Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 HELGA HAIXDÓKSUÓTTIR, DAGVERÐARÁ: Vaknaðu í§land Tilelnkað andspyrnuhreyfingunni. Vaknaðu Islaiul, vorsins engiar þjóta vonglaðir yfir fjöll og dali þína. Frjóangar lífslns fjötra af sér brjóta, fossar og llndir liækka tóna sína. Vaknaðu lsland! Vorsins raddir kalla, vorgyðjan skreytlr sali þína aUa. Vaknaðu þjóð til vemdar heiðri þínum varðelda kyntu yfir dýpstu leynum. Eldar þeir brenni illt úr hugans línuni eldar þeir vinni bót á sálarmeinum. Vaknaðu þjóð til vits, þinn andans styrkur verði þér ljós í gegnum sérhvert myrkur. Vaknaðu æska, sjáðu sigur lífsins, sjálf ertu vorið gróðurmagni þrungið. Deyfðu með þreki andans egg þess hnífsins, er var í hjarta landsins — freisið — stungið. Vaknaðu æska, vonir þínar rætist, viðjamar bresti, stai-f og friður mætlst. LÍA.V^.V.WVAV.WrjW.W^Ai%VVW^^VWWWW.%W,Vl GUÐJÓN IIALLDÖRSSON: VEHND ÍSLANDS er fólgiu í manndómi þjóðarinnar í vöiggu hvílir lítið bam. Blá auigu þess ljóma af fegurð og kærleika. í mjúkum lófa þess er falið gull, — lausnarsteinn- iinn, — framtíð íslands. Móðir þess vakir yfir velferð þess. Tröll ihefur boðizt til að vemda það, en móðirin treysti ekki lieilindum þess. í þess stað hef- ur hún beðið allar góðar vætbir að veita sér lið. Undir þeirri vernd á barnið að vitkast og vaxa, verða þess umkomið að Hvatning ungra listamanna til íslenzkrar æsku Við undirrituð fögnum þvi,í (aö barátta hefur verið hafiní 'fyrir þjóðareiningu gegn dvö) ] ferlends hers á íslandi og hug-j fmyndinni um stofnun lnnlends) ) hers. Við heitum á íslenzkan æsku-I Uýð að fylkja sér undir merki ( jkandspyrnuhreyfingarinnar og/ ^styðja hana með ráðum og dáð. / Einar Bragi Elías Mar Ólafur Jóh. Sigurðsson Jóhannes Steinsson Bjarni Benediktsson Haildóra B. Björnsson Böðvar Guðiaugsson Kristján Elnarsson frá Djupalæk Eiríkur Smith Gestur Þorgrímsson Hörður Ágústsson Björn Th. Björnsson Thor Vilhjálmsson Jón Óskar Stefán Hörður Grímsson Gísli Halldórsson Sigurður Róbertsson Hjörtur Halldórsson Kristján Bender Kjartan Guðjónsson Ásl í Ba; Kristján Davíðsson Jóhannes Jóhannesson Egill Jónsson Krlstinn Pétursson Stelnar Sigurjónsson ¥13 konur kjósum O-listann er>u því andvígir, að biðja um gæta sjálft lausnarsteinsins um alla ævd, Þannig hefur þessu verið varið um alla fortíð ísleinzkiu þjóðarinnar og þannig er það enn í nútíð hermar. Vissulega hefur oltið á ýmsu um lán og líf einstaklinganna og þjóðarinnar allrar á um- liðnum öldum. Sagan geymir nöfn þeirra er létu undan síga á örlagastundum, þeirra, sem sviku íslenzkan málstað, — en •ritar gullnum stöfum nöfn þeirra, er héldu vörð um heið. ur iands og þjóðar og sóttu fram. Einn þeirra var nefndur „sómi íslands, sverð þess og skjöldur". Fordæmi þeirra lifir ætíð -með þjóðinni. Liðnar aldir geyma skin og skugga, vonir og vonbriigði, sigra og sífelld töp. Eitt hefði því sagan átt að geta kennt þjóðinni, eftir langa og harða raun, að sameinuð gat hún sigrað. Enn e,r þjóðnni lífsnauðsyn að þekkja