Þjóðviljinn - 31.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. mai 1949. uiiimiimiiiiiiimiiuimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiih Yinnuveitendasamband Islands tilkynnir Samkomulag hefur náðst um miðlunartillögu sátta- semjara í deilu Vinnuveitendasambandsins og Trésmiða- félags Reykjavíkur. Grunnlaun trésmiða verður þvi frá og með 30. þ. m. sem hér segir: Sveinar kr. 4.00 á klukkustund í dagvinnu, vélamenn kr. 4,25 á klst. í dagvinnu, meistarar og verkstjórar kr. 4,50 á klst. í dagvinnu. Hér með afturkallast frá og með 30. þ. m. eldri til- kyrfningar Vinnuveitendasaimbandsins varðandi deilu þessa. Vinnuveitendasamband íslands iiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiliiiiiiiliilH*iiiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiiimiui Er krabbamein menningarsjúkdómur? Hverjar eru oi sakir krabbameins? Er hægt að verjast krabbameini? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum fáið þér svaraðít í mariti Náttúrulækningafélags Islands. Heilsuvernd I 1. hefti 1949, sem er nýkomið út, hefst greina- flokkurinn Vörn og orsök krabbameins, þar sem orsakir þessa sjúkdóms verða afhjúpaðar með skýrum og óvéfengjanlegum rökum og dæm- um. Efni ritsins er þetta: NLFÍ 10 ára. Kvæði (Grétar Fells). Á refilstigum (Jónas Kristjánsson, læknir). Vörn og orsök krabbameinsins (Björn L. Jónss.). Saga heilsuhæiismáls NLFl (Matthildur Björnsd). Jurtaræktun undir glerhlífum (Björn Kristj.). Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Tannskemmdir geta gróið. Rannsókn á fjörefnatapi við suðu. Magasár framleitt með mataræði. Lækningarmáttur grænkáls. Spurningar og svör — Félagsfréttir. Hvítkál í skyrmysu — Brenninetlan — upp- skriftir o. fl. Auk þess efnisyfirlits þriggja fyrstu árganga ritsins. — Lítið á heftið og látið sannfærast um f jölbreytni þess. Vegna pappírsskorts er upplagið takmarkað. Þér ættuð þ\'í að tryggja yður reglulega heimsendingu ritsins með því að gerast áskrifendur. Hringið í síma 4361. Afgreiðslu annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11. ölu nu þegar: 1 stk. Delta diesel landvél 90—110 hp. 600—750 snún- ingar á mínútu. 1 — Bukh diesel landvcl 20—24 hp. 400 snúningar á mínútu. 1 — Jafnstraumsrafall 75 kw. 230 volt 600 snún- ar á mínútu með tilhayrandi töfluútbúnaði. 1 — Jafnstraumsrafall 45 kw. 230 volt 225 snúningar á mínútu með Shuntmótstöðu, rofum, amper- mæli og marmaraspjaldi. 1 — Jafnstraumsmótor 3 hp. með gangsetjara. 2 — Þrýstiloftshylki fyyrir 60. kg. þrýsting á cm;*. 1 — Þrýstiloftshylki fyrir 30 kg. þrýsing á cm% Tilboð óskast send Rafveitustjóranum í Neskaupstað, sem gefur nánari upplýsingar. EVELYN WAUGH: 33. DAGUR. KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. „Ættum við að bjóða honum að dvelja hérna? Kom hann ekki með meðmælabréf ?“ „Nei.“ „Guði sé lof. Jæja, við verðum að bjóða honum til kvöldverðar einhverntíma á næstunni — hon- um verður eflaust of heitt til að hann ómaki sig allt of oft hingað.“ „Ó, ný manneskja,“ sagði Prudence. „Það er meira en ég þorði að vona. Kannske hann geti kennt okkur einhverja nýja leiki.“ Þetta kvöld fékk M. Ballon óheillavænlega til- kynningu. Hr. Basil Seal, brezkur stjórnmálamaður, sem þykist vera á skemmtiferðalagi, er kominn til Debra-Dowa, og býr hjá M. Youkoumian. Hann forðast opinbert samband við sendiráðið. í kvöld kom hann þangað, en afhenti engin skilríki. Það var auðsjáanlega búizt við honum. Hann hefur sézt á tali við Connolly herforingja, hinn ný- bakaða hertoga af Ukaka.“ „Mér lízt ekkert á blikuna með þennan Seal. Sir Courteney er slægur sem refur, og fer gæti- lega — en Ballon gamli skal nú samt sjá við honum.