Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. september 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Misheppnaðar tilraunir til að hagnýta vetnisorku í Svíþjóð Mótsagnakenndar fréttir berast af árangri af tilraun- um þeim sem vísindamenn í hinum ýmsu löndum hafa unniö aö í því skyni aö finna rað til að beizla vetnis- orkuna. Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu hvernig tókst til með til raunavélina brezku, Zeta, sem miklar vonir höfðu verið bundn- ar við, en reyndist ónothæf með öllu þegar betur var að gáð. Skömmu síðar bárust hins vegar þær fréttir frá Banda- ríkjunum að vísindamönnum í Káliforníu hefði orðið vel á- gengt að framkalla samruna vetniskjarna í tæki sem þeir hafa smíðað og framleiða á þann hátt margra milljón stiga hita. Nú fréttist aftur á móti frá Svíþjóð að sænskir vísindamenn hafi orðið fj'rir miklum von- brigðum með tilraunir þær sem þeir hafa gert á þessu sviði. Frá þessu var skýrt á ráð- stefnu eðlisfræðinga sem þar var haldin. í rafeindastofnun tæknihá- skólans í Stokkhólmi hefur ver- ið smíðað tæki til athugana á því hvernig hið svonefnda plasma hagar sér þegar því er komið fyrir innan segulsviðs. Þetta er um 4 m langt rör sem hefur að geyma gas. Komið hefur í ljós að ekki tekst að halda plasmanu innan eegul- sviðsins til lengdar, og er eng- in skýring fengin á því hvern- ig á því stendur. Óteljandi til- raunir hafa verið gerðar með margar gastegundir, en niður- staðan hefur ævinlega orðið sú sama. Bo Lehnert dósent, sem stjórnað hefur þessum tilraun- um, segir í viðtali við sænsku fréttastofuna TT: — Eg gaf Genfarráðstefnunni sl. haust þegar bráðabirgða skýrslu um tilrauöir okkar, en nú fyrst liggja fyrir öruggar niðurstöð- ur. Vetnisfræðimenn bæði í Bandaríkjunum og Þýzkalanidi eru teknir að velta þessari ráð- gátu fyrir sér. Niðurstöður okk- ar valda óneitanlega vonbrigð- um, en við verður þó að vona að leið finnist til að ráða fram úr þessum vanda. Það er held- Knud Jespersen og Akse! Larsen keppinautar í vor Horfur eru á að fyrrveranöi og núverandi formaður Kommún- istaflokks Danmerkur verði. keppinautar í saraa kjördæmi við kosningarnar í Danmörku, sem búizt er við næsta vor. Axel Larsen, fyrr\erandi formaður flokksins, situr á þingi fyrir Östre storkreds í Kaupmanna- höfn, og býður sig þar vafalaust fram fyrir hinn nýja flokk sinn, Sósíalistiska þjóðflokkinn. Nú hefur miðstjórn Kommúnista- flokksins ákveðið að núverandi formaður, Knud Jespersen, sem é ekki sæti á þingi, verði í fram- boði í Kaupmannahöfn. Jesper- sen er frá Álaborg. Búizt er við að hann verði boðinn fram í Östre storkreds. ur ekki víst að þetta fyrirbæri geri vart við sig í vetnisorku- ofnum framtíðarinnar. Það eru tiltölulega ,,kaldar“ hleðslur sem við gerum tilraunir með, a. m.k. ef þær eru bornar saman við þann margra milljón stiga hita sem í vetnisorkuofni þyrfti að vera." Sólarorkan enn. Vísindamenn um allan heim vinna að því að leysa vanda sem fólginn er í hagnýtingr hinnar gífurlegu orku sem losnar úr læðingi þegar kjarnar þungra vetnisatóma renna sam- an. Vetnisorkan 