Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. ágúst 1958 Frá Portoros Meirihlati ■ Bretum er sjálfum Ijóst.... Framhald af 7. síðu. fiskur í skák en það er vænt- nnlega eitthvað svipað fyrir- brigði og kallað er flóðhestur eða flóði ii Taflfélagi Reykja- víkur. Annars á Bobby enn öfl- ugra orð um slík fyrirbrigði, nefnilega kjúklingur, en til þess að öðlast þá nafnbót verða menn sjálfsagt að vera á svolitið annarri bylgjulengd en Bronstein. Skák þeirra Gligoric og Friðriks, Rosetto og Larsens vöktu langmesta athygli þennan dag. Bent Larsen seg- ir mér að þegar hann tefli hollenzka vörn þá sé ekki um neina vörn að ræða held- ur hollenzka sókn, sama máli gegnir auðvitað um Caro Can, ' Sikileyjarvöm o.s.frv. Þennan dag var samt ekki um neina Sikileyjarsókn að ræða hjá Bent, Daginn áður hafði hann borðað það sem stórmeistararnir hér kalla Biff a la Panno og tefldi nú sannkallaða vörn. Rossetto fórnaði á hann riddara í 10. leik og fékk afbragðs gott tafl, en skömmu síðar fórnaði hann hrók og skildu fáir neitt en sumir höfðu við orð að hann hefði sjálfsagt í hyggju að fórna skyrtunni sinni líka. Hann fékk samt meiri sókn en flesta grunaði, en varð að lúta í lægra haldi fyrir traustri vörn Larsens. Friðrik tefldi gamalt af- brigði af spánverja gegn Gligoric. Virtist Friðrik vera búinn að jafna taflið þegar hann missteig sig lítillega á drottningarvæng, en það varð til þess að Gligoric náði aftur undirtökunum. Á meðan lán- aðist Friðrik að eyða svo til öllum tíma sínum og stóð nú uppi tímalaus með tapað tafl. Gligoric sem ekki átti allt of mikinn tíma heidur fór nú að reyna að snúa á Friðrik í timahrakinu og lék ólíklega leiki, en Friðrik svaraði alltaf samstundis með bezta leiknum á borðinu og þegar tímahrak- inu var lokið átti hann gjör- unnið tafl. Úrslit: Pachman — de Greiff 1—0 Matanovic — Sherwin 1—0 Filip — Petrosjan %—y2 Cardoso — Tal y2—1/2 Gligoric — Friðrik 0—1 Neikirk — Panno y2—y2 Fúster - — Sanguinetti y2—y2 R.osetto — Larsen 0—1 Benkö - - Averbach 1—0 Fisher — - Bronstein %—y» Sjöunda umferð Allt stuðlaði að því að gera þessa umferð sem allra leiðín- legasta. Stórmeistarajafntefl- in voru nú aftur í fullu fjöri Sanguinetti — Rosetto 1—0 Panno — Fiister Vz—Vz Friðrik — Neikirk 0—1 Tal — Gligoric Vz—Vz Petrosjan — Cardoso 1—0 Sherwin — Filip Vz—Vz de Griff — Matanovic Vz—Vz Szabo — Paehman y—Vz Áttunda umferð Það var greinilegt að hvorki undrabarninu Fischer né stór- meistaranum Larsen var sér- lega rótt þegar þeir settust hvor gegn öðrum. Þeir höfðu heldur ekki setið lengi þegar þeir tóku að standa upp til skiptis og ganga um gólf við- utan og þungir á brún. Það er því ólíklegt að Bent hafi verið alveg viss um að fyrir- heitin sem hann gaf um há- degið yrðu að áhrínsorðum með kvöldinu. I dag skal krakkinn fá verðuga ráðningu sagði stórmeistarinn, þegar hann vaknaði og endurtók það hátt og skýrt yfir súpudisk- inum nokkrum mínútum síðar. Þessari skörulegu yfirlýsingu var augljóslega ætlað að ber- ast til eyrna undrabarnsins áður en blásið yrði til bar- idaga. Nú skyldu vísindin notuð í þágu listarinnar, barnasál- fræðin í þágu skáklistarinnar. En Bobby Fischer er