Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. desember 1957 ÞlÓÐVlLllNN Útgefandi: Samelnlngarílokkur alþýSu — Sósialistaflokkurlnn. — RttstJórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmuntiur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smlðia: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 4 man. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. ílialdslistinn ■Vlargir sem hingað til hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn munu hafa orðið meira en Htið undrandi þegar framboðs- listi flokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar í Reykjavik var tilkynntur í útvarpinu í fvrrakvöld. Munu þess fá eða engin dæmi á síðari árum að íhaldið hafi boðið fylgismönn- um sínum upp á jafn veikt fratnboð og að þessu sinni, og þarf ekki að efa að það endurspeglar hið raunverulega ástand sem rikjandi er í her- fcuðum flokksins. Íefstu sætunum tróna fjórir lögfræðingar með borgar- stjórann í broddi fylkingar. Þá kemur roskinn húsgagna- kaupmaður sem setið hefur um alllangt skeið í bæjar- stjórn. Síðan kemur gjörsam- lega cþekktur maður, sem hef- ur sér það eitt til „ágætis“ að vera skósveinn Bjarna Benediktssonar. í sjöunda sæti •kemur svo Björgvin Frederik- sen, sem frægastur hefur orð- ið fyrir biöskýlaviðskipti sin við bæinn og loks er Einar Thoroddsen færður niður í áttunda sæti og á nú að bera uppi baráttuna fyrir áfram- haldandi völdum. Verður vart rneð sanni sagt að þetta sé sígurstrangleg uppstilling, enda hafa margir Sjálfstæðis- rnenn haft orð á því síðan listinn var birtur að hann fceri á scr öil merki feigðar og ósigurs. Það fer ekkert á milli mála að þessi furðulega sam- setning á lista íhaldsins er afleióing af hörðum átökum að tjaldabaki. Gunnar Thor- oddsen þurfti að bjarga •Björgvin Frederiksen eftir á- gjafir biðskýlamálsins og Bjarni Benediktsson gaf þess engan kost nema með hörðum skilmálum. Gunnar Thorodd- sen varð að lúta svo lágt að samþykkja inn á framboðs- listann, og það í sjötta sæti hans, persónulegan umboðs- mann Bjarna Benediktssonar, sem ekki á nema eitt erindi inn í bæjarstjórnarflokk í- haldsins. Þriðja sætið sem laust var gefið fær svo Þor- valdur Garðar Kristjánsson, ýtinn maður og framgjarn en ekki að sama skapi vinsæll eða fylgissterkur innan flokks eða utan. IT'ramboðslisti íhaldsins er af- -*■ kvæmi ósamkomulagsins og glundroðans sem rikjandi er í flokksröðunum. Öllu er fórnað til að reyna í lengstu lög að halda sprekunum sam- an. Það er jafnvel ekki hikað við að bjóða fylgjendum í- haldsins upp á frambjóðend- ur sem allir ærukærir flokks- menn töldu að ekki kæmu til greina. Skrípaleikur „próf- kjörsins“ hefur nú verið opin- beraður öllum bæjarbúum og úrslit þess að engu höfð til þess að liðsoddarnir gætu vel við unað. Og svo er meiri- hluta Reykvíkinga ætlað að falla fram og þakka Sjálf- stæðisflolcknum fortiðina og treýsta honum fyrir framtíð- inni. Skyldi ýmsum ekki þykja það til nokkuð mikils mælzt eftir að búið er að kynna skipshöfnina sem nú er innanborðs á ihaldsskút- unni ? Friðarvon U m það mun tæpast deilt, að friðvænlegra sé í fceiminum um þessi jól en oft iður frá þvi heimsstyrjöld- ínni lauk. Friðarvílji fólksins er að verða að afli sem læt- ’úr meir og meir til sín taka : heirnsmálum, og knýr jafn- vel þá ráðamenn, sem hingað til hafa streitzt við að láta aldrei slakna á köldu stríði, til að ympra á að þar muni stefnt til hins heita stríðs tor- timíngar og glötunar. Um það fcer ljóst vitni Parísarfundur Atianzhafsbandalagsins. en einnig þar virtist vera að gjósa upp andúðin gegn hinni trylltu hervæðingarstefnu og herbúnaðarkapphlaupi. Sam- þykktir þær sem birtar voru, gefa að vísu takmarkaða hug- mynd um uppreisn þjóða Vest- ur-Evrópu gegn forystu Banda- xíkjamanna á þessum braut- ■;m, en sjálfum er þeim ljóst að sín forysta hefur beðið hnekki sem trauðla mun bætt- vr. Ekki er ólíklegt að þegar á næstu mánuðum verði snúið sér að því af meiri atvöru en áður að ná traustara sam- komulagi um helztu ágrein- ingsmál í sambúð stórvelda heimsíns og þar með efld von- in um að mannkynið þurfi aldrei að reyna ógnir nýrrar heimsstyrjaldar. T öngu fyrir kristni héldu nor- rænir menn hátíð um það leyti er myrkrið tók að þoka og sólargangur að lengjast. Myrkrið grúfir að vísu ekki neitt svipað yfir borgarbúum tuttugustu aldar með rafmagns- Ijós i hverju skoti, né hinum raflýstu bæjum í sveitum lands- ins, eins og skammdegismyrkr- ið í ljósleysi og strjálbýli iið- inna alda á ísiandi. Enn reynir þó myrkur og kuldi og skamm- degi á þol og þrek norrænna manna, og föst er í ísiending- um dýrkun á sólskini og birtu. Því eru jól og vetrarsólhvörf enn timi vonar og fyrirheita. Vonar urri frið á jörðu, vissu um ósigítr myrkursins og hækkandi sól. AUKÍÐ BURÐARÞOL Með sííelldum endurbótum í gerð og nákvæmni hefur tekizt að auka til muna burðarþol nær allra T REGISTERED TRADE MARK: TIMKEN. Licensed user British Timken Lcd. KEILULEGA Notið því ávallt í tæki yðar TÍMKEN-KEILULEGUR Framleiddar aí BRITISH TIMKEN LTD Duston — Northampton — England Aðaluviboð á íslandi: STÁL H.F.,REYKJAVÍK Söluumboð: FÁLKINN H.F. VÉLADEILD Sími 1-86-70 — Laugavegi 24. Reykjavík. REYK JAVÍK-KEFLAVlK lóla- og áramótaferðir Til Keílavíkur: Síðasta ferð á Aðfangadag kl. 16.00 — — Engar ferðir Jóladag — — Fyrsta ferð Annan Jóladag kl. 11.00 — — Síðasta ferð á Gamlársdag kl. 16.00 — — Fyrsta ferð á Nýjársdag kl. 11.00 Frá Keflavík: Síðasta ferð á Aðfangadag kl. 16.00 — — Engar freðir Jóladag — — Fyrsta ferð Annan Jólaaag kl. 11.00 — — Síðasta ferð á Gamlársdag kl. 16.00 — — Fyrsta ferð á Nýjársdag kl. 11.00 Að öðru leyti eru íerðir óbreyttar til og frá Keflavík. Sérleyfisstöð Sieindórs Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.