Þjóðviljinn - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1954, Blaðsíða 4
_r ÞJCÍÐVILJINN — Fimmtudagur 1. aptil-lífiSÍ »at'iru.nr.mu’ isxr. ur HALLDÓR PÉTURSSON: Höfum við ekki meiri skyldur við land okkar, arfleifð og lífið sjálft en vika- pilta vetnissprengjunnar á Islandi Til er öld, sem hlotið hefur háfnið Víkingaöld og menn með Morgunblaðssiðgæði hafa reynt að skipa öld þessari virðulegan sess í sögu mann- kynsins og freistað þess að sveipa hana gullnum ljóma. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þetta var öld hins mikla siðleysis, ,,gangstera“, sem nú virðast vera að ná hámarki sínu á vorri atómöld. Á Víkingaöldinni slógu ill- menni sér saman og fóru í hernað, sem kallað var, en það þýddi að fara á fjarlægari staði til rána og illvirkja. Víkingar þessir géngu á land þar sem vámarlaust og frið- samt fólk átti sér einskis ills von. i> óúj 5ót) | Fólkinu var smalað saman, konur svívirtar, börn hent á spjótsoddum og megnið af fólk- inu var drepið með alls konar aðferðum. Þeir hraustustu voru valdir úr, hlekkjaðir og herleiddir sem þrælar, en gamalmenni og van- færar konur bundin og síðan kveikt í þorpunum eftir að öllu hafði verið rænt, sem hægt var að komast með. Þetta var þó ekki nóg, held- ur var stundum migið í.. þrunna til. að reyna að eitra vatnsbólin fyrir þeim, sem undan höfðu komizt. Þessir menn hafa hlotið nafnbótin brunnmígar og halda henni enn til dags. Allt þetta hét, og heitir ekki sízt i dag, að afla sér fjár og frægðar. Nú vildi ég biðja ykkur les- endur góðir að bera þessar að- ferðir saman við það sem fram fer í .nýlendunum og hálfný- lendunum nú til dags og þá munuð þið finna nakinn skyld- leika Víkingaaldarinnar og at- omaldarinnar, að viðbættri visitölu hennar, tækninni. Nú þykir það seinlegt og árangurslítið að pissa í brunna. Foringjum hinna óðu stríðs- þjóða, Bandaríkjamönnum, nægir nú ekki minna-en eitra heil heimshöf, svo að geisla- virkur gróður, fiskar og önnur dýr berast með straumi og stormum til fjariægra stranda. Geislavirkur snjór fellur yfir löndin, ásámt helryki dauðans og þess, sem er ennþá óskap- legra. Innsigli Sameinuðu þjóðanna vofa yfir öllu mannkyni, ef al- þýða alls heimsins þekkir ekki enn sinn vitjunartíma. Við þekkjum öll forleik und- anfarinna ára, í Gríkklandi, Indonesíu, Indókína, Malakka- skaga og annars staðar í ný- 'Íendunúm. í Grikklandi voru hin afhöggnu liöfuð sett á stöng, eða raðað til myndatöku, mflljönír eru settar til höfuðs frelsisvinum þessara þjóða og hundruð þúsunda þessa fólks er flutt til hinna hræðilegustu staða þar sem dauðinn er fagn- aðarhátíð. Skýrslurnar um stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Kóreu, sem samdar eru af hlut- lausu fólki, eru svo ofboðsleg- ar að hvorki vakan né svefn- inn getur leyst okkur frá þeim sýnum. Það var fagnaðarhreim- ur í fréttunúm af Malakka- skaga þar sem þess var getið að í þorpum hefði hvert manns- harn verið þurrkað út og síðan lagður eldur i kofana og allt brennt til ösku. Við könnumst öll við „stand- ard“ fréttina af morðunum á Mau-mau-mönnum, þar sem skiigreint er af sérstakri alúð hvað margir hafi verið myrtir þennan sólarhringinn, alveg eins og þetta væri eftir boði Frelsarans. Mörgum verður á að spyrja hvað þetta fólk, sem svona er farið með, ,hafi gert fyrir sér. Þess stóri glæpur er sá, að það vill að ræningjarnir, sem hafa stolið landi þess og halda því í fjötrum, viki til hliðar svo sólin geti skinið á það, og það langar til að lifa ofurlítið mannsæmandi lífi... Og aftur verður mönnum á Ljósið sem hvarf