Þjóðviljinn - 14.11.1956, Side 5

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Side 5
Miðvikudagur 14. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Líkin Mgu í hrðnnum á götunum ~ Grátandi born leituðu í rústunum Sœnskur sjónarvotfur lýir ástandinu i Port Said eftir loftárásir og innrás Breta og Frakka Stjórnir Bretlands og Frakklands kalla hernað sinn í Egyptalandi „lögregluaögerðir“. Myndin sýnir hvernig flugvélasprengjur og fallbyssukúlur „lögreglunnar“ hafa leikið íbúðarhverfi innborinna manna í Port Said. — Ég taldi yfir 2000 lík ó'breyttra, egypzkra borgaxa á götimum í Port Said á göngu um borgina skömmu eftir að vopna- viðskiptum var hætt. Þannig farast sænska blaðamanninum Per Olaf Anderson orð' í viðtali við United Press. Anderson skrifar og tekur myndir fyrir Vecko-Journalen, útbreiddasta vikurit Svíþjóðar. Blaðið sendi hann til Egyptá- lands þegar þar • dró til tíð- inda. Varnarlaus borg. Ibúar Port Said, 250.000 talsins, voru algerlega varnar- lausir gegn sprengjukasti brezkra og franskra flugvéla og skothríð úr fallbyssum brezkra og franskra herskipa, eegir þessi sænski blaðamaður ennfremur. Áður en sjálf inn- rásin hófst dundi látlaus sprengju- og kúlnahríð á íbúð- arhverfum borgarinnar. Lágu þar sem þeir féllu. — Lákin lágu í hrönnum á götumim, þar sem fólkið hafði verið brytjað niður með vél- byssuskothríð innrásarhhersins eða orðið fyrir sprengjum flug- vélanna sem undirbjuggu inn- rásina. teita foreldra siniia. Grátandi börn á ýmsum aldri reikuðu um göturnar og leituðu foreldra sinna, segir Anderson ennfremur. Heita má að lieil hverfi séu í rústum svo að þar standi ekki steinn yfir steini. Þessi sænski blaðamaður bendir á að í Port Said voru ekki til nein loftvarnabyrgi, svo að borgarbúar áttu þess engan kost að leita skjóls sem gagn væri í við sprengjuhríð- inni sem Bretar og Frakkar létu dynja á þeim úr lofti og af sjó. Neita að vinna fyrir inn- rásarherinn. Herstjórn Breta og Frakka í Port Said reyndi að ráða í sína þjónustu verkamenn til að vinna að því að hreinsa höfn- ina svo að hún 5-rði nothæf fyrir birgðaskip og herflutn- ingaskip innrásarhersins. 1 fyrstu gáfu nokkrir verkamenn sig fram, en þeim fækkaði skjótt og brátt var svo komið að enginn varð eftir. Hafa ó- breyttir borgarar í Port Said bundizt samtökum um að halda uppi óvopnaðri andstöðu gegn innrásarmönnunum með því að hafna allri samvinnu og sam- neyti við þá. Sjúkrahúsin yfirfull. Fréttaritari United Press í Port Said skýrir frá því að sjúkrahúsin þar séu yfirfull af særðum mönnum, í kirkjugörð- um liggja líkin í hrúgum, vegna þess að ekki hefur enn unnizt tími til að greftra alla sem féllu. Brezka herstjórnin heldur því fram að ekki hafi fallið nema 100 óbreyttir borgarar í Port Said, en sú tala nær engri átt, segir fi'éttaritarinn. Ibúðarhverfi araba í borg- inni er að lieita má rústir ein- ar og óttazt er að fjöldi líka sé grafinn þar undir braki hriiiiiuna liúsa. Tóku birgðir Breta. Þegar árás Breta og Frakka á Egyptaland hófst handtók egypzki herinn þá 600 tækni- menntaða menn sem Bretar höfðu samkvæmt samningi heimild til að hafa á Súeseiði að líta eftir hernaðarmann- virkjum og hergagnabirgðum þar. Birgðirnar voru gífurlegar, því að til skamms tíma hafð- ist 70.000 manna brezkt lið við á Súeseiði og herstöðin þar var sú mesta sem