þann sannleik, að sameinuð getur hún hrist af sér fjötra erlendrar ánauðar og yf- irgangs, að vernd hennar er fólgin í mann dómi hennar sjálfrar og þeirra afla, sem verka til góðs í mann- heimum. Einstaklingur, sem er tröll- una tekinn, hefur verið rændur ]ífi sínu, — og þjóð, sem kallar yfir sig herlið stórþjóðar, þótt í varn- arskyni sé, hefur kallað yfir s.ig þá vá, er getur orðið henni að aldurtila. íslendingar hafa verið og Pramhald á 11. síðu. íslenzkar konur og mæður! Hafið þið gert ykkur ijóst í hvrlíkri reginhættu þjóð vor nú er stödd? Hafið þið gert ykkur það Ijóst að við liöf- um nú hin síðustu ár staöið á baimi þess mikla svelgs a!- gerrar tortímingar er gín við siðgæði voru, menningu og lífstilveru svo ekki þarf nema stormsveip til að feykja vorri fámennu þjóð ofan í sogandi hyldýpið, iðuaa miklu, glötun þjóðernis vors, sögu og tungu? Og hvers virði er okk- ur nú að endurheimta gömul handrit dásamlega rituð á skinn fyrir öldum síðan, ef það yrði aðeins til þess að feykja þeim langþráða menn- ingararfi út í hvirfiivind glötunar? Vor þjóð á sína sögu og sína tungu, sem staðið hefur af sér margar harðar gern- ingahríðar, ,,is og hungur, eld og kulda, áþjáa, nauuir, svartadauða", en stendur nú fra.nmi fyrir hættunni mestu: hernámsyfirráðum eins mesta stórveldis heims, þar sem við erum eins og litlar flugur við gapandi gln hins volduga ijóns. Ekkert annað en vit, kjarkur og samheldai getur bjargað okkur frá því að hverfa og glatast í hvofti þess stórveldis, sem virðir okkur og metur jafnt og fá- einar flugur. Við vitum það allar íslenzk- ar konur og öll íslenzka þjóð- m veit það, að við stöndum nú frammi fyrir .plágunni miklu, þeirri alvarlegustu og ísmeygilegustu liættu, sem ís- íenzka þjóðin hefur nokkru einni mætt, ea það er yfir- ráðaásælni Bandaríkjanna, her þeirra og hernaðarajð- gerðir, sem sívaxandi breiðast ytir landið án nokkurrar minnstu mótspyrnu yfirráða- mantia þjóðarinnar, þeirra sem fara með völdin og alira þeirra flokka, sem svikið hai'a íslenzkan málstað. Sú ógæxr hefur löngum fylgt vorri þjoc að vera hneppt í yfirráða- í jötra þeirra, sem metið h ifa meira konungshollustu en þjóðarheill, en við höfum líka átt mcnn, sem staðið haía á verði á hættutímum og þeim mönnum eigum við að þakk.r tilveru okkar, sögu, menningu og tungu, og þeirra nöfr. metum við nú eftir liðinn dag. En eigum við enga slíka nú? Jú, enn eigum við vökumean, sem aldrei hafa sofið á verð- inum. Við eigum í efstu sæt- um C-listans menn eins og Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson, sem með djörf- ung og árvekni hafa staðið vörð um heill og hamingju íslaiads, varað við hættunum áður en ólagið skall á, svo hægt hefði verið að forða slysi, staðið í fylkiagarbrjósti í framsækni Islenzkrar albýðu og aldrei hikað við að leggja í sölurnar miklar fómir fyrir heill og sóma íslenzkrar þjóð- ar. Þessum mönnum og flokki þejrra Snmeiningarflokki al- þýðu —• Scsíalistaflokknum I, .'tum við ísl. lconur fullkom- lega' trúaö