Þjóðviljinn - 08.01.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (IX Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. fáerðu þeim miklar tekjur. Þetta valdarán vakti mikla ólgu, Chamis hélt til forseta- hallarinnar í fararbroddi 10.000 manna en skothríð lögreglunn- ar dreifði óvopnuðum mann- fjöldanum. Remon gerði Rob- erto Chiari áð förseta en yfir- gaf hann brátt og hóf sinn gamla ovin Arias til váídá óg tilkynnti jafnframt, áð hann hefði í raun og veru unnið forsetakosningarnar en talning atkvæða hefði verið fölsuð. Vorið 1951 hugðist Arias taka sér einræðisvald en þá greip Remon enn til sinna ráða, steypti honum af stóli og skip- aði Alcibiades Arosemana for- seta í staðinn. í forsetakosn- ingum 1952 var svo Remon iýstur kjörinn með miklum at- kvæðamun. Remon var því sjöundi forseti Panama á fimm árum. Hann hafði eignazt marga ó- vini á braut sinni til valda og iét nú verða sitt fyrsta verk að leitast við að styrkja aðstöðu sína með því að gera hinn bandaríska bakhjarl sinn sem traustastan. Haustið 1953 fór hann til Washington á fund Eisenhowers forseta og skömmu síðar voru samningar Panama og Bandaríkjanna teknir til gagngerðrar endurskoðunar. Af- gjald Bandaríkjamanna fyrir Panamaskurðarsvæðið var rúm- lega fjóríaldað upp i tvær milljónir dollara á ári. Al- menningúr í Panama hefur gert það sem'i í hans valdi hefur staðið til að spyrna gegn á- sælni Bandaríkjanna. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari samdi þáverandi stjórn um að veita Bandaríkjamönnum 14 herstöðvar í viðbót við þær, sem þeir höfðu áður. Þessi samningur varð til þess að gert var alisherjarverkfall undir for- . ustu stúdenta og þingið felldi með ölium atkvæðum að full- gilda samninginn. Bandaríkja- stjórn varð að láta her sinn yf- irgefa stöðvarnar. Hin fáménna valdaklíka, sem ræður öllu í Panama, hefur síðustu árin fundið aðra auðs- uppsprettu í viðbót við þjón- ustuna við Bandaríkjaher. Stjórnarherrarnir hafa rakað saman fé frá stórútgerðarmönn- um, flestum bandarískum en einnig af mörgum öðrum út- gérðarþjóðum, sem hafa tekið hpp þann hátt að skrá skip sín í Panama. Á nokkrum árum hefur Panama orðið á pappírn- um fjórða mesta siglingariki heims. Þar voru í árslok 1952 skráð skip, sem eru 3.609.395 tonn að burðarmagni. Einungis þrjú ríki, Bandaríkin, Bretland og Noregur, hafa meiri skipa- stói. Ástæðurnar til þess að útgerðarmenn eru svo fíknir í að skrá skip sin í Panama eru raktar í skýrslu sem Alþjóða verkalýðsmálaskrifstofan, ein af sérstofnunum SÞ, birti ár|ð 1950. Þar skýrir rannsóknar- nefnd frá þvi, að mikið af skip um þeim, sem skráð eru í Panama, séu gamlir kláfar og manndrápsbollar, sem ekki myndu fá haffærisskirteini i neinu landi þar sem hugsað er um öryggi sjómanna. Pahama er ekki aðili að alþjóðasamn- ingum um öryggi á sjó. Þar eru engar lágmarkskröfur gerð- ar um aðbúð eða launakjör skipshafna. Eng.yr kröfur eru heldur gerðar til hæfni né menntunar yfirmanna. Panama hefur því eins og annað banda- riskt leppríki, Líbería á vestur- strönd Afríku, orðið bæli sam- vizkulausra útgerðarbraskara, sem láta sér í léttu rúmi liggja öryggi og aðbúð sjómannanna og svífast