Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. janúar 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (5 Ætllngjum hcmdcsrískra ianga i Barnahjálp SÞ fer Kína boðið að heimsækja þá Hammarskjöld ábyrgísf öryggi jbeirra, en Bandarlkjasfjórn lefur jbá fararinnar Kínverska stjórnin hefur bo'öið ættingjum þeirra Bandaríkjamanna sem dæmdir hafa verið fyrir njósnir í Kína eða bíða dóms þar að heimsækja þá og kynnast aðbúnaði þeirra og öllum málavöxtum. kínverska stjórnin hafi gert Hammarskjöld, aðalritara SÞ, þetta boð þegar hann ræddi við Sjú Enlæ í Peking fyrir nokkru. í fréttatilkynningu frá kínversku fréttastofunni Hsin- hua var því bætt við, að boð- ið tæki bæði til þeirra Banda- ríkjamanna, sem þegar hafa verið dæmdir fyrir njósnir, og annarra, sem enn sætu í varð- haldi og biðu dóms. Kínverska stjómin tekur fram, að ef boðinu verði tekið muni Rauða Krossi Kína falið að annast um ættingja fang- anna og „geraallar nauðsynleg- ar ráðstafanir“. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í gær, að Bandaríkjastjóm myndi að sjálfsögðu ekki hvetja ættingja fanganna til að takast slíka ferð á hendur og gaf í skyn, að þeir myndu ekki óhultir um líf sitt í landi eins og Kína, sem Bandaríkjastjóm fjandskapast við. Hammarskjöld sagði aðspurð- ur í gær, að hann efaðist ekki um, að ættingjar fanganna myndu fá góða aðhlynningu í Kina og hann sagðist fús að ábyrgjast öryggi þeirra á ferða- laginu. sílelii vaxaiidi 31 milljón barna ©g mæðra naut t aóstoðar dðast liðið ár Rúmlega 31.000.000 börn og barnshafandi konur nutu á ýmsan hátt aðstoðar Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna árið sem leið. Þaö eru um 10.000.000 fleiri en nutu aðstoðar Barnahjálparinnar árið þar áður. Guatemala lýst í hernaðarástand Árás gerð á flugstöð vaidránsstjómarínn- ar við Guatemalaborg Stjóm Castilio Armas í Guatemala lýsti yfir hemaðar- ástandi í öllu landinu í fyrrakvöld. tekizt að valda þar talsverðum usla. Árásinni var hrundið og féllu 10 menn úr árásarliðinu, en um 100 voru handteknir. Armas forseti sagði í gær að uppreisnartilraunin hefði mis- tekizt með öllu og her stjómar- innar réði lögum og lofum í öllu landinu, einnig í þeim héruðum, þar sem enn væri barizt. Barnahjálpin, sem er þekkt um allan heim undir skammstöfun- inni UNICEF, hafði á sl. ári til umráða og úthlutunar um 17 milljórrir dollara (277.440.000 krónur), sem var skipt milli 215 velfarnaðaráætlana í 88 löndum og landssvæðum. í þessari tölu eru innifalin 13 landssvæði, sem fengu aðstoð i fyrsta sinni, þar af 5 í Afríku. Á árum áður lagði Barnahjálp SÞ aðaláherzluna á að bæta úr hreinu neyðarástandi í þeim löndum Evrópu er styrjöldin hafði hrjáð. Síðar var Barna- hjálpinni beint að heilsuvernd bama og barnshafandi kvenna. Einkum hefur verið lögð áherzla á, að veita slíka aðstoð og heilsuvernd í strjálbýli víðsvegar um heim, þar sem aðstæður til heilsuverndar voru mjög bág- bornar. Á sl. ári var slík aðstoð veitt í 30 löndum, fyrst og fremst með það takmark fyrir augum, að þes$ari heilsuvernd verði haldið þar áfram sem þætti í al- mennri heilsuvemd, sem hafi bætandi áhrif á afkomu og at- vinnulíf viðkomandi þjóða. Nýjar áætlanir gerðar Næstum því fjórða hluta af fjárveitingu Bamahjálparinnar árið sem leið var varið til nýrra heilbrigðis- og hreinlætisáætl- ana. Til dæmis veitti UNICEF í fyrsta sinni aðstoð til bættra mjólkurframleiðsluskil- yrða