fyrir velferð okkar cg baraa .okkar. Þeirra ár- vekni cg varögæzlu eigum við aa þakka hvað bjargazt hef- v.að yiti erum eltki þegar o' undirokuð nýlenduþjóð Sigríður Einars þess stóveldis sem ekki virð- ir viðlits menningu vora né sögu, en aðeins ásælist land vort fyrir vígvöll, vígvöll, sem yrði drifinn blóði barna okk- ar cg alheimsins. Látum það ekki ske. Stönd- um saman í fylkingu með þeim sem varið hafa rótt vorn og meta lífsstefnuna hærra en helstefnuna. Fylkjum okkur um C-list- ann. Við getum ekki lokað aug- unum fyrir hættunni sem ísl. æska stendur andspænis nú, eða þeim fjölda ungra stúlkua sem orðið hafa fórnardýr á- byrgðarlausra útl. hermanna, er meðhöndla þær sem vissa atvinnustétt í sínu heima- landi, án þess ríkisstjórn yor reyni á uokkurn hátt að vernda þær eða vara við hætt- unni, heldur leyfir hún óein- kennisklæddum hermönnum að vaða um höfuðborg vora eftir þeirra eigin geðþótta. Við konurnar getum ekki með köldu geði greitt þeim mönnum atkvæði okkar á kjördegi sem hylmað hafa yfir hvern einasta glæp sem framinn hefur verið á þessum hálfvöxnu börnum, sem sumar eru varla fermd- ar. Getur ekki sérhver móð- ir hugsað sig um andartak----- ef hún ætti að horfa á oftir dóttur sinni sökkva í þá sví- virðingu sem engin orð geta lý?t — Hvað skyldu þau stúlkubörn vera mörg sem út- lendir hermenn hafa framið á siðferðisbrot. Yfir því þeg- ir Bjarni Ben. Yfir þær er engin spjaldskrá. En hvað um þær 100 ísl. stúlkur sem hann eitt sinn fann ástæðu til að setja á svartan lista, var það þeirra sök að á Keflavíkur- flugvelli var bandarískur her. En íslenzkar stúlkur. og Is- lendingar er réttlíjúð fólk gagnvart þeim hermönnum Framhald á 11. síðu. Sæiðum okkur ekki við hernámið Það hafa engin gild rök verið færð fram fyrir þeirri staðhæfingu að nokkur þjóð hefði í hyggju að ráðast á land okkar. Við erum ekki í hættu stödd af neinum her öðrum en þeim, sem aú dvelur í landinu. En þessi hætta er svo geigvænleg, að enginn ís- lendingur má láta sitt eftir liggja til þess að henni verði bægt frá. Það ríki, sem hefur her í okkar litla landi ,getur og ráðið hér lögum og lofum. Þegar þar á ofan bætist af hendi sama ríkis „fjárhagsað- stoð“, sem er vísasti vegurinn til þess að þjóðin glati fjár- hagslegu sjálfstæði síau, og sífellt stækkandi hópur lands- manna á afkomu sína undir herbúnaðarframkvæmdum setuliðsins, verður manni á að spyrja, hvernig getur þjóðin lotið svo Jágt örfáum árum eftir endurheimt sjálfstæðis síns ? Hvergi er lengur litið á olckur sem frjálsa þjóð. Með því að sætta sig við hernámið, stofnar þjóðin ekki aðeins mermingu sinni og at- vinnulífi í hættu, heldur hefur hún og sett sig skör lægra en ‘ frjálsborinni menningarþjóð cæmir. Gunnar Cortes En það er smám saman að renna upp fyrir landsmönnum, hvað hér er að gerast, og mun þá ekki langt að bíða þess, að þeir fari að dæmi bændanna á Vatnsleysuströnd, — banni hersetu í landinu. Gunnar J. Cortes

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.