Eitt af því sem mjög er tfl umræðu meðal manna þessa daga, eru undrin í kjallara Al- þýðuhússins við Hverfisgötu. Koma þau fram í einskonar ljósahverfingum við ólíkleg- ustu tækifæri. Svo er sagt að þriðjudaginn 23. þ. m. hafi Kvenfélag Al- þýðuflokksins boðað til aðal- fundar á nefndum stað, konur hafi fjölmennt nokkuð og það sem mun vera allsjaldgæft í þéim félagsskap, 5 nýir félag- ar sóttu um inngöngu. Einhver ókyrrð hafði komið. upp í stjómarliði félagsins í samþan.dj, við þessa óvæntu fjölgun og jaínvel búizt við að þarna gætu verið róttækar að- gerðjr í uppsiglingu. Sagt er að upp hafi komið míkill pylsa- þytur með tilheyrandi hvísl- ingum, Fundurinn mun að sjálfsögðu hafa hafizt með skýrsluflutn- ingi stjórnarinnar, en þá tók til máls. Eggert þingmaður Þor- steinsson og talaði um allt og ekkert og sagði það vera þing- mál. En ekki bólaði á að geng- ið væri til stjórnarkjörs. Höfum vér fyrir satt að næst væri kaffi framréítt ’og 'í engu hraðað fundarstörfum, en kon- ur væru orðnar allundrandi og jafnvel kímileitar, en óðum tók að líða að miðnætti. Að því mun þó hafa komið að ekki var annað sýnna en stjórnarkjör yrði að hefjast, og þá var það að kraftaverkið gerðist, sennilega það eina sem forðað gat frekari aðgerðum í því máli. Það hvarf nefnilega blessað rafmagnsljósið i þeim hlutar salarkynnanna sem fund- urinn var haldinn í og á því er sagt að ekki hafi verið hægt að fá lagfæringu eða neina senni’ega skýringu. Svo aðalfundi Kvenfélags Alþýðu- flokksins var frestað án þess að kosin væri stjórn í það sinn. Heyrt höfum vér að konur hafi síðan paufazt úr sætum sínum í myrkrinu og heim til sín. Höfum vér ekki frétt af þeim furðum frekar. Brosti nokkur? að spyrja: Hyerjir eru það sem stíga þennan darraðardans á dauðra manna búkum, eru þetta ekki kommúnistarnir? Jú, . það gæti maður nú helzt hugs- að sér. En svo undarlega vill nú tíl, að svo er ekki, heldur verðum við að kingja því, að þetta eru friðelskustu þjóðir jarðarinnar og máttarstólpar hinnar vest- raenu menningar, sem kölluð er, Bretar, Frakkar, Hollend- ingar, með bróðúr að baki, Bandaríkin, Þau teljast ekki eiga nýlendur, en halda uppi öllum þessum nýlendustríðum af mikilli reisn, í Því trausti að setjast á hræið ef sigurs verður auðið, sem seint mun þó verða. En allar þessar dráps- og eyðileggingaraðferðir, þykja nú nostur eitt. Hugsjón höfuðþjóð- arinnar, hvað peninga snertir, Bandaríkjanna, er það, að brenna upp mikinn hluta heimsins og tortíma ímynduð- um óvinum og láta þá engu skipta þó hinn hlutinn fari líka. Þetta kalla þeir sitt menning- arhlutverk. Eg var að ræða þessi mál um daginn við skilgóðan mann og allt í einu spyr hann: Hvað er glæpur, er nokkur glæpur orðinn til? Og ekki segi ég það nú, svaraði ég í anda Ölafs Kárasonar, Er þáð glæpur ef ég d.rep þig? spyr hann. Neí,- ekki eftir nýjustu skilgreiningu. Eg gæti gert eitthvað illt af mér og til að fyrirbyggja það vinnur þú þetta verk. En það er einn glæpur til, aðeins einn og hann er sá að vera á móti glæpnum. Fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Undanfarna daga hefur far- ið þytur um heiminn, þytur skelfingar, ásamt þyt nýrrar lifstrúar. Jafnvel þeir sem hafa gagn og gaman af því að myrða meðbræður sína, vilja kannski ekki vinna það til að þeir dragi þá með sér í fallinu. Og jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem það getur kostað raf- magnsstólinn að heilbrigðri hugsun lýstur upp, er nú hvískrað um heftingu hinna mestu dráps- og eyðileggingar- tækja. Og hvað haldið þið að hafi skeð hér hjá okkúr, ekki