Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 8
=$) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 5. ágúst 1953 JOSEPH STAROBIN: Viet-Nam sækir fram til sjálfstæðis og frelsis fFakið byssu í hönd, þegar óvinirnir koma, en hak- ann, þegar þeir íara — Frakkar sprengdu varnar- garoana í loft upp, bændurnir gróíu með handafli 116.346 brunna — Leiðtogar frelsisbaráttunnao: búa um sig í neðanjarðarskýlum á daginn Hvergi hefur reynt meira á stefnu Ho Chi Minhs forseta í efna- hagsmálum en í hinum þéttbýlu óshólmahéruðum, þar sem tveir þriðju íbúa landsins búa og þorpsbúar hafa hvað eftir annað orðið að þola búsifjar af völdum skæruhernaðar og franskra herleið- angra. Á sléttunum sem teygja sig yfir tylft fylkja fyrir sunnan borgirnar Hanoi og Haiphong, yfir óshólma Rauðár suður að Ma- iljóti, hafa verið háðar hinar furðulegustu orustur. Þar hefur verið barizt með vopnum, en þar hefur einnig verið háð barátta til að setja niður hrís, barátta fyrir lífinu. Þarna setur bóndinn niður hrísinn á milli sprengjugiga og jarð- sprengna. Nær allir bufflar og uxar hafa verið drepnir, og grísum og kjúklingum rænt. Vegna skothríðarinnar úr virkjum Frakka ■yerður að vinna nær öll störf að næturlagi. Tveir menn draga plóg á eftir sér með reipi sem er bundið um mitti þeirra. í svarta- myrkri er sáð í akrana, fölur bjarmi berst frá einstaka bambus- E.onur Viet-Nams leggja fram drjúgun skerf í sjálfstæðisbar- áttunni. Á myndinni sést smáfiokkur kvenna, sem stunda skæruhemað i óshólmahéruðunum, sem Starobin segir frá í dag blysum eða lýsisfötum. Frakkar setja oft niður staura við veginn og banna alla rækt utan þeirra. Að næturlagi fara ungir menn og íæra til staurana nær veginum. Nokkrir þúmlungar lands hafa verið unnir, það eru nokkur pund af hrísgrjónum til viðbótar. Voðalegasta hernaðaraðferð Frakka hófst um vorið 1952, þegar þeir voru farnir að örvænta. Þeir hófu þá sprengjuárásir á ílóð garða og áveitur. 13. júní 1952 gerðu 80 flugvélar af gerðinni B-29 loftárás á Thac Huong varnargarðana. Þessir vamargarðar verja öll austurhéruðin í norðurhluta Viet-Nams fyrir flóðum og áveit- urnar sem eru í sambandi við þá sjá ökrunum í þrem frjósömum fylkjum, Thai Nguyen, Bac Giang og Bac Ninh, fyrir vatni. Tugþúsundir manna úr þorpunum hafa orðið að leggja að sér til að gera við þessa varnargarða. Þar sem ekki er unnt að endur- byggja hina stóru garða, hafa tugþúáúndir minni verið gerðir. Það er erfitt að ímynda sér þá baráttu og þrautir, sem liggja að baki 3,200,000 vinnudaga, sem voru nauðsynlegir til að ryðja burt sjö milljónum teningsmetra moldar. En það þurfti að gera til að leysa þetta verkefni af hendi. Meðan ég hlustaði á frásögn eins af verkfræðingunum, sem að þessu verkefni unnu, ungs manns að nafni T.. .. (hann var ný- kominn frá óshólmunum), kom mér í hug, hvílíkt spott felst í blaðrinu um „aðstoð við óþróuð landssvæði". Hvílík fjarstæða að guma af fyrirætlunum um efnahagshjálp, þegar franskir flugmenn í bandarískum flugvélum sprengja í loft upp þessa varnargarða, sem daglegt brauð milljóna er bundið við, aðeins í því skyni að beygja þetta fólk undir ok, að svipta það sjálfstæðinu! Hver getur gert sér í hugarlund það erfiði, sem felst í að grafa 16,346 brunna með handverkfærum, svo að hægt yrði að afla þess vatns, sem þvarr við eyðileggingu áveitukeríisins? Það kostar lika baráttu að koma uppskerunni undir þak, og það er" tvisvar sinnum uppskera á ári. Til að torvelda plæginguna befur ein meginregla Frakka verið þessi: „Það er betra að drepa einn uxa en tíu vietminha“; og þegar uppskerunni er lokið koma Frakkar í hópum út á akrana og í þorpin til að ræna henni og eyðileggja. Oft leggja þeir jarðsprengjur í akrana rétt fyrir uppskeruna. Sögur ganga af gömlum mönnum, sem^egja: „Við er- um gamlir; ef við eigum að deyja, viljum við deyja. áhyggjulaus- ir.... við skulum fara út að kanna akurinn." ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRJ. FRÍMANN HELÓASON Kepprtisleyfi Gunnars Huseby og afturköHun þess Svo heíur illa til tekizt að kom- ið hafa fram allhörð blaðaskrif vegna þess að Gunnari Huseby var meinað að keppa á Reykja- víkurmeistaramótinu um daginn. Eftir skrifum þessum mætti ætla að Huseby hefði verið ofsóttur ranglega, og ennfremur er gefið i skyn að bak við þessa „aðför“ að Huseby standi ákveðnir menn með vissar félagslegar hugrenn- ingar, sem miði að því að rýra stigamöguleika KR í Reykjavík- urmótinu. Þar sem dregið heíur verið inn i mál þetta atriði, sem ekki snería kjarna þess, er rétt að setja fram í stórum dráttum það sem skeð hefur í þessu sorg- lega máli hins ágæta iþrótta- manns, Gunnars Huseby. í dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ segir svo m. a. í 3. gTein i-lið: „— að hver sá eínstaklingur inn- an iþróttahreyfingarinnar sem sviptur hefur verið borgaralegum réttindum vegna brots gegn refsi- lögum sé úrskurðaður óhlutgeng- ur til keppni, sýninga og hvers konar irúnaðarstarfa innan í- þfóttahreyfingarinnar.