Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 6
 ÍJÓÐVILJINN Föstudagur 24. febrúar 1950. 'H'talski verkamaðurinn Lam- berto Maggiorani hefur orð- ið tákn þess fólks, sem vagn auðvaldsskipulagsins mer und- ir hjólum sínum í blindu æði. Þessi rómverski verksmiðju- vei-kamaður leikur aðalhlut- verk i kvikmyndinni „Reið- hjólsþjófurinn“, sem fuligerð var á síðasta ári og j.ogar er orðin heimsfræg. Maggior- ani leikur atvinnuiausan verkamann, sem fær tilboð um atvinnu, en þarf að leggja sér til reiðhjól til að geta not- , áð sér boðið. Hann pp.ntsetur rúmfatnað fjölskyldu sinnar til að geta keypt reiðhjól, en því er stolið frá honum. Mynd in sýnir leit Maggioran's og lítils sonar hans um götur Rómaborgar að stolna reið- hjólinu, og lýkur með því, að feðgarnir halda tómhentir heimleiðis, til svefns á berum fjölum, heimilisfaöirinn at- Vinnulaus á ný. Þegar. kvik- myndat.ökunni lauk tók Maggi- orani til við sitt fyrra starf á ný en skömpu siðaf .’’•»? ’.n sjálfur staddur í sömu spor- um og í kvikrnyndinni,' w. . .- smiðjueigandinn, serrr *hánn :vann hjá, sagði upp 350 verka- mönnum og MaggToraui var í hópi þeirra og'stóð nú uppá atvinnalaus. .Hann . fókk að reyna á sjálfum sér, hve s'inn mynd ,.Reiðhjólsþjófurinn“ er af kjörum alþýðufólks á Itaiíu, Milljónaafvinnuleysi — fylgja Marshalláœflunarinnar þar sem hátt á þriðju milljón manna ganga nú atvinnulausir. j^aga Maggiorani hefði víðar getað gerzt en á Italíu. Hún hefði getað gerzt í Vest- ur-Þýzkalandi, í Belgíu, í Dan mörku eða í Bandaríkjunum. 1 öllum þessum löndum og öðrum fleiri, sem oft eru nefnd til samans Marshalllönd, þjak- ar atvinnuleysisböl með öllu sínu óhugnanlega fylgiliði al- þýðú manna. Fyrirvinnum heimilanna er einn góðan veð- urdag sagt, að ekki sé lengur þörf fyrir vinnu þeirra og hvert sem menn snúa sér er sömu sögu að segja, hyergi • gefst þeim færi á að afla sér og sinum viðurværis. Milljón- ir manna reyna.að dragá, fram lífið á allsendis ónógum at- vinnuleysisstyrkjum, en hví- likt líf. 1 Vestur-Þýzkalandi hefur þriðjungur íbúanna, fimmtán miiljónir manna, ekki. efni á að kaupa • kjöt, nóga mjólk eða smjörlíki til að halda fullri heilsu. 1 Bretlandi, þar sem atvinnuleysi má þó heita lítið borið saman við önn ur Marsjalllönd, hafa 20—30% iandsbúa ekki efni á að kaupa alian þann rýra skammt, sem þeim er úthlutað af kjöti, smjöri, smjörlíki, eggjum og osti. Atvinnuleysið fyllir fólk vonleysi og það grípur til ör- þrifaráða, móðir, sem sér eng in ráð til að sjá sér og barni sínu farborða, fleygir því og sér á eftir út um glugga á fjórðu hæð, atvinnulaus heimilisfaðir, skýtui- konu sína og börn og síðan sjálfan sig. Þessar harmsögur og aðrar svipaðar frá Marshalllöndunum tala skýrara máli en nokkrar tölur um það hvað auðvaldskreppan kostar í eyddri lífshamingju og brostnum vonum. j^kki svo að skilja að töl- urnar einar sðu ekki ægileg- ar í V-Þýzkal. og V-Berlín voru 2.327.000 skráðiri atvinnuleys- ingjar um miðjan febrúar, og talið að a. m. k. hálf milljón að auki yæri óskráð. Á Italíu er tala atvinnuleysingja einn- ig á þriðju milljón. 1 Bretiandi voru .363.949 atvinnuleysingjar skráðir um miðjan janúar. .1 Belgíu eru um 300.000 atvinnu- leysingjar. 