Þjóðviljinn - 13.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.03.1955, Blaðsíða 9
A ÍÞRÓHIR RITSTJÓRJ FRÍMANN HELGASOI9 TJrsIit Islandsmótsins í handknattleik í kvöld íar.Ámann eða Valur? Þróttnr óvænt í þriðja sæti Flestir munu hafa álitið að sigur Þróttar yfir Val 16:12 hefði verið heppni og undarleg tilviljun. En svo þegar þessi sigurganga liðsins hélt áfram í leiknum við KR og þeir sigra 16:12 fóru menn að efast um tilviljunina og þegar þeir sigra í þriðja leiknum hið létta og leikandi lið Fram 23:16 var ekki blöðum um að fletta að gjörbreyting hafði orðið á lið- inu, það lék öruggt, hraðinn er orðinn meiri. Fram náði aldrei að ráða gangi leiksins. Á 10. mín. standa leikar 6:2 fyrir Þrótt en á 20. mín. komust Framarar næst því að jafna í fyrri hálfleik eða 10:9 en il *s 19 hálfleikurinn endaði 14:12. Á 14. mín. í síðari hálfleik ná þeir þó að jafna 16:16 en þá gera Þróttarar 7 mörk í röð. Þróttur á í Herði frábæra skyttu sem skoraði hvorki meira né minna en 12 af þess- um 23 mörkum! KR — ÍR 26:19. Það er næsta eðlilegt að hið unga lið IR sé misjafnt og skorti enn þroska sem tryggir það að liðið eigi ekki dauða kafla en það kom fyrir í þess- um leik. KR-ingar gera fjögur mörk áður en ÍR-ingar setja fyrsta mark sitt, en um miðjan hálfleik eru ÍR-ingar búnir að jafna og í leikslok eru þeir yfir 13:10. En svo virðast þeir missa tökin aftur og KR gerir 9 mörk í röð 19:13! En þegar 5 mín. eru eftir af leik stóðu leikar 22:18, og svo gera KR- ingar fjögur síðustu mörkin. tírslit í báðum deildum í kvöld. I kvöld kl. 8 fara svo fram úrslit i báðum deildum. I A- deild: Ármann og Valur ,og verða þar hrein úrslit og hef- ur Ármann að því leyti meiri möguleika að verði jafntefli er markatala þeirra hagstæðari. Má því búast við að hér verði um verulega skemmtileg úr- slit að ræða. Leikur þeirra Hafnfirðinga og Aftureldingar getur líka orðið skemmtilegur. Þau hafa bæði unnið Víking, Afturelding s. 1. þriðjudagskvöld 24:8 sem er aðeins meira en FH gerði. í úrslitum í III. fl. eru IR og Fram en þau fara fram í sambandi við úrslit mótanna í yngri flokkum og sem byrjar á miðvikudag. Áður en stokldð er er vatni sprautað á plastið, svo það er elns háit og snjór. Til hægri sést Werner Lesser renna niður plastbrautina. Yerður keppt í skíðastökki á Heimsmótinu í Varsjó? Þjóðverjar bjóðast til að sjá um stökk- keppni í plasíbrautum Skíðasambandið í austurþýzka alþýðulýðveldinu hefur beint þeirri áskorun til framkvæmdanefndar Heimsmóts æskunnar, sem haldið verður í Varsjá í sumar, að hafa skíðastökk meðal keppnisgreina mótsins. Hafa Þjóðverjar lofað að standa fyrir stökkkeppninni og það þótt mótið fari fram þeg- ar sumarliitinn er hvað mestur Á s.l. vetri ákvað stjórn Þróttar að gefa bikar til keppni í bridge milli knattspyrnufé- laganna í Reykjavík. Var ætl- un Þróttar að halda uppi sam- starfi milli félaganna að vetr- inum til á þennan hátt. Allir félagsbundnir menn í þessum félögum hafa rétt til þátttöku í móti þessu og mun fyrst og fremst hafa verið ætlunin að þeir knattspyrnumenn sem etja kappi á vellinum eða hafa gert komi þarna fram þó auðvitað geti aðrir fyllt sveitir ef með þarf. Nú er keppni þessi hafin með fullum krafti og eru öll fimm félögin með og hafa hvert fimm sveitir. KR og Fram hafa þegar keppt og fóru leikar svo að Fram sigraði á fjórum borð- um en KR á einu. Á fimmtu- dagskvöld kepptu svo Þróttur og Víkingar. Fóru leikar svo að Víkingur unnu á tveimur borðum en Þróttur á þremur. Tíðindamaður Iþróttasíðunn- ar fór í heimsókn er keppni Víkings