Þjóðviljinn - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. októbcr 1953 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður GuðmundssoíL Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Skopbáttor um minnjhíutasljórn Undanfarið hefur ver.:ð leikinn lítill skopþáttur í her- námsblööunum, og fer Hanníbai Valdimarsson með aðal- hlutverkið eins og stundum fyrr. Upphaf þessa skopþátt- sr var þaö að Hanriíbal sagði frá því 1 blaöi sínu að hann hefði haldið ræðu á fundi í Alþýðufiokksfélagi Reykjavíkur, og hefði hann þar skýrt frá þátttöku Al- þýðuflokksins í stjómarkreppunni eftir kosningar. í stjórnarkreppunni hefði Hannibal tjáö Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarílokknum að hann væri reiðubúinn að setjast, í ráðherrastól ásamt þeim, en Sjálfstæðtisflokk- urinn hefði! þvertekið fyrir að setja stól undir slíkan mann. Þá hefði Hanníbal boöizt til aö mynda minni- hlutastjórn ásamt Framsóknarflokknum og hefðu orðið u m það allveruiegar viðræður við fomstumenn Fram- sóknarflokksins, en þó hefðu þeir ekki talið slíka sam- stjórn árennilega þegar á átti að herða. Var frásögn Hanníbais öll hin steigurmannlegasta, og var auðséö að hann haíði haft af því mikla ánægju að bjóða stjórnar- flokkunum samvinnu. Meðal lesenda vakti þessi frásögn hinsvegar nokkra kátínu, og var hún einkum hent á lofti í blöðum Sjálf- stæðisflokksins. Hófu þau miklar yfirheyrslur yfir Hanní- bali um stjórn Iþá sem hann hafi ætlað sér að mynda með Framsókn, en hann hefur svarað eins og þægur skóla- piltur og jafnvel verið meö bollaleggingar um afstöðu Sósíalistaflokksins og einstakra þingmanna hans til hinn- ar hugsuðu stjórnar! Hefur þátturinn orðið þeim mun skoplegri sdm lengra hefur liöið. Þjóðviljinn ;skal ekki blanda sér inn í þessar sérkermi- legu mnræöur en vill í fullri vinsemd vekja athygli Hanní- bals á staðreyndum máisins, þar sem hann virðist alls ekki hafa gert sér þær ljósar: Þáð stóð aldrei til og kom aldrei til mála að Framsókn-^ arflokkuiinn imyndaði minnihlutastjórn með Alþýðu- flokknum. ÖU stjórnarkreppan var aðeins innbyrðis tog- streita milli íhaldsins og Framsóknar um áframhald sam- vinnunnar. í þe'rri togstreitu var það í upphafi helzta tromp íhaldsins að hóta því að mynda minnihlutastjórn og hafa síðan haustkosningar. Eftir nokkra umhugsun komust Framsóknarmenn að þeirri niðurstöðu að svarið við þessu væri að bera fram hliöstæða hótun. £f því til- efni e;mu fóru fram samtöl við Alþýöuflokkinn um minni- hlutastjórn hans og Framsóknar, og með því þóttust Ey- steinn og félagar hans hafa gert tromp íhaldsins óvirkt. Þetta var einasti tilgangurinn með þessum viðræöum, og leiðtogum Framsóknarflokksins datt aldrei í hug að nokkur maður myndi taka þennan möguleika hátíðlega. En Hanníbal Valdimarsson viírðist hafa verið eins og sak- iaus sveitastúlka í öllu makkinu — og af því sprettur nú allt skopið. Þaö er vissulega mál áð formáður Alþýöuflokksins öðl- ist eitthvert skynbragð á raunhæf stjórnmál. Meðan hann iætur Framsókn nota Alþýöuflokkinn eins og peö í skák- inni vió íhaldið er ekki von að vel í'ari, jafnvel þótt Hanní- bal dreymi drauma um að hann sé raunar kóngur. Það er mál til komiö aö þeir óbreyttir Al,þýðuflokksmenn sem stóð'u að