Þjóðviljinn - 24.04.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1949, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. apríl 1949. ÞJÓÐVILJINN Blekkingar Vísis & Co. ura okortaxta I sambandi við verkfall vöru- bílstjóra sem nú stendur yfir, hefur ýmislegt borið á góma og verið rætt í blöðum sem okkur bílstjórum þykir stangast nokk- uð við staðreyndir. Ekki eru þó tök á hér eða þykir ástæða til að eltast við allar þær rang- færsiur og ósannindi sem hald- ið hefur verið á lofti í sambandi við verkfallið, en aðeins bent á nokkrar staðreyndir vegna um- mæla um tekjuhlið bílstjóra. I ritstjórnargrein í Vísi 20 þ. m. er vitnað í greinargerð for- manns Vinnuveitendasambands fslands, og segir þar svo: „Samkvæmt þeirri skýrslu virðist svo sem bifreiðastjórar hafi þegar bezt hefur látið feng- ið greitt allt upp í 1200.00 á degi, en meðalgreiðslur til þeirra munu hafa numið frá kr. 600 - 800 á degi þegar um slíka flutninga til Keflavíkur hefur verið að ræða. Verður ekki annað sagt en að hér sé um svo hátt dagkaup (leturbr. hér) að ræða, að bifreiðastjórar mættu sýnast vel sæmdir af”. Vísir segist enga afstöðu taka til deilunnar, en er búinn að birta tvær nafnlausar níðgrein- ar um bílstjóra auk þessarar en hefur hinsvegar ekki séð sér ' fært að birta greinargerð frá stjórn Þróttar sem var mjög hlutlaus. Það þarf naumast að taka fram að greinargerð formanns Vinnuveitendasambandsins var hvað þetta snertir mjög villandi og tölur þær sem þar voru birt ar gefa enga hugmynd um tekjur bilstjóranna. En til að gefa almenningi nokkra vitneskju um ,,okurtaxta“ vöru- bílstjóra vil ég skýra frá eftir- farandi staðreyndum: Tímavinnutaxtinn er nú kr. 22,99 pr. kl.st. þar í kaup bíl- stjórans 3,25 í grunn eða kr. 9,75. Greiðsla fyrir bílinn er því kr. 13.24. (Jafngildir ca. kaupi eins fagmanns). Fyrir stríð var taxtinn kr. 5,00 pr. kl.st. og er því’nú rúm- lega 4^2 sinnum hærri. Langferðataxtinn var fyrir stríð kr. 0,40 pr. km., en er nú kr, 1,60 eða 4 sinnum hærri. Fyrir stríð kostuðu vörubíl- ar ca. kr. 5.000,00 —- en nú ca. 40.000,00 —- eða eru nú 8 sinn- um hærri, og reksturskostnað- ur hefur a. m. k. hækkað jafn- mikið. Með öðrum orðum taxti vörubíla hefur hækkað frá því fyrir stríð allt að því helmingi minna en tilkostnaður frá sama tíma, og langferðataxtinn sem er stundum kallaður okurtaxti hefur hækkað tiltölulega minna en tímavinnutaxtinn. Ef taxtinn sem var í gildi fyrir stríð hefur verið sann- gjarn, sem ég held að flestir hafi verið sammála um — hvernig getur þá núverandi taxti verið okur þegar tillit er tekið til þeirrar hækkunar sem tilfærð er hér að framan? Og finnst mönnum það ósanngjarnt að jafn afkastainikið tæki sem vörubíllinn er og kostar allt að 40 þús. krónur — og með tilliti til reksturskostnaðar hans ■— fái sömu eða svipaða greiðslu fyrir klukkustundina og einn fagmaður ? Sv. G. Hótel Iskaríot skAk Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Landskeppninni í skák lauk að kvöldi sumardagsins fyrsta og urðu úrslit þessi: Guðm. Arnlaugsson 6i/2 Ásmundur Ásgeirsson 51/2 Sturla Pétursson 51/2 Lárus Johnsen 5 Guðm. Ágústsson 31/2 Eggert Gilfer 31/2 Júlíus Bogasori 2% Árni Snævarr 2 Bjarni Magnússon 2 Keppendur voru í fyrstu tíu en Baldur Möller varð að ganga úr leik vegna veikinda. Guðm. Pálmason neytti undanþágurétt ar þess sem fjórir efstu menn í landsliði eiga. Þeir Baldur og ■ Guðmundur skipa því annað og þriðja sætið í landsliði ársins 1949. Á þessu móti var í fyrsta skipti síðan. 1943 fulltrúi Norð Jendinga. Það var Júlíus Boga- son skákmeistari Norðurlands . 