Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10 febrúar 1953 — ÞJÓÐVIUINN — (5 New York Times viSurkennir oð leyniþjón- usta Israels starfi i þágu Bandarik\anna í grein, sem hermálaritari New York Times, Hanson W. Baldwin skrifaði í blað sitt 29. janúar s. 1., ljóstrar hanr. upp um að leyniþjónusta Israels starfar í þágu Bandaríkj- anna. Þessi uppljóstrun er sérstaklega athyglisverð þegar höfð eru í huga þau málaferli sem undanfarið hafa staðið yfir í alþýðuríkjunum gegn erindrekum zíónista, sem ákæi’ð- ir hafa verið fyrir njósnir. Baldwin skrifar grein sína í til- efni af þeim ummælum fráfar- andi yfirmanns bandarísku leyni- þjónustunnar CIA (Central In- telligence Agency) Bedell Smith, hershöfðingja, að hún stæði leyni- þjónustum annarra ríkja á sporði, éða væri jafnvel fullkomnari en þær allar, að leyniþjónustu Sov- étríkjanna einni saman ef til vill undantekinni. Baldwin segir, að það sé a. m. k. nokkurn veginn víst, að CIA sé fjölmennari en nokkur önnur leyniþjónusta. Þó ekki sé vitað með vissu hve margir st.arfi í henni, sé þess getið til, að hún hafi milli 9,000 og 15,000 manns í þjónustu sinni utan Bandaríkj- anna og innan. Margar leynþjónustur. Bandaríkin hafa fleiri leyni- þjónustur en CIA, þó hún sé tal- in sú stærsta. Sú þeirra sem mest hefur þomið við sögu í réttar- höldunum yfir bandarískum njósnurum í alþýðuríkjunum nefnist OSS (Office of Strategic Services), en sá sem hefur veitt henni forstöðu hingað til, Allan Dulles (bróðir Foster Dulles, ut- anríkisráðherra), hefur nú tekið við CIA af Bedell Smith. Auk þess hefur bæði her og floti Bandaríkjanna eigin leyniþjón- ustur, að ógleymdri bandarísku rannsóknarlögreglunni, FBI. Fyr- ir utan FBI eru 'i þessum leyni- þjónustum að sögn Baldwins þús- undir njósnara. Mikilsverð leyniþjónusta ísraels. Hinsvegar efast hann um, að árangurinn sé í hlutfalli við njósnarafjöldann. Hann segir: „Sumir eru þeirrar skoðunar, að brezka leyniþjónustan, scm hefur 3000 manna starfslið og LEYNIÞJÓNUSTA ÍSRAELS með eitthvað um 300 starfsmenn nái árangri — með upplýsingum og skilgreiningum á ástandi —, sem sé fullt eins gagnlegur við ákvörðun um utanríkisstefnu Randaríkjanna og sennilega á- reiðanlegri en þær niðurstöður, sem miklu f jölmennari leyniþjón- ustur okkar komast að.“ Kemur heim við Pragréttar- höidin. Baldwin fer sem sagt ekki dult með það, að stjórn ísraels lætur Bandaríkjunum í té upplýsingar, sem njósnarar hennar safna í al- þýðuríkjunum. Það upplýstist í réttarhöldunum yfir Slansky og .félögum, að ísraelsstjórn hefur Réttcrhöld í söcpiegw eiftsr- byrlmncirmáii é nsstunni ÞiQHást !ík kmSlii, v©Síiu a! afsenihi i þeim öilma Á næstunni, eða í síðasta lagi fyrir páska, hef jast í Frakk- landi málaferli sem vekja munu mikla athygli, og það ekki einungis í Frakklandi sjálfu. Mynd frá beiyíska bmnum Ostende Þó Iítið manntjón yrSI af völdum flóðanna i Belgíu, ollu þau einnig þar miklum skemmdum á mannvirkjum, einkum í hafnarbæn- um Ostende . . . Þessi mynd er tekin á götu í Ostende, eftir aS flóðið hafði fjarað út aftur. VicSarkol sögSu til um aldur húss frá fyrstu öld Borg írá dögum Rémverja graíin upp í ilusiurríki Austurrískir vísindamenn tóku eftir því, að moldvörpur, kanínur og ánamaðkar grófu upp allskonar málmmola, tigul- steinsbrot