Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 3
— Fimmtudagur. 28' ágúst 1952 — Þ.TÓÐVIUINN — (3 ICreSjiiMst Irelsis og friðhelgi fyrir lcmd okkccr og þjóð Mér fiimat í'étt að taka það mál, sem er á flestra vörum síðustu dagana til meðferðar hér í Kveimasíðunni. Það er ekki lítil athygli er grein á forsíðu Þjóðviljans þ. 19. ágúst s.l. vakti, og um fátt er nú meir rætt, eftir að dómsmála- ráðherra vor skipaði að rann- sókn skyldi fara fram, en um sannleiksgildi greinar þessarar. Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með hvemig horgara- flokkamir reyna ailtaf að fela merg málsins með því að róta upp moldviðri, gera smáatriði og smáatvik að aðalatriðum, en fróðlegra er að sjá hvemig og hvort þeim tekst að villa um fyrir fólki. Við verðum að riðurkenna að afstaða íslenzkra kvenna til hemámsliðsins er harla mis- jöfn, þótt undarlegt megi virð- ast. Sumar vorkenna 'þessum mönnum fyrir að vera fjarri ættjörð sinni, neyddir til að vera hér uppi á þessu kaida og hrjóstruga landi, og vissulega em þæir sem einstaklingar með- aumkunar verðir, ef litið er á þá sem slíka. Aðrar vilja engin afskipti hafa af þeim, en síð- asta og liættulegasta afstaðan er sú er mikill fjöldi ungra kvenna og telpuhnokka liefur tekið, en hún er sú að hafa stöðug afskipti af þeim. Þetta mál er þegar orðið eitt stærsta vandamál okkar litlu þjóðar, vandamál er krefst skjótrar úrlausnar, ef afleið- ingamar-' eiga- ækki að~irerða, okkur því alvarlegri. Það er ð allra vitorði að fjöldi ungra stúlkna liggja í ólifnaði með hermönnum á Keflavíkurflug- velli, hér í Reykjavik, jafnvel íþmttaheimili vor utan bæjar- ins hafa ekki farið ' varhluta af heimsóknum hinna óvel- komnu hermanna og íslenzkra stúlkna er hafa verið í fvlgd með þeim. Jafnvel borgarahlöð- in hafa lítillega minnst á þess; mál, en því miður hefur gaml’ siðurinn verið upp te'kinn, oy þau þögguð niður. Manni fynd- ist eðlilegast að hver írienzk stúlka sæi ekki aðeins sóme sinn í að hafa engin afskipti af meðlimum hemámsliðsms, jafn- vel þótt þetta væm allt saman ágætismenn. heldur og legðu fram alla krafta sína til að losa land cg þjóð við-þann ó- fögnuð, sem er samfara her- setunni, en þvi miður er hvor- ugu til að dreifa. Við vitum að flestar þessar stúlkur eru á unga aldri, þær eyða þroskaár- um sínum; þeim tíma. sem venjulega mótar einstaklinginn mesf, í stöðueu sambandi vif herliðið, og við snvrium: Hver verður afleiðingin ? Saunarlegn erum við ek>i svo fiölmenn þjóð að við höfuru ráð á að missa. hnndmð stúikna. til úr- kynjunar, í ólifnaði hvers eðlis sem hann kann að vera. — Hnevkslissögur þær, sem ber- ast um bæinn, jafnvel þótt að- eins einn þriðji af þeim væru sannar, um hegðun heimanna og islenzkm stúlkna, ðru nægi- legt tilefni til að íslendingum ætti að vera ljós sú hætta, sem af dvöl herliðsins hlýzt. Sam- neyti islenzkra kvænna við hina útiendu menn væri ekki eins hættulegt ef áhrifanna gætti aðeins hjá hinum ógæfusömu leitandi stúlkum, og piltum, sem gera sér dátt við þá. Á- hrifanna gætir lengra og lengur ef ekki verður tekið fyrir þau strax. Allstaðar þar, sem við Reylc- víkingar vildum eyða frítíma okkar i dag, innan marka Reykjavíkur og jafnvel utan þeirra, emm við hvergi frið- lielgir. Á veitingahúsum, skemmtistöðum, á dansleikjum allstaðar úir og grúir af þeim hvimleiða lýð er í heild er •nefndur ,,vamarlið“. Ætlir þú Reykvíkingur að skreppa inn á einhverja kaffistofuna til að fá þér hressingu, máttu eiga það á hættu að við næsta borð sitji heill skari af hermönnum, með hávaða, jórtrandi á hinu ómissandi tyggigúmí, talandi slæmt mái um lítilsigld málefni. Farir þú inn á Hótel iBorg að kvöldi til, heyrir þú fljótlega, að það