enginn venjulegur krakki. Hann skyldi það mæta vel að yfir- lýsing stórmeistarans var tví- eggjað vopn. Strax í 15. leik gefur undrabarnið andstæð- ingi sínum erfitt val, jafntefli eða glæfralegt tafl og stór- meistarinn með sína erfiðu yfirlýsingu á bakinu getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir jafntefli í örfáum leikj- um. Hann neyðist til að velja hina leiðina þótt hún sé allt annað en falleg. En þá fer krakkinn að tefla til vinnings og eirir engu, fórnar fyrst peði en síðan skiptamun og linnir ekki látum fyrr en Lar- sen gefst upp. Þetta var sann- arlega sársaukafull ráðning fyrir stórmeistarann og er ó- líklegt að hann nái sér í bráð. Eftir beiðni frá okkur Frey- steini tefldi Friðrik hollenzka vörn gegn Fúster, fékk snemma betra tafl, hóf sókn á kóngsvæng og vann skipta- mun þá um kvöldið en skák- ina daginn eftir. Úrslit: Matanovic — Szabo 1—0 Filip — de Griff 1—0 Cardoso - - Sherwin 1—0 Gligoric - - Petrosjan y2—y2 Neikirk — - Tal y>—V2 Fúster — Friðrik 0—1 Rosetto — - Panno y2-y2 Benkö — Sanguinetti 1—0 Fischer — - Larsen 1—0 Bronstein — Averbach Vz—Vz en auk þess tapaði Friðrik^ sinni fyrstu skák á mótinu. Hafði hann hvítt gegn Nei- kirk og náði á hann talsverðri sókn, fórnaði peði í 25. leik og átti þá yfirburðastöðu en brá út af eina rétta framhald- inu. Tefldi Neikirk vömina mjög vel en Friðrik var auð- vitað í glæfralegu tímahraki eins og venjulega, missti tökin á taflinu, tapaði tveim peðum og þar með skákinni. Úrslit: Averbach — Fischer Vz—Vz Larsen — Benkö Va—Vz I Enn eitt verkfall á Kýpur Grískir menn í Famagusta- héraði á Kýpur hafa byrjað við- tækt verkfall til að mótmæla drápi EOKA-mannanna þriggja, sem féllu i viðureign við brezka hermenn í fyrradag. Framhald af 1. siðu. miðum í Norður-Atlanzhafi urðu fyrst allra ríkja til að viður- kemia hina nýju landhelgi. Aðr- ar þjóðir Austur-Evrópu, þ. á m .Austur-Þjóðverjar og Pól- verjar sem nokkuð hafa stundað íslandsmið, munu einnig virða liina nýju landlielgi. Samtök fær. eyskra og norskra fiskimanna liafa boðað að þeir muni einnig virða liana, og búast má við að Svíar geri það líka. Hins vegar má búast við að belgískir, hdllejnzkir„ frarijSkir, portúgalskir og spænskir togar- ar muni reyna landhelgisbrot. Það er ekkert nýtt, en aftur á mót; hefur ekkert heyrzt um að herskip viðkomandi þjóða ætli að vernda landhelgisbrjót- ana. Hótanir um slíkt hafa að- eins komið frá Bretum. Af þessari upptalningu verður ljóst að það er fráleitt að halda því fram, eins og gert hefur ver- ið í erlendum blöðmn og lapið upp af íslenzkum mönnum sem æitu að vita betur, að „engar lýðræðisþjóðir“ hafi fengizt til að viðurkenna hina nýju ís- lenzku landhelgi. Það skiptir inesilu máli að nú þegar er feng- in vissa fyrir því að meirihluti þeirra þjóða sem stunda veiðaf við ísland munu virða 12 mílna landhelgina og engir nehia Bret- ar hafa liaft í hóflunum um að beita íslendinga valdi. Stórfelld hermdarver!: Framhald af 12. síðu. séu einn þátturinn í mótmæla- öldu þeirri, sem nú rís gegn hinni nýju stjórnarskrá de Gaulle en hún á að ganga í giídi í næsta mánuði. Framhald af 1. síðu. urum sem úslenzk varðskip koma að innan 