og til stofnunar heilsu- verndarstöðva í Afríku. Þá veitti UNICEF, einnig í fyrsta skipti, alls sem svarar um 4 millj- ónum íslenzkra króna til sjö áætlana, er miða að bættu neyziuvatni og lokræsakerfi í sveitahéruðum í Asíu, Suður- Ameríku og í Grikklandi. Þá veitti UNICEF fé í fyrsta sinni árið sem leið til ráðstafana til að bæta úr augnveiki í Egypta- landi og á Spáni og til heilsu- verndar í skólum í Honduras. Margar nýjar áætlanir gengu í þá átt að bæta úr hitabeltis- sárasýki (yaws), sem er hr;ylli- legur sjúkdómur í mörgum hita- beltislöndum, en sem nú er hægt að lækna með einni penisillin- sprautu. Meirihluti hjálpar UNICEF á árinu sem leið var áframhald á mjólkurgjöfum, meðalagjöfum, veitingu skordýraeiturs og tækja í heilsuverndarstöðvar, eða til áframhaldandi baráttu gegn berklaveiki og hitasótt (malaria). Baráttu gegn trakóma (augn- veiki) var einnig haldið áfram á vegum UNICEF í Maroccó og Taivan (Formósu). Stórfelldum heilsuverndar- ráðstöfunum haldið áfram Á árinu sem leið tók Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna þátt í stórfelldum heilsuverndarráð- stöfunum víðsvegar um heim. Bandaríkin vilja flytja herfiið Sjangs frá Tasjen Stöðvar bandarísku hernaðarnefndarinnar þar eyðilögðust í loftáráuum Fréttir frá Washington herma, að Bandaríkjastjórn hafi í hyggju að flytja burt herafla Formósustjórnarinn- 1 ar á eyjum við strönd Kína, og þá sérstaklega frá Tas- jeneyjaklasanum. ■ Tilkynning um þetta var gef- in út í gær samtímis í Peking og í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. I tilkynningunni segir, að Sovétsendiherrar kaliaðir heim Sendiherrar Sovétríkjanna í Bretiandi, Frakklandi, Austur- Þýzkalandi og Bandaríkjunum hafa verið kvaddir heim til Moskva til ráðagerða. Sarúbín, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, lagði af stað þaðan í fyrradag, en Malik, sendiherra í London, fer til Moskva í dag. Sendiherrarnir í Frakklandi og Austur-Þýzkalandi hafa dvalizt í Moskva síðan í síðustu viku. Telja má líklegt að heimkvaðn- ingar þessar standi í sambandi við tilboð sovétstjórnarinnar um sameiningu Þýzkalands á grund- velli frjálsra alþýzkra kosninga. Innrásarliðið á undanhaldi Innrásarliðið í Costa Rica virðist hafa beðið algeran ósig- ur. Stjómarherinn hefur tekið tvo hafnarbæi á vesturströnd- inni af innrásarmönnum, þ.á.m. bæinn La Cruz, þar sem þeir höfðu aðalbækistöðvar. Stjórn- arherinn er sagður sækja að innrásarmönnum úr tveim átt- um, norðri og suðri, en þeir reyna að komast aftur yfir landamærin til Nicaragua. Skotið á banda- ríska flugvél I fyrradag var skotið á bandaríska herflugvél, sem var á eftirlitsflugi í námunda við hlutlausa svæðið á landamær- um Suður- og Norður-Kóreu. Flugvélinni tókst að lenda, en annar flugmannanna hafði særzt til ólífis og hinn hættu- lega. Yfirborð Signu þar sem hún rennur gegnum París er nú sex metrum hærra en venjulega og 1 ossar vatnið eftir götunum, eink- um í vestur- og austurhverfum borgarinnar. Vatnið hefur einnig flætt yfir Signuhólma (Ile de la Cité), þar sem Frúarkirkja Hernaðarástandið var fyrir- skipað, eftir að flokkur vopn- aðra manna hafði ráðizt á eina af flugstöðvum Armasstjóm- arinnar við Guatemalaborg og 57.8 mlllj. larþega sl. ár Farþegaflugvélar í heiminum fluttu samtals 57.8 milljónir far- þega s. 1. ár. Eru það 5,8 millj- ónum fleiri farþegar en fluttir voru árið 1953. Að meðaltali flaug hver