Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. október 1951 NN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hugsjén Aljiýðufiokksins Þegar Alþýðublaðið og Aiþýðuflokksþingmennirnir berja sér á brjóst sem ,,stjórnarandstæðingar“ og gagn- rýna ýmis atriði í fari afturhaldsstjórnarinnar, er svar stjórna.rflokkanna ætíð hið sama: við höfum ekki fund- ið þetta upp sjálfir, við fetum aðeins slóðir sem áður voru troðnar af fyrstu stjórn Alþýðuflokksins m;ð Stefán Jó- hann og Emil Jónsson í broddi fylkingar. Þegar Alþýðuflokkurinn talar um gengislækkunina og afleiðingar hennar, er hann minntur á að fyrri geng- islækkunin var framkvæmd af sjálfri Alþýðuflokksstjórn- inni og sú síðari var undirbúin til hlítar af henni með þátttöku í. marsjalláætluninni og opinberu heimboði Benjamíns Eiríkssonar. Þegar Alþýðuflokkurinn minnist á tollana er hann ofureinfaldlega minntur á að þeir voru upphaflega hans verk og fengu þá hið bezta orð í Alþýðublaðinu. Þegar Alþýðuflokkurinn bendir réttilega á að sölu- skatturinn sé ósvífið okur sem beri að afnema tafarlaust er rifjað upp fyrir honum að það var Stefán Jóhann sem lagði þann skatt á 1948. Þegar Alþýðuflokkurinn flytur tillögur um að hið opinbera hafi forgöngu um framkvæmdir 1 húsnæðis- málum er hann minntur á að það var undir hans for- ustu sem lögin um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis voru numin úr gildi. Þegar Alþýðuflokkurinn talar um nauðsyn þess að sjómenn á togurum fái 12 stunda hvíld er rifjað upp fyr- ir honum að fyrsta stjórn Alþýðuflokksins beitti öllum brögðum til að eyðileggja þgð mál og koma í veg fyrir tramgang þess. Þegar Alþýðuflokkurinn flytur tillögur um umbæt- ur í skattamálum eru honum sýnd gögnin um það hvern- ig hann lagðist gegn þessum sömu tillögum meðan for- sætisráðherrann hét Stefán Jóhann Stefánsson. Þegar Alþýðuflokkurinn talar um hvernig dýrtíðin sé að sliga alþýðuheimilin og kaupuppbætui’nar séu aðeins brot af verðbólgunni er hann minntur á hvernig fyrsta stjórn hans batt verðlagsvísitöluna meðan dýrtíðin fékk aö magnast óhindruð, þannig að verðlagsvísitalan var að lokum 355 meðan kaupið var samkvæmt vísitöl- unni 300. Og þannig mætti halda áfram að telja linnulítið. Og þannig halda afturhaldsþingmennirnir áfram að tslja upp, háðskir og glottandi, í hvert skipti sem nýtt mál kemur frá hinni launuðu stjórnarandstöðu. Því Alþýðu- ílokkurinn hefur ekki enn flutt eitt einasta mál í stjórn- arandstöðu sem hann barðist ekki áður á móti meðan hann var í stjórn! Og hugvit Alþýðuflokksbroddanna með an þeir voru í ríkisstjórn var slíkt, að núverandi stjórnar- flokkar þurfa enn litlu við það að bæta í árásum sínum á lífskjör almsnnings. Alþýðuflokksbroddarnir eru ekki öfundsverðir af því að vera í sífellu löðrungaðir af sínum eigin verkum og þaö af fornum samherjum. Þó væri aöstaða þeirra ekki vicik ef þeir lýstu yfir því skýrt og skorinort að þeir hefðu veriö á algsrum villigötum meðan þeir höfðu stjórnar- forustu en hefðu nú öðlazt skilning á misgjörðum sínum og vildu beita öllu afli isínu til að bæta þær upp aftur. En Alþýöuflokksbroddarnir gera ekkert slíkt. Þvert á m.