Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. janúar 1955 Rannveig _ Tómasdóttir: Fjarlæg lönd og framandi þjóðir. — ísafoldarprent- smiðja 1954. — 122 blað- síður með myndum. — Verð í bandi 60 kr. Þessi ferðabók Rannveigar Tómasdóttur segir frá þremur • löndum sem íslendingar hafa aldrei gert tíðreist til, fremur . en' Nýja Sjálands eða Suður- skautsálfu: Bahamaeyjum, Ber- . ntudaeyjurn, Mexikó. Frásögnin :um Mexíkó fyllir mikinn meiri- hluta bókarinnar og mun að . stofni nokkur útvarpserindi er ■ höfundur flutti í fyrravetur, ■ aukin og fyllt í útgáfu; en eyja- : þættirnir munu vera lítið sem ekki breytt erindi er flutt voru í sama flokki. Þessi erindi voru 1 óvenjulega hugþekk áheyrslu, og olli þar um miklu góð rödd og ljúfur flutningur. Minnsta kosti heyrðist manni þá yfir ýmsa málgalla sem nú koma í dagsljós á prentinu, t. d. þessi: „En nú hefir algerlega verið unnið bug á gulusóttinni“, í staðinn fyrir: unninn bugur. . . o. s. frv. Ný regla er það einnig í íslenzku að hafa eignarfor- nafn yfirleitt á undan orðinu sem það stendur með, og sýnist ekki efnileg regla: „Aftur á móti fórnuðu þeir sínum guð- um óspart af veigunum“; „Öll menning Azteka var svo ríg- bundin þeirra trú og helgisið- um“; „Og þar stóð hann við takmark sinna drauma" — og þannig mætti telja mjög lengi. En þrátt fyrir galla af þessu tagi, er einkum virðast benda til æfingarskorts í ritmennsku, er þetta góð bók. Hún er full fróðleiks, hún er einkar hlýleg, víða markar skáldleg skynjun frásögnina, hin mannúðlegu sjónarmið höfundar birtast á hverri síðu. íslenzk kona, er þékkir vel til heimsmenningar- innar og hins vélvædda hraða hennar, gistir land þar sem tíminn stendur nær kyrr, þar sem auðar borgir týndra þjóða standa enn ofar moldu, þar sem siðir fólks í þúsund ár halda enn velli — og henni þykir gott að dveljast í þessu lándi" fbrtíðin grípur hana ■sterkum tökum, lífskyrrðin fer vel í taugum hennar, hún ann þessu óbrotna fólki við fyrstu sýn, henni gremjast þeir sem leika það grátt á einhvern hátt: þetta er bókin Fjarlæg lönd og framandi þjóðir. Hún er gott vitni íslendingi er hefur hjartað á réttum stað. Frásögnin er ekki skipuleg, en það sem hún missir þar græðir hún í náttúrleik og fjöl- breytni. Þegar í upphafi frá- sagnarinnar um Mexíkó segir að landið „skiptist í þrjú gróð- nrbelti", og maður væntir ýtar- legrar landafræði með stór- brotnum tölum — en blaðsíðan er ekki skrifuð niður þegar greint hefur verið frá „hinu tvimleiða tyggigúmmíjórtri nú- tímans“, og á næstu síðu er farið að segja frá reykingum Indíána og trúarlegri merkingu sem þeir leggja í þá athöfn. Þegar því er lokið víkur ræð- unni að „hinum átta mismun- andi stigum" ’ er kaffibaunin fer um frá því hún er „tínd af trjánum, þar til við súpum úr kaffibollanum". Og „þá kom- um við að þriðja gróðurbelt- inu“. Það fer vel á þessu, enda víða annarsstaðar hægt að lesa þá stykkið?“ spurði Banda- ríkjamaðurinn. Gamli hatta- fléttarinn hugsaði sig um góða stund, en sagði svo: „Herra minn, það verða þá 10 pesos stykkið“. „Hvað ertu að segja rnaður?" sagði sá bandaríski bálvondur, „hatturinn, sem þú varst að enda við að selja mér, kostaði aðeins 8 pesos“. „Já, alveg rétt, herra minn“, sagði sá gamli og var hinn rólegasti, „en ef ég á að flétta fimmtíu hatta alveg eins, þá verð ég að fá meira fyrir hvern hatt. Herrann hlýtur að skilja, að það er svo drepandi leiðinlegt“. Baráttan gegn deyfilyfjum Um höfund þessarar myndar segir Rannveig Tómasdóttir í bók sinni svo meðal annars: . hann mun lifa í hjörtum þjóðarinnar sem djarfasti málarinn, er hún hefur