Þjóðviljinn - 19.06.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.06.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. júni 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (T Um þessar mundir er mik- ið um að vera hér í Moskvu- háskóla. Skólinn heldur í þess- um mánuði hátíðlegt 200 ára afmæli sitt og hafa farið hér fram margþætt hátíðahöld af því tilefni. Skólinn var settur í fyrsta sinn þairn 7. maí 1755 og fékk til umráða lítið tveggja hæða hiis nálægt þeim stað sem nú er Rauða torg. Stofnandi skól- ans var M. V. Lomonossoff, hinn frægi vísindamaður og rithöfundur, og ber skólinn nafn hans. Starfsemi Moskvuháskóla, þessarar efztu menntastofnun- ar landsins, var ekki marg- brotin í fyrstu. Skólinn starf- aði í þrem deildum, heimspeki- deild, lögfræði- og læknadeild. Urðu nemendur að ljúka prófi úr heimspekideild áður en þeir gátu hafið nám í annarrri hvorri liinna. Fyrir atkvæði Lomonossoffs óx skólanum brátt fiskur um hrygg og varð að öflugri miðstöð rússneskra vísinda, og enn í dag gegnir skólinn forystuhlutverki með- al rússneskra menntastofnana. Skólinn hefur frá fyrstu tíð verið boðberi framfarasinn- aðra skoðana og þess fremsta í vísindum hvers tíma. Það er einkennandi að í upphafi skyldi engin guðfræðideild stofnuð við hann. í skólanum hafa stundað nám margir af helztu vísinda- og listamönnum Rússa svo sem hinir byltingasinnuðu demó- kratar Hértsen og Bélínskí, rithöfundarnir Lérmontoff, Túrgénéff, Gríbóédoff, Tsék- off, söngvarinn Leóníd Sóbín- off, tónskáldið N.G. Rúbinstein og margir fleiri. Við skólann hafa starfað margir frægir vísindamenn svo sem K. A. Tímírjaséff, hinn frægi lífeðlisfræðingur, er kosinn var meðlimur meira en 40 erlendra hámenntaráða (akademía) og vísindafélaga. Hér starfaði og lífeðlisfræðing- tirinn Sétsénoff, N. E. Sjúk- ofískí, faðir rússneskrar flug- listar ásamt mörgum öðrum. Á tímum sarsins tók skól- inn oft og tiðum virkan þátt í hinni byltingarsinnuðu bar- áttu rússnesku þjóðarinnar gegn keisarastjóminni. Var hann oft yfirvöldum óþægur ljár í þúfu. Stúdentar Moskvu- háskóla tóku þátt í dekabrista- uppreisninni 1825, þeir lágu heldur ekki á liði sinu í bar- áttunni fyrir afnámi bænda- ánauðarinnar þar til henni lauk 1801. Þegar á níunda tug 19. aldar voru stofnaðir marxískir hópar innan skólans og ráku þeir áróður fyrir marxískum skoðunum meðal verkamanna. Míkilvæg fýrtr þíúún þessara hópa var koma V. í. Leníns til Moskvu 1894 er hann flutti þar fyrirlestur gegn kenning- um þjóðbyltingarmannsins Voronoffs. Á næstu árum var komið á fót skipulögðum sós- íaldemókratasamtökum innan skólans. Stúdentar Moskvuháskóla tóku virkan þátt í byltingunni 1905 undir stjóm bolsévíka- samtaka skólans. Á þorra það ár hófu stúdentar allsherjar- verkfall og stóð það út skóla- árið. Stofnað var byltingarráð innan skólans og undir eftir- liti þess fóm fram í húsa- kynnum skólans fundir bylt- ingarsinnaðrar alþýðu Moskvu. Á vinnustofum skólans bjuggu stúdentar út sprengjur er verkamenn síðan notuðu í bar- dögum byltingarinnar. Stúd- entar létu það ekki á sig fá þótt stjómin sigaði á þá lög- regluliði, þeir buðu þvi byrg- inn, og gat lögreglan ekki unnið bug á þeim. Á þessu ári nefndi Lenín skólann bylt- ingarsinnaðan. Með októberbyltingunni 1917 hófst nýtt tímabil í sögu háskólans í Moskvu. Áður fyrr, á tímum sarsins, vom skilyrði til æðri menntunar í Rússlandi algerlega ófullnægjandi, þar sem keisarastjómin var f jand- samleg allri alþýðumenntun og bar einungis fyrir brjósti hagsmuni eigna- og forrétt- indastétta. Einungis er þjóðin sjálf hafði steypt af stóli hinu rotna og gerspillta ríki keis- araveldisins og sett sitt eigið ríki á stofn, var ungu fólki úr alþýðustétt gert kleift að stunda nám, einungis þá opn- uðust1 dyr skóla og mennta- stofnana fyrir sonum og dætr- um verkamanna og bænda. Segja má að á þeim ámm sem ráðstjómin hefur setið að völdum hafi átt sér stað bylt- ing í menningarlífi sovétþjóð- anna. Komið hefur verið á al- mennri skólaskyldu og stöðugt eykst tala þeirra sem leggja stund á framhaidsnám. 