1949. Hann tefldi vel þótt hon- < 'yrði ■ ekki ’lahgrar setu áuðið í hefur nú á skömmum fresti teflt tvær afdrifaríkar skákir við Eggert Gilfer. Fyrir mánuði síðan mættust þeir á Akureyri í síðustu umferð skákþings Norðlendinga, en það var jafn fram þrjátíu ára afmælismót Skákfélags Akureyrar og tefldi Eggert af þeim sökum sem gest úr'á þinginu. Fyrir síðustu um- ferð var Eggert hæstur en Júlí- us hafði hálfum vinning minna. Júlíus vann úrslitaskákina ör- ugglega og tryggði sér með því fýrsta sætið. í landsliðskeppn- inni áttust þeir aftur við í síð- ustu umferð og voru aðstæður nærri jafndramatískar og fyrr þótt með öðrum hætti væri. Þeir stóðu jafnir að vinningum fyrir skákina en hinsvegar sýnt að ekki yrði rúm nema fyrir ann*-' an þeirra í landsliði. Þarna vann Egge;rt-eftir miklar sveifl- ur. Þetta varð lengsta skák mótsins, fór tvisvar í bið og Níunda apríl voru liðin rétt níu ár frá því að her- sveitir þýzku nazistanna réðust inn í Danmörku og Noreg með hjálp þarlendra •kvislinga og fimm ára nátt- myrkur undirokunar og kúg- unar skall yfir nánustu frændþjóðir okkar. Þessa sögulega afmælis var minnzt hér á landi á mjög svo verðugan hátt. Hernámsþjóð- in bauð helztu fyrirmönnum Islendinga suður á aðalbæki- stöðvar sínar í ný húsakynni sem vígð voru á þessum sig- urdegi fyrirrennaranna. Voru þar samankomnir þrjátíuog- sjömenningarnir með ráð- herrana sex í broddi fylking- ar og fjölmargir aðrir virð- ingarmenn íslenzkrar borg- arastéttar. Og á sama tíma og Norðmenn og Danir drjúptu höfði og minntust eins dekksta dags sögu sinn- ar löptu skælbrosandi agent- ar tollsvikna, smyglaða kokkteila í húsi því sem gengur undir nafninu Hótel ískaríot. ★ Sú tíð er nú löngu liðin að fyrir því sé haft að kalla Keflavíkurflugvöllinn alís- lenzkan völl undir alíslenzkri stjórn. Jafn barnalegur fyrir sláttur, sem auk þess er móðgandi fyrir herraþjóðina, er nú talin óþarfur. Það voru þess vegna hvorki flug- málaráðherra Islands, vest- urfarinn Eysteinn Jónsson, né flugráð sem stóðu að víslu nýja hótelsins 9. apríl 1949, heldur Locheed Air- craft Overseas Airlines, bandaríska auðfélagið sem hreppti Island á síðasta upp boðinu fyrir vestan haf. Boðs bréfin voru auðvitað á banda rísku, tungu herraþjóðarinn- ar. Og til þess að engin bar- baríska flekkaði hina virðu- legu athöfn hófst hún á því að íslenzk kona, sem til þessa hefur heitið mjög svo þjóðlegu íslenzku nafni, var skírð upp og nefnd „Mrs. Stephansson“. Síðan Var henni leyft að vígja hið er- lenda hús. ★ Agentarnir undu sér yel í Hótel Iskaríot, 9. apríl er enn þeirra dagur á Islandi, og þeir lýstu fögnuði sínum og hrifningu á háværri og hiklausri leppensku eftir fyrstu kokkteilana. Allt var fullkomið, jafnvel barinn sem verið hafði áhyggjuefni Víkverja í heilt ár stóð þarna fagur og gljáandi, þrátt fyr- ir alla áfengislöggjöf þeirra innfæddu og allar þeirra á- fengisvarnarnefndir. Og þeg ar þeir óku burt höfðu þeir eignazt nýjan himin og nýja jörð. „Reykjanesfjallgarður inn hefur löngum verið öm- urlegur á að líta ... . “ sagði Hannes á horninu í blaði sínu daginn eftir, en „nú hefur verið úr þessu bætt, sem bet- ur fer.“ ★ ■En það nægir því miður ekki að framkvæma banda- ríska andlitslyftingu á ömur- legum fjallgörðum Islands, því alltaf virðast þau verða sannari og sannari vísuorð kaupmannsins: „Landið er fagurt og frítt, en fólkið er bölvað og skítt.