Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur '10. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hans Kirk: 1 40. dagur og sneri því viS til að sýna að það væri vel og dyggilega tæmt að þýzkum sið. Svo lét hann aftur fallast niður í stól og kveikti í vindli. — Mér líkar betur og betur við Dani og ég held að þessi ár muni binda okkur ævarandi tryggðaböndum, sagði hann meðan Tómas Klitgaard hellti á ný í glösin. Og vitið þér hvað mér hefur dottið í hug? Að halda hátíðlega vígslu flugvallarins á viðeigandi hátt. Pylsur og öl handa öllum verkamönnum og Þjóðverjum, ræðu- höld, söng og bróðurlegan gleðskap. Tómas Klitgaard fékk hjartslátt, hverju hafði mann- kertið nú fundið upp á? Ef slik veizla yrði haldin væri álit hans sjálfs í voða, það lá í augum uppi. Það varð fyrir alla muni að koma í veg fyrir það. — Fögur hugmynd og yður sæmandi, kæri von Drie- berg, sagði hann með innileik. En ég er hræddur um að slíkt sé ekki tímabært enn sem komið er. Ég legg til að við látum okkur nægja gleðskap í fámennari hóp en með því mein glæsibrag, þar sem yfirmenn, bæði dansk- ir og þýzkir, hittast og skemmta sér saman. Það væri mér ánægja ef fyrirtæki mitt mætti bjóða til slíkrar veizlu. Bygginga'stjórinn hugsaði sig um. Það liti vel út í skýrslu til Berlínar ef hægt væri að skrifa að Danir hefðu boðið. Ef til vill var þetta góð hugmynd. — Með dömur? spurði hann. — Hver fjandinn, hugsaöi Tómas Klitgaard sárgram- ur. Nú vill hann að ástandsgærunum sé boðiö líka. Ekki bætir það úr skák. Upphátt sagði hann: — Okkar á milli sagt, byggingastjóri, þá er ég hrædd- ur um að sumt af kvenfólkinu — auðvitaö bæöi vinkon- ur Dananna og Þjóðverjanna — sé af því tagi að okkur sé hvorugum ánægja aö samvistum við það. En ef þér hafið sjálfur áhuga á aö taka með yður dömu, er það okkur sönn ánægja. — Með einu skilyrði, sagði von Drieberg. Þér, kæri Klitgaard forstjóri, verðið einnig að gera okkur þann heiður aö kynna okkur fyrir konu yðar. Erum við þá ekki sammála? Við höldum veizlu sem bræður og vinir út af fyrir okkur. Tómasi Klitgaard hitnaði í hamsi. Það fengi hann Margréti aldrei til að samþykkja, en fjandinn hafi það, hann gæti a'lltaf borið því við að hún hefði veikzt af kóleru eða gin- og klaufaveiki. Hann kinkaði kolli. — Það er mér mikill heiður. En nú skulum við ræða viðskiptin, sagði hann. Við höfum séð um framkvæmdir fyrir ykkur sem þið eruð ánægðir með. En þér verðið að gera yður íjóst, herra byggingastjóri, að við höfum safnað að okkur miklu vinnuafli hér á staðnum, og við höfum áhuga á að vita hvort þér hafiö þörf fyrir verka- mennina og fyrir okkur. í stuttu máli: Hafið þér í hyggju að feia oklmr fleiri framkvæmdir? — Fjölmargar, það getið þér reitt yður á, sagði von Drieberg. Þér fáið næg verk að vinna fyrir okkur. Viö ætlum að geia þetta land að brynvörðum hnefa sem á að ógna óvinum okkar. Eftir nokkra daga fáið þér fleiri áætlanir, sem við höfum í hyggju að láta framkvæma hér á flugveliinum, nýjar stækkanir, ný hernaðarmann- virki. Og seinna — æ, kæri forstjóri, þér getið ekki gert yður í hugarlund hvaða vex-kefni bíða yðar í þágu hins góða og heiðarlega málstaðar. Mennimir tveir þrifu glös sín og tæmdu þau aftur, og á meðan horfðust þeir í augu fast og innilega. 14 KAFLI Hér greinir frá heimilisörS-ugleikum Tómasar Klitgaard og frá stórkostlegu samkvœmi í Álaborg, borg •spillingarinnar Það fór eins og Tómas Klitgaard hafði búizt við: frú Margrét þverneitaði. Hann vakti máls á þessu kvöld eitt þegar þau voru ein í dagstofunni eftir kvöldmatinn í xbúðinni í Amalíugötu. Hann var búixxn aö kveikja í vindlinum og dreypti á kaffinu og nú fannst honum stundin vera komin. Leikdómur Framhald af 4. síöu. Lárusi Pálssyni hæfilegt verk- efni i hendur, en hinn marg- snjalli ieikari hefur allt of sjald- :an birzt á sviðinu á síðari ár- um; og það leynir sér ekki að glíman við Napóleon er honum mjög að skapi. Að útliti er hann sem skapaður fyrir hlutverkið og andlitsgervið gott, og leikur- inn allur þróttmikill og þrung- inn dirfsku; hlédrægni þeirrar sem oft einkennir leik Lárusar gætir lítt að þessu sinni. Pað væri synd að segja áð hann geri Napóleon geðfeldari en skáldið ætlast til — samvizkuleysi og hégómadýrð, ieikaraskap og al- gert skeytingarleysi hins mikla herforingja um mannlegan heið- ur og hamingju birtir Lárus í skiru ljósi, eigi síður en vilja- þrek hans, sérstæðar gáfur, sjálfstraust og