nokkru & sinni átt. Hann var hinn mikli uppreisnarmaður gegn öllum órétti og hugmyndir hans og skoðanir lifa I veggmyndum lians . . . “ Þessi tréstunga heitir: Bændunum smalað saman. Þið sjáið hverskyns smalamennska það er. Heimurinn er að deyja úr leiðindum, hann geispar svo að glöggt má greina fjandann inni í gininu með hið nýja píslartæki sitt, eiturlyfjaspraut- una. Því nú er unnið mark- víst að því að nema frá okkur bölið, berklaveikina, lúsina, kuldann, hin síðasta frétt af læknavísindunum segir að kvef- ið verði bráðum yfirunnið, dauðanum er haldið í órafjar- lægð frá okkur, hans er ekki að vænta fyrr en í hárri elli. Hvað er þá til bragðs að faka? Aðeins eítt: að hverfa frá þessum heimi sem svo full- kominn er að verða, að engin ósk fær að hreyfa sér fyrr en hún er uppfyllt, og yíir í hið undarlega ástand þar sem eng- in ósk er framar né uppfylling ópkar, -þar sem kvalarinn* tími. nær- ekki til okkar l'engur, það er sama hvað • þétta kðátar,' komi .hVað sem.köma vill ef ég aðeins f.æ. að slepþá um Stuhd, Þessvegna'linhum-við ekki'fyrr en við ■ náum -í hið eiría sém- freistar okkar, deyfilyfjaspraut- una. Það eru ekki nema fáein ár síðan þessi faraldur hófst. Hann breiðist út svo óðfluga, að furðu gegnir og leggst einkum á korn- ungt fólk og jafnvel börn, og einkum góðra manna börn, heilbrigð og vel þroskuð. Forsjármennirnir, sem ekkert rnega sjá svo að þeir láti það afskiptalaust, eru að vakna upp við vondan draum. Hvað veldur þessu, spyrja þeir. Hvernig á að fara að því að uppræta þetta? Það veit enginn, en það er gizkað á og gizkað á, skyldi húsnæðiseklunni vera um að kenna, eða of lágu kaupgjaldi, eða hinu og þessu sem amar að, nei, um tugi þúsunda ára hefur ótalmargt amað að okk- ur mannkindum, en þó fara engar sögur af því a"ð reynt hafi verið að bæta bölið með þessu móti, þó að einn og einn hafi gert það, en eiturefnin hafa þekkzt frá alda öðli. Og svo var það um daginn að vitrum manni datt gott ráð í hug. Hættum þessu ólukkans puði hver í sínu horni, segir hann, tökum höndum saman urn eitthvað merkilegt, og kom- um því í framkvæmd, reisum pýramída, byggjum kínverskan múr, þá hæ-ftfr'ókkti'f að leið- : ást,- Hann tekur daéml af Kaup- mannahöfn í' Danmörfeu um árið þegarýlandið var hersetið . af Þjóðyérjum,' ■óg; állsherjar- verkfalliá skáJl a. 'Hann hefur fyrir satt þessi maður, að þá hafi engum leiðst, því allir voru samtaka um fyrirætlunina: að koma verkfallinu fram. Hann segist hafa fregnað, að í ísrael leiðist engum, því að all- ir séu samtaka þar um hið sama áhugamál. En hvað eigum við að gera fslendingar, ef faraldurinn skyldi koma upp hérna? M. E. skólalandafræði; og það er ekki sízt fyrir þetta kerfisleysi í- frásögninni sem lestur hennar veitir manni þæga hvíld: les- andanum finnst bókin helzti stutt. Höfundur freistar þess hvergi að gefa samfellda og ýtarlega þjóðlífsmynd frá þessum þrem- ur löndum. En víða er brugðið upp skýrum skyndimyndum, leiftrum er bera birtu víða vega; og í bókarlok stendur fólkið í Mexikó lesanda glöggt fyrir hugskotssjónum. Eg get ekki stillt mig um að taka hér upp eina þessa mynd, þar sem sagt er frá handavinnu alþýð- unnar í Mexikó; en höfundur telur það eftirtektarvert að hún vilji „alltaf skapa eitthvað nýtt, helzt enga tvo hluti eins“. Síð- an er drepið á viðhorf Banda- ríkjamanna til slíkra fram- leiðsluhátta. Því næst kemur þessi kafli: „f þorpi einu, þar sem var mikill stráhattamarkaður, þar var þorp stráfléttara, varð ég vitni að einum af þessum sí- felldu árekstrum á milli tveggja manna af þessum tveim þjóðum með svo gjörólíkan