einskis af óseðjandi gróðafíkn. Þar sem stjórnend- ur Panama er hafa þeir fundið skilningsrika sálufélaga. M. T. Ó. ■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' | Ég pakka innilega samstarfsmönnum mínum } og öllum góðum vinum, sem minntust mín á [ fimmtugsafmæli mínu þ. 21. des. sl. Þakka ykk- j ur heimsóknir, góðar gjafir og kveðjur. m m Með óskum árs og friðar. ' ÞORST. Ö. STEPHENSEN ERUM FLUTTIR ai Laugaveg 47 á Laugaveg 30 Gullsmiðir JÓHANNES og STEINÞÓR Laugaveg 30 —Sími 82209. Smiðir Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, Hafnarfirði, getur nú bætt við nokkrum smiðum. — llppl. í síma 9520. TILKYNNING um bótagreiðslur almannatrygg- inganna í Reykjavík Bótagreiðslum almannatrygginganna í Reykjavík verður í jan. og framvegis hagað sem hér segir: Greiðslur fara fram frá og með 10. hvers mánaðar. Þær hefjast þannig eftir bótaflokkum: Eliilífeyrisgreiðslur hefjast 10. hvers mánaðar. Örorkulífeyris- og örorkustyrksgreiðslur hefjastsl2. hvers mánaðar. Barnalífeyrisgreiðslur hefjast 13. hvers mánaðar. Fjölskyldubótagreiðslur fyrir 4 börn eða fleiri í fjöl- skyldu hefjast 15. hvers mánaðar. Bætur fyrir 2 og 3 börn í fjölskyldu eru úrskurðaðar til greiðslu ársfjórðungslega eftirá. Falli inn í ofanskráðan tíma helgidagar eða aðrir þeir dagar að stofnunin sé lokuð flyst greiðslutíminn sem því svarar. Frá og með 17. hvers mánaðar verða greiddar þær bætur, sem ekki hefur verið vitjað á þeim tíma, sem að framan segir, einnig aðrar tegundir bóta, er ekki hafa verið taldar áður. Uppbætur á ellilífeyri og örorkulífeyri fyrir árið 1954 verða greiddar með janúarlifeyri. Bæturnar verða greiddar frá kl. 9.30—3 (opið milli 12 og 1), nema laugardaga 9.30—12 í húsnæði Trygg- ingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114. ■ Iðgjaldaskyldir bótaþegar skulu sýna iðgjaldakvitt- anir fyrir árið 1954, er þeir vitja bótanna. Tryggingastofnun ríkisins tJtborganir kl. 9.30—3. Opið milli kl. 12—1. Jersey-kjólar og Tweed-kjólar MARKAÐURINN Haínarstræti 11 Laugaveg 166, byrjar ný kvöldnám- skeið fyrir fullorðna mánudaginn 10. jan. n. k. í þessum deildum: Myndhöggvaradeild, kennari Ásmundur Sveinsson. Málaradeild, kennari Hörður Ágústson. Teiknideiid, kennari frk. Valgerður Árna- dóttir. Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 20—22. Innritun í skólanum á sama tíma, sími 1990, á öðrum tíma í síma 80901. Mánaðargjald kr. 100,00. BARNADEILDIR : Nýtt námskeið hefst mánudaginn 17. jan. Kennari frk. Valgerður Árnadóttir. Börn skrásett og tekið við skólagjaldinu kr. 100,00, kl. 17.30—19.00 miðvikudag- inn 12. jan. og fimmtudaginn 13. jan. n.k. Útför föður okkar ODDS J. BJARNASONAR skósmíðameistára, sem andaðist 3. þ.m., fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 10. janúar kl. 2.30 síðdegis. Athöfninni verður útvarpað. Anna Oddsdóttir Ingibjörg Oddsdóttir Kristján Oddsson Steingrímur Oddsson. Eiginmaður minn, ÞORGEIR GUÐNASON málari, andaðist á nýársdag. Bálförin hefur faxlð fram. legar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Inni- Geirlaug Guðmundsdóttir. K fcm ^t/Ouuífét óezt íffli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.