óti þreytast þeir ekki á að vegsama valdaskeið Stefáns Jóhanns og Emils Jónssonar og öil þau verk sem þá voru unnin. Af þessu er ljóst að hin sömu verk eru ýmist góð — ef Alþýðuflokkurinn er í ríkisstjórn — eða slæm — ef Alþýðuflokkurinn er í „stjórnarandstöðu.11 Eða öllu rétt- ara væri að oröa niðurstöðuna þannig: Þaö eru ekki verk- in sem skipta máli, heldur hitt hvort Stefán Jóhann hefur ráðherrastól undir rassinum eða ekki. Og raunar er þes'si niöurstaða sjálf hugsjón Alþýðuflokksins. Öll þau málefni sem flokkurinn ætlaði upphafega að bera fram til sigurs eru orðin hjóm og hégómi; hitt skiptir eitt öllu máli að broddarnir hafi nægileg bein og bit.linga og virðulega stóla undir sitjandanum. Vilja skemma skóla- löggjöfina. Alþýðamaður skrifar: „Tveir Framsóknarmenn 'á þingi flytja þingsályktunartil- lögu um að alþingi feli ríkis- stjórninni að undirbúa breyt- ingar á núgildandi fræðslulög- gjöf, með það fyrir augum að afnema námsskyldu í unglinga- skólum og stytta námstíma barnaskólanna. Höfuðrök flutn- ingsmanna fyrir tillögunni virð- ast þau að slík breyting styðji að því að unglingarnir hverfi fyrr en ella að arðbærri vinnu við framleiðslustörfin. Það er eins og þessum tveim sveita- þingmönnum sé gjörsamlega ó- kunnugt um að fjöldi fullorð- ins fólks gengur atvinnulaust um margra mánaða skeið víðs- vegar um landið. Ég held að þessir herrar ættu að beita á- hrifum sínum til þess að horf- ið verði frá þeirri stefnu í at- vinnu- og fjármálum, sem leiðir atvinnuskortinn og allsleýsið yfir þjóðina, áður en þeir fára að krefjast stórskemmda á skólalöggjöfinni á þeim for- sendum að skortur sé á vinnu- afli til framleiðslustarfanna. ★ Afturhaldssamt við- horf. Annars er það ekkert leynd- armál að Framsóknarforkólf- arnir hafa frá upphafi fjand- skapast við hina nýju skóla- löggjöf eins og flest þau þjóð- nytjamál, sem hrundið var í framkvæmd á árunum 1944— ’46 undir forustu nýsköpunar- stjórnarinnar. Þó mættu þjssir sótsvörtu afturhaldskurfar vita, að skólalöggjöfin nýja. hcfur vakið athygli á okkur á erlend- um vettvangi og því beinlínis verið haldið fram af viður- kenndum skólamönnum að hana bæri að taka til fyrirmyndar við umsköpun skólakerfis og uppfræðslu t. d. í nágranna- löndunum. En þessa löggjcf vilja nú Framsóknarmenn eyði- leggja og færa allt í gamla horfið á ný. Þetta lýsir vel því afturhaldssama viðhorfi s?m mótar afstöðu Framsóknar í flestum greinum á síðari árum. Vc Nýtur vaxandi skj'n ings og viðurkenn- ingar. Ég held að þessir menn reikni ekki rétt ef þeir haklá að skemmdir á fræos'uiöggjöf- inni afii þeim vinsælda meðal almennings. Fræðslulöggjöfin nýja nýtur þvi meiri skiinings og viðurkenningar sem menn fá af hénni nánari kvnni og víðtækari reynslu. Enda er 'bað sannast mála áð engum unglmg veitir af þeirri úppíýsíngu sem végánesti til llfsbaráttunnar er skólarnir veita samkv. nýju fræðslulögUnum. Og þótt seina- gangur hafi verið og sé á fram- kvæmd íaganna í einstökum greinum. eins og t. d. að. því er snertir verknamið stendur það a!lt til bóta og er sraátí og smátt að færast í eðli'egt