er tungumál Ameríkana sem þar er mest notað, og eins er það ef þú sækir einhvem dansleikinn. i. Sagt er að þeir séu jafnvel famir áð fara á „gömlu dans- ana“ þótt enginn þeirra kunni að dansa þá! Það er því óhætt að segja, að 1 dag eru Reyk- vikingar hvergi friðhelgir utan heimila sinna og, að minnsta kosti að mestu leyti, á vinnu- stöðvipn* Það..er ósköp auðvelt að vera fullur meðaumkvunar með þessum mönnum, sem sýna það með allri sinni hegðim og fasi, hve óskyldir þeir em okk- ur, ef við gleymum þeirri þjóð- ernislegu og menningarlegu hættu, sem af veru þeirra hér stafar. Við veröum því að venja okkur á, að þegar við sjáum einn þá sjáum við heildina, við verðum að muna að þessir MATAR- UPP- SKRIFTIR SÍLDARSALAT. 1 saltsíld, 5—6 miðhmgsstórar kartöflur, 5 litlar rauðrófur % lítil agúrka 1—2 epii, stór lauk- sneið eða lítill laukur, afgangur af steiktu eða soðnu kjöti ef til er, 4—6 matsk. rauðrófusoð % tesk. pipar 2 matsk. strásykur. Síidin er hreinsuð og lögð í vatn yfir nótt, þá er hún tekin upp úr, þerruð og beinin tekin úr henni. Þá er hún sloorin í jafna, smá bita ásamt kartöflunum, rauðróf- unum, eplinu, lauknum og kjöt- inu. Þessu er síðan blandað var- lega saman með tveim göfflum, síðan er ki-yddinu, edikinu, og sykrinum blandað saman við. Þá er salatið sett á fat og þakið með harðsoðnum. söxuðum eggjum sem i er blandað steinselju og rauðrófubitum. Látið stauda um stund á köidum stað og borðað með þeyttum rjóma. menn em sífellt leitandi sér að stundargamni. Það er lítill vandi að verða sér úti um amerísk hlöð, er fjalla um það vandamál, sem eiturlyfjanautn er orðin í landi þeirra, nautn er breiðist óð- fluga út, og þá sórlega meðal unglinga, heilir unglingaskólar, að þeirra sögn, eru numdir af þessari plágu og hlutfallstala neytenda vex stöðugt. Nei, það er sannarlega ekki vandi að finna slík blöð, en óneitanlega minna sum þau skrif á resept tipp á hvernig eigi að neyta þessara lyfja. Hverjum dettur svo í hug að loka augunum f>TÍr þeim möguleika, að slík nautn hafi. flutzt hingað með komu hins ameríska hers ? Hvaða Islendingur treystir sér til að mæla sinnuleysi stjómar- valda landsins bót? Eða eru menn virkilega svo áhugalausir að þeim finnist þetta ekkert tiltökumál ? Mér verður oft hugsað tii þeirra mæðra, sem eiga dætur sínar í ,,ástandinu“, hvernig þeim líður og hvað þær hugsa, hvernig þær taka dætrum sín- um, og að hvaða niðurstöðum þær komast. Þær ólu þessar stúlkur upp, og hafa eflaust gert aljt til að gera þær sem best úr garði. Hvemig líður þeim nú, er þær sjá dætur sín- ar forspilla manngæðum sínum og kvenleika vegna samneytis sins við hina erlendu menn, vitandi um þær hættur sem dætur þeirra eru í hverja mín- útu sem stúlkumar hafa sam- band við þá?» íslenzkar mæður, og þá helzt reykvískar mæður, hvað finnst ykkur, og hvað á að gera, þið vitið að á meðan erlendm’ her situr land okkar eru dætur ykkar í stöðugri hættu. Finnst ykkur ekki tími til kominn að rísa upp og berjast fyrir ör- yggi þeirra? Eða eruð þið svo vissar um afstöðu þeirra að ykkur finnst einskis vert um að reyna að bæta það ástand er hingað til hefur verið hvískur- efni einstaklinga? Finnst ykkur stjórnarvöld landsins taka þá a.fstöðu til þessa máls, að á- stæðulaust sé að gera veður út af því? Nei íslenzk stjómar- völd hjálpa ykkur ekki, engin aldurstakmörk eru sett fyrir inngöngu íslenzkra kvenna á Keflavíkurflugvöll, enginn skemmtistaður eða kaffistofa., að einni imdanskilinni, bannar hermönnum aðgang. En það sem undarlegast er af öllu þessu sambandi er af- staða íslenzkra stjórnarvalda, Við hvað eru þeir hræddir, ef þeir eru vissir um sakleysi skjólstæðinga sinna, hina ame- ríska hers ? Hversvegna hafa þeir ekki fyrir löngu látið rann saka hvort nokkur fótur er fyrir þeim sögum er gengið hafa hér mánuðum saman vmi glæpi herliðsins? Nú stendur okkar virðulegi dómsmálaráð- herra upp og fyrirskipar rann- sókn út af frásögn Þjóðviljans. Framhald á 6. síðu. Þetta er síður samkvæmiskjóll en haiin má eiiuiig sauma með stuttu, viðu pilsi. 