liamslausa fram- igirni; og leikur raunar jafnvel á alla strengi, allt frá góðlát- legri kímni til hrottaskapar og ofsareiði. ■ Hefðarkonan nafnlausa er Napóleoni jafnvigur andstæðing- ur; Guðbjörg Þorbjarnarrdóttir skipar sess hennar með miklum ágætum. Hún er falleg og við- feldin hvort sem hún klæðist kjól eða bregður sér í gervi her- mannsins, tiguleg og kurteis í framgöngu; röddin er mjúk og þýð og framsögnin hógvær og Xátlaus, en tilþrifamikil engu að SPYRÐING Framhald af bls. 5. þó garð og kvikfjárrækt hefði aldrei verið hans sterka hlið. Pési sagði að Jón hefði féð á gjöf alveg að óþörfu. Það væri nóg beitilönd alls- staðar. Þessar rolluskjátur hans væru ekki fínni en allar aðrar rollur í firðinum, sem þrifust vel þó þeim væri ekki haldið á gjöf. Jón hélt að sínum rollum væri ómögulegt að éta það, sem hinar hefðu þegar étið, annars spyrði síður, og öll túlkun hennar inni- leg og prýdd ríkum kvenlegum þokka. Róbert Arnfinnssyni veitist auðvelt að lýsa hinum gáfna- sljóa liðsforingja skýr.t og skemmtilega, hann er fram- hleypinn og flasfenginn í bezta lagi og um leið ósvikinn her- maður frá hvirfli til ilja. Og út- lit og framkoma Yaldimars Helgasonar hæfa vel gestgjafan- um, hinum blóðlata, málgefna og kimna náunga sem hefur magann fyrir sinn guð. — „Ofurmenni örlaganna" á skilið að eignast marga vini. A. Hj. hann engan hvað hann gæfi rollum sínum, því hann einn borgaði brúsann. Hann sá að hiti var farinn að fær- ast í rolluumræðurnar. Hann var alveg á Jóns bandi. Jón spurði nú Pésa hvort hann vildi vera svo vænn og benda sér á beitiland, sem þegar væri ekki rúið. Pési kvað garð hans vera fullan af ill- gresi, sem hann gæti beitt rollunum í og sloppið þannig við að hreinsa garðinn. Við þetta geklt ósvífni Pésa fram af Jóni, sem spurði, um leið og hann hausaði óeðlilega fljótt, hvar Pési hefði séð ill- gresi í sínum garði. Hann lagði ekki lengur við hlust- irnar, þetta var orðið þras. Matartíminn nálgaðist nú óðum, og hann fann riú til þreytu og hungurs. Hann ætlaði að fá að fljóta með einhverjum karlanna á morg- un. Ef til vill drægi hann daglaun, ef heppnin yrði með. Hann kepptist aftur við að spyrða. I. Ó. ÍV) A CS/?'X Sj1 Sumartízka frá Austur-Evrópu Á vörusýningunni x Leipzig í vor, voru margar tízkusýn- ingar þar sem sýndur var fatn- aður frá Austur-Evrópulöndun- um. Aðaláherzla var þar lögð á hentugar hversdags ogvinnu- flíkur en þar voru einnig glæsilegir spari- og sjaldhafn- arkjólar. Einkum sýndu Tékk- ar og Ungverjar mikið af slík- um kjólum sem vöktu mikla hi’ifningu. Á teikningunni eru nokkur sýnishorn frá hinum ýmsu löndum. Ungverska dragtin með samstæðri kápu er með hógværu H-sniði. Þama gætir áhrifa Parísartízkunnar en dregið er úr verstu öfgunum, svo að venjulegt fólk geti not- að flíkurnar. Strandkjóllinn með marglita pilsinu og þröngu, hlíralausu blússunni er einnig frá Ung- verjalandi, en i því landi eru tízkufrömuðirnir einna hug- myndaríkastir. Pólska tizkan nýtur sín ekki til fulls á svona teikningum, því að Pólverjar em meistarar í' litasamsetning- um. Flegni sumarkjóllinn er einmitt í djörfum bláum og grænum litum. Látlausa tví- hneppta dragtin með litla- skinnkraganum í hálsinn sýn- ir pólska tízku frá annarri hlið. Tékkar sem halla sér jrfir- leitt mest að sportsniðinu sem er þeirra sérgrein, komu fólki á óvart með því að sýna þarna mikið af glæsilegum sparikjól- um. Einn þeirra er plíseraði kjóllinn með breiða, slétta mjaðmastykkinu. Annað snið sem mikið er notað á mjúk ull- arefni em mjúku föllin, og einn slíkur kjóll er einmitt sýndur þarna á teikningu. Éinnig bar mikið á marglitum kjólum úr silon, sem er tékkneska út- gáfan af næloni og litli kjóllinn með svarta bólerójakkanum er einmitt sumarkjólí úr þessu efni. Frá Austui’-Þýzkalandi er samkvæmiskjóllinn á teikning- unni. Það er glæsilegur kjóil með tvískiptu þilsi og þröngri blússu. Efnið er brúnt perlon og þetta er einn' þeirra kjóla sem hægt er að vöðla niðúr í ferðatösku án þess að þeir krypplist minnstu vitund. ’tJsr 19. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) - Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónssoi Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóíavörðv - Sími; 7500 (3 línur). — Askriftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 3. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.j tNðOTIUHiN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.