkja þjóðina til að of- urselja þannig landið — bara ef það sé gert í áföngum. En það mun eiga eftir að sýna sig, að þeir hafa of mikið traust á forheimskun:-armætti Morg- unblaðsins. Það gengur ekki með amerískum hraða að ræna Islendinga vitinu, jafnvel þótt Morgunblaðið, Vísir og Alþýðu- ;blaðið, öll amerísku blöðin, legg' ist á eitt. Þessi afturhaldsstjórn hefur verið óvinsælasta stjórn, sem að völdum hefur setið á Islandi. Svo óvinsæl er hún að jafnvel |Vísir verður að viðurkenna að • hún sé „alltof veik“ til þess að geta leyst nokkurt vanda- mál, og þó styðja hana 42 þing- menn og þrír heilir stjórnmála- flokkar. Nýsköpunarstjómin hafði þó aðeins 32 stuðnings- menn á þingi og var nógu sterk til þess að gerá atvinnú- byltingu á Islandi og setja þá stórkostlegustu 1 umbótalöggjöf, sem sett hefur verið. Gæfa íslands er nú undir því komin að þessi óvinsælasta stjórn, sem sjálfsíætt Island hefur haft, verði sett frá, áð- ur en hún fær tækifæri til þess að vinna það versta óhappa- verk, sem unnið liefur verið í allri sögu Islands. R. Skálaferð n. k. Iaugardag, skrifið ykkur á listann á- skrifstofunni — sími 7510. Skálastjórn. — Japan Framh. af 1. síðu. ama, Jokosuka og Sado í ný- tízku horf. Hætt við að leysa upp einokunarhringana Ein af fyrirskipunum þeim, sem Mae-Arthur voru gefnar, er hernám Japans hófst, var að Leysa upp iðnaðar- og f jármála hringana, sem drottnuðu yfir atvinnu- og fjármálalífi Jap^ans fyrir styrjöldina og studdu til valda þær stjómir, sem leiddu Japan út. í hverja árásarstyrj- öldina af annarri. Taka átti fyr- irtækin af fyrri eigendum og selja þau samvinnufélögum, verkalýðsfélögum eða einstök- um mönnum. Bandarísk sendi- nefnd skipuð fjármálamönnum og iðjuhöldum sem kom til Jap- ans s.l. ár, réði því, að þessar skipanir voru afturkallaðar. I nefndinni voru m. a. Paul Hoff- man, er skömmu síðar var skip- aður yfirstjórnandi Marshall- áætlunarinnar. Bandaríkjamenn. mimp ekki hagga við japönsku. auðhringunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.