umskiptunum í flokknum á síðasta flokksþingi krefjist þess áð hinir nýju forustumenn stundi einhverja sjálfstæða pólítik í þágu alþýðuannar. Sundrung alþýð- unnar er nú öröugasti hjallinn í baráttu allra vinstri afla. Fyrir Alþýðuflokknum liggur tilboð frá sósíalistum um samstarf í þágu sameiginlegra áhugamála. Það tilboð hafa Alþýðuflokksmenn ekki enn fengiö að ræða, sökum þess að formáðurinn hefur einvörðungii hugsaö um sókn sína í ráðherrastól, sem hefur þó aldrei verið fjarlægari honum en nú. Togarasalan f Vesfmannaeyjum og samblásfur hinna péilffslcu söiumanna EyjablaðiS, málgagn sásíalisfa í ¥esf- mannaeyjum, skýrir frá Þeim funnst lítilsvert itð gera slíkt skip út, svo að þeir seldu það bara (Niðurlag). Atökin nm togarasöluna síðustu vikurnar 1 samræmi við þá aðstöðu, er hér heí'ur verið gerð grein fyrir, hefur Sósíalistaflokkur- inn háð toaráttu sína fyrir hag og heill atvinnulífsins og skal nú rakinn gangur máisins hin- ■ar'síðustu vikur. Bæjarstjómarfurdur 21. ágúst Meðal þess, sem fyrir bæjar- stjórnarfundi lá hinn 21. ágúst, var fnndargerð togarasölu- nefndar, en í henni sitja Hrólfur, Þorsteinn og Bjöm Guðmundsson kaupmaður. Full- trúi sósíalista bar þá fram þessa tillögu og greinargerð: „Bæjarstjórn ályktar að ■leggja niður togarasölunefnd og lýsir því yfir að togarar bæjarins eru ekki t'l sölu. Greinargerð: Brölt það, sem átt hefur sér stað í þá átt -að selja togara j bæjarins, er þegar búið að skaða rekstur skipanna stór- lega bæði toeint og óbeint, ekki sízt með því að torvelda við- skipti útgerðarinnar við láns- stofnanir. Utboð skipanna hefur aðal- lega íarið fram með þeim hætti, að þeir menn, sem vilja losa skipin úr eigu bæjarins hafa látið blöð sín flytja greinar um það, að væntan- legir kaupendur skipanna mundu stórskaðast á rekstri þeirra. í samræmi við starfs- aðferðirnar hefur árangur togarasölunefndar hingað til verið sá, að engir kaupendur hafa fengizt að skipunum. En þrátt fyrir þetta hefur .Bæjafútgerðin á siðustu miss- erum stórlega bætt aðstöðu sína til rekstursins með því ,að eignast hús til starfsemi sinnar og trygging fengin fyrir því að fiskherzla getur framveg is farið fram á vegum út-gerð- arinnar sjálfrar. Hinsvegar hafa nú þeir hlut- ir gerzt, að ekki er lengur hægt að treysta þvi, að hin sér- kennilegu vinnubrögð nefndar- innar hindri sölu skipanna. Markaðsmál Islendinga eru sem sé að komast í eðlilegt horf með því að hinn svonefndi Marshallsamningur er úr gildi fallinn og viðskipti tekin upp á ný við Ráðstjórnarríkir.. Líkur eru .fyrir hækkandi fiskverði og öruggri sölu fisk- afurða. í>ar með er íenginn hagkvæmur grundvöllur fyrir stórútgerð, og má því ætla að togarar fari brátt að skila arði, ef' ekki brestur afla. Af þessum ástæðum má telja líklegt að kaupendur fengjust að skipum Vestmannaeyjabæj- ■ar eins og málin horfa nú, ef þau væru enn föl. Það væri byggðar’aginu til Htils sóma og enn minni hagn- aðar að ráðstafa skipunum úr hendi sér eftir mörg þreng- ingaár Marshallfjötranna, þeg- ar loks rofar til í málum sjáv- arútvegsins. Engu er bætandi við tjón það og óhagræði, sem þegar er orðið ,af. hví ástandi að halda skipunum í útboði og ö’.lum rekstri útgerðarinnar í sifelldri óvissu, enda er bæj- arstjórn sá einn