“ Þeir inn- bornu, að agentunum und- anskildum, virðast því miður hafa mjög takmarkaðan skilning á fegrunarstarfi því sem bandarískir menn vinna á íslenzkri náttúru. Daginn eftir að Hótel ískaríot var vígt þusti mikill mannfjöldi suður á Keflavíkurflugvöll til að glápa á mannvirkið. Þeir innbornu liafa nefnilega ekki sjálfir fengið að byggja hús síðan fyrsta stjórn Al- þýðuflokksins var sett á lagg irnar og eru að sjálfsögðu forvitnir að sjá slík furðu- verk. Enda höfðu Ferðaskrif stofan og flugfélögin skilið þörfina og skipulagt hópferð ir á vettvang til þess að sem flestir fengju að sjá nýtt hús. ’★ Það reyndust vera 5000 Reykvíkingar sem langáði til að sjá nýtt hús, að sögn Víkverja, og væntanlega hafa það einkiim verið íbúar bragga, kofa, kjalla.ra og þakherbergja. Og það er bezt að láta Víkverja lýsa því hvernig þeir höguðu sér þá loksins að þeir komu í hús: „I flugstöðinni var brotið og bramlað, húsgögn og ann- að .. Þá var hreinlega stol- ið' silfurmunum, borðbún- aði og jafnvel svo litlum hlutum sem pipar og salt baukum .... Þessir menn- hafa notað tækifærið til þess að krota á veggi í snyrfiher- bergjum óþverraorðbragð, klám og skammir um Banda ríkjamenn." Það kom þannig í Ijós að þeir innbornu eru „skemmdarverkamenn og þjófar“ og „skrílmenni, sem ekki eru hæfir innan um heiðarlegt fólk“ eins og Vík-' verji komst að orði. Og hann bætir réttilega við: „Er ó-' þarfi að spyrja af hvaða sauðahúsi þeir menn eru sem að þessum óþverra standa.“ ★ Þannig fór það þegar þeir innbornu fóru að skoða hús og komust í félagsskap „heiðarlegs fólks“ og munu slíkar aðfarir vissulega ekki óþekktar meðal annarra frumstæðra þjóða. Hitt lýs- ir mikilli kurteisi hins heið- arlega fólks að leyfa þeim innbornu að koma inn í nýtt hús og sýnir bezt lýðræðis- ást herraþjóðarinnar. En nú mun hún sem betur fer liafa lært af reynslunni. „Það verður að hafa lög- regluþjóna allsstaðar“, segir' hinn heiðarlegi Víkverji og telur að vonum að hinum inn bornu hæfi engin hús nema tukthús: Ef innfædd skríl- menni nálgast Hótel Iskaríot, á heiðarlegt fólk „að gera sér það að skyldu að kæra þá fyrir lögreglumönnunum þar og láta þá bera ábyrgð og hljóta hegningu fyrir.“ Og í vissu þes's að hinir inri- bornu myndu treglega láta sér segjast tók Alþingi sama daginn 100.000 kr. frá börn- unum og afhenti þær saka- dómaraembættinu og lög- .reglustjórninni. ★ Vonandi tekst að koma upp nægilega öflugum verði í kringum Hótel Iskaríot. Það nýja hús á að verða einskorðað við heiðarlegt fólk, eins og Víkverji .komst að orði, Mr. and Mrs. Step- hansson og aðra veizlugesti frá 9. apríl. Að ógleymdri sjálfri herraþjóðinni og þeim fermingartelpum innbornum ■ sem hún velur sér til fylgi- lags og myndatöku. Ög von- andi eíga ettir að rísa fleiri slík erlend hús á sama tíma og innborin ráð banna inn- bornu fólki að koma sér upp þáki yfir höfuðið. Því hvern- < * ig færi ef ekki væri bætt- úr ömurlegum fjallgörðum Islands með erlendpm hús- um. Og þau verða byggð. „Sem betur fer.“ SKAKÞING Guðm. Eiðss, 1. e2—e4 2. Kgl—-f3 3. cl2—d-l 4. RfSxá4 5. RW—c3 6. Bfí—e2 7. Bcl—e3 S. NÓRÐURLANDS 1949. Júlíus Bogas. c7—c5 ■ m “ — i w wnnn»'ii>r^"rw^wr 9. 12—f 3 d6—d5 Hvítur gat hindrað þetta með 9. Rb3. Nú jafnast staðan á miðborðinu. 10. Rc3xd5 Rf6xct5 11. e4xd5 Dd8xd5 12. Rd4xc6 Dd5xc6 13. c2—c3 Bc8—c6 14. ' Ddl—-c2 - Be6xa2L (17—(16 c5—(14 Rg8—16 S7~g6 ; Bf8—g7 0—0 Rl>8—c6 ]i»eð De6 '-cDivítnr dcepur. Af Ætlar að vinna manninn aftur sömu ástæðu er ekki hægt að króa biskupinn inni með b2—b3.; 15. Be3—f2 Ba2—e6 Er hægt að drepa peðið á a7? t. d. Hxa7 Hxa7 17. Bxa7 b6 18l Hal Ha8 19. Ha6. (En ekki 16. Bax7? Hxa7 17. Hxa7 Db6t) ,Möguleikarnir .eru marg- víslegit':-jo#')ættu lesendur að ,at- huga þá. • ý 16. Bc2—d3 »7—a6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.