“ Vegna dóms ér Gunnar fékk á sínum tíma fyrirbyggði þessi regla að hann gæti keppí. Þá er það að KR sendir beiðni til Sam- bandsráðs ÍSÍ um keppnisleyfi fyrir Huseby og óskar svars. Nið- urstaða beirrar málaleitunar á fundi sambandsráðs varð sú að leyfið var veitt með vissum skil- yrðum. Var því KR sent eftir- farandi bréf og ályktun Sambands ráðs: „Sambandsráð samþykkir að veita Gunnari Huseby keppn- isréttindi að nýju innanlands. Leyfi þetta er bunöið við óákveð- inn tíma og ber stjórn FRÍ að afturkalla það fyrirvaralaust, ef hann gefur íilefni til,“ ■ Jafnframt var samþykkt að til- kynna það álit fundarins til KRR og FRÍ að leyfi þetta sé bundið því skilyrði að Gunnar Huseby neyti eigi áfengis. Gera verður ráð fyrir að stjórn KR hafi tilkynnt Huseby skilyrð- in eigi síður en að keppnisleyfið værj fengið. En sorgarsagan held- ur áfram. Huseby getur ekki upp- íyllt þau skilyrði, sem Sambands- ráð setti — hann tapaði fyrir Bakkusi. — Þá hefði FRÍ átt sam- kvæmt samþykkt Sambandsráðs „að afturkalla það (leyfið) fyrir- varalaust“. Ef til vill hefur stjórn FRÍ gert ráð fyrir að úr því svo var komið myndi KR ekki tefla honum fram til keppni. Svo mik- ið er víst, að þetta dróst og það svo, að búið er að prenta leik- skrá fyrir Meistaramót Reykja- víkur, en þar kemur í ljós að Huseby er skráður keppandi. Nú hlaut KR að vera ljóst að Huse- by hafði brotið sett skilyrði, og þar með var ekki hægt að skrá har.n til keppni, þó að stjórn FRÍ heíði ekki „afturkallað fyrirvara- laust" keppnisleyfi hans. Þegar svo var komið að KR hafðj látið skrá líuseby til keppni fór íormaður FRÍ og framkv.stjóri ÍSI til fundar við forráðamenn KR og óskuðu að þeir létu Huse- by ekki koma til keppni og til- kynntu honum það, en KR-ingar sáíu við sinn keip og kváðust ekki mundu draga hann út úr keppn- inni. Þetta hafði þær afleiðingar að stjórn FRÍ varð samkvæmt fyrirmælum að ná saman fundi um málið, en þetta var að morgni dags þess er mótið skyldi hefjast. Var síðan kallaður saman fundur, en það er ekki svo auðvelt, því að sækja þurfti einn fulltrúann suður í Keflavik og annan upp í Mosfellssveii. Mun það hafa dreg- izt svo i tímann, að endanleg til- kynning barst Huseby ekki fyrr en rétt áður en keppni átti að hefjast. Það var óneitanlega slæmt og leiðinlegt að það skyldi ekki fyrr gert, en ástæðurnar hafa verið sagðar. Huseby hlýtur að hafa vitað að hann hafði fyrir- gert rétti sínum til keppni. KR hlýtur sömuleiðis að hafa vitað að Huseby var ekki hlutgengur á þetta mót, en samt teflir það honum fram, þrátt fyrir að fé- laginu er bent á hvernig málin standi og óskað eftir að það kippi þessu í lag. Það er því kynlegur málflutn- ingur að ásaka FRÍ, ÍSÍ og nokkra einstaklinga fyrir það að FRÍ framkvæmir verk, sem stjórn heildarsamtakanna fyrir- skipar því að gera. Það er því illa farið að þessi leiða saga skuli hafa verið svo ranglega túlkuð, saga, sem öllum hefði verið heppilegast að hefði farið eins hljótt ög frekast var hægt. En þetta sýnir okkur enn einu sinni, að það eru stigin og sigr- arnir sem allt snýst um og fyrir það er öllu fórnandi. í þessu til- felli er það eitt af grundvallar- atriðum iþróttahreyfingarinnar, sem var annars vegar. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. för 200 íslendinga á æsku- lýðshátíðina í ’Búkrest eins og að þegja um þann hóp sem fór héðan á Berlínarmót- ið fyrir tveimur árum. En þá tókst því prýðilega að þegja. SKIÞAÚTCeRO] RIKISINS Skaítfellíngnr fer til Vestmannaeyja á morg- un. Vörumótttaka daglega. Skjaldbreið til Snæfellsneshafna og Flat- eyjar hinn 10. þ.m. Tekið á móti 'flutningi í dag og á morg- un. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Ég undirritaður hef stofnsett niðursuðuverksmiðjuna ORA. — Mun verksmiðjan framleiða allar venjulegar niðursuðuvörur, og verður vandað til framleiðslunnar svo sem kostur er. ÖIl framleiðslan er háð eftirliti Atvinnudeildar Há- skólans. Eftirgreindar vörutegundir eru komnar á markaðinn: 0RA Gullasb 0RA Kjötbúðingur 0RA Kryddsíldarfiök í 1/1 og llt ds. í 1/1 og Vi ds. í vínsósu í 5 Ibs. ds. Söluumboð íyrir verksmiðjuna heíur íirmað: KJðT & RENGI, 7996. Reykjavílt, 31. jntí 1953. Tryggvi Jórtsson sími

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.