og eir úr jörðinni skammt fyrir utan Vínarborg. Þetta varð til þess.að ákveðið var að hefja uppgröft 40 km Það er mál Marie Besnard, sem kemur fyrir rétt, en hún hefur verið sökuð um að hafa drepið 13 manns á eitri. Málið er þegar orðið mjög sögulegt. Sakborning- urinn hefur aldrei fengizt til að játa sekt sína, og sérfræðingar sem um málið fjalla, eru mjög ósammála. Grunur féll á sakborninginn fyrst, þegar lík manns hennar og móður, sem dóu með stuttu milli- bili, voru krufin til að komast fyr- ir um dánarorsökina. Fannst votta Fulltrúar fjórveldanna sátu á fundi í London í gær til að ræða friðarsamninga við Austurríki. — Gromyko fu.lltrúi Sovétrikjanna sagði að þau mundu ekki ræða frekar urn ffiðarsamninga, ef Vesturveldin tækju ekki til balca tillögu sína um „stytta friðar- samninga", sem bryti algerlega í bága við Potsdamsamkomulagið. Fundurinn í gær stóð í 3Ú2 klst., en ekki er búizt við að annar verði kallaður saman fyrr en eftir 2—3 vikur. fyrir arseniki í innyflum þeirra, og þar sem Marie Besnard hafði stundað þau bæði í veikindum sem leiddu þau til dauða féll á hana grunur um að hún liefði byrlað þeim inn eitur. Þá kom lögreglunni í hug að síðustu ár- in hafði verið mikið um dularfull og skyndileg mannslát í nánustu fjölskyldu og vinaliði Besnard, og var — úrskurðað, að ellefu lík skyldu grafin upp og krufin til að reyna að ganga úr skugga um dánarorsökina. í öllum þessum líkum fannst votta fyrir arseniki. Arsenik í kirkjugarðinuni. Verjandi Besnard rengdi niður- stöður rannsóknarinnar ogbar það fram má.li sínu til stuðnings, að í jarðveginum, þar sem líkin höfðu legið, væri arsenik og væri því engin sönnun íengin fyrir því að þessu fólki hefði verið byrlað inn' eitur. Þrír sérfræð- ingar voru fengnir til að rann- saka líkin að nýju og hafa þeir nýlega látið réttinum í té 150 síðna skýrslu um niðurstöður sínar. Það eitt er vitað úr skýrsl- unni enn, að sérfræðingarnir telja að aðeins geti verið um eiturbyrl- un að ræða í sjö tilfellum, arsen- ikið sem fannst í hinum sex lík- unum sé komið úr jarðveginum. skuldbundið sig til að stunda njósnir fyrir Bandaríkin. Eitt vitnanna, Simon Orenstein, áður starfsmaður við sendiráð ísraels í Prag, sjálfur staðinn að njósn- um, upplýsti að Bandaríkjastjórn hefði sett eítirfarandi skilyrði fyrir 100 millj. dollara lántöku: Skilyrði fyrir lánveitingu. 1. Byggt yrði flotalægi í Haifa- höfn, sem bandarísk herskip gætu notað, ef til styrjaldar kæmi við Sovétríkin. 2. Náin samvinna skyldi tekin upp milli herráðs ísraels ðg bandarísku herstjórn- arinnar. 3. ísrael gerðist aðili að hernaðarbandalagi ríkjanna fyr- ir botni Miðjarðarhafs, og 4. Á meðan friður héldist, skyldi ísrael halda fast við hlutleysi sitt í orði, svo að erindrekar zíónista í al- þýðurikjunum ættu hægara um vik að stunda njósnir og skemmd- arverk þar. Þessi samningur var gerður að undirlagi Morgenthaus, fyrrv. fjármálaráðherra Banda- ríkjanna. Ben Gurion, forsætis- ráðherra ísraels og Moshe Shar- ett utanríkisráðherra gengu að öllum þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir lánveitingunni. Skýring á ramakveinum. hefur nánara samband við banda- rísku herstjórnina en nokkur ann- ar blaðamaður, skýrir áhuga Bandaríkjanna á náinni sam- vinnu við leyniþjónustu zíónista