'ætti að geta fullnægt orkuþörf mannkynsins um alla framtíð. En mistakist tilraunirnar til hagnýtingar vetnisorkunnar, verður brátt að leita annarra orkulinda og þp liggur beinast við að hagnýta sjálfa sólarorkuna, sagði Lehn- ert dósent að lokum. Að undanförnu liafa þúsundir afrískra kvenna verið bandteknar 1 Suður-Afríku og þær settar í fangelsi, oít með ungbörn sín með sér. Allur aöþúnaður í þessum fangelsum er slíkur aö þeim má líkja. við verstu dýfl- isur miðalda. Fréttaritari Reuters í Durban skýrði þannig frá því fyrir nokkrum dögum að í fangelsi einu í bænum Umzinto í Natal- fylki hefði eina nóttina verið komið fyrir 482 konum, en Krokodil vill fá skopfeikningar frá vesturlöndum SovéznJ skopritið Krokodil hefur boðið ýmsum kunnum skopteiknurum í Vestur-Evrópu og Ameríku rúm fyrir teikningar í tilefni af gagnkvæmum heim- sóknum Krústjoffs og Eisenhow- ers. Meðal þeiira sem tekið hafa boðinu eru David Low, teiknari Guardian í Bretlandi, Hollo- wood teiknari Punch og Her- bloek teiknari Washington Post. fangelsið væri áætlað fyrir 115 fanga og þá ekki of rúmt um hvern. Nokkrar konurnar höfðu börn sín með. Daginn eftir voru sumar kon- urnar fluttar í fangelsið í Dur- ban þar sem plássið. var 'held- ur meira, en nýir fangar bætt- ust þegar við, því að aftur þann dag kom til óeirða í Nat- al. Enn voru það aðeins kon- ur sem voru handteknar. Fréttaritarinn segir að sekt- ardómar þeir sem kveðnir voru upp yfir konunum hefðu getað fært stjórnarvöldunum álitleg- an skilding, ef ekki hefði stað- ið þannig á að engin þeirra gat greitt sektina. 113 konur voru dæmdar í Umzinto til að greiða hver 25 sterlingspunda sekt og skaðabætur fyrir tjón sem met- ið var á 100 sterlingspund. Oarlsbergölgerðin í Kaupmannahöfn tók fyrir skömmu í notk- un átta nýja ölgeyma sem hver up sig tekur svo mikið magn af þeim ágæta drykk að það fyllir 250.000 ölflöskur. Samtals rúma þeir því öl á 20 milljón flöskur og nægja því til að slökkva þorsta æði margra. Myndin er af ýmsum forystu- mönnum ölgerðarinnar daginn sem ámurnar voru fylltar. Varla bjóðandi frambjóðendum hérálandi Kosningar fara í hönd hér heima, og frambjóðendur munu hart að sér að sann- færa háttvirta kjósendur um kosti sína. Þó er hætt við að fáir þeirra vildu standa í sömu sporum og frambjóðendur við nýafstaðnar þingkosningar í Málaja, og er þetta til dæmis um það: Ungur frambjóðandi þar, Haji Abdullah Yousof, fleygði sér til sunds í fljót sem var mörandi í 'krókódilum til að færa hjátrúárfullum kjósendum sanninn héim um að hann ættu þeir að kjósa. Þessi krókódíla- vígsla er alvanaleg prófraun í afskekktari byggðum Mal- akkaskaga þegar skera á úr um hvort einhver sé mannkost- um búinn eða ekki. Komist maður heill yfir fljótið, er hann talinn maður með mönn- um, é-ti krókódílarnir hann, er haldið upp á brottför hans úr þessum heimi .með miklum fagnaðarlátum. Haji Abduljha Yousof komst heilu og ihöldnu yfir fljótið og tryggði sér þarmeð kosningu. Krústjoff hsfiir konu og börn með frá V estur-Þýzkalandi austur 2019 flýðu til Austur-Þýzkalands á fyrstu tveimur vikum