farþegi 891 kílómetra (Flugfarþegar í Sovétríkjunum og meginlandi KLna eru ekki meðtaldir í þessum tölum). Þessar upplýsingar eru frá Al- þjóða flugmálastofnuninni, sem hefur aðsetur í Montreal í Kan- ada, en þau samtök eru sérstofn- un innan Sameinuðu þjóðanna. Vöruflutningar með flugvélum hafa að sama skapi aukizt hin síðari ár. Frá því 1947 hefur flugfarþegatalan aukizt um 175%, segir í skýrslu Flugmálastofnun- arinnar. (Notre-Dame) stendur og er tal- inn hætta á að vatnselgurinn geti raskað undirstöðum hinnar fornu byggingar. Slökkvilið borgarinnar var í gær kvatt á vettvang til að dæla vatninu úr grafhvelfingum kirkjunnar. Frétzt hefur, að Eisenhower forseti muni einhvern næstu daga fara þess á leit við þing- ið, að stjóminni verði heimilað að nota bandarísk herskip og flugvélar við brottflutning liðs- ins frá Tasjeneyjum og öðrum smáeyjum við strönd megin- lands Kína til stöðva á For- mósu og í næsta nágrenni henn- ar. Þessi frétt hefur ekki ver- ið staðfest, en þykir líkleg, ekki sízt þar sem bandaríska hemaðamefndin á Tasjeneyj- Tékkar og Júgé- slavar semja 1 dag hefjast viðræður milli Tékkóslóvakíu og J’úgóslavíu um nýja viðskiptasamninga. — Nær engin viðskipti hafa átt sér stað milli þessara landa siðan 1948. um er farin þaðan til Formósu. Bækistöðvar hennar gereyði- lögðust í loftárásum kínverska flughersins fyrr í vikunni. Sendiherra Bandaríkjanna á Formósu ræddi í gær við ut- anríkis- og landvarnaráðherra Sjangs Kajséks um þennan brottflutning. íslendingnr á veg- nm SÞ í Mexiké Gunnar Böðvarsson verkfræð- ingur frá Reykjavík er nýlega kominn til Mexikó á vegum Tæknihjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Gunnar mun vinna að jarðhitarannsóknum í Mexikó og aðstoða þarlenda verkfræðinga í þeim fræðum. Jarðhiti er álit- inn mikill í Mexikó og hefur Framhald ó 8. síðu. T. d. voru 40.000.000 manna berklaskoðaðir ' og rúmlega 14.000.000 bólusettir gegn berkla- veiki á vegum UNICEF. Nærri 8.000.000 manna voru skoðaðir og rúmlega 2.000.000 nutu lækn- ishjálpar vegna hitabeltis-sára- sýki og sýfilis, en 9.000.000 nutu varna gegn hitasótt og tauga- veiki. (Þessar tölur eru ekki með í þeim 31.000.000, sem fyrst var nefnd, þar sem þessar síð- ustu tölur eiga eingöngu við um þá, er aðeins voru skoðaðir eða bólusettir). Þúsundir manna nutu góðs af tækjum er UNICEF veitti til 5.500 fæðinga- og heilsuverndar- stöðva barna. Rúmlega 1.700.000 börn fengu matgjafir í skólum á vegum UNICEF í 36 löndum. Þá gekkst UNICEF fyrir því að kom- ið var á gerilsneyðingu mjólk- ur og settar á stofn verksmiðjur til að framleiða þurrmjólk, en á þann hátt var hægt að veita þúsundum barna mjólk við vægu verði. Loks má geta þess, að UNICEF veitti neyðaraðstoð rúmlega 4.000.000 börnum og mæðrum, sem illa voru stödd vegna styrj- aldar eða vegna náttúruhamfara í 10 löndum og landshlutum, þar á meðal til flóttamanna frá Palestínu. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna vinnur í náinni samvinnu við ýmsar sérstofnanir SÞ svo sem Alþjóða heilbrigðisstofnun- ina og Matvæla- og landbúnað- arstofnunina. UNICEF er ekki sérstofnun innan Sameinuðil þjóðanna heldur hluti þeirra. Signa ilæðir yfir stór svæði Parísar Hætta á að undirstöður iomra bygginga láti undan vatnselgnum Stór hverfi 1 París eru nú undir vatni af völdum flóða í Signu og er tjónið þegar orðið mjög mikið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.