Þjóðviljinn - 26.02.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.02.1960, Blaðsíða 1
FöstudagUr 26. febrúar 1960 — 25. árgangur — 47. tölublað. Fullt samkomuiag varð um húvöruverðið 1111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111 ij_> | Símgjiýld til út-1 | landa hækka | E Frá og með dpginum í E E gær hækkuðu gjöld fýrir E E símtöl og símskeyti til E = útlanda um 50%. Segir í E = tilkynningu frá Póst- og E = símamálastjórninni, að = = þetta stafi af gengislækk- = E uninni. Gjöld þessi eru á- = E kvörðuð í erlendum gjald- = E eyri. E ti 111111111111111111111111111111311 n 1111 n 11111 Fullt samkomulag heíur orðið í sex manna nefnd iieyten'da og framleiðenda um búvöruverð á yfir- etandandi verðlagsári. Undanfarna daga hefur nefndin haldið marga fundi, og einnig hefur verið rætt við rík- isstjórnina um fyrirkomulag niðurgreiðslna á verði land- búnaðarafurða, Verð til bænda og útsöluverð. I fyrradag kom nefndin enn saman á fund, var þá endan- lega gengið frá samkomulagi í öllum atriðum. Þjóðviljanum tókst ekki í gærkvöldi að afla sér vitneskju um einstök atriði sam'komulagsins og verðbreyt- ingar þær sem kunna að verða á einstökum vörutegundum, en í dag er væntanleg fréttatil- kynning frá nefndinni um það efni. Nú var ekki einungis samið um verðgrundvöll bændum til handa, heldur einnig um sölu- verð landbúnaðarafurða ’í heild. sölu og smásölu, Er það sam- kvæmt breytingunni sem gerð var í vetur á lögunum um starf sex manna nefndarinnar. Finnar unnu boðgönguna eftir harða keppni við Norðmenn Kositskin vann 6. gullverðlaunin fyrir Sovétríkin í 5000 metra skautahlaupi Keppnin í 4x10 km skíðagöng’u á Vetrarolympíuleik- unum í gær var geysi hörð’ og spennandi. Sveit Finna sigraði en var aðeins rúmum metra á undan sveit Norð- manna. f 5000 metra skautahlaupi sigTaði Rússinn Kos- itskin með yfirburðum. 4>- 140 ára gamalt hús safngripnr í Árbæjartúni I fyrrinótt var þriðja elz*ta húsið í Reykjavík, sem enn stendur uppi, flutt af grunni sínum við Pósthússtræti, sunnan Hc*tel Borgar, upp að Ár- bæ. Þar verður húsið; sem orðið er 140 ára gamalt, endurbyggt í sinni upp- haflegu mynd og varð- veitt sem safngripur bæj- arminjasafnsins. Er nán- ar sagt frá liúsinu, flutn- ingi þess og fleiru í sam- bandi við minjasafn bæj- arins á 12, síðu blaðsins í dag, en myndin hér á forsíðunni var 'lekin í fyrradag, er verkamenn voru að búa liúsið undir fiutninginn. (Ljósm. Sig. Guðm.). illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltl > Síðasta sprettinn í göngunni gengu Hakulinen fyrir Finna og Hákon Brunsveens fyrir Norð- menn. Mátti vart á milli sjá hvor yrði hlutskarpari en svo tor að hinn finnski skíðagarpur varð rúmum metra á undan og vann fyrstu gullverðlaunin fyrir Finn- land. Röð sex fyrstu sveitanna varð þessi: 1. Finnland 2 klst. 18 mín. 45.6 s. 2. Noregur 2 klst. 18 mín. 46,4 s. 3. Sovétrikin; 4. Svíþjóð; 5. Ital- ía og 6. Póiland. Hakulinen náði bezta tíma einstaklings í göngunni. Hann rann sprettinn á 33:56,6 mín. Svíinn Jernberg kom næstur á 34:07.8 mín og Brunsveens varð þriðji á 34:17,4. Námsmenn fá gjaldeyri á gamla genginu þennan ársfjórðung Fyrsti árangurinn af mótmœlaöldunni gegn ranglœti efnahagsráSstafananna Rlkisstjórnin er komin á undanhald frá hinum i'ang- látu efnahagsráðstöfunum sínum. í gær tilkynnti hún að námsmenn erlendis skyldu fá gjaldeyri á gamla geng- inu fram til 5. marz. Kositskin langfyrstur í 5000 metra skautahlaupi urðu úrslit þessi: 1. Kositskin Sovétr. 