1 kjólinn er hægt að nota hvort heldur vilf silki, mjúkt léreft eða baðmullarefni. Við svona einfaldan kjól, hreinan og beinan í sniðum, er hægt að bera hanzka úr sama efni. Skelegguslu málsvarar friðarins ÞAÐ er langt frá íslandi til Kóreu og enn fjarlægari okk- ur Islendingum er sú vilii- mennska sem þar á sér stáð í nafni „vestrænnar menningar og iýðræðis". ÞAÐ er erfitt hlutverk að reyna að sannfæra íslenzkan almenning um það, ’ a.ð verið sé að vinna heimsmeimingunni gagn með þvi að kasta nap- almsprengjum á konur, bömog gamalmenni. Napalm er þéttað (kondenseráð) benzín 1 hlaup- kenndu formi. Það er sett í geyma, sem springa þegar þeir fálla á jörðina og kvijyiar. þá í benzínhlaupinu^ _ Það dreifist ó&fluga um stori, svæði, brenn- ur með mjög sterkum hita og I fyrirlestrarferð sinni um Norðurlönd síðasti. vetur, komst KATE FLERON, rit- stjórl „Frit Daninark" svo að orðl um styrjöldina í Kóreu: „Smám saman varð ég að viðurkenna með sjálfri mér og það með djúpum sársauka, að styrjöld sam- einuðu þjóðanna í Kóreu, er háð af þeirri illmeimsku sem orð fá varia lýst. Ég álít það sjálfsagða skyldu mína, að segja rétt og satt frá og opna augun á fólki fyrir því, að Kóreustyrjöld- in er ekki eitthvað fjarlægt sem okkur kemur eltki við. Það verður aftur og aftur að minna á hinar ægilegu staðreyndir styrjaldarinnar svo við skiljum þá ábyrgð seni hvílir á herðum okkar“. bálið má heita óslökkvandi. Napalmsprengjum er varpað úr flugvélum yfir óvarðar borgir, til að brenna þær til ösku og tprtíma þar öllu lífi. ÞEGAR MCARTHUR hinn bandaríski var cnn allsráðandi í Kóreu, lýsti hann því eitt sinn, yfir, að í allri Kóreu væri varla nokkurt skotmark til lengur, sem „hemaðarlega þýð- ingu“ hefði. Um líkt leyti var frá því skýrt, að einni milljón napaimsprengjiun heiði verið varpað í einu á óvarða kór- eslta horg með 100 þúsiuul í- búum. FULLTRÚAR þessara er- lendu „meningarfrömuða“ liér á iandi, eru samt svo trúir hiutverki sinu, að þéir hrópa daglega til okkar í útvarpi, blöðum og kvikmynda.húsum uni hina miklu sigra „vest- rænnar menningar“, sem fólgin er í því, að brenna, myrða, og misþyrma alþýðu manna í hinu fjarlæga en yndislega iandi kórvesku þjóðarinnar. I ÖLLUM þessum blekking- um og áróðurshávaða banda- rískra stríðsgróðamanna og leppa þeirra víðsvegar um heim, er reynt að drekkja þeim rödd- tun sem vilja segja okkur sannleikann um þá atburði sem nú eru daglega að gerast í Kór- eu, og framkvæmdar eru m. a, í nafni íslenzku þjóðarinnar. 1 ÖLLUM löndum heims eru kon ur skeieggustu málsvarar friðar ins. Hundruð milljónir kvenna hafa tekið höndum saman i baráttunni fyrir friði og sönnu lýðræði, fylgi þeirra og styrkur fer vaxandi með hverj- um degi sem líður. Þrátt fyrir hótanir um fangelsun og jafn- vel líflát, liefur konunum tek- izt að flytja boðskap friðar- ins og bannfæringu sína á þeim hroðalegu glæpum, sem stríðs- æstir menn drýgja á meðbræðr- um sínum. Þessi hróp milljóna kvenna hafa einnig borizt til okkar litlu friðelskandi þjóðar, iþrátt fyrir mikla fjarlægð og 1 erfiðleika, Þeirra sterkast er án efa skýrsla sú, sem 20 kon- ur frá flestum löndum V.-Evr- Framhald á 6. síðu. KYNNlÐ ykkur frásögnj (kvcnna nefmlarinnar se,m fórj Ztil Kóreu. Kaupið Kóreu-N Lkýrsluna, fæst í flestum<, íbókaverzlunum bæjarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.