kostur sam- boðinn að leiðrétta víxlspor sín í þessu eíni og samstil’.n krafta sína til Þess -að hefja þróttmikinn rekstur skipanna og láta einskis ófreistað til að veita nýjum og örfandi straum- um í atvinnulíf byggðarlags- ins með því ,að nýta til fulin- ustu þessi stórvirku og ágætu framleiðslutæki". Þetta feildi söiuliðið og sam- þykkti vítur fyrir óhóflega bjartsýn sjónarmið, enda telja þeir allt annað en formyrkv- unina glæpsamegt og gálaust fi'amferði. Nú vilja margir eignast togara Tiiboð í togará Vestmanna- eyjabæjar eru þegar tekin að berast. En líklega eru skringileg- heit sölunefndarinr ar orðin landskunn, því upphæðir þær, sem boðnar eru sem kaupverð eru lílcari því að plata eigi sölunefndina til að afsaia skip- unum heldur cn að um kaup í venjulegum skiiningi eigi að vera að ræða. Það bjóðast kaupendur fyrir 4-5 millj. og 4.8 millj. kr. Útgerðarstjórnar- fundur 9. þ. m. Fyrir útgerðarstjórn lágu tvö s’ik íilboð hinn 9. þ. m. Hafnaði útgerðarstjórn þeim báðum, enda var Hrólfur þá floginn á Land upp og sölu- menn því i m nnihluta á fund- inum. Auk þess að hafna (i’boðun- um samþykkti útgerðarstjóm þessa ályktun með 3 atkv. gegn einu: „Togararnir voru á sinum tíma pantaðir og keyptir til Evja sem afkastamikil fram- leiðslutæki til aukningar at- vinnu í bænum. Um síðustu toæjarstjórnar- kosningar hreyfði enginn flokk- ur því að selj.a skipin úr eigu 'bæjarfélagsins, hvað þá að selja þau burt úr Eyjum, og var grundvöllur fyrir togara- útgerð þó sizt betri þá heldur en nú er. Tilraunir til þess að koma rekstri togaranna á breiðari grundvöll með þátt- töku inxianbæjaraðila hefur mistekizt til þessa. Þar sem aðeins eru eftir rúmir íjórir mánuðir af kjörtíma núver- andi bæjarstjórnar er óeðli- legt að sá tími verði notaður til þess að selja skipin burt úr bænum ,að bæjarbúum, eig- endum skipanna, forspurðum, miklu eðlilegra væri, að sala togaranna yrði eitt af þeim málum, sem um verður kosið við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar, og að það faili í hlut næstu bæjarstjórnar að á- kveða endanlega um þá hluti. Eitt af því sem mjög hefur torveldað útgerðarreksturinn undanfarið, cr óvissan um framtíð útgerðarinnar og sí- felldar um’eitanir um söiu þeirra., Nú fer sá tími í hönd scm mikil þ'örf er fyrir útgerð togaranna til .aukningar og tryggingar atvinnu í bænum auk þess sem hækkað verð á karfa gerir útgerðarreksturinn álitlegri um rekstursafkomu; telur útgerðarstjórn því aðkall- andi að koma skipunum á veiðar scm fyrst, enda eru sölutilboð þau, .sem fyrir liggja svo lág miðað við nýafstaðna sö’.u á sambærilegum togara, að auðsætt virðist að þaf sé ekk; um alvöru að ræða og væri af þeim ástæðum cðli'.egt að iýs.a því yfir að skip’n væru ekkj til sö:u, én ábyrgir kraft- ar sameinaðir um útgerðar- rekstur'nn. Útgerðarstjórnin samþykkir ,að leita tii Útvegs- bankans um lán til þess að koma skipuniim á veiðar og vitn-ar í því sambandi til þeirr- ar aambvkktar sem gerð var í sambandl við kaup „Sæfells- ports:ns“ á s. ]. vert.íð og um- ræd:l kaup byggðust á þeirri f.ambykkt. Þá samþykkir útgerð.arstjóm að fc!a framkvæmdastjóra að leita fyrir sér við fiskvinnsiu- stöðvarnar um þátttöku í út- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.