nokkurt ríki hafði á landi annars. Um leið og eftirlitsmennirnir voru handteknir lögðu Egyptar hald á allar birgðirnar. Segir egypzka stjórnin, að þær geri , margfalt meira en að bæta tjónið á hergögnum og eignum sem hlotizt hefur af árás Bret- lands, Frakklands og Israels á Egyptaland. Aðstaða Nassers sterkari en áður. “i Fyrirlesari í brezka útvarp- inu í fyrradag játaði að Nasser hefði sýnt mikla leikni í við- brögðum við árásinni á Eg- yptaland. Honum hefði tekizt að bjarga næstum öllum her sínum ósködduðum úr gildru. Hann gæti sannað þjóð sinni með viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna að hún hefði nær ein- huga almenningsálit heimsins á sínu bandi. Tilboðin frá Sovét- ríkjunum, Kína, Indónesíu og víðar um sjálfboðaliða hefðu sannfært Egj’pta um að ekki yrði látið standa við samúðar- yfirlýsingar einar ef aftur skærist í odda. Brezki fyrirlesarinn var mjög gramur yfir þessum gangi mála og spáði því að Bandaríkja- stjórn myndi eiga eftir að iðra þess að hún skyldi hafa staðið með Sovétríkjunum í Egypta- landsmálinu gegn helztu banda- mönnum sínum. Fréttamenn í löndunum við Miðjarðarhafsbotn eru flestir þeirrar skoðunur að aðstaða Nassers Egyptalandsforseta heima fyrir og í hópi Araba- ríkjanna sé nú sterkari en. nokkru sinni fyrr. Árás Breta, Frakka og ísraelsmanna á Eg- yptaland hafi þjappað Araba- ríkjunum saman undir for- ustu Nassers. Meira að segja stjórn Iraks, sem lengi reyndi að ná forustunni meðal araba úr höndum Nassers með lið- sinni Breta, hefur svo gott sem sagt upp herbandalags- samningi sínum við Bretland og lýst yfir fullum stuðningi við Egypta. Ekki er þó talið að um nein sinnaskipti sé að ræða hjá Nuri el Said, forsæt- isráðherra í Bagdad, heldur geri hann sér ljóst að valda- dagar hans væru taldir ef hann léti undir höfuð leggjast að veita Egyptum. FILT PILS TWEED PILS SVÖRT PILS GRÁ PILS Hafnarstræti 5. SÖLUSKATTIIR Dráttarvextir falla á söluskatt og framleiðslusjóðs- gjald fyrir 3. ársfjórðung 1956, sem féllu í gjalddaga 15. okt. s.l., svo og viðbótarsöluskatt fyrir árið 1955, hafi gjöld þessi ekki verið gi’eidd í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 12. nóvember 1956. Tollsijéraskrifstofan, Arnarhvoli. Tilkynning frá Bæjar- síma Reykjavíkur um símapantanir Þeir, sem sótt hafa um síma í Reykjavík (inn að Elliðaárvogi) og í Kópavogi, geta fengið staðfestingu á þvi, að umsókn þeirra hafi verið tekin til greina, enda’ greiði þeir samtímis hluta af stofngjaldi, kr. 900. Mun framkvæmdum á lögnum til þeirra þá verða hraðað svo sem unnt er ,og gert ráð fyrir -að sími þeirra komist í samband í júlímánuði 1957. Þeir, sem ekki afla sér slíkrar staðfestingar nú, eiga á hættu að dráttur verði á afgreiðslu umsóknar þeirra, og að nöfn þeirra komist ekki í næstu símaskrá. Starfsmenn bæjarsímans verða í Góðtemplarahúsinu (uppi) í Reykjavík dagana 15. til 21. nóv. hvern virkan dag kl. 1000 til 1800, en laugardag kl. 1000 til 1500, til þess að staðfesta umsóknir og taka við fj’rirfram- greiðslu stofngjalds. Þeim, sem þegar hafa greitt stofngjald fyrir millisam- band milli húsa, ber ekki að greiða ofannefnt gjald, en eru vinsamlega beðnir að mæta á sama stað til endur- nýjunar á símapöntunum sínum. Reykjavík, 14. nóv. 1956 IIRMMMMMIMMMWRIIH!!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.