1 Austurríki var at- vinnuleysingjatalan í byrjun þesssa vetrar 133.000. 1 Danm. voru 110.000 atvinnulausir í jan úarlok. Þetta eru tölurnar frá nokkrum MarshaHlöndum í Vestur-Evrópu en í hábörg auð valdsskipulagsins, Norður-Am- er’.ku, er ástandið engu betra. í Bandaríkjunum var tala at- vinnuleysingja komin upp í hálfa fimmtu milljón um síð- ustu mánaðamót og í Kanada uppí 320.000. 1 öllum þessurn auðvaldsríkjum er atvinnuleys- ið meira en á sama tíma s. 1. ár. Og hingað til Islands er fylgja Marshallkreppunnar, at- vinnuleysið, farið að teygja anga sína. •g-^jóst er af þessum tölum, að atvinnuleysið er fastur fylginautur Marshalláætlunar- innar. I löndunum í Austur- Evrópu, sem höfnuðu Marshall- „aðstoð", þekkist ekki atvinnu- leysi, þar skortir þvert á móti vinnuafl. Sérstaklega er at- . hyglisvert, að í þeim Marshall- löndum, sem trúlegast hafa fylgt -fyrirmælum hinna banda- rísku Marshalljarla um að koma á hjá sér „frjálsri sam- keppni" er atvinnuleysið líka langmest að tiltöiu við fólks- fjölda. Vestur-Þýzkaland, ítalía og Belgia eru sauðirnir í Mars- hallhjörðinni og þar er líka hlútfallstala atvinnuleysingja hæst. Hafrarnir, sem Paui Hoff man, yfirstjórnandi Marshall- áætlunarinnar, hefur átt örð- ugast með að láta fylgja skip- unum s.num, lönd eins og Bret land, Noregur og Svíþjóð, hafa langtum lægri hlutfallstölu at>- vinnuleysingja. Verst er ástand ið í Vestur-Þýzkalandi, og þar hafa líka Bandarikjámenn ver- ið einráðir um stefnuna í efna- hagsmálum síðan þeir tóku að sér að greiða fyrir innflutn- ing til brezka hernámssvæðis- ins. 1 júlí 1948 voru fram- kvæmd peningaskipti í Vest- ur-Þýzkalandi að boði Banda- ríkjanna, dregið úr skömmtun og verðiagseftirlit afnumið, í stuttu máli sagt komið á „frjálsri samkeppni". Afleið- ingarnar eru, að á því hálfu öðru ári, sem liðið er síðan „frjáls samkeppni" var leidd til öndvegis í Vestur-Þýzka- landi, hefur skráðum atvinnu- leysingjum fjölgað um 1.400.000. Stjórn verkalýðssambandsins í Vestur-Þýzkalandi sagði í á- lyktun í síðasta mánuði: „At- vinnuleysi er hluti efnahags- kerfisins". Tilgangur hinna bandarísku stjórnenda Mars- halláætlunarinnar er að koma á þessu sama kerfi með til- heyrandi atvinnúleýsi um alla Vestur-Evrópu. Hlutverk Mars- halláætlunarinnar er að festa , í sessi auðvald Vestur-Evrópu, sem fyrst eftir styrjöldina var að hruni komið. Til þess að efla auðyaidið þarf að veikja verkalýðssamtökin og til þess er atvinnuleysið árangursrík- ] ast. Barátta verkamanna fyrir I Framhald á 7. síðu. b ! Efcir Lofí Guðmundsson Eftir þossari "gu liefur verið gerð kvikmynd, sem verður s_.'nd bráðlega í Austurbæjarbíó. Þetta eru sögur. ar, sem hún amma sagði í rökkrinu. Amma kunni margar sögur, og kú:i sagði þær vel. Sögumar eru um álfa og dverga, tröll og iHiiegun:e_n:, cg þær eru þannig sagðar, að þær lieilla börn og ui'glinga, ea fólk i\ öllum aldri hefur af þeini niikla ánægju. í bókinni er fjöldi af stórum og fallegum myndum, sem teknar eru úr kvikmyndinni. Le:ið bókina, áður en þér sjáið kvikmyndina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.