og jafnframt þau ramakvein sem hafa kveðið við í Bandaríkjunum og leppríkjum þeirra síðustu mánuðina, þegar flett hefur verið ofan af nokkrum þessara njósn- ara, sem að sögn Baldwins jafnast á við allt að fimmtíu bandaríska starfsbræður. Kciufóbus áfti konur fvær Það eru til menn sem róa að því öllum árum að fá Kristófer Koi- umbus, sem slysaðist til að finna Ameríku fvrir nokkrum öldum, tekinn í tölu heilagra manna af kat- ölsku kirkj- unni. En því miður fyrir þá virðast ekki góðar horfur á að það takist. Kólumbus. Embættismenn páfagarðs hafa nefnilega þaulkannað einkalíf Kolumbusar og komizt að raun um, að hann hafi gert sig sekan um tvíkvæni, auk þess sem hann var ekki við eina fjclina felldur á ferðalögum sínum. Slíkt háttaiag þykir ekki sæma dýrlingi. fyrir austan Vin. Á þessum stað stóð fyrir mörg- um öldum borgin Canuntum, mesta borg Austurríkis á dögum Rómverja. Fornleífafræðingurinn prófessor Svoboda og aðstoðar- menn hans hafa þegar grafið svo mikið upp af borginni, að hægt. er að virða fyrir sér hluta af þess- um 1800 ára gamla bæ, sem Hún- ar lögðu í rúst um árið 4C0. Það sem nú hefur verið grafið upp virðist vera hluti af verzlun- arhverfi. í flestum húsanna hafa tigulsteina- og mósaikgólfin varð- veitzt mjög vel; og sama máli gegnir um hitalagnir. Margir vas- ar, styttur, skartgripir og áhöld hafa fundizt, sem bregða ljósi yfir þetta tímabil í sögu Rómaveldis. Það er ekki einungis grunnur hús- anna sem hefur varðveitzt heldur einnig hluti af veggjum þeirra margra, allt að tveir metrar á hæð. Viðarkol fundust á arni, og var það mikil heppni, því með nýrri aðferð, sem byggir á útgeislum viSafkolsirís, má gáríga úr skugga um aldur fundarins, svo að aðeins skakkar ríokkrum árum. Ilúsið sem viðarkolin fundust í var frá fyrstu öld. Uppgreftrinum heldur áfram og það sem þegar hefur verið graf- ið upp er öllum til sýnis. Hins- vegar mun það torvelda frekari uppgröft mjög, að mikil mann- virki standa þar sem áður stóð hin forna borg. Reutersfréttaatofan í Lonclcn skýrir frá því að Eden utanrík- isráðheri’a hafi tekið fram við Dulles, utanríkisráðherra IBandaríkjanna, er þeir ræddust vi, í London fyrir stuttu, að brezka stjórnin geti ekk: fýlgt heirri bandaríssu í því að lýsa úr gildi fallna, samninga þá um skipan mála eftir heimsstyrj- öldiría síðari, sem Churchill, Roosevelt og Stalfa gerðu á ráð- stefnunni í Jalta snemma árs 1945. Eisenhower lýsti því yfir í fyrsta boðskap sinum til Bandaríkjaþings, að iiann myndi lýsa samninga þessa ó- gilda. j: ern éfíisls6 tiI lser|9|éMis.sÉii Fyrir skömmu var skýrt frá því í opinberri tilkynningu frá landvarnaráðuneyti iBandaríkjacma, að 49.000 bandarískir hermenn hefðu hlaupið undan merkjum, síðan Kóreustyrjöldin hófst. Franska fréttastofan AFP hefur nú skýrt frá því, að bandatíska utanríkisráðuneytið viðurkenni, að á hverjum mán- uði svíkist 20.000 ungir Baada- ríkjamenn um að mæta, þegar þeir eru kvaddir til herþjónustu og reyni að fela sig fyrir yfir- völdunum. Það er álit kunnugra, að tölurnar séu báðar alltof lágar. Fyrir skömmu voru 88 hermenn og 1 liðsforingi dæmd- ir 'í þunga refsingu fyrir lið- hlaup úr hernum í Kóreu. Allir þéssir mean voru frá banda- rísku nýlendunni Porto Pvico.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.