12 mílna land- helginnar hafi verið gefin fyr- irmæli um að reyna að kom- ast undan og beita til þess hentugum ráðum, en biðja jafnframt hers'líipiii um aðstoð. Síðan segir hann: „Ábyrgð brezku stjórnarinn- ar á þessum fj’Tirmælum hef- ur verið takmörkuð með því að koma því þannig fyrir að ákveðin viðkvæm atriði þeirra liafa verið tilkynnt skipstjór- unum munnlega af eigendum skipanna. Hin ahnennu fyrir- mæli em skrifleg^og koma frá Iandbúnaðar- og sjávarútvegs- málaráðuneytinu.“ Tlie Times segir að allir brezkir togaraskipstjórar hafi verið varaðir við því að hafa með sér skotvopn og gera sig líklega til að skjóta rakettum og merkisljósum á íslenzk varð- skip. „Slæmt útlit fyrir bæði löndin“ Það kemur fram v ðar í brezkum blöðum að valdbeit- ing sé hæpin Ifvsn, Daily Tele- grapli segir. í forystugrein 22. ágúst að „illa muni líta út fyrir bæði löndin ef Bretland neyðist til að láta fallbyssu- báta sína vernda togara sína gegn ákvörðun Islands að banna erlenduin skipum veiðar innan 12 míina frá ströndum sinum.“ Blaðið telur að helzta vonin til lausnar málinu sé' sú að ágreiningur sé um það meðal Islendinga sjálfra, togað sé í H kisstjórnina úr tveim áttum, austri og vestri, en Sjálfstæðisflokkurinn sé tví- stígandi. Daily Record and Mail, sem kemur út í Glasgow, sagði 20. ágúst í forystugrein að „flota- vernd gæti ekki gengið enda- Iaust, og leysi engin inilliríkja- mál.“ The Financial Times, helzta fjármálablað Bretlands, sagði "i forystugrein 22. ágúst („Ó- þægileg deila“), að enda þótt viðurkennt sé að þörf sé fyrir vernd hjanda mikilvægri at- vinnugrein eins og brezkri tog- araútgerð, hljóti „óyfirlýst strf ð“ á milli Bretlands og annars aðildarrikis Atlanz- bandalagsins að vera óviðun- andi. Islendingar geti að vísu ekki komið í veg fyrir að brezkir togarar veiði innan 12 mílna landhelginnar, en „stefna sem byggist á þessari stað- reynd er andstyggileg og senni- lega ólialdbær til Iengdar.“ Eins og önnur brezk blöð telur The Financial Times að liægt væri að ná samkomulagi við ísland um málamiðlun, ef ekki væri fyrir andstöðu Al- þýðubandalagsins og Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsmála- ráðherra. „Enn eru þó líkur til þess að félagar hans í r k- isstjórninni nuini verða ofan á“ segir blaðið. Daily Telegraph er sömu skoðunar. I frétt í blaðinu 22. ágúst er komizt svo að orði: „Hinir hægfara ráðlierrar í íslenzku samsteypustjórninni verða að sigrast á andstöðu kommúnistaráðherranna 2ja, lierra Lúðvíks Jósepssonar sjáv- arútvegsmálaráðherra og herra Hannibals Valdimarssonar fé- lagsmáiaráðherra ... Þar eð sjávarútvegsmálaráðherrann hefur -víðtæk völd, kann svo að fara að andkommúnistarnir í r kisstjórninni munj neyðast til að knýja fram afsögn Jó- sepssonar áður en þeir geta hafið nokkra samninga um málainiðlun.“ Kínvcrjar mótmæla árás Breta og ÍJSA Innrás Breta og Bandaríkjamanna í Jórdan og Líbanon A’akti milda ólgu víða um lönd, ekki sízt í þeim löndum Asíu sem kastað hafa nýlenduokinu af sér. — Myndin er tekin í Peking og sýnir bústað brezka sendiherrans þar. Mótmælaspjöld hafa verið límd á veggina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.