hugsunar- hátt. Bandaríkjamaðurinn hafði fundið þarna stráhatt, sem mundi vera ágætis mark- aðsvara á hinum stóru baðstöð- um Bandaríkjanna. Hann vildi fá þúsund hatta alveg eins. Það sagði hattasalinn, að væri ógerningur og ekki vildi hann heldur lofa hundrað, en sam- þykkti að iokum að flétta handa honum fimmtíu. „Hvað verður Þetta er fólk sem veit sínu viti, og býr auk þess yfir skap- andi mætti sem spáir góðu um framtíð þess — og okkar allra. Bandaríkjamenn og aðr- ar vélvæddar þjóðir munu raunar halda áfram að fá sína „þúsund stráhatta alveg eins“: við förum ekki að brjóta niður verksmiðjur okkar. En það er þó gott að til eru fleiri sjónar- mið í lífinu, og Rannveigu Tómasdóttur ber þökk að hafa lýst af slíkri samúð og nær- færni „framandi þjóðurn" sem við kynnum að mega hafa hlið- sjón af í leit okkar að týndum leiðum hjartans. — B. B. QeHs£2> - Cljóir vyI ~ Drjúgt - ffr«inlegt - þcecjitecjl Hæíileikinn til að taka vonbrigðum — Sorglega nafnlaus bréf — Gamall kunningi kemur aftur — SÁ HÆFÍLElkÍ sem gpngur einna ver.st að tileinka sýp er,hæfileikinn til að taka vonbrigðum með stillingu og jafnaðargeði. Ég fann glöggt til þessa í gær, þegar tvö skraut- leg bréf merkt Bæjarpóstinum komu í mínar hendur og þóttist hafa himin höndum tekið. En vei, ó vei, bréfin voru bæði nafnlaus og vonin um áhyggju- lausan dag hvarf samstundis. Og ■} xr manni ari og ^Jjrifameiri, ef þær eru xio.'vUo -j^lrtar.. undir fullu nafni, en margir,.,9Ínkum þeir sem lítið gera að því að skrifa, eru feimnir við að láta nafns síns getið. Sem sagt, að marggefnu tilefni vill Bæjarpósturinn minna velunnara sína á að láta nöfn fylgja bréfum til hans, annars er hætt við að lesend- urnir fari á mis við margt gott og nýtilegt efni. vegna sjálfs sín og velunnara sinna vill Bæjarpósturinn taka NOKKRA undanfarna daga höf- það fram enn einu sinni, að það um við fengið að heyra svo er prinsípatriði að birta ekki bréf nema nafn bréfritara fylgi, en sjálfsagt er að birta bréfin undir dulnefni, ef bréfritari óskar þess, og þá er hið rétta nafn í öruggri vörzlu hjá Bæj- arpóstinum sem aldrei bregzt trúnaði vina sinna. Hins vegar er það vitað mál að allar grein- ar, ekki sízt ádeilur, eru sterk- hljóðandi auglýsingu í útvarp- inu: Stórmyndin Vald örlaganna sýnd í kvöld kl. 7 og 9 vegna mikillar aðsöknar í gær. Allra síðasti sýningardagur. — Þessi síðasti sýningardagur hefur svo verið endurtekinn riokkrum sinnum, þangað til nú, að Tri- polibíó hefur sjálft gefist upp á honum og tekið í staðinn upp sýningar á gömlum kunn- ingja, hinni stórkostlegu kvik- mynd Chaplins, Sviðljósum. Er ekki að efa það að unnendur góðra kvikmynda fagna því að fá aftur tækifæri til að sjá þessa mynd, því að hún er þess virði að sjá hana oftar en einu sinni. — Og fyrst farið er að taka upp að nýju sýningar á Chaplinmyndum sem sýndar hafa verið áður, dettur manni í hug hvort ekki gætu fleiri myndir en Sviðljós komið á eftir. Borgarljósin voru endur- sýnd hér fyrir nokkrum árum við mikla aðsókn, og nú langar okkur líka til að endurnýja kunningsskapinn við Gullæðið, Nútímann og Einræðisherrann svo að nokkrar séu nefndar. Sjá ekki kvikmyndahúseigend- ur einhver ráð til að bjóða við- skiptavinum sínum upp á þess- ar gömlu en sígildu myndir, sem eru óháðar tíma og tækni og blífa sem listaverk þótt ára- tugir líði og tæknin taki stökk- breytingum? Mannfólkið breyt- ist minna en margur heldur, a. m. k. hefur það sýnt sig að það kann enn að meta hinar elztu Chaplinmyndir. Og þess vegna er það ósk okkar að reynt verði að afla þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.