“ Sigurhátíðarballið í „Perroquet" fór fram úr djörfustu vonum þeirra er að því stóðu, að glæsileika og glaðværð. Þarna voru fulltrúar frá öllum stéttum Azaníu: Hirðfólkið og stjórnar- erindrekar, herforingjar og yfirmenn borgara- legra mála, fulltrúar kirkjunnar, verzlunarstétt- arinnar og azaníska aðalsins og alþjóðafélags- skaparins. Það hafði komið slatti af föstuhátíðavarningi frá Evrópu — pappanef, bréfhattar, lúðrar og brúður, en eftirspurnin var miklu meiri en fram- boðið. Vefjahattar og kollhúfur voru á sveimi um dansgólfið, þar voru karlmenn í azanískum liirð- búningi, hvítum jökkum, einkennisbúningum og kjól frá fornsalanum. Konur af öllum hörunds- litum og í kjólum, sem voru nærri því í tízku, með gríðarstóra gerfiskrautgripi og ósmekklegu gullprjáli. Þarna yar frú „Fifi“ Fatim Bea, dað- urdrós borgarinnar, og núverandi verndari henn- ar, Boaz greifi ráðherra. Þar var yfirbiskup- inn með djáknanum sínum, þarna voru her- toginn og hertogafrúin af Ukaka og þar var hús- ráðandinn, Fjodor Krononin fursti, sem stóð glæsilega búinn og byrstur á svip úti við dyrnar og hafði auga með síðustu gestunum, sem voru Basil Seal og hr. Youkoumian, sem hafði unnið baki brotnu allan daginn við að búa til kampa- vín til hátíðarinnar. Við langt borð innst í saln- um sat allt brezka sendiráðið. „Þú mátt alls ekki liafa þetta nef, sendiherra." „Eg sé enga ástæðu til að ég megi það ekki — mér finnst ákaflega gaman að því.“ „Þú hefðir alls ekki átt að slást í förina.“ „Hvers vegna ekki? — Monsieur Ballon er hér.“ „Já — en það er ekki hægt að sjá á honum, að hann skemmti sér.“ „Heyrðu — ætti ég að senda honum keðju- bréf?“ „Ja — hvers vegna ekki það?“ „Já — þar fær hann dálítið umhugsunarefni.“ „Hver er þessi ungi maður, sendiherra? Eg er sannfærð um, að hann er enskur.“ Basil hafði gengið að borði Connollys. „Daginn gamli — tylltu þér. Þetta er Svarta Meri.“ „Góðan daginn.“ Litla blökkukonan lagði lúð- urinn sinn frá sér, hneigði sig alvarlega og virðu- lega og rétti fram höndina. „Ekki Svarta Meri lengur — nú hertogafrú af Ukaka.“ „Ó, drottinn minn dýri — heldurðu að það sé kjaftur á henni.“ sagði hertoginn. „En hún er nú samt ágæt.“ Breitt og geislandi bros á andliti Svörtu Merar gaf til kynna ánægju hennar yfir gullhömrunum. Þetta var yndislegt kvöld. Það var í sjálfu sér næg hamingja, að heimta manninn sinn heilan úr stríðinu, en að verða svo hertogafrú í ofaná- lag og sitja til borðs með öllum þessum hvítu konum — og þetta allt sama daginn. ------- „Jæja,“ sagði M. Ballon. „Þessi þarna hjá Connolly — er hann skyggður?“ „Að staðaldri.“ „Þér hafið auðvitað skipað þjóninum að fylgj- ast vel með samtölum Englandinganna undir borðum?“ „Hann var einmitt að gefa mér skýrslu frammi i fatageymslunni. Það er ekki hægt að fá neitt vit út úr því.-Sir Samson talar ekki um annað en víddir pýramídans mikla.“ „Það er eflaust gildra.“ Keisarinn liafði látið það boð út ganga, að hann hefði í hyggju að koma á ballið einhvem- tíma um kvöldið. Þess vegna hafði verið útbúin handa honum stúka í öðrum enda danssalsins, og skreytt með marglitum borðum og pálmablöðum og gylltum pappa. Hann kom skömmu eftir mið- nætti. Hljóm^veitin hætti í miðju lagi, eftir merki frá Fjodor fursta, og lék þjóðsönginn. Fólkið, sem var að dansa fór út að veggjunum, og þeir sem voru að borða stóðu þyngslalega á fætur ýttu borðunum frá sér svo glamraði í hnífapörunum, löguðu liálslínið svo lítið bar á og tóku pappírshattana ofan — aðeins sir Samson Courteney gætti þess ekki, að taka pappanefið af sér. Fylgdarliðið sem var í einkennisbúningum og með heiðursmerki, gekk tignarlega yfir hálft DAVÍÐ -UxpA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.