nema það, að atombjárminn datt áf andliti Moggans 26. þ. m., að minnsta kosti á pappírnum, þessi bjarmi sem hefur skinið svo glatt í hvert eitt sinn sem alþýðu heimsins hefur verið misþyrmt og það er talað um með hógværð að hætta þessum sprengingum. Já, sumir verða hræddir, ef allt á að drepa í einu, því jöfn- uður er aldrei góðurH Aftur á móti virðist Ólafur Thórs hafa kennt Eysteini svo mikið að hann snýr á meistar- ann. 28. þ. m. er ekki hægt að sjá annað en Tíminn heimti meiri og vænni vetnissprengj- ur meðan nokkur von er um að alþýðan sigri og ætli að velta af sér sköttunum, enda má líta á sprengjuna sem eins- konar alheimsskattafrumvarp. En hvað sem þessir miklu . slátrarar og fylgifiskar þeirra Framhald á 11. síðu Félag íslenzkra leikara hélt kvöldvökur á sviði Þjóðleikhússins mánu- (lag og þriðjudag og var uppselt bæði kvöldin og undirtektir mjög góðar. Sérstaka athygli vakti þátturinr. sem leikinn var úr Merðl Valgarðssyni. Þá kom Brynjólfur Jóhannesson fram í nýju hlutverki sem vakti mikla kátínu, og Guðmundur Jónsson söng bæði aríur og gamanvísur auk fjölmargra annarra atriða. Þessi kvöldvaka verðm- nú endurtekln á laugardagskvöld klukkan 23.15 vegna fjölda áskorana og ^yerður það sennilega siðasta sýning vegna- anna leik- ara og Þjóðleikhússlns. — Myndin hér að ófan er úr leikskránni og. sýnir eiim þeirra sem skemmta: Lárus Ingólfsson. Mosinn undan snjónum — Húsgagnasmíði úti í hrauni — Ömannheldir mosastólar. VIÐ SEM NÆSTUM erum alin upp í hrauni sjáum ekkert fallegra en hraun og mosa. Einkum er mosinn yndislegur um þetta leyti árs, nýkom- inn undan snjónum, græmi og ferskuy, og það er kannski ennþá snjór í næstu kletta- skoru. Og mosinn er ekiki bara dimmgrænn og dular- fullur að sjá, hann er líka svo dæmalaust mjúkur og bið- úr mansi næstum að leggjast í sig. Hér á árunum bjuggum við til stofuhúsgögn úr mosa. Flest höfðum við einhvern tíma séð bólstruð húsgögn og öll þekktum við þau af af- spurn og okkur fannst það dýrlegustu húsgögn sem hægt var að hugsa, sér. Og þoss vegna vcru djúpir og bólstr- aðir mösastólar og mosasófar í öllum stofunum okkar í hrauninu. EN ÞAÐ KOSTAÐI talsverða fyrirhöfn og oft vonbrigði að vera húsgagnasmiður úti í hrauni. Ef stólarnir áttu að vera nógu stóriF fyrir aivöru fóflc þufti ókjör af mosa í þá og iþá þurfti að bera hann langt að. Og svo þegar fyrsti stóllinn var tilbúinn og ein- hver settist í hann með sælu- stunum, greiddist hann ef til vill allur í sundur og varð ekki annað en sviplaust hrúg- ald, herfilegasti óskapnaður sem ekkert viðlit var að betr- umbæta, því að mosinn loddi ekki leugur saman heldur leystist upp 1 ómerkijegar ræmur sem voru til einskis nýtar. Og þegar við litmn í kringum okkur sáum við að við vorum búm að skemma klettana, þeir voru eikki leng- ur hlýlegir og fallegir, heldur kolgráir og kuldalegir og þjáðust af mosaleysi. Og þá héldum við stundum heimleið- is döpur í bragði og. á leiðinni komum við í stórkostlega mosalaut, sem beið þess eins að eitthvað væri við hana gert. Þá glaðnaði yfir okkur og við unnum fögur fyrirheit: Þannan mosa skulum við allt- af láta í friði og aldrei skemma þessa kletta. — Og við vorum kát og fagnandi þegar heim kom yfir þessari stórkostlegu ákvörðun. En ef til vill liðu aðeins nckkrir dagar þangað til freistingin sigraði okkur og við eigruðum, upp í mosalautina stórkost- legu til þess að leggja stund á húsgagnasmiði og láta drauminn um stoppaða stóla rætast, þótt ekki væri nema andartaksstund úti í hrauni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.