horf. Það er því sannariega skref aftur á bak ef nú á að fara áð limlesta þessa löggjöf, eins og Skúli Guðmundsson og Jón Gíslason leggja til á al- þingi og væntanlega ber bingið gæfu til að vísa svo augljósri skemmdar.tilraun ajg.iörlega á bug. — • Alþýðumaður". ★ A!?t vífi hað sama í Trípólíbíó. Bíógest.ur skrifar: ,,Kæri Bæjarpóstur! í sumar sendi ég af vöntun á númerum á sætun- um í Trípólíbíó og beindi þeim tilmælum til forráðamanna hússins að úr þessu yrði bætt hið bráðasta. Ég benti á að ekkert væri auðveldara en að lagfæra þetta meðan sumarfrí- ið stóð yfir og kvikmyndahúsið var lokað. Af einhverjum á- stæðum situr allt við það sama. Enn verða menn að leita fyrir sér og skima um alla bekki til þess að finna þau sæti sem þeim eru ætluð. Ég vil nú enn ítreka fyrri óskir mínar, og að ég ætla margra fleiri sem sækja sýningar í húsinu, um aö sæt- in verði númeruð að nýju. Þess- ari nauðsynlegu endurbót g*tur ekki fvlgt neinn óviðráðanleg- ur kostnaður, en það er sar.n- ast sagna kvikmyndahúsinu til hneysu að ráða ekk: b:t á þessu án tafar. — Bíógestur". RSkisskip Hekla fór frá Rvík í gærkvöld austur um land í hringferð. Esja fór frá Akureyri í gær. Herðu- breið, Skjaldbreið og Þyrill eru í Rvík. Ármann fór frá Rvík í gær til Vestmannaeyja. Eimskip Brúárfoss fór frá Hamborg 22. þm. til Rotterdam, Gautaborgar og Rvikur. Dettifoss var væntan- legur til Fáskrúðsfjarðar í gær; fer þaðan til Norðfjarðar og Húsa- víkur. Goðafoss fór frá New York 19. þm. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Khöfn á hádegi i gær til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Húsavík siðdegis í gær til Þórshafnar og Borgarfjarðar. — Reykjafoss er í Hamborg. Sel- foss kom ti! Bíldudals um há- degi' í gær; fer þaðan til Þing- eyrar, Óiafsfjarðar og Húsavíkur. Tröllafoss fór frá Halifax 18. þip. til Rvíkur. Bravo fór frá Hu’.l í gær til Rvíkur. Vatnajökull kom til Rvíkur í gærmorgur. frá Ar.t- werpen. Skipadei’d SÍS Hvassafell átti að fara frá Gd- ansk í gær áleiðis til Akureyrar. Arnarfell lestar ávexti í Valenc-ia. Flugfélag tslands: Innanlandsflug: 1 dag er ráð- gert að fljúga ti! Akureyrar, Vest- mannaéyja, Hellissands, Isafjarð- ar og Hólmav’.kur. — Á morgun er áætlað að fljuga til Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Revðarfjarð- ar, Fáskrúðsfjarðar, Blönduóss og •Sauðárkróks. — Gullfaxi er vænt- anlegur íil Reykjayikur frá Prest- vík og Khöfn k’. 17 i dag. Lofíleiðir h. f.: 1 dag verður flogið til Akur- eyrar, Hóímavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeýja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar og Vestma nnaeyja. Frá Krabhámeinsfélagi Rvíkur Gjafir til kaupa á ljóslækn- ingatækjum: Frá NN kr. 100;.írá þýzkri stúlku kr. 150; frá Krabbae meinsfélagi Vestmannaeyja kr. 5000; frá starfsmönnum Olíuverz’- unar Islapds á Klöpp kr. 530;. — Beztu þakkir. — Stjórnin. Sjötugur er í dag Eiríkur Þor- steinsson, sjómaöur, Brunnstig 10. Iðjufélagar Sýning fyrir Iðjufélaga á „I- myndunarveikinni" verður n. k. föstudag. — Lesið nánar í aug- lýsingu í blaöinu í dag. Ilúnvetningafélagið heldur skemmtifund í Tjarnar- skemmtunar veröur kvikmynd, dans o. fl. Skemmtunin byrjar k’. 