Þjóðviljinn - 30.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1955, Blaðsíða 7
4 QuKbornio góðu Kitipplingastúikan frá Gallehns fékk pils í fundar- laun — Húsmaðurinn, sem fann síðara hom- ið. var grunaður um að hafa tstoiið stikl- inum af því — í guilsmíðastoíu í miðri Kaupmannahöfn bræddi þjófurinn hornin og sló mynt úr gullmu Tveir eru þeir hlutir grafnir úr jörð í Danmörku og enn í eigu hinnar fomnorrænu deild- ar Þjóðminjasafnsins (Oldnord- isk Museum), sem mesta frægð hafa í öðrum löndum, en þetta ] er sólarvagn sá úr eiri, sem kenndur er við staðinn þar sem • hann fannst, Trundholm, og ’ silfurketillinn frá Gundesten. En heima í Danmörku er annar fornminjafundur miklu fræg- ari og miklu hugstæðari al- menningi, og einnig miklu frægari erlendis, gullhornin góðu, sem fundust í jörð sitt í hvert skiptið, og töpuðust svo slysalega. Þau eru, eða voru réttara sagt, mikill kjör- gripur, það stafar skáldlegum ljóma af nafninu einu saman, hvarf þeirra er hinn óbætan- legi skaði, sem heldur áfram að sem til er, er ekki annað en vafasamar eftirlíkingar. • Hún stakk þeim undir rúmið Árið 1639 fann stúlka að nefni Kirsten Svensdatter lengra homið á Akri á Suður- Jótlandi vestanverðu. Það var 20. júlí sem hún fann það, Henni var sagt að vera ekki að hirða þetta, heldur skyldi hún fleygja því, og það var hlegið að henni fyrir það að hún hirti það. Hún fleygði því undir rúmið sitt og þar fundu krakkarnir það, báru það burt og höfðu það til að leika sér að því. Samt fann hún það nokkrum dögum seinna og fór með það til konu bæjarráðsmanns í 1 þessu húsi bjó þjófurinn Heidenreich, og hér var það sem hann bræddi hornin upp og sló af þeim peninga — unz allt komst upp. En hornin voru að eilífu glötuð. svíða Dönum um aldir og gát- an, sem við þau er bundin, virðist aldrei muni verða leyst. Nýlega er komin út bók um gullhornin, og eru þetta inn- gangsorðin, rituð af formanni Þjóðminjasafnsins, Johannes Bröndsted prófessor. En af þessum gullhornum er það að segja, að maður nokkur að nafni Niels Heidenreich laum- aðist inn í safnið að kvöldi til þriðjudaginn 6. maí árið 1802, og hafði bæði hornin á burt írieð sér, og var búinn að bræða þau áður en tókst að hafa hendur í hári hans. Það Tönder. Þá kom það í ljós, að homið var úr skíru gulli. Það hafði fundizt í jörðu og var því eign konungs. Henni var falið að fara með það til konungsins, Kristjáns fjórða og afhenda honum það. E n hún komst aldrei alla leið, og ekki lengra en í höll lénsmanúsins í Rípum, Gregers Krabbe. Hann var ekki heima, en skrifari hans tók við hom- inu 'og svo virtist sem þar mundi það verða in'nlyksa, en konungur frétti af því all- löngu seinna á því ári og heimtaði það og var honum Eftirlíkiiig, er Ole Worm lét gera af fyrra horninu tveirn- ur árum eftir fund pess. Lét hann eirstungu- meistara grafa myndir horns- ins á slétta plötu, svo að pœr sœjust állar í einum fleti. Skrúftappann til vinstri lét Kristján fjórði gera er hann gaf syni sínum hornið. sent það, en hann gaf það syni sínum Kristján krónprinsi, og ætlaði að láta steypa úr því vínbikar handa honum fornöld- inni til vegs og dýrðar, 'en júnkari einn við hirðina benti konunginum á það að forn- menn hefðu einmitt drukkið úr homum. Konungur lét þá setja tappa í stikilinn og var hann skrúfaður í. Dugði þá hornið bæði sem drykkjarhorn og blásturshorn eftir því hvort tappinn var í eða tekinn úr. Það tók lýi lítra af víni og varð ekki tæmt í minna en fjórum teygum. • Undan rúmi á dýrgripasafn En Kirsten knipplari Svens- datter, hvað hafði hún grætt á fundinum? Hún skrifaði eða lét skrifa — það er ólíklegt að hún hafi verið skrifandi — bænarbréf til konungs, þar sem hún kallar sig „fátæka en þó heiðarlega kvenpersónu" og biðst góðs af konunginum. Hún var kvödd til* Nýkaupangs, en þar sat krónprinsinn með hirð sína, og látin segja frá fund- inum. Og svo stórmannlega var henni launað, að henni var gefið pils, líklega nýtt og óslit- ið. Þegar prinsinn dó árið 1647 erfði konungurinn faðir hans, hornið, og kamst það ekki löngu síðar í dýrgripasafn Friðriks III í Kaupmannahafn- arhöll, en seinna flutt í það hús sem nú er skjalasafn ríkisins. • Nú á ég skilið brennivín Það var rúmum hundrað ár- um eftir að Kirsten Svensdatt- er hafði þennan dýrmæta grip með sér til Tönder, að maður að nafni Erich Lassen, gamall maður fátækur, rakst á annað gullhorn til, er hann var. að stinga upp óræktaðan blett á Sunnudagur 30. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það voru raunar ekki þá lög í Danmörku að munir úr gulli sem í jörðu fyndust, skyldu af- hendast konunginum, en samt afhenti greifinn Kristjáni fjórða hornið, og lét þess get- ið um leið, að sér þætti liklegt að hornin ættu saman, fyrst þau hefðu fundizt í þvínær sama stað. Hann bætti því við, að sér þætti hornið betur geymt í vörzlu konungs en ann- arsstaðar. Við það bætir Brönd- sted þessari athugasemd: í sjálfu sér var þetta rétt hugs- að, enda var konungurinn því alveg samþykkur, en þó er ömurlegt til þess að hugsa hver urðu örlög hornanna tveimur mannsöldrum síðar, einmitt vegna þess að þau voru í konungs vörzlu. Vorið 1799 gerði slíka asa- hláku, að leki komst að bók- unum í konunglega bókasafn- inu og að handritunum og var það ráð tekið að opna aflæst- ar dyr inn í málverkasalinn og hreykja bókunum þar á gólfinu. Stuttu seinna hlýtur einhver að hafa komið inn í skrautgripasafnið, þar sem gullhornin höfðu verið til sýn- is í 65 ár og sá maður hefur tekið eftir þvi að þó að skraut- gripasalurinn væri harðlæstur, mátti komast inn í hann úr bókasafninu með því að fara gegnum málverkasalinn, því að dyrnar þar á milli voru ólæst- ar. Við vitum raunar hver þessi maður var, hann héf Níels IJeidenreich og það var hann sem stal gullhornunum og bræddi þau, og er þetta eitt hið nafnkenndasta þjófnaðar- mál í Danmörku. Niels Heidenreich /æddist árið 1761 í Vébjörgum í Danmörku og var faðir hans djákn. Hann var ofdrykkjumaður og sam- lyndið milli þeirra hjónanna hið versta, dó hann á verðgangi. Móðir Heidenreichs stofnaðí síðan heimili með börnum sín- um þremur í grennd við Hors- ens. Hún var bláfátæk og Niels varð að fara að vinna fyrir sér á barnsaldri sem vikapiltur og seinna sem aðstoðar skrifari. Hann komst í latínuskóla í Horsens, en strauk þaðan og var þá alþekktur að hnupli og smávegis fölsunum. Síðar fluttist þessi fjölskylda til Kaupmannahafnar, og þar hóf Niels feril sinn með þvi að falsa peningaseðla. Þetta komst upp árið 1788 og var hann dæmdur til dauða og náðaður og sleppt úr varðhaldi 7—8 árum síðar. Stuttu síðar var honum leyft að stunda úrsmíði Framhald á 8. síðu. stað sem heitir Gallehús. Þetta horn var miklu styttra en hið fyrra, því að stikilinn vantaði. Það er sagt að hann hafi hlaup- ið heim til konu sinnar og kall- að til hennar: Nú á ég skilið að fá í staupinu! Síðan sýndi hann hornið gullsmið nokkrum í Tönder, og á hann að hafa spurt, hvort hann ætti ekki meíra af þess háttar gripum, en Lassen svaraði því til, að sér væri ekki heimilt að selja þennan grip, heldur bæri sér að skila honum til Schacken- borg greifa, en hann átti reit- inn, þar sem hornið fannst. Og það gerði hann. Þakklætið, sem hann fékk fyrir ráðvendni sína, var að vísu ekki betra en við mátti búast, því honum var hótað öllu illu ef hann segði ekki til stikilsins, og þá er útséð þótti um, að hann mundi láta af hendi þann stikil sem hann hafði raunar aldrei séð, og aldrei síðan hefur komið í dagsins Ijós, voru sex vinnu- menn fengnir til að stinga upp reitinn dag nokkurn myrkr- anna á milli. Leituðu þeir sem óðir væru en allt kom þó fyr- ir ekki. Gullhornin sem í dag eru í þjóðininjasafni Dana eru ekki af- steypur, eins og margir hafa þó lialdið, heldur eftirlíkingar, gerðar eftir mismunandi nákvæmum eirstungumyndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.