7:51.3 2. Knut Johannesen, Nor. 8:00,8 3. Jan Pesman, Holland 8:05,1 4. Torsten Seiersten, Nor. 8:05,2 5. Kotov, Sovétríkin 8:05.3 6. Stenin, Sovétríkin 8:05,4 7. Nilson, Svíþjóð 8:06,6 Kositskin var aðeins 2,7 sek. frá olympíumeti landa síns Sjil- koffs, sem hann setti á olymp- iuleikunum 1956. » í keppninni um Olympíumeist- aratitilinn í listhlaupi á skautum hefur Tékkinn Divin enn foryst- una. Síðasti áfangi þeirra keppni fer fram í dag. Hér í blaðinu og i skeleggum samþykktum samtaka náms- manna erlendis hefur margsinn- is verið bent á að gengislsekkun- in hlyti að hafa það í för með sér að aliir þeir námsmenn er- lendis sem ekki ættu sterkefn- aða menn að. neyddust til að hætta námi, þar sem gengislækk- unin hefur í för með sér að' námskostnaður hækkar um 80% í íslenzkum krónum. Þessi mótmælaalda hefur nú borið þann árangur að ríkis- stjórnin hefur heykst á að fram- fylgja gengislækkuninni þegar í stað gagnvart námsmönnum er- lendis. í gær gaf hún út svo- trrtía Tóku Iðjustúlkur oí mikið? A morgun og sunnudaginn er fœkifœri fil að möfmœla kjaraskerSingunni Stjórnarkjör hefst á morg- un í löju, félagi verksmiðju- fólks. Á Iðjufundinum um dag- inn sagði Guðjón Sigurðs- son, formannsefni íhaldsins og atvinnurékenda: ,,Efna- hagsörðugleilcar þjóðarinn- ar stafa af því að verkafólk- ið hefur tekið meira í sinn hVut en komið gat til skipt- anna.“ Hvað segja stúlkurnar í Iðju um slíka speki? Hefur þeim fundist 3063 kr. kaup sitt á mánuði endast of vel? Að þær hafi „tekið of mi'kið" að þær hafi lifað í óhófi um efni fram ? Vegna gengislækkunarinnar og ráðstafana í sambandi við hana hækkar allur fatnaður í verði um 30—35%, húsaleiga stórhækkar mjög fljótlega vegna gífurlegrar hækkunar á öllu byggingarefni, t.d. hækkar timbur um 50%. Fæði hækkar um 20% — samkvæmt útreikn- ingum sjálfra stjórnarherranna En ei*tt er það sem ekki má liækka, segir ríkisstjórn íbaldsins, — það er kaup iðnverkafólksins. Og í formannssæti í Iðju liefur setið maður sem segir blygðunarlaust við iðnverka. fólkið að kaup þess hafi ver- ið alltof hát*t, að það liafi tekið meira en því bar!! Er liæ.gt að hugsa sér op- inskárri þjónustu við at- vinnurekendur? Stjórnarkjörið í Iðju hefst á morgun kl. 10 f.h. Þar fær Iðjufólkið taékifæri til að svara því við kjörborðið hvort það er samþykkt dýrtíðarflóðinu sem verið er að skella yfir það. Hvort það er samþykkt því að 'kaup þess hafj verið alltof hátt og að það eitt eigi að standa í stað þegar allar vörur hækka. Hvert atkvæði sem greitt verður Guðjóni og lista hans verður túlkað sem samþykki við því að kaup iðnverkafól'ks- ins hafi verið of hátt og megi ekki hækka þótt allar lífs- nauðsynjar stórhækki. Hver sá Iðjuféíagi sem telur að kjör sín þurfi að batna, kaupið að hækka til samræmis við Ptóraukna dýrtið, hann mótmælir dýrtíð inni og kjaraskerðingunni með því að kjósa lista vinstri manna, A-listann. Iðjufélagar! Kjósið snemma! Kjósið A-lis'iann. hljóðandi fréttatilkynningu: ..Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að gjaldeyrisleyfi fyrir náms- kostnaði á fyrsta ársfjórðungi Framhald á 5. síðu Netavertíð er að byrja Vestmannaeyjum í gær Frá fréttar. Þjóðviljans 1 dag voru 66 bátar á sjó og fengu 365 lestir. 2 bátar eru komnir með net, Glaður sem fékk 1100 fiska. 11,3 L, tveggja nátta fisk, og Björg Ve. fékk 500 fiska, 5,2 1. Allmargir línubátar taka upí* í dag og byrja á netum. Af línubátum var Kári hæst_ ur með 10,2 lestir, Leó hafði 9.5, Reynir 8,8, Hannes lóðs 8.6, Stígandi 8, Gulltoppur 7,6, Hafbjörg 7,3 og Gylfi 7,2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.