1 æðri skólum Ráðstjómarríkjanna stunda nú nám 1.732.000 nem- endur sem er svipað og sam- anlögð tala stúdenta æðri menntastofnana í öllum auð- valdslöndum Evrópu saman- lögðum. Moskvuháskóli einn hefur á þeim 38 árum sem liðin em frá októberbyltingunni út- skrifað fleiri sérfræðinga en luku námi við skólann öll þau 160 ár sem skólinn starfaði fyrir bvltingu. Eftir byltinguna 1917 var starfsemi skólans að sjálf- Séð á forhlið Moskvuháskólans. þriðja tug þessarar aldar átti A. J. Visínskí mikinn þátt í við gangi skólans, en Visínskí .var skipaður rektor við hann árið 1925. Á þessu ári stunda nám í skólanum 22000 stúdentar af 59 þjóðernum Ráðstjómar- ríkja, alþýðulýðvelda og nokk- urra annarra landa. Auk þeirra nema við skólann 1860 fram- haldsnemendur (svokallaðir aspírantar). Árið 1954 braut- skráði Moskvuháskóli 2900 sérfræðinga og í ár verður tala brautskráðra yfir 3000. Kennslulið telur 2600 manns, þar af em 400 prófessorar og „Heimreiðin“ að háskólanum sögðu öll endurskipulögð. 1 nær 40 ár hefur hann starfað á gmndvelli marxisma-lenín- isma og á þeim gmndvelli unn- ið alla sina sigra. Homsteinn skólans er hin mikla kenning Marx-Engels-Leníns-Stalíns og sá homsteinn er traustur. Skólinn átti við margháttaða erfiðleika að stríða fyrstu ár- in eftir að fyrstu heimstyrj- öld lauk. Kennaralið skorti og efnahagur skólans var erfiður. En sovétstjómin og Kommún- istaflokkurinn hafa alla tíð veitt starfsemi skólans mikla athygli og búið honum þau skilyrði til árangu rsrí k rar starfsemi, sem <bezt hefur ver- ið hægt að veita á hverjum tíma. Skólixm hefur því allt frá byltingariokum ' verið í : stöðugum og 'ðí'Tun Véxtii' Á 550 dósentar. Háskóladeildir em 12, en kennsludeildir (katedrur). 210. Hátíðahöldin í tilefni 200 ára afmælis Moskvuháskóla hófust þann 7. maí með úti- fundi er haldinn var fyrir framan hina nýju byggingu háskólans hér á Lenínhæðum. Fundinn setti ritari flokks- deildar skólans, Andréénkó. Flutti hann þakkir flokki og stjóm fyrir þann heiður sem skólanum var sýndur með því að sæma hann orðu hins Rauða vinnufána í tilefni af afmæl- inu. Áður hafði skólinn verið sæmdur orðu Leníns. Ritari miðstjómar Kommúnista- flokksins, P. N. Pospéloff flutti kveðjuávarp frá ríkis- stjómWi 2 .. JWðstjórO. Kommúhistaflökksins. Þar segir m.a.: „Á öilu starfsskeiði sínu hefur Moskvu háskóli haft á hendi mikilvægt hlutverk við menntun vísinda- manna og kennara, við þróun rússneskra og alþjóðlegra vís- inda. Á tímabili ráðstjómar- innar hefur háskólinn alið upp nýja kynslóð hæfra sérfræð- inga og vísindamanna, sent inna af höndum hagnýt störf í öllum greinum atvinnulifs- ins, vísinda og sovézkrar menningar". „Við núverandi aðstæður er Moskvuháskóla og öllum öðr- um menntastofnunum landsina ætlað það hlutverk að mennta virka byggjendur hins komm- únistíska þjóðfélags, vopna þá hinni miklu kenningu marx- isma-lenínisma, veita þeim alla nútíma vísindaþekkingu, djúp- an skilning á lögmálum þjóð- félags- og stjómmála, að mennta menn er hæfir séu til að leysa verkefni enn frekari tæknilegra og menningarlegra framfara í landi • voru, auka þátt sovézkra vísinda í þróun atvinnulífsins, berjast sleitu- laust fyrir eflingu hins sovézka, sósíalistíska ríkis“. Rektor háskólans, I. P Petrofskí, flutti og ræðu á þessum fundi. Hann sagði m. a.: „Við munum leggja okkur öll fram til þess að bæta starc okkar: gefa landinu nýjar sveitir vel menntaðra sérfræð- inga í öllum greinum visinda, holla málstað hinnar kommún- istísku uppbyggingar. Vii? munum taka virkan þátt í bar- áttu sovétþjóðanna fyrir enu frekari þróun þungaiðnaðar, landbúnaðar og tækni, fyrir blómlegri, sovézkri menningu“. Aðrir ræðumenn á þessum fundi vom kennslumálaráð- herra Ráðstjómarrikjanna, Eljútin, og fulltrúi flokks- deilda Moskvu, Afanasénkó. Höfuðatriði hátiðahaldarina var hátíðafundur er haídinn var í Stóra leikhúsi að kvöldi þess 7. mai. Vom þar saman- komnir kennarar háskólans, prófessorar, stúdentar, fulltrú- ar fjölda menntastofnana hvaðanæfa að úr Ráðstjómar- rikjunum og frá öðmm ríkjum Sviðið var fagurlega skreytfe blómum. 1 baksýn var letrað stóram stöfum: ,,200 lét MGÚ“ (200 ár Moskvuháskóla), ec sitt til hvorrr handar var komið fyrir lágmyndum af Lenín og Stalín. Undir mynd- ipa af Lenín vom rituð hvatn- Framhald ó 9. eíðu. Amór Hannibalsson: MOSKVUHÁSKQLI 200 ÁRA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.