og Þróttar fór fram. I liði Vikings gat að líta gamla harðskeytta Víkinga sem á vellinum áður fyrr létu sitt ekki eftir liggja og ef marka má svip t. d. Brands Brynjólfssonar, Ingólfs Ise- barns og Vilbergs Skarphéðins- sonar voru þeir ekki á því augnabliki líklegir til að gefa eftir. Þótt Þróttur ætti ekki ,,stjörnur“ frá gömlum dögum á sjálfum vellinum, voru þeir sýnilega ekki líklegir til að gefa sig. I keppni þeirra Fram og KR komu þeir Jón Guðjónsson, Jón Þórðarson, Sveinn Ragnarsson af eldri skólanum svo nokkrir séu nefndir og Óli B. Jónsson í KR. Annars munu KR-ingar vera með flesta menn úr kapp- liðum sínum í keppninni og auðvitað er Egill rakari þeim til styrktar þar líka, hljóður og alvörugefinn. Á lista Vals eru m. a. Grim- Framhald á 10. síðu. í Varsjá, í byrjun ágúst, en þá er þar oft 30-40° hiti! Ef þessi athyglisverða til- laga nær fram að ganga verð- ur að klæða stökkbrautina og pallinn sérstökum plastmottum, sem þýzkir skíðamenn hafa reynt nýlega raeð góðum á- rangri. Hans Renner, sem var aust- urþýzkur meistari í skíðastökki 1953 fann upp þessar plast- mottur, en Werner Lesser, sem einnig er kunnur skíðamaður, reyndi þær í stökkbrautinni í Oberhof. Árangurinn varð miklu betri en búizt hafði verið við, því að Lesser stökk 42 á plastinu, aðeins 6 metrum skemur en stokkið hefur verið lengst í snjófyllti'i brautinni. S Karlmannaföt (teinótt, enskt efni) á lága þrekna menn. ■ . ■ Karlmannafrakkar Drengjaföt N0TAÐ&NÝTT Bókhlöðustíg 9 Sunnudagur 13. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Gunnar M. Magnúss: Bömin frá Víðigerði ekki heldur illur. Við skulum bara verða beztu vinir.“ Geiri hugsaði sig um stundarkorn. Hann vildi setja góða tryggingu fyrir vináttunni. „Viltu þá gefa hægri hönd þína upp á það, að þú skulir aldrei narra mig?“ sagði hann. „Já, já,“ svaraði Stjáni. „Og aldrei hrekkja miga. „Já, já“. „Og aldrei svíkja mig“. Jé, já“. „Má vondi karlinn eiga þig, ef þú svíkur?“ „Já, já“. „Viltu þá sverja þetta?“ „Já, já. Ég skal sverfa það undir eins“. „Sverfa það. Já, svona ertu, alltaf að snúa úf úr. Það má aldrei treysta þér“. Stjáni hló. „Ég sagði þetta bara í gamni. Við strákarnir í Reykjavík segjum svona oft. Hérna er hægri hönd mín upp á þetta“. Stjáni rétti fram höndina og Geiri stóð upp, tók í hönd hans og sagði: „Þú ræður hvort þú svíkur“. Þeir gengu nú alveg fram á árbakkann. „Ég var að þessu að gamni mínu með bláu röndina. Ég ætlaði að vita, hvort þú freystir þér að vaða yfir.“ . „Þetta er hylur“, sagði Geiri og benti. „Hanu nær langt’ upp yfir höfuð“. Stjáni var nú aftur orðinn rogginn. „Ég get synt' hérna yfir“, sagði hann. „Ég hugsa, að þú hefðir það líka. Það geta allir kfafs^ að sig yfir svona mjóa rönd“. Glæsíleg D0DGEBIFREIÐ ’48 til sölu á Njálsgötu 40 Ei til sýnis í dag BIFREIÐAS&IAH NIALSCÖTU 40 Sími 5852 Nú er 100% j sctla í bilrelðum i ■ - ■ 1 ■ ■ f ■ ■ ■ Höfum kaupendur að nýlegum fólks-, sendiferða- og vörubifreiðum. — Kaupendur á biðlista. — Sé bifreiðin j skráð í dag er hún seld á morgun. ■ Nýjar hifreiðar « Austin 10 ’47 Fiat Station ’54 Fiat sendiferðabfr. ’54 ■ Fiat 4ra manna ’54 Ford sendiferðabifreið ’53 j Skoda Station ’52 « . ■ ■ ■ ■ ■ « Opið alla daga kl. 9.30—8 j « Bifreiðasalan Nfálsgötu 40 j Sími 5852 . « « * ■ « <■•■■■■■■■■■■■«■■■■■■•■■■•■■■«■■■■•■«■■•■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■«■■■■■■■■■•■■■■< Standard sendiferðabifr. ’50 Chevrolet ’5S Chevrolet ’47 Ford ’47 Standard Vanguard ’50 Rover ’51 Morris ’47

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.