Þjóðviljinn - 29.09.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.09.1951, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. sept. 1951 — 16. árgangur — 221. töl'ublað Æ.F. R. SKÁLAFERÐ Aðal vinnuferð haustsins verður farin í dag kl. 3. Farið verður frá Þórsgötu 1. Skrifið ykkur á listann. — Skálastjórn. Heimsmet í okri á neyzluvörum: Ránsfengur ríkisstjórnarmnar meira en helmingur útsöluverðsins A!lt kátagfalcfteyriskerfið er ftögfieysa frá rótum Rannsókn sú sem framkvæmd hefur veriö á verzlun- armálunum sýnir m. a. aö þegar almenningur borgar 7 milljónir króna fyrir bátagjaldeyrisvörur, skiptast þau útgjöld á þessa leið: Upphaflegt innkaupsverð .............. 1,2 millj. Gengislækkunin 1950 ................. 0,8 miHj. Bátagjaldeyrisokriö ................. 2,6 millj. IJpphafleg álagning heildsala og smásala ..1,1 millj. Hin nýja okurálagning heildsalanna .... 1,3 millj. Af 7 milljónum sem almenningur greiöir eru 3.4 milljqnir ránsfengur ríkisstjórnarinnar, eða um þaö bil helmingur. Er hún þannig margfalt stórtækari en verzl- unarstéttin isem á sama tíma hefur „aðeins“ hækkaö álagningu sína um 1,3 milljónir — og þó meira en tvö- faldaö hana. Og í þessum útrsikningi er svo ekki reiknaö meö söluskatti og tollum, sem ríkisstjórnin hiröir í þokka- bót, og eru talsveröur hluti af álagningu verzlunarstétt- arinnar. Með þeim veröur hlutur ríkisstjórnarinnar meira en helmingur af útsöluveröinu. I þeim umræðum sem nú fara fram um þetta mál er vert að vokja sérstaka athygli á því að ríkisstjórnin er langstærsti okrarinn, og heildsalamir blikna gersamlega við irlið hennar. ALLT LÖGBKOT Þá er einnig ástæða til að vekja athygli á því að allt báta- gjaldeýriskerfið er lögleysa frá rótum. Það var sett á laggirnar utan alþingis þvert ofan í lög. Undirstaða þess er sem kunn- ugt er sú að veitt er einokun á innflutningi ákveðinna vöru- tegunda fyrir bátgjaldeyri og heimilt að leggja á þær vörur að geðþótta. Ríkisstjómin hef- ur sem sagt bannað að þær vör- ur væru fluttar inn á skaplegu verði, það er hennar „frjálsi innfiutningur"! Til slíkrar ein- cfrunarverzliínar er eltki snefill af heimild í lögum, og gegnir furðu að enginn innflytjandi skuli hafa farið í mál yið rík- isstjórnina út af þessum ákvæð um. Væru bátagjaldeyrisvör- umar fluttar inn á venjulegan hátt yrðu þær um það bil helm- ingi ódýrari í útsölu en þær cru nú! Afstaða Adenauer gagurýod Biöð í Austur ‘Þýzkala'idi fegja í gær, að svar Adenauers íarsætisráðiherra Vestur-Þýzka- lands við tillögunni um viðræð- ur um kosningar í öllu Þýzka- landi sýni, að hann vilji cdki semja heldur gefa, fyrirskipanir. Markmið hans sé auðsjáanlega að koma í veg fyrir slíkar kosh- ingar. HEIMSMET í OKRI í skjóli þessa taumlausa ok- urs ríkisstjórnarinnar hafa heildsalarnir svo auðvitað gengið greitt inn á sömu braut, og í sumum tilfellum tífaldað fyrri álagningu sína! I viðbót við þessa óhcmju- legu féflettingu kemur svo sölu- skattur ríkisstjórnarinnar, sem tekur til alls innflutnings. Hann mun á þessu ári nema hátt á annað hundrað milljónum króna, enda þótt hann væri ,,að eins“ áætlaður í fjárlögum 55 milljónir. Með honum rænir rík- isstjórnin landsmenn þannig ca. 100 milljónum á einu ári of- an á allt annað okur. Islenzka ríífisstjórnin hefur vissulega heimsmet í okri, líkt og cörum athöfnum, og eins og sjá má eru afrek hinna fógráðugu heildsala allt að því feimnisleg við hlið Eysteins og Bjarna Ben. SEPTEMBEKKVÖLD, fyrsta kjmningarkvöld Listvinasalarins, fyrir styrktarriieðlimi, verður í kv/ökl. Þar lesa þeir Agnar Þórðarson, Sigfús Daðason, Stefán Hörður Grímsson og Geir Kristjánsson upp úr óprentuðum verkum sínum og llutt verður tónverk cftir FjölrJ Stefánsson. Þá verður einnig opnuð sýning á verkum Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar. — Verður hún opnuð fyrir almenning lfl1. 