8,30 e. h. Skemmtinefndin. 19.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Útvarpssagan: „Eplatréð" eftir John Galsworthy; III. (Þór. Guðnae son ’æknir). 21.00 Dagur samein- uðu þjóðanna: a) Ásgeir Ásgeirs- son alþm. flytur inngangsorð. b) Ávörp og ræður flytja Steingrím- ur Steinþórsson forsætisráðherra, frú Bodil Begtrup sendiherra Dana, Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir og Ólafur Jóhannesson prófessor. e) Tónlist af plötum. 22.10 Danslög. 22.30 Dagskrárlok. Helgidagslæknir: Kristján Hann- esson, Skaftahlíð 15. — Sími 3830. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. „ímyndunarveikin" var sýnd 20. sinn á sunnudagskvöldið fyrir ful’.u húsi við mjög mikinn fögn- uð áhorfenda. Þetta bráðsnjalla og vinsæla leikrit Moliers hefur nú verið sýnt fyrir samtals 12 566 áhorfendum síðan sýningar hóf- ust á því síðastliðið vor. Næstá. sýning verður á föstudag. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú ída Guðna- dóttir, Njálsgötu 7 og Bragi Eggerts- son, frá Laxár- ® dal í Þistilfirði. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Sveins- dóttir, Drápuhlíð 19 og Ulf Kald- an, Helsingör, Danmark. Leiðrétting Fregn um trúlofun fþeirra Sig- rúnar Þorsteinsdóttur og Dag- bjarts Hannessonar á Úlfljótsvatni sem birtist hér í biaðinu 19. þ. m., hefur reynzt uppspuni. — Eru hlutaðeigendur hér með beðn- ir afsökunar á þessu ranghermi. Þakkir til Sjómamíadags- kabarettsins. Sjúklingar á Vífi’stöðum hafa beðið blaðið að færa forráðamönn- um Sjómannadagskabarettsins og hinum erlendu fjöllistamönnum innilegustu þakkir fyrir góöa skemmtun s. 1. sunnuuag. Höfðingleg gjöf Maður í Nessókn hefur gefið Neskirkju 1000 kr. til minningar um konu. sína sem er látin. Fyrir hönd safnaðarins færi ég gefand- anum kærar þakkir fyrir þessa liöfðinglegu gjöf. Jón Thórarensen. - Sl. sunnudag voru gpfin sam an í hjönaband á. Akiirevri urig frú Anna Svein björnsd. Gránu- fé’agsgötu 1 og Tómas Guðmunds- son, stud. theol. frá Tandraseii í Mýraasýslu. — Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jónssyni, ungfrú Árný Hrefna Arnadóttir og Guðmundur Karisson, Drápuhlíð 1. Náttúriífræðing- urinn, 3. héfti 1951, er kominn út. —- Efni: Útgáfa nátt- úrufræðirita, eftir Hermann Einars- son. Esjufjöll og Mávabyggðir, eft-' ir Flosa Björnsson. Gróður og dýralíf í Esjufjöllum, eftir Hálf- dán Björnsson. Hvalir í sjóburi, eftir Robert Mertens. Jölculhlaup- ið 10. nóvember 1598, eftir Sigurð Björnsson. Fiðrildi á.flakki, eftir H. R. Scultetus. Reg’ur um vís- indalegar rannsóknir á Grænlandi. Nýtt hefti af The Zoology of Ice- iand, eftir Ingimar Óskarsson. Smágreinar um Heklu, eldf jal ið Parícutin, kænan fálka, skeldýra- nýjungar og nýjungar um fugla- lýs. — Tímarlt rafvirkja, 3.—4. hefti, er komið út. Efni: Frá rit- nefndinni. Ávarpsorð. Aldarfjórð- ungsstarf. Nokkrar endurmenning- ar. Stjórnir félagsins í 25 ár. Af- mæliskveðja frá F.L.R.R. Skrá yfir stofnendur. Rafvirlcjarabb. ■nni’iit- við ríkisvaldið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.