ágústmánaðar Fjöldi flóttafólks frá Vestur-Þýzkalandi til Austur- Þýzkalands var 13 prósent meiri í júlímánuði en í júní. Austurþýzk hlöð skýra frá því að straumurinn hafi enn aukizt í ágúst mánuði. Til þriggja stöðva af 13, sem taka á móti flóttamonnum að vest- an, hafa komið 2019 flóttamenn frá Vestur-Þýzkalandi á fyrstu tveim vikum ágúst mánaðar. (Þessar stöðvar eru Marienhorn, Á Bandaríkjaferð Krústjoffs .Wartha og Austur-Berlín. Þessi miðjan mánuðinn verða í | fjöldi er 26 prósentum meiri um fylgd tvær dætur, sonur og tengda- sonur. Bandaríska utanríkisráðu- neytið skýrði frá þessu í gær. í fylgdarliði Krústjoffs verð- ur einnig skáldið Mikail Sjóló- koff. með honum kona hans, en í síðari hluta júlímánaðar. Af þessum fjölda voru 43 pró- sent á aldrinum 18 til 25 ára. Á síðustu fjórum vikum hafa 1557 ungir menn á aldrinum 18 til 25 ára, sem eru að flýja undan herskyldunni, komið til Austur-Þýzkalands þar hælis. og leitað um árásaraðgerðlr Nehru forsætisráðherra sagði á Indlandsþingi í gær, að hann teldi landamæraskærurnar þar sem Tíbet og Assam mætast árásaraðgerðir af hálfu Kínverja. Nehru sagði, að Kínastjórn hefði sent indversku stjórninni mótmæli gegn því að indverskur herflokkur hefði farið inn á kín- verskt land og skotið á kínverska hermenn. Hann kvaðst ekki líta alvar- legum augum á árekstur í Kashmír, þar hefðu landamærin aldrei verið skilgreind. Öðru máli gegndi um Assam. Nehru hafnaði uppástungu frá stjórnarandstöðuþingmanni um að indverskar flugvélar yrðu látnar ráðast á samgönguleiðir í Tíbet. Indverjar myndu treysta landvarnir sínar, en þessa deilu jrrði að leysa við samningsborð. Það skipti ekki meginmáli, hvort nokkrir ferkílómetrar af fjall- lendi tilheyrðu Indlandi eða Kína, hinsvegar skipti það miklu máli ef samningar væru rofnir og ágengni höfð í frammi. Nehru kvað ekki koma til mála að Indland viðurkenndi út- lagastjórn fyfir Tíbet, sem Dalai Lama kynni að setja á laggirn- I sem hafi valdið geislun. Varð kjarna- sprengmg 1908? Nýlega skýrði Tass-fréttastofan í Moskvu frá því, að leiðangur- inn, sem fór til Síberíu að rann- saka staðinn, þar sem risastór loftsteinn féll til jarðar árið 1908, væri kominn heim. Leiðangursmenn komust að þeirri niðurstöðu að geislun væri helmingi meiri á þessum slóðum en annarsstaðar þar í kring. Foringi leiðangursins, Pleehanoff, segir að ekki verði hægt að segja ákveðið um það, hvað hafi skeð þarna árið 1908 fyrr en framkvæmdar hafa ver- ið nákvæmar rannsóknir á ýms- um efnategundum, sem leiðang- ursmenn höfðu heim •O'iéð1 sér. Loftsteinninn sem féll þarna til jarðar, langt frá mannabyggð- um, er talinn haf verið mörg hundruð þúsund léstir að þyngd. Þegar hann kom til jarðar varð gífurleg sprenging og heyrðust drunurnar í mörg þúsund kíló- metra fjarlægð, og eldblossinn frá sprengingunni sást í 400 kílómetra fjarlægð. Margar sögusagnir hafa verið á kreiki um þennan risastóra loftstein og sprenginguna miklu, og hafa margir viljað halda. því fram, að þarna hafi skeð ei‘n- hverskon ar k j arnorkusprenging.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.