1 á morgun. Brezkt bsninga loforð. sem Is- lendinga varðar íhaldsmenn loía að- gerðum gegn fisksölu útlendinga í Bretlandi í kosningastefnuskrá brezka Ihaldsflokksins, er birt var í gær, er því heitið, að komist flokk- urinn til valda skuli gerð- ar ráðstafanir til' að vernda brezka útgerð fyr- ir verðfalli á fiski rtieð því að hindra að erlend fiski- skip flytji óhóflegt magn til landsins. 1— Hefur það lengi vcrið krafa brezkra útgerðarmanna að fisk- sala íslenzkra og fær- eyskra togara í Bretlandi verði takmörkuð. KUÓÐVILJINN 35 k o m n i r I gær bárust Þjóðviljanum 9 — níu — áskrifendur, og er það glæsilegur árangur á einum degi. Þá eru alls komnir 35 nýir áskrifendur síðan söfnun hófst og lítur út fyrir að söfnunin ætli að komast upp í 50 fjrir mánaðamót. Tilkynnið tafarlaust nýja á- skrifendur í símana 7500 og 7511. Komið á deildafundina á mánudag! HVER FER TIL AUSTUR- ÞÝZKALANDS? Ráðgert er að biðja SÞ að leggja blessmi sína yfir brezka innrás í Iran! Brezka sósíaldemokratastjórnin ráðgerir, að reyna að fá öryggisráöið til að veita sér heimild til innrásar í Iran. Peron segist hafo yfirbugoð uppreisnar- og morðtilraun Peron forseti í Argentínu segist hafa komið í veg fyrir uppreisnartilraun og samsæri um að ráða sig og konu sína af dögum. Fréttir af atburðum þessum hafa aðeins borizt frá útvarpi Peronstjórnarinnar. Var um miðjan dag í gær lýst yfir hgrn- aðarástandi um allt landið og skömmu síðar hvatti forseti al- þýðusambands peronista verka- menn til að leggja niður vinnu og koma til að verja stjórnina. Síðdegis flutti Peron útvarps- ræðu og sagði að fámenn klíka í hernum hefði gert uppreisn- artilraun og samsæri um að ráða sig og konu sína af dög- um. Útvarpið í Buenos Aires skýr- ir svo frá, að tveir hershöfð- ingjar hafi fengið deild úr flug- hernum og herskólanemendur til að gera uppreisnartilraun en eítir loftárás á flugstöð þeirra hafi þeir gefist upp og foringj- arnir flúi’ð. Forsetaefni sósíal- demokrata í kosningunum, sém fram eiga að fara 11. nóvember hefur verið handtekinn. Þess hefur verið getið til að uppreisnartilraunin sé tilbún- ingur einn og átylla til að setja herlög vegna þess að vart hef- ur orðið vaxandi stnðnings við mótframbjóðendúr hans í for- úM'a knsninffunum. Frcttaritarar höfðu það eftir stjórnmálamönnum í London í gær, að í bréfi til Attlee for- sætisráðherra hefði Truman Bandaríkjaforseti lagt fast að honum að grípa ekki til ör- iþrifaráða gegn Iran. Vegna íhöndfarandi iþingkosninga seg- ist brezka stjórnin elkki geta látið það afskiptalaust að Bret- ar séu með öllu reknir frá Iran og liefur því orðið að ráði að hún og Bandaríkjastjórn reyni að fá öryggisráðið til að heim- ila innrás í Iran. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að lcalla ráðið til fundar fyrirvaralaust. Herlið aukið í Abadan. Fréttaritari brezka útvarps- ins í irönsku oliuborginni Aba- dan sagði í gær, að stöðugt væri fjölgað irönsku herliði þar. Bretum væri bannað að koma nálægt hafnarmannvirkjum og Iransher væri að stöðugum æf- Ingum í bandarískum skriðdrek- um. Tveir brezfcir . tundurspillar voru í gær sendir til liðs við fjóra aðra og eitt beitiskip, sem legið hafa undan Abadan. Brezka íhaldsblaðið „Daily Mail“ segir í gær, að ófarimar í Iran séu ein mesta auðmýking, sem- Bretland hafi orðið að þola. „Yorkshire Post“ segir að vegna hiks stjórnarinnar sé ekki hægt að senda brezkan lier lengur til Abadan sem verndar- lið, hann verði nú að lcoma þangað sem hernámslið. A1 jíýð u Ii eriii n sækir á Bandaríska herstjórnin sagði í gær, að norðanmenn hefðu gert áhlaup víða á vígstöðvun- um og játa að þeim hefði orðið nokkuð ágengt á einum stað. Kosningaloforð Churchills: Æðsta markmiðið samkomuiag við Sovétríkin Kosningastefnuskrá íhalds- manna i Bretlandi kom út í gær undirrituð af Winston Churc- hill. Lýst er yfir, að komist flokkurinn til valda verði æðsta von hans í utanríksmálum að jafna deilumálin milli Sovét- rikjanna og Vesturveldanna. Ihaldsþingmaðurinn Richard Stanley hefur lýst yfir í kosn- ingaræðu. að ef Churchill myndi stjórn eftir kosningarnar verði eitt